Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ-1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. KvartmiUjón á fjölskyldu Meö vorinu er að koma í ljós, aö breytingar stjórn- valda á sköttum í vetur valda þjóðinni aukinni skatt- byrði. Aukningin kemur út af fyrir sig ekki á óvart, því að ríkisstjórnir hafa áratugum saman notað breytingar á skattkerfi til að hafa meiri peninga af fólki. Athyglisvert er hins vegar, að aukningin er óvenju- lega mikil og raunar nokkru meiri en gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar héldu fram í vetur. Þetta er smám saman að koma í ljós í mánaðarlegum skýrslum hins opinbera um innheimt skattfé á fyrstu mánuðum ársins. Einna hrikalegust er hækkun söluskatts, sem felur nú í sér matarskattinn, er kom til sögunnar eftir ára- mót. Söluskatturinn var í marz 50% hærri en hann var 1 sama mánuði í fyrra. Er þá reiknað á föstu verðlagi, búið að draga frá verðbólguhækkun milli ára. Á móti hækkun söluskattsins vegur lækkun ýmissa tolla. Þegar allt er reiknað, hækkuðu óbeinir skattar um 10% milli ára á þremur fyrstu mánuðum þessa árs, að verðbólgunni frádreginni. Þar að auki hefur svo orð- ið umtalsverð hækkun gjalda á bílum og fóðri. Þegar matarskatturinn var lagður á, var fullyrt, að verið væri að einfalda innheimtu óbeinna skatta, en alls ekki verið að auka hana. Nú hefur nokkrum mánuð- um síðar hins vegar komið í ljós, að réttar voru viðvar- anir gagnrýnenda, sem þá voru sagðir fara með fleipur. Enn verri hefur þróun tekjuskatta orðið. Hún er ná- kvæmlega sú, sem sagt var fyrirfram hér í blaðinu. Rík- isstjórnin notaði kerfisbreytingu staðgreiðslunnar til að hækka tekjuskatt einstaklinga um 35% og fyrirtækja um annað eins, hvort tveggja að frádreginni verðbólgu. Ekki eru öll kurl komin til grafar í tekjuskatti. Fjár- málaráðuneytið gerir sjálft ráð fyrir 35% hækkun milli ára, en rök hafa verið færð að tölunni 45% sem líklegri niðurstöðu. Tekjuskattur ársins verður þá tæplega 8,7 milljarðar í stað tæplega 5,9 milljarða að óbreyttu. Þetta spáir ekki góðu um virðisaukaskattinn, sem verður næsta aðferð ríkisstjórnarinnar við að ná meiri peningum út úr þjóðfélaginu. Við munum þá heyra enn á ný sömu, gömlu og innihaldslausu rökin um, að æski- legt sé að einfalda skattkerfið og bæta það. Skattanefnd samstarfsráðs verzlunarinnar hefur spáð, að ríkissjóður muni á árinu auka herfang sitt um sem svarar 2,3% landsframleiðslunnar. Það þýðir heild- araukningu skattbyrðar um 5,7 milljarða. Á hverja fjög- urra manna fjölskyldu er aukningin 90.000 krónur. í skattheimtu heldur núverandi ríkisstjórn áfram stefnu fyrri ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Innganga Alþýðuflokksins í stjórnarsam- starfið í fyrrasumar hefur engin áhrif haft til bóta, þótt flokkurinn hafi fengið embætti fjármálaráðherra. Ef litið er þrjú ár til baka og rakinn skattheimtuferill- inn frá 1985 til 1988, kemur í ljós, að ríkið tekur nú 15 milljörðum meira umfram verðbólgu en það gerði þá. Þetta eru 230.000 krónur á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu í landinu. Ekki er furða, þótt fólk kveinki sér. Árum saman hefur í leiðurum þessa blaðs verið var- að við hverri skattkerfisbreytingunni á fætur annarri. Blaðið hefur reynzt sannspátt um, að hver einasta breyt- ing hefur verið notuð til að ná til ríkisins meiri hluta af þeim verðmætum, sem þjóðin hefur til skiptanna. Þegar fjármálaráðherra fer í haust að sverja fyrir annarleg sjónarmið að baki virðisaukaskattinum, skul- um við muna, hver reynslan hefur hingað til verið. Jónas Kristjánsson GunnlaugurJúlíusson, hagfræö- ingur Stéttarsambands bænda, sendir mér tóninn í grein sem birt- ist í DV 25. maí sl. undir heitinu rangfærslur lögmannsins. Tilefni greinaskrifa þessa starfsmanns bændasamtakanna og ástæöuna fyrir nafni greinarinnar segir höf- undur vera eftirfarandi ummæli mín: „Ríkjandi stefna í landbúnaöar- málum veldur því að matvörur, mikilvægustu neysluvörur fólksins, hækka án alls sam- hengis og samræmis viö aðra hluti í þjóðfélaginu.