Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 15
m þMivfTÚDÁfetM1 ^."'JÚMÍ Á988. 15 Hugleiðingar eftir hvvtasunnu Mikið fagnaöarefni var að hvíta- sunnuhelgin gekk stórátakalaust í ár. Lítill áhugi var á skipuleggja útihátíðir. Á síðustu árum var of mikið af skemmdarverkum framið, og margir fallegir staðir á landinu bera þess enn merki. En mest þakk- læti eiga veðurguðirnir skilið, sem kölluðu rok og rigningu til hjálpar á móti fylliríishðinu. Svo sátu flest- ir og drukku heima, viðkvæmi vor- gróðurinn slapp að mestu og engin stórslys urðu á mönnum. Ósköp væri gott að slíkt gæti endurtekiö sig um næstu verslunarmanna- helgi. 'Náttúruspjöll á Reykjanes- skaga En samt sá ég margt dapurlegt á hvítasunnuferðinni minni um Reykjanesskagann, ný og gömul náttúruspjöll. Ég ætla að minnast aðeins á öll bílhræin sem rekast má á, allt ruslið á víð og dreif, alla gamla kofa sem gleymst hefur aö íjarlægja og eru að hruni komnir, öll hjólförin á grónu landi. Það kannast allir viö slíka sjón. Auglýs- ing fyrir hreint og fagurt land? Eg ætla að vekja athygli hér á einum stað sem er eða reyndar var mjög fallegur og stendur nú sem dapurlegt dæmi fyrir hversu fer KjaUarinn Ursula Jiinemann kennari fyrir náttúruperlum hér á landi sem njóta einskis eftirlits. Þessi staður er skammt sunnan við Voga á Vatnsleysuströnd, stutt frá vegin- um til Keflavíkur og nefnist Bjallar. Fyrir neðan klettabelti er skjól- sæll staður og tijálundur, ekki langt frá eru fallegar tjarnir. En það er búið að bijóta hliðið, aka þarna allt sundur á farartækjum, skemma flestöll trén með því að kveikja undir einu og einu svona til gamans. Og sorpið sem finnst undir hverri einustu hríslu er fólki ekki til sóma. Þarna rakst ég meðal annars á yfirgefið tjald, sennilega hálffokið i sunnudagsrokinu, með öllum útbúnaði, útatað í matarleif- um og þaðan af verra. Öll svín heimsins mundu mótmæla ef ég tæki orðiö svín mér í munn að lýsa slíku fólki. Langar þá, sem sóða fallega staði þannig út, eiginlega aldrei að koma aftur? Hvað nær hreinlætisþörfin langt? Þegar íslendingar snúa heim á leið úr ferðalagi erlendis segja þeir oft hryllingssögur um hreinlætis- skort í útlöndum. Enda bera heim- ili flestra landsmanna vitni um mikla snyrtimennsku. Skyldi það vera sama fólk sem hendir ruslinu sínu út um bíl- gluggann, kaupir einnota grill til að skilja eftir á útivistarstaðnum að dvölinni lokinni ásamt pappa- diskum, plasthnífapörum og ótelj- andi umbúðum? Meiri þægindi, meiri lúxus, meira sorp! Hverjir eru sóðarnir? Og ekki er sanngjamt að telja bara unglingana vera seka um sóðaskapinn. Skólabekkur einn í Tjarnarskóla gerði nýlega rann- sókn á „sjoppumenningunni‘\ í ljós kom að þriðji hver sem út kom úr sjoppu henti ruslinu á götuna. Áberandi margir þeirra teljast vera fullorðið fólk! Auk þess má geta að margir unglingar vinna fyrir lágu káupi í sumarstarfi einmitt viö að hreinsa upp þetta sama sorp í bæn- um og fegra umhverfið. Skyldu þaö vera sömu ungmennin sem fylla götur, stéttir og garöa með gler- brotum og rusli á veturna? Það er líka nóg að gera í sumar- starfmu að slétta og sá í ljótu hjól- förin á grænu svæðunum, sem eru enn ekki gróin og gera það sjálfsagt seint. Hvers vegna er fólk að aka yfir gróin svæði, bæði innan- og utanbæjar? Hugsar það kannski þannig: Til hvers á ég dýran og öflugan jeppa, ef ég má ekki aðeins spóla og tæta hér og þar og stytta mér leiðir yfir einhvern grasblett? Eflingar náttúruverndar erþörf Timi er kominn til að vinna aö hugarfarsbreytingu íslendinga: Ekki að sigra og breyta náttúrunni heldur að lifa í sátt og samlyndi við hana. Víst gengur alltaf illa að kenna gömlum hundum að sitja, en það mætti byija hjá þeim yngri: Taka upp í kennsluáætlun grunn- skóla umhverflsfræðslu sem fasta og reglulega kennslugrein, reka látlaust áróður fyrir umhverfis- vernd, einnig í fjölmiölum. Ekki hefur margt merkilegt gerst í umhverfismálum hjá núverandi ríkisstjórn. Viss von er jú bundin við fyrirhugaða stofnun sérstaks umhverfismálaráðuneytis. Við verðum að hugsa um framtíð þessa dásamlega fagra lands sem við bú- um í. Ursula Jiinemann „Skólabekkur einn í Tjarnarskóla geröi nýlega rannsókn á „sjoppumenning- unni“. í ljós kom að þriðji hver sem út úr sjoppu kom henti rusli á götuna.