Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988. Sakadómur Kópavogs úrskurðar: Ökuleyfissvipting lögreglu vegna hraðaksturs ólögleg - lögreglustjóri sjátfur verður að framkvæma ökuleyfissviptinguna „Ákvörðun um sviptingu öku- réttinda til bráðabirgða er íþyngj- andi stjórnarathöfn sem ekki verð- ur beitt af öðrum en þeim sem hafa slíka heimild samkvæmt lögum. Framsal lögreglustjóra á þessu ákvörðunarvaldi til aðalvarðstjóra styðst hvorki við lagaheimild né venju... Með vísan til þessa ber að fella úr gildi ákvörðun lögreglu- stjórans í Reykjavík um sviptingu ökuréttinda Davíðs...“ Svo segir í úrskurði Sakadóms Kópavogs í máli sem höfðað var þar vegna ökuleyfissviptingar til bráðabirgða. Sakadómur komst að þeirri niðurstöðu að ökuleyfis- sviptingin hefði veriö ólögleg og fékk sá kæröi ökuskírteini sitt af- hent á ný. Sá kærði var sviptur ökuréttind- um 17. maí síöastliðinn. Hann krafðist niöurfellingar á svipting- unni. Rök hans voru þau að lög- reglumaðurinn, sem framkvæmdi sviptinguna, hefði hvorki vald né lagaheimild til að ákveða og fram- kvæma ökuleyfissviptingu. Sam- kvæmt lagaákvæði hafi lögreglu- stjóri þessa lagaheimild en valdsvið lögreglumanna sé afmarkað í lög- um um lögreglumenn, lögum um meðferð opinberra mála og í sér- refsilögum. Framsal lögreglustjóra á slíku ákvörðunarvaldi fái ekki staðist nema samkvæmt sérstakri lagaheimild og hún hafi ekki verið fyrir hendi í þessu tilviki. Lögreglustjórinn í Reykjavík, Böðvar Bragason, sagði í bréfi til Sakadóms að um síðustu áramót hefði hann tekið upp þaö fyrir- komulag að fela aðalvarðstjórum að taka ákvörðun um sviptingu ökuleyfis til bráðabirgða ef nauö- synlegt reyndist utan starfstíma lögfræðinga sem starfa við embætti lögreglustjórans. Lögreglustjóri sagði einnig að lögreglustjóri mæti hvort skilyrði væru til ökuleyfissviptingar og ef svo væri skyldi ökumaður sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Hins vegar hefði aldrei verið litið svo á að lögreglustjóri annaöist þessa framkvæmd sjálfur heldur hefði hann falið hana einhveijum starfs- manna sinna. Dóminn kvaö upp Sigríður Ing- varsdóttir sakadómari. -sme jpur Ijóðaskálda og annarra áhugamanna um Ijóðlist var samankomin á Hótel Borgigær þa'f • kynnt voru ■rk þekktra sem óþekktra skálda. Almenna bókafélagið hefur gefið út Ljóðaarbok 1988 þar sem frumb.rt eru verk i skálda. Hér sjást ung Ijóðskáld hlýða á Ijóðaupplesturinn. Lykill aó íslenskri Ijóðagerð: Safh Ijóða eftir 75 skáld komið út „Það má segja aö tilgangur með útgáfu þessarar ljóðaárbókar sé að safna saman í eina bók úrvah ís- lenskrar ljóðlistar," sagði Siguröur Valgeirsson hjá Almenna bókafélag- inu í samtali við DV. „í dag er mikið um að skáld séu aö gefa út eigin ljóð og því getur veriö erfitt að rata í þeim frumskógi. Hér gefst fólki færi á að kynna sér verk margra nýrra skálda og ætti því bókin að geta verið nokk- urs konar lykill aö íslenskri sam- tímaljóðlist.“ í gær kom saman á Hótel Borg fjöldi skálda og annarra ljóðlistará- hugamanna en tilefniö var að hlýða á skáld kynna ljóð sín í nýútkominni Ljóðaárbók 1988. Almenna bókafé- lagiö stendur fyrir útgáfunni en bók- in hefur að geyma safn frumbirtra ljóða eftir 75 höfunda á aldrinum 18-83 ára. í bókinni er að finna verk þekktrar skálda sem og skálda sem lítið eða ekkert hefur birst eftir á prenti áöur. Sýnilega kunnu Borgar- gestir vel að meta þau verk sem kynnt voru en þama fluttu nokkur ung skáld ljóð sín í fyrsta skipti fyrir almenningi. „Ef vel gengur með þessa bók kem- ur vel til greina að gera útgáfu svona bókar að árvissum viðburði. Arbókin þyrfti ekki endilega að vera alveg eins og þessi,“ sagði Sigurður, ég gæti vel séð fyrir mér árbók sem væri safn smásagna, ljóða og ann- arra ritsmíða." -RóG. Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins: Hart deilt um hver fai eignir sjóðsins _ 1,5 milljarðar verða bHbein útgerðar, sjómanna ogvinnslu Nefnd á vegum sjávarútvegsráðu- neytisins, sem endurskoða átti lög og reglur um Verðjöfnunarsjóð fisk- iðnaðarins, leggur það til að sjóður- inn veröi lagður niður þar sem hann hafi ekki náð markmiðum sínum. Ef stjómvöld framkvæma tillögur nefndarinnar má búast við harövít- ugum deilum um hvemig eigi að skipta þeim 1,5 milljörðum sem í sjóðnum eru. „Það hefur lengi verið stefna fé- lagsins að leggja sjóðinn niöur og við fþgnum því tillögum nefndarinnar. Ég hef trú á því að svo sé um flestar aðrar greinar fiskvinnslunar. Varð- andi eignir sjóðsins nú tel ég rétt aö. greiða þær út til þeirra framleiöenda sem hafa lagt þær til,“ sagði Láms Jónsson, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda. En þó Láras nefni framleiðendur má telja víst að útgerðarmenn og sjó- menn geri einnig kröfu í eignir sjoðs- ins. „Viö munum að sjálfsögðu gera kröfur til þess sem við af sjónum höfum lagt til Veröjöfnunarsjóðs. Það er alveg á hreinu að framleiðend- ur eiga ekki einir sjóðinn," sagði Óskar Vigfússon, formaöur Sjó- mannasambands íslands. Nefndin sjálf lagði til að eignum sjóðsins yröi ráðstafaö á sama hátt og útlánareglur sjóðsins segja til um. Ef tillögum hennar verður framfylgt munu sjómenn og útgerðarmenn þvi ekkert fá. Hún lagði auk þess til að höfð yrði meiri hliðsjón af rekstrar- stöðu fyrirtækja innan hverrar framleiðslugreinar en hingað til. í stað sjóðsins leggur nefndin til að hvert fyrirtæki geti stofnað sinn eig- in jöfnunarsjóð og verði skattaíviln- anir notaðar til þess að hvetja þau til þess. -gse Fiskveiðasjóðun 1.200 milljónir „Það var búið að gera samning um sniíði Haraldar Kristjánssonar þegar auglýsing birtist frá okkur í október síðast liðnum um að ekki yrði lánað til skipa sem þegar hafi verið samið um. Það hefði því verið óréttlátt að neita að lána til skipsins af þeim ástæðum," sagöi Már Elísson, for- stjóri Fiskveiðasjóðs. Á fundi stjómar sjóðsins á mánu- dag greiddu fulltrúar fiskvinnslunn- ar og Seðlabankans ekki atkvæði um lán til sex skipa. Ástæðan var sú að fulltrúar útgerðarinnar og viðskipta- bankanna virtust hafa þegar ákveðið um lán til þessara skipa. Bentu þeir meðal annars á að umsókn um lán til nýrra skipa til Haraldar Kristjánssonar stæðust ekki auglýst skilyrði lánveitingar. Fiskveiðisjóður mun lána um 1.200 mílljónir á þessu ári til nýsmíða skipa. Það er aukning frá fyrra ári. Hins vegar hefur dregið úr lánum til stækkana og breytinga en endanleg- ar tölur liggja ekki fyrir um hversu mikið verður lánað til slíkra verk- efna. í reglum sjóðsins segir að óheimilt sé að lána til skipa nema aö fyrir- rennarar þeirra séu komnir af skipa- skrá. Þau skip sem koma í stað hinna nýju em um þriðjungi stærri en þau skip sem seld em úr landi eða úrelt. -gse Kirkja úr kvikmynd reist við Helluvatn feðgamir Hrafn Gunnlaugsson og Gunnlaugur Þórðarson reisa kirkjuna „ __hriár kirkiur fvrir myndina. Tvær sögn Gunnlaugs er veriö a< Hrafn Gunnlaugsson kvik myndageröarmaður og faðir hans, Gunnlaugur Þórðarson hæstarétt- arlögmaður, standa nú í stórræö- um á sumarbústaðalandi fjölskyld- unnar viö Helluvatn í landi Elliða- vatns. Fjölskyldan er að endurreisa þar kirkju sem notuð var í kvik- mynd Hrafns, Úr skugga hrafns- ins. Að sögn Gunnlaugs er kirkjan leikmynd, en alls vom byggöar þrjár kirkjur fyrir myndina. Tvær þeirra vom brenndar í atriði í myndinni, en þá þriöju er nú verið að endurreisa viö Helluvatn. Kirkjan er í kaþólskum, tólftu aldar stíl og byggö úr flekum. Að sögn Gunnlaugs er veriö að reisa hana til varðveislu, fiölskyldunni og öðrum til ánægju og augnaynd- is. -StB Umferðarslys: Ók á staur á ÁHtanesi Umferðarslys varð á Álftanesvegi um miðnætti í nótt. Bíl var ekið á mikilli ferð á ljósastaur. Tvennt var í bílnum og voru þau flutt á slysa- deild. Bíllinn og staurinn skemmdust mikið. Grunur er um ölvun við akstur. •sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.