“ Þessi ummæli kallar starfsmaöur bændasamtakanna rangfærslur og birtir súlurit og bnurit því til stuðnings. Ég veit ekki hver hefur júní '87- apríl '88 Allttímabilið júní '84- apríl '88 Dilkakjöt, heilir skrokkar 28,6%. 163,5% Dilkakjöt, læri Dilkakjöt, hryggir 37,9% 37,9% 219,9% 225,5% Dilkakjöt, kótelettur 38,2% 212,2% Nautakjöt, heilir skrokkar Svínakjöt, læri m/beíni 25,2% 49,9% 132,1% 176,1% Egg 45,8% 118,5% Nýmjólk 18,9% 128,3% Ostur 25,2% 137,0% Kjúklingar 51,3% 219,7% Framfærsluvísitala 20,8% 127,3% Hækkanir í % milli ára á verði landbúnaðarvara til neytenda. Talnaspeki hagfræðingsins unnið umrætt súlurit og línurit enda getur höfundur ekki heim- ilda. Ég vil þó ekki vefengja aö svo komnu máli aö umrædd súlu- og línurit séu í samræmi við þær for- sendur sem höfundur gengur út frá. Staöreyndin er í öllum einfald- leik sú að forsendur höfundar eru allt aörar en mínar. Ég hef ætíð í umræðum um land- búnaðarmál og verðlagningu land- búnaðarafurða miðað við verð til neytenda út úr búð eins og Verö- lagsstofnun hefur á hverjum tíma reiknað þetta út. Slíka viðmiðun tel ég eðhlega. Hins vegar tel ég það ekki sýna nokkurn raunveruleika að ætla að ræða þessi mál út frá þeim forsendum sem hagfræðing- urinn gefur sér, þ.e. að því er virð- ist ákveðið tilbúiö verð til frum- framleiðandans. Þegar meta á hvort verð hækkar mikið eða lítið á einhverjum hlut verður að miða við verðið sem ég sem neytandi get fengið hlutinn keyptan fyrir á hverjum tíma. Það skiptir mig sem neytanda ekki máli hvernig það verð deilist inn- byrðis á milli aðila. Æth ég þannig að kaupa jakkaföt met ég ekki verð þeirra eftir því hvað skraddarinn fékk fyrir vinnu sína og hver álagn- ing kaupmannsins er eða annað þess háttar, ég lít einfaldlega á hvað fötin kosta og hvort mér fmnst verölagning þeirra svara til þess sem mér finnst eðlilegt að gefa fyr- ir þau miðaö við gæði. Sem neyt- andi matvöru met ég því heiidar- verö vörunnar en ekki hvað hún kostar á einhverju framieiðslustigi. Væri sú viömiðun hagfræöings- ins tæk gæti hann eins sagt aö matvörur hafi lækkað í veröi miðað viö það sem frumframieiðandinn fær í sinn hlut og þess vegna séu lífskjörin betri í landinu. Allir sjá að þetta er ekki nema hálfsannleik- ur því spurningunni er ekki lokið fyrr en fyrir hggur hvert er heild- arverð vörunnar og ef þá kemur í ljós að það hefur hækkaö meira en kaupiö þá hafa hfskjörin versnað að því marki sem veröhækkuninni nemur. Sem neytandi get ég látið hjá hða að kaupa jakkafötin en ég verð aö borða á hverjum degi. Þess vegna skiptir verðlagning matvöru svo miklu máh. Aö þessu athug- uðu, sem er ekki hagfræði í stíl við það sem hagfræðingur bænda- samtakanna notar í grein sinni heldur heilbrigð skynsemi, geta menn síðan velt því fyrir sér hver beitir rangfærslum. Lygi, lygi! Eg er orðinn nokkuð vanur því að leigupennar landbúnaðarkerfis- ins geri hróp að mér og segi: Lygi, lygi, rangfærslur, rangfærslur! Þegar þeir hafa síðan verið beðnir um að benda á hvaö sé farið rangt meö þá hefur orðið minna um svör. Allt frá því að ég hætti mér í skrif um landbúnaðarmál á árinu 1983 hefur þetta jafnan khngt. En við- KjáUarinn Jón Magnússon lögmaður