“ Fjármálaráðheira sýndi pólitískt þrek Við ákveðnar aðstæður í þjóðfélag- inu geta komið upp þannig atvik að hinn almenni kjósandi getur gert sér grein fyrir því hver sé hinn raunverulegi talsmaður - og þá um leið hagsmunagæslumaður - al- mennings í landinu, Dæmi um þetta eru viðbrögð Jóns Baldvins Hannibalssonar fjármálaráðherra þegar hann stóð frammi fyrir þeirri ögrun sem átti sér stað af hálfu fjár- sterkra aðila sem voru nánast bún- ir að hirða gjaldeyrisforða þjóðar- innar á einum degi. Ríkisstjórnin átti fyrir höndum erfitt verkefni við að koma á sæmi- legri skikkan í efnahagsmálum og til þess þurfti hún nokkurn tíma. Þá gerast þessi ósköp sem að fram- an greinir. Völd, áhrif og fjármagn Við búum í lýðræðisþjóðfélagi sem einkennist af því að sterkir valdakjarnar á stofnanagrunni hafa mikil völd. Þessir kjarnar geta oft ráðið miklu um gang mála í þjóðfélaginu. Valdið og áhrifin fara að jafnaði saman við það fjármagn KjaUariim Karvel Pálmason alþingismaður sem þessir hópar hafa yfir að ráða. Hér er ekki um að ræða fjölmennan hóp heldur eru einungis nokkrir aðilar sem ráða ferðinni. Dæmi um þetta vald á stofnanagrunni eru bankarnir. Stofnanir sem slíkar eru valdalausar nema því aðeins að þeim sé stjórnað af mönnum. Þaö fer því eftir mönnunum, sem stjórna stofnununum, hvernig til tekst hverju sinni. Það er mæli- kvarði á þessa stjórnun á hvaða stigi hugarfarssiðfræðin stendur. Ef það er tilfellið að það hafi verið þessar stofnanir sem tæmdu því sem næst gjaldeyrissjóðinn úr Seðlabankanum á sama tíma og ríkisstjórnin var að vinna aö vandasömum úrlausnum í efna- hagsmálum þjóðarinnar þá er það hiklaust fullyrt hér að um brengl- aða hugarfarssiöfræði sé að ræða hjá þeim mönnum sem tóku þá ákvörðun að kaupa upp nær allan gjaldeyrisforða þjóðarinnar - hverjir sem það hafa nú verið. í bók einni stendur: „Þeir eru tilfinn- ingalausir svo að þeir fremja alls konar siöleysi af græögi.“ Fylgist með framvindunni Af framansögðu má ljóst vera að rík ástæða er til þess að almenning- ur í landinu geri sér grein fyrir því hvar hinir raunverulegu átakapól- ar eru. Það er yfirleitt í kringum fjármagniö sem þessir' áherslu- þættir liggja. Því ber fólki að veita því athygli hverjir það eru í raun sem gæta hagsmuna þess. Sá sem stóð upp úr hagsmunagæslunni og sýndi pólitískt þrek andspænis peningavaldinu var Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráöherra. Almenningur í landinu hafi það í huga um leiö og allir eru hvattir til að fylgjast með framvindu mála - átökum löglega kjörinna fulltrúa við stofnanaveldi hinna fáu en voldugu. Karvel Pálmason „ ... þá er það hiklaust fullyrt hér að um brenglaða hugarfarssiðfræði sé að ræða hjá þeim mönnum sem tóku þá ákvörðun að kaupa upp nær allan gjaldeyrisforða þjóðarinnar - hverjir sem það hafa nú verið.