Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Qupperneq 39
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988. 39 t .ífggtm tóku þetta alvarlega. „Þetta var eins og helgistund," sagöi Ásdís. Börnin „ferðuðust“ á nokkra staði. Tónlist var leikin, eftir því hvaða tema var tekið fyrir. Þau fóru í gleðiland þar sem dans og hopp var ríkjandi. Erfiðleikaland var heimsótt, þar sem dapurt var. Síðan voru þau spurð að því hvers vegna væri gleði og sorg á þessum stöðum. Þannig sköpuðu þau sjálf ástandið með sínu ímyndunarafli og með því aö lifa sig inn í viö- fangsefnið. Skapa með töluðu máh. Að lokum var langur pappír tekinn Tíðarandi fram og hugmyndir málaðar og teiknaðar. Allir teiknuðu á sama blaðið og tjáðu sig í hstrænu formi. Þegar búið var að mála var saga sköpuð úr verkinu. ítölskum vinnuaðferðum fylgt óafvitandi Þær stöhur í Leiksmiðjunni sögð- ust hafa fylgt ítölskum vinnuað- ferðum með bömunum. „Þetta Álfastelpan keypti sér bíl, svo keypti hún sér leikhús og happaþrennu. Og sólin hjálpar henni að taka tíl. Á síðustu mánuðum hafa þrjár konur frá Leikfélagi Reykjavíkur unnið með 6 ára börnum í leik- húsi. Hér hefur verið um eins kon- ar tilraunastarfsemi að ræða í sam- vinnu við Melaskóla. Hugmyndin var aö sinna leikhúsmenningu bama utan hins hefðbundna sniðs. Láta bömin sjálf taka þátt í skap- andi verkefnum og aðlaga leik- húsið þeirra aldri. Einnig var ljóst að þessum aldurshópi hefur til þessa lítið verið sinnt hvað snertir leik og leiklist. t Leikhús og skóli samræmd Leikhússtarfsemi barnanna, sem nefnist Leiksmiðjan, hefur farið fram í Iðnó. Þess var farið á leit við skólastjóra Melaskóla að fá lán- uð börn til starfsins. Því var vel tekið og yfirleitt voru 16 börn í Leiksmiðjunni í einu. Þegar hða tók á vildu fleiri böm koma. Að lokum höfðu alhr sex ára bekkimir í Melaskóla tekið þátt í leikhstar- starfinu í Iðnó. „Þetta hefur gengið mjög vel, að samræma leikhús og skóla,“ segir Ásdís Skúladóttir, fundarstjóri þeirra Leiksmiðjukvenna. „Við er- um nú að vinna að niðurstöðum og ætlum að undirbúa okkur fyrir næsta vetur.“ Soffia Vagnsdóttir bætir við: „Meiningin með Leiksmiðjunni var að nota hugmyndir barnanna sjálfra. Mata þau ekki á einhverju fuhorðinsefni. Komast þannig inn í þeirra hugarheim og leyfa þeim að skapa sjálfstætt.“ Eru frjó og fordómalaus Þær leiksmiðjukonur era sam- mála um að gott sé að starfa með börnum í leikhúsi. Þau séu sérstak- lega frjó og ófeimin við viðfangs- efnin. Fordómar era ekki til og hugmyndaheimurin er skemmti- legur. Börn hafa sterkt ímyndunar- afl. í leiksmiðjunni hefur verið leit- ast við að börnin upplifi ævintýri, hti og hstir saman. Börnin hafa einnig fengiö aö skyggnast á bak við tjöldin. Þau Maragossi sem nú sýnir á Kjarvals- stöðum hefur tileinkað sér þessar vinnuaðferðir. Þetta er skemmtileg tilviljun sem sýnir kannski að viö - erum á réttri braut.“ Margrét Ámadóttir tekur við: „Við reynum að spyija krakkana án þess að mata þau. Staðurinn sem þau eiga að finna sig á í hvert skipti er aðlalatriðið. Við sam- tvinnum tónlist, myndhst og leik- hst. Best er aö ná sambandi við krakkana með spurningum. Það gefur þeim færi á sjálfstæðri sköp- un. Það verður að gæta þess að hafa spurningarnar óhlutlægar svo maður sé ekki leiðandi". Stundum var gengið úr Mela- skóla og niður í Iðnó. Þannig byrj- aði vinnan strax. Á leiðinni vora húsin skoðuð t.d. á Tjamargöt