miðun mín hefur alltaf verið sú sama, verð til neytenda út úr búð. Það er hægt að beita öörum viö- miðunum en þessi grundvöllur, sem ég nota, er hvorki lygi né rang- færslur ef um réttar tölulegar for- sendur er að ræða og á það bent út frá hverju er gengið eins og ég hef jafnan gert. Ég ítreka svo einu sinni enn aö ég tel rétt í umræðum um verðlagsmál að miöa við verð til neytenda og mun halda því áfram. Skoðum staðreyndir Skv. töflu um hækkanir í pró- sentum milli ára á verði land- búnaðarvara til neytenda, sem birtist hér á síöunni, kemur eftir- farandi í ljós sem meginstaðreynd- ir: Á tímabilinu júní 1984 - apríl 1988 hækka allar tilgreindar land- búnaðarvöru meira en framfærslu- vísitala nema egg. Nýmjólk hækk- ar þó næstum því í samræmi við framfærsluvísitölu. Á síöasta ári hækka allar tilgreindar búvörur meira en framfærsluvísitala nema nýmjólk. Sé máhö skoðað nánar kemur í ljós að umræddar búvörur hækka verulega umfram fram- færsluvísitölu. Ég fæ því ekki séð annað en stað- hæfing mín um að ríkjandi stefna í landbúnaðarmálum valdi því að matvörur, mikilvægustu neyslu- vörur fólksins, hækki án alls sam- hengis við aðra hluti í þjóðfélaginu standist fullkomlega miðað við þær staðreyndir um verðbreytingar á búvörum sem hér eru birtar skv. niðurstöðum sem unnar ar hafa verið á Verðlagsstofnun. Talnale- ikfimi hagfræðingsins dæmir sig því sjáif. Það er hann sem beitir rangfærslum og hálfsannleik. Til hvers er barist? í löndum í okkar heimshluta varð verðlækkun á búvörum á síöasta ári til að draga úr verðbólgu í þeim löndum. Þannig lækkuðu búvörur verulega í þeim löndum sem okkur eru skyldust. Hér hækka búvörur meira en annað sem veldur aukinni verðbólgu. Þess vegna held ég því fram að ekki verði hægt að ráða við verðbólguþróunina á meðan óbreyttri stefnu er fylgt í land- búnaði og sjávarútvegi. Það sem átt er við með þessu er að í báðum tilvikum er byggt upp verðstýri- kerfi sem stjórnast af öðru en markaðsaðstæðum. Fleiri atriði koma líka til. Þegar á þetta er minnst rísa ákveðnir hagsmunaaðilar upp og hrópa: Óvinur landsbyggðarinnar, óvinur bænda og útvegsmanna. Hvílíkt reginbuh. Ástæða þess að ég eins og fjölmargir fleiri krefst skynsemi í þessum málum er að við viljum sjá betri lífskjör í þessu landi og við teljum að núverandi stefna sé í raun kyrkingarstefna, ekki síst fyrir landsbyggðina sem er stöðugt að dragast saman og missa mátt eftir því sem þessari vitlausu stefnu blekbændanna á Melunum er fylgt lengur og ítarlegar. Skyldi það vera til bóta Menn ættu í rólegheitum, ekki síst þeir sem landbúnað stunda, aö velta því fyrir sér hvort eftirfarandi hlutir séu líklegir tU að auka fram- þróun, lækka vöruverð og stuðla að bættri afkomu bænda: Kvóta- kerfi, framleiðslustýring, opin- berar verðákvarðanir, verðmiðlun á flutningum, svo nokkur atriði séu nefnd. Mín skoðun er sú að þessi stefna sé fjandsamleg dugandi bændafólki, dragi mátt úr lífvæn- legum byggðum og skaði neytend- ur. Ég er því á móti núverandi land- búnaðarstefnu og átta mig á þvi að stöðugt vaxandi hópur bænda gerir sér grein fyrir að stefna blek- bændanna þjónar ekki hagsmun- um bænda. Og að lokum, stöðugt stærri hópur neytenda neitar að greiða í sífellu þann þunga skatt sem þið blekbændumir leggið á þá. Um það ættuð þið í Bændahöhinni að hugsa áður en það verður um seinan. Jón Magnússon ,,Hér hækka búvörur meira en annað sem veldur aukinni verðbólgu. Þess vegna held ég því fram að ekki verði hægt að ráða við verðbólguþróunina á meðan óbreyttri stefnu er fylgt í land- búnaði og sjávarútvegi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.