Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 10
Útlönd FIMMTUDÁGUR 2. JÚNÍ 1988. Leiðtogamir skiptast á staðfestum eintökum af samningnum um eyðingu meðaldrægra kjarnorkuvopna. Símamynd Reuter Sovéskir gyöingar, sem neitað hefur verið um heimild tii brottflufnings frá Sovétrikjunum, mótmæla fyrir utan Lenín-bókasafnið í Moskvu. Símamynd Reuter Fundi leiðtog- anna lokið Bandarísku forsetahjónin á fréttamannafundi í Moskvu í gær. Þetta var í fyrsta sinn á nær átta ára forsetatíð Reagans sem frúin var með honum á fréttamannafundi. Símamynd Reuter stöðu á sínum fundi og kom sér hjá því að svara beinum spurningum um hvort hann teldi stefnu Gorbatsjovs ábyrga fyrir því að þúsundum er enn neitað um heimild til brottflutnings frá Sovétríkjunum. Forsetinn endurtók fyrri ummæli sín um að Sovétríkin gætu ekki leng- ur talist heimsveldi hins illa og sagði þá breytingu vera Gorbatsjov mikið að þakka. Þrátt fyrir hugmyndir, sem hafa verið uppi um fimmta leiðtogafund þeirra Reagans og Gorbatsjovs, síðar á þessu ári, telja margir að Moskvu- fundurinn muni. reynast síðasti fundur þeirra. Leiðtogarnir náðu einhverjum árangri í viðræðum sín- um um fækkun langdrægra kjam- orkuvopna en vafasamt er tahð að hann hafi verið nægur til að unnt verði að ljúka gerð slíks samnings áður en Reagan lætur af-embbætti í janúarmánuði næstkomandi. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og fylgdarlið hans héldu í morgun á brott frá Moskvu og er þar með lokiö fjórða leiðtogafundi þeirra Reagans og Mikhails Gorbatsjov, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins. Bandaríkjaforseti hélt um sjöleytið í morgun flugleiðis frá Moskvu og var það Andrei Gromyko, forseti Sovétríkjanna, sem kvaddi hann á flugvehinum. Reagan hélt áleiðist til London, þar sem hann mun eiga fundi með Marg- aret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Noboru Takeshita, for- sætisráðherra Japans. Mun Reagan skýra þeim frá gangi og niðurstöðum leiðtogafundarins áður en hann held- ur áfram til Washington. Leiðtogafundurinn í Moskvu, sem stóð í fimm daga, er talinn hafa verið gagnlegur þótt hann hafi ekki skilað af sér neinum sögulegum samning- um. Leiðtogarnir gengu endanlega frá samningi sínum um eyðingu meðal- drægra kjarnorkuvopna, sem þeir undirrituðu í Washington í desemb- ermánuði síðastliðnum, og hefur samningurinn því tekið gildi. Þá var gengið frá ýmsum minni- háttar samningum milli stórveld- anna. I lok leiðtogafundarins í Moskvu kom greinilega í ljós hversu óhk við- horf leiðtoganna tveggja eru um margt. Ronald Reagan hrósaði Mikhail Gorbatsjov mjög mikið fyrir stjórn- visku sína, á meðan Gorbatsjov gerði „áróðursbrögð" Reagans að um- ræðuefni. Gorbatsjov ræddi um tækifæri til samninga og framþróunar sem hefðu glatast á meðan Reagan talaði um árangur af fundinum. Sovéski leiðtoginn rak nokkra háttsetta sovéska embættismenn úr sætum sínum á fréttamannafundin- um svo að bandarískir fréttamenn gætu setið þar sem auðveldara var að fylgjast með fundinum. Reagan heyrði hins vegar illa til fréttamann- anna og brást hinn versti við þegar fréttamaður reyndi að koma honum í skilning um inntak spurninga. Blaðamannafundir leiðtoganna voru mjög ólíkir. Gorbatsjov lék á als oddi á sínum fundi, talaði í nær tvær klukkustundir, án minnisblaða. Hann gerði að gamni sínu og var greinilega viö stjórnvöhnn. Reagan mun á hinn bóginn hafa talað í að- eins hðlega hálfa klukkustund, virt- ist daufur i dálkinn og fréttamenn urðu að knýja á um svör til að fá þau. Gorbatsjov var harður í ummælum sínum um Reagan og gagnrýndi hann fyrir tilraunir til að dramatís- era mannréttindamál á leiðtogafund- inum. Sagði sovéski leiðtoginn að sú hlið fundarins hefði einkennst af áróðursbrögðum og alls kyns sýnd- armennsku sem hann kynni hreint ekki að meta. Reagan var á hinn bóginn í varnar- Sumartími í HAGKAUP verslanir verða opnar sem hér segir: mánud. mánud mánud. Skeifan - fimmtud... föstud.... laugard.... Kringlan fimmtud...... föstud...... laugard...... Kjörgarður fimmtud...... föstud...... laugard...... ...9 - 1830 ....9 - 21 .....lokað ...10 - 19 ...10 - 21 ....lokað ...9 - 18 ...9 - 19 ...lokað Njarðvík mánud. - fimmtud..10 - 19 föstud......9 - 19 laugard.....10 - 14 Akureyri mánud. - miðvikud.....9- 18 fimmtud......9 - 20 föstud......9 - 19 laugard.....lokað HAGKAUP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.