“ Loksins bjór - okkar sigur Ég vil óska íslendingum til ham- ingju með sigurinn. Eftir langa bar- áttu hefur loksins verið ákveðiö að leyfa bjór á íslandi. íslendingar hafa fengið sitt persónufrelsi virt. Nú þurfum við ekki lengur að kaupa dýra ferö til útlanda til að smakka á lífsins gæðum. Við erum menningarþjóö. Fyrir mér var bjórmáliö tákn. Tákn um víkingana sem sigldu út til íslands til að öðlast frelsi og byrja nýtt líf. Og ef þetta frelsi er ekki til staðar í landinu þúsund árum seinna, þá er tími til kominn að berjast. Síðasta hrinan áhrifamest í gegnum tíðina hefur oft verið skrifað um bjór. En kannski hefur þessi síðasta hrina verið sú áhrifa- mesta. Ég blandaðist inn í málið á sérstakan máta. Ég skrifaði grein í Morgunblaðið um stærstu bjór- verksmiðjuna í Kaupmannahöfn. Nokkru seinna, er ég var að drekka kaffi á Skeifunni niðri við höfn, kom til mín hafnarverkamaður: „Ég las greinina þína en þú tókst enga afstöðu til bjórsins,“ sagði hann og var mikið niðri fyrir. Hvað meinti maðurinn? Hvað sveið í hjarta hans? Ekki var það þorsti eftir bjór. Nei, honum sveið KjáUarinn Ásgeir Þórhailsson hvitaskáld það, að í landi hans skyldi honum ekki vera leyfilegt að drekka bjór þar sem það var leyfilegt alls staðar annars staðar í heiminum. Ég skildi að þetta var spurning um persónufrelsi og stolt. „Þú kannt að skrifa, mér finnst að þú eigir að taka afstöðu,'- sagði maðurinn. Auðvitað var ég sammála. íslend- ingar áttu rétt á bjór eins og allir aðrir. Ég var rithöfundur, hér var verkefni fyrir mig. Ég settist niður og skrifaði odd- hvassa grein sem birtist í DV. Strax á eftir svaraði Halldór Kristjánsson stórtemplari grein minni með miklum látum. Og þar með hófst rideilan sem síðar átti eftir að hafa stór áhrif. Því skoðanakannanir sýndu að áður en ritdeilan hófst var meirihluti íslendinga á móti bjór. En eftir ritdeiluna var meiri- hluti íslendinga með bjór. Sjálfsmeðvitundin vaknaði Vegna þess að bjórmálið kom í fókus og margar góðar greinar voru skrifaðar, áttaði fólk sig á hve heimskulegt þaö var að banna bjór. Sjálfsmeðvitund íslendinga vakn- aði. Halldór Kristjánsson gerði sjálfum sér stóran grikk með ákefð sinni. Þar á ofan skíttapaði hann ritdeilunni. Án meirihluta fólksins hefði aldr- ei unnist sigur í baráttunni. í raun skipti það mestu máli aö opna augu almennings, síðan leystist málið af sjálfu sér. Og það réð úrslitum er fram í sótti. Meirihluti þjóðarinnar blés í seglin, máliö gat bara farið á einn veg. Það er hægt að hafa áhrif, það er hægt að berjast fyrir réttlæti og frelsi. En dreki heimskunnar er seigari en harðasta gúmmí. Nú hafa margir lagt hönd á plóginn. Stóri sigurinn er þó sá að alþingis- menn hlustuðu á vilja þjóðarinnar. Við höfum sannað að alþingismenn geta ekki ráðskast með okkur eins og þeim sýnist. Nei, það er fólkiö í landinu sem skiptir máli. Alþingi' íslands er til að þjóna fólkinu, ekki til að stjórna gerðum þess og löng- unum. Mín mótmæli Fyrir tæpum tveim árum yfirgaf ég Island og hét því að koma ekki til baka fyrr en bjórinn yrði leyfð- ur. Fólk spurði hvort mér væri virkilega alvara, sagði að ég yrði aö dvelja í útlandinu ævilangt. Mín sannfæring var að bjórinn kæmi og hann kom. Ég sigldi yfir hafið, sömu leið og víkingarnir. Nema í þetta sinnið var það öfug leið, frá Islandi og til Noregs. Þetta voru mín mótmæli í von um aö það hefði áhrif. Sú ferð kostaði mig næstum lífiö. En það er önnur spennusaga. Norðmönn- um fannst þetta aðdáunarverk, það minnti þá að gamla hetjudáö. Mér hefur því liðið vel hjá Norðmönn- um í útlegðinni þessi tvö ár. í hjarta mínu óska ég íslandi alls góðs, að þjóðin komist áfram inn í framtíðina, að við sitjum ekki fost á skeri og drögumst aftur úr. Fyrir mér er bjórmálið fyrsta málið í átt að nýjum tímum. Ég stóð við mitt heit, fyrir utan sex daga heimsókn vegna jarðar- farar. Nú er þungu fargi létt af sálu minni, ég get komið heim þegar ég vil. Og við sigruðum, hafnarverk- maðurinn sigraði, ég sigraði, já, við íslendingar sigruöum. Ég sendi kveðjur heim og óska öllum til hamingju. Bráðum kem ég til Íslands og við tökum næsta mál fyrir. Ásgeir hvítaskáld „Fyrir tæpum tveimur árum yfirgaf ég Island og hét því að koma ekki til baka fyrr en bjórinn yrði leyfður.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.