Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 36
-36 'PIMMTUDAGfUR 2. JÚNÍ T988. Lífsstfll Veturinn 1988-1989: Jakkarvinsælir Jakkar verða mjög vinsælir næsta vetur ef spár tískusérfræð- inga rætast. Sniöin verða mjög mis- munandi en mikiö ber þó á stuttum aðskomum jökkum, einkum tii að nota á kvöldin. Stórir jakkar halda þó velli áfram, þótt ekki verði þeir jafnvinsælir og stuttu jakkarnir. Daufir litir Litirnir eru dempaðir. Gráir, brúnir og bleikir tónar eru áber- andi og svart verður vinsælt í kvöldfatnaöinum. Ýmiss konar klútar, sjöl og treflar verða notaöir til aö lífga upp á vetrarfatnaðinn að deginum og kennir þar ýmissa grasa, röndótt, rósótt, skræpótt og einlitt og litirnir eru oft skærir og fjörlegir, ólikt því sem gerist í dag- og kvöldfatnaðnum. Dragt hönnuð af hinum fræga Yves St. Laurent. Jakkínn er, eins og sjá má, þröngur, stuttur og aðskorinn. Stór og efnismikiil jakki úr ull sem notaður er yfír þröngt og stutt pils. Hönnuður hans er Perry Ellis. Dragt úr kasmirull. Eins og sjá má er jakkinn stuttur og aðskorinn og síddin á pilsinu rétt fyrir ofan hné. Dragtin er hönnuð af Oscar De La Renta og var sýnd i New York nú fyrr i vor. Marc Jakobs hannaði þessa glæsilegu samkvæmisjakka og sýndi i New York nú í vor. Pilsin sikka POsin síkka næstá vetur og stystu pilsin ná niður undir hné svo ganga allar síddir allt niður á ökkla. GervieM eiga ekki upp á pall- borðið næsta vetur, Fótin eiga að vera úr náttúrlegum efnum, ull, bómull, leðri og svo framvegis. Það ættu að vera kærkomnar fréttir fyrir okkur hér á íslandi að buxur verða mikið í tisku næsta Tískan vetur bæöi sem kvöld- og dagfatn- aður. Sniðin eru margbreytileg þó virðast skálmarnar vera aö víkka. Við buxumar eru mikið notaöir jakkar og ýmiss konar toppar. En ef að líkum lætur verður vetr- artískan fjölbreytt og allir eiga að geta fúndiö eitthvaö við sitt hæfi. -J.Mar Stuttur jakki sem er tekinn saman í mittinu með belti. Dragtin er úr þunnri ull og með henni er notað- ur breiður, röndóttur trefill. Perry Ellis sýndi þessa samsetningu i New York i vor. Armbandsúrin stór og smá Úr með stórum skifum eru vinsæl um þessar mundir. DV-myndir KAE í tískuvöruverslunum er nú hægt aö fá úr á veröbilinu 1000-3000 krónur. Er hér um að ræða tískuúr sem í flestum tilvikum em fram- leidd í Hong Kong og flutt hingaö í gegnum England. Flest þessara úra eru quartsúr og ganga fyrir rafhlöðum. Verslanirnar taka ekki ábyrgð á þeim, eins og yfirleitt er gert þegar dýrari úr eru keypt hjá úrsmiðum. Þríhyrnd og kringlótt Mörg þessara úra em mjög falleg. Skífurnar eru stórar. Oft er að finna á þeim bæði rómverska og venjulega tölustafi. Umgjörðin er oft skreytt ýmiss konar útflúri, svo og skífurnar. Mest ber á kringl- óttum úmm með stórri skífu. Auk þess em á markaðnum þríhyrnd úr, ferköntuð úr og á einum stað fundum við sporöskjulagað úr. Flest úrin, sem við sáum, voru úr stáli. En svo mátti finna gyllt úr og sum voru messinglituð. Mikill verðmunur Mikill verðmunur getur veriö á tískuúmm mHli verslana. Við Ht- um inn í þrjár verslanir og skoðuð- um úrvalið þar. í versluninni Herramenn á Laugaveginum vora til nokkrar gerðir af úrum og kostuðu aUar gerðimar 2950 krónur. í verslunum 17 á Laugaveginum og í Kringlunni var langfjölbreytt- asta úrvalið. Þar var hægt að fmna úr frá 1000 krónum og upp í 3000 krónur - mörg hver iqjög sérstök. Þar voru meðal annars til þríhymd úr, úr með tveimur skífum, stór kringlótt úr og fleiri gerðir. Ýmist voru úrin í 17 með leðurólum eða keðjum. í Cosmo í Kringlunni voru til tvær gerðir af úrum. Önnur gerðin var til í þremur Htum, tveim gylltum og einum stáUit með sam- litri keðju. Þau kostuðu 1590 krón- ur. Svo var tU ferkantað stálúr og kostaði það tæpar 3000 krónur. Þeir sem hyggja á að kaupa sér tískuúr ættu að fara í fleiri verslan- ir en eina því það getur munað aUt að 1500-2000 krónum á mjög svip- uðum úmm. Setja svip á klæðnaðinn Óneitanlega setja slík tískuúr mikinn svip á klæðnað og útlit fólks. Þau fara einkum vel við gróf- ari fatnað, þó það sé hægt að finna úr sem hægt er aö bera með hvaða fatnaöi sem er. En hversu vel tískuúrin endast skal ósagt látið. Tískan er forgengi- leg og ef til vill mun enginn láta sjá sig með armbandsúr með stórri skífu effir nokkra mánuði. Úrvaliö af tískuúrum er með ólíklndum fjölbreytt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.