Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR'2. JIJNÍ 1988. Lífestm Vítamí nkúrinn Á þessum árstíma eru flestír meö meiri eða mirrni áhyggjur af holda- farinu. Sundfötin passa ekki, lærin og maginn eru of mikil. Aö minnsta kosti geta þessir líkamspartar alls ekki komið fyrir almenningssjónir á opinberum sundstöðum. Á sumrin er framboð af fersku íslenku grænmeti mjög gott. í til- efni af því birtum við hér á síðun- um vítamínkúr sem er byggður á grænmeti og ávöxtum. Meginvítamín fyrstu tvo dagana er A vítamín. Það finnst í eftir- töldum fæðutegundum: gulrótum, grænkáli, spínati, fennikku, jökla- salati, brokkáli, tómötum, papriku og steinselju. A vítamín er einnig í eftirtöldum ávöxtum: mangó, nektarínum, apríkósum, hunangs- melónum og ferskjum. Smjör, smjörlíki, camenbert-ostur og eggjarauður eru einnig auðug aö A vitamíni. Næstu tvo daga er megináhersla lögö á B vítamín. B vítamín er í miklum mæli í svínakjöti, lifur, nýrum og kjúkhngakjöti. Einnig í laxi og síld. Hrökkbrauð, korn- vörur, hýðisgrjón, baunir, linsur, sojabaunir, blómkál, kartöflur, spínat, graslaukur og steinselja eru auðug að B vítamíni. Mjólkurvör- ur, egg og hnetur eru einnig auðug að B vítamíni. C vítamínríkar fæöutegundir eru ýmsir ávextir, t.d. ribsber, kiwi, jarðarber, appelsínur, greip, mand- arínur o.fl. Grænmetistegundir, sem eru C vítamínauðugar, eru paprika, brokkál, rósakál, blómkál, spínat, rauðkál, hvítkál, fennikka, blaðlaukur, kartöflur, tómatar o.fl. Fyrsti dagurinn Morgunn: 1 glas af ávaxta- eða grænmetissafa. 1 brauösneið með 1 msk. kotasælu og 1 tsk. hunangi. Sykurlaust te eða kaffl. Hádegi (heima): Blandið saman tveimur rifnum gulrótum og einu rifnu eph. Hellið yfir grænmetið 1 msk. ohu og safa úr A sítrónu, strá- ið á ofurlitlum pipar og jafnvel salti. 1 brauösneið meö „roast- beef'. Hádegi (vinna): 1 brauðsneið m/reyktum makríl, 1-2 gulrætur og 1 epli. Kvöld: Skerið einn lítinn lauk og tvo tómata í sneiðar og steikiö viö vægan hita. Skeriö ýsuflak í sneið- ar og setjið á pönnuna. Látið fisk- inn sjóða í 10-12 mínútur undir loki. Borðið eina sneið af grófu brauði með. Ef meö þarf má pensla pönnuna með ohu. 2. dagur Morgunn: 1 glas grænmetissafi og 1 gróf brauösneiö með þunnu Matur lagi af fltuhtlu smjöri. Sykurlaust te eða kaffi. Eitt eph. Hádegi (heima): Salat úr 'A haus af kínakáh eða jöklasalati, 1 lauk- ur, 1 appelsína, 'A banani, 1 epli í bitum með salatsósu úr 2 msk. af súrmjólk og safa úr 'A sítrónu, salt og pipar. Hádegi (vinna): Ein dós trefjajógúrt og ein appelsína. Kvöld: 150 g frosið spínat, soðið í potti við vægan hita, kryddað með múskati og pipar. 2 soðnar kartöfl- ur með og eitt harðsoðið egg. 3. dagur Morgunn: 1 glas undanrenna, 1 gróf brauðsneið með osti. 'A greipávöxt- ur. Sykurlaust te eða kaffi. Hádegi (heima): 1 dós trefjajógúrt, A banani, 1 epli og 'A greipávöxtur. Hádegi (vinna): 1 dós trefjajógúrt, 1 epfi, 'A greipávöxtur. Kvöld: Lamabasnitsel með hýðis- grjónum. 2 msk. hrísgrjón, soðin í 1 'A bolla af vatni. Kjötið er steikt snöggt við mikinn hita eða grillað, saltað og piprað. Sósan er gerö úr Ávextir eru ekki einungis hollir heldur einnig hitaeiningasnauðir. Urval framandi ávaxta er mikið. 2 litlum laukum og graslauk sem skoriö er smátt og soðið í 3 msk. af mjólk. 4. dagur Morgunn: 1 glas ávaxta- eða græn- metissafi. Súrmjólk með mush og 1 epli. Sykurlaust te eða kaffl. Hádegi (heima): Salat úr niðurbr- ytjuðu blómkáh og papriku. Salats- ósa úr safanum úr ’A sítrónu, 1 msk. af jurtaolíu, salt, piþar og smátt brytjaður graslauk. Eitt smátt skorið egg sett yfir. Hádegi (vinna): 1 gróf brauðsneið og 2 sneiðar af skinku. 1 gulrót og paprika. Kvöld: Lifur með eph og kartöflum. 1 epli og 1 laukur eru steikt á pönnu án olíu. Steikiö lifrina í safanum sem eftir er ásamt olíu í 3 mínútur á hvorri hhð. Kryddað með salti og pipar. Skreytt með steinselju og 'A sítrónu. 5. dagur Morgunn: 1 glas ávaxtasafi, 1 gróf brauðsneið með kotasælu og 1 tsk. af hunangi. Hádegi (heima): 2 tómatar eru skornir í báta og 1 paprika í bita. Salatsósa úr 1 msk. jurtaolíu, saf- anum úr 'A sítrónu, salti, pipar og graslauk. 1 gróf brauðsneið. Hádegi (vinna): 1 sneið af grófu brauöi meö osti og graslauk. 1 papr- ika í sneiðum. Kvöld: Grænmetiseggjakaka með kálsalati. 2 egg eru slegin sundur, graslauk og 1 litlum lauk bætt út í. Steikt á pönnu án eða með lítilli feiti. Salat úr V, haus hvítkáli. Sal- atsósa úr 'A sítrónu, 1 msk. mata- rohu og smátt skornum graslauk. 6. dagur Morgunn: l glas af ávaxta- eða grænmetissafa. 1 sneið af grófu brauði með kotasælu. Sykurlaust te eða kaffi. Hádegi (heima): 150 g blaðlaukur í sneiðum og eitt epli í bitum ásamt 1 brauðsneið með litlu smjöri. Hádegi (vinna): Sama. Kvöld: Rósakál eða brokkál með kartöflum og ostasósu: Ferskt eða frosið rósakál er soðið í léttsöltu vatni í 10-15 mínútur. 2 kartöflur eru soðnar og skornar í bita og blandað saman við rósakálið. Sósa úr 2 msk. rifnum osti sem bræddur er upp í A bolla af grænmetissoði. Ostasósunni er blandað saman við rósakálið og kartöflurnar. Kryddað með pipar og örhtlu múskati. 1 gróf brauðsneiö. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.