Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 2. JÚNI 1988. LffsstQl Grafinn lax - og ljúffeng sinnepssósa Laxarúllur fylltar með fiskfarsi. Að grafa lax (eöa annan fisk, s.s. karfa) er ekki mikið erfiði. Fyrir þá sem veiða sinn lax sjálfir er aukið ánægjuefni að grafa hann sjálfur. Hráefni 700 g flakaður lax Kryddblanda 1 msk. sjávarsalt 1 msk. sykur 1 tsk. mulinn pipar 1 msk. koníak (má sleppa) 1 kúfuð msk. ferskt dill eða 1 slétt- full msk. þurrkað dill Fjarlægið öll bein úr fiskinum meö flisatöng. Blandið öllu kryddinu vel saman í skál. Stráið ca. 'A af krydd- inu í álapappír á stærð við laxastykk- ið. Leggið stykkið í kryddblönduna með roðhliðina niöur. Rúmur helm- ingur af því sem eftir er af krydd- blöndunni er stráð yflr roðlausa hluta beggja flakanna. Leggið flökin saman með roðhliðina upp. Afgang- inum af kryddblöndunni er stráð yfir roðhlið efra flaksins. Pakkið fiskinum vel inn í álpappír- inn. Leggið fjöl yfir fiskinn og farg þar ofan á. Geymið fiskinn í kæhskáp undir fargi í 1-5 sólarhringa. Snúið fiskinum einu sinni á sólarhring. Skerið fiskinn í þunnar sneiðar og berið fram með sinnepssósu og grófu eöa ristuðu brauði. Sinnepssósa 2 msk. sætt, franskt sinnep 1 msk. sykur 1 stór eggjarauða 7 msk. matarolía 2 msk. vínedik 1 kúfuð msk. ferskt dill eða 1 tsk. þurrkað dill salt hvítur pipar Hrærið sinnepið út með sykrinum og eggjarauðunni. Blandið olíu og ediki saman við smátt og smátt. Hrærið olíunni vel saman við áöur en meiri olíu er bætt við. Kryddið með salti, pipar og dilli. Heitur grafinn lax með kart- öflujafningi Þessi uppskrift er fyrir fjóra en auðvelt er að minnka eöa auka hana. Áætluð eru 130-150 g af gröfnum laxi á mann. Þetta er nýstárleg aðferð viö matreiðslu á gröfnum laxi og til- breyting frá hefðbundnu aðferðinni. 550-600 gr grafinn lax ca 'A msk. olía Veljið þykkan bita úr laxinum og takið roðið af. Skerið í 4 jafna bita, 130-150 gr hvern. Hreinsið allt dill af. Kartöflujafningur 1 kíló kartöflur 6 dl rjómi 1 dl niðursaxað dill Zi-1 tsk. salt Þvoið kartöflurnar vel og afhýöið síðan. Skerið kartöflurnar í teninga á stærð við sykurmola. Setjiö kart- öfluteningana í pott og hellið rjóman- um yfir. Látið suöuna koma upp og hrærið vel í á meðan. Eftir að suðan er komin upp eru kartöfluteningarnir látnir sjóða áfram í ca. 15 mínútur eða þar til þeir eru orðnir meyrir. Verði jafn- ingurinn of þykkur má þynna hann með mjólk. Verði hann of þunnur má þykkja hann með kartöflumjöli hrærðu út í vatni. Bragðbætið jafninginn með salti og dihi Graflaxinn Penshö laxabitana með olíu. Steik- ið á vel heitri pönnu í ca 30 sekúndur á hvorri hhð. Enn betra er að grilla bitana. Laxinn á að hafa eiginleika grafins lax, þrátt fyrir hitun. Berið laxabitana fram strax með kartöflujafningnum. Skreytið meö agúrkusneiðum, sítrónu og ferskum dillkvistum. Fylltar laxarúllur I þennan rétt er notað um kíló af laxi fyrir 10 manns. Síðan eru rúll- urnar fylltar meö fiskfarsi. Hráefni 1 kíló lax í flökum. Takið bita úr þykkasta hluta fisksins. Sneiðið um 30 þunnar sneiðar (7 mm þykkar) úr flakinu. Hreinsið öll bein úr fiskin- um. Fiskfars 300 g roðlaus og beinlaus ýsa 2 msk. hveiti l'/i tsk. salt V, tsk. nýmalaður pipar 2 egg 3 dl rjómi 1-2 dl þurrt vín Saffransósa 75 g smjör 1 dl hveiti (tæpur) 7 Zi dl fisksoð 2 Zi dl rjómi 1 % dl þurrt hvítvín 0,7 g saffran pipar og salt Hakkið fiskinn. Fiskhakki, hveiti pipar og salti blandað vel saman. Setjið eggjarauðurnar saman við og hræriö vel. Þynnið farsið vandlega með helmingnum af rjómanum. Þeytið afganginn af rjómanum og eggjahvíturnar. Blandið þeytta rjóm- anum og eggjahvítunum varlega saman við farsið. Gerið hringi úr laxasneiðunum og leggið þétt í ofnfast form. Sprautíð farsinu í hringina. Hellið víninu milli fisksins. Leggið smurðan álpappír yfir fiskinn og hit- ið í ofni við 200° í u.þ.b. 20 mínútur. Hrærið smjör og hveiti saman í potti. Þynnið út með soði, rjóma og víni. Látið sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur. Bragðbætið sós- una með saffran, pipar og jafnvel salti. Berið fram með fersku græn- meti. -JJ Graflax með sinnepssósu. Skerið laxinn í jafnstóra bita. Kreistið sítrónuna yfir. Þræðið sveppi, lax og humar á spjót (grillpinna). Notaðir eru þrír bitar af laxi, tveir humarhalar og tveir sveppir fyrir hvern. Tilraunaeldhús DV: Lax og humar á spjóti Hráefni 400 g lax (roðlaus og beinlaus) 8 humarhalar 8 stórir, ferskir sveppir Zi tsk. salt 'A sítróna 1-2 msk. olía Sósa 2 Vi dl þurr vermút Ofninn er hitaður upp i 200°. Legg- ið álpappír í botninn á ofnplötu og smyrjiö með oliu. 2 teningar fiskkraftur 1 dl sýrður ijómi 100 g smjör karsi Meðlæti Hrísgijón, blönduð með 1-2 msk. af smjöri, og 2 dl fínrifin agúrka. Uppskrift þessa má auka eöa Leggið humarspjótin í pönnuna og penslið með oliu. Sett í heitan ofn- inn. Vínið er soðið upp með teningun- um. Sýrði rjóminn settur út í og allt soðið við vægan hita í nokkrar minútur. Heimilið minnka eftir þörfum. Áætlið 100 g af laxi á mann og 2 humarhala, 2 heila ferska sveppi. Efnið í sósuna má síðan auka og minnka eftir þörfum. Þetta er fremur dýr réttur. Kílóið af nýveiddum laxi er núna í byrjun veiðitímans nálægt 1000 kr. Hum- arvertíðin er að heíjast en verðið á hveiju kílói af skelflettum humri er rúmar 2000 krónur. -JJ m Soðin hrisgrjónin eru bragðbætt með smjöri og rifinni agúrku. Setjið hrísgrjónin á heita diskana og spjótin þar ofan á. Vel heit sósa er látin á diskana. Borið fram strax. DV myndir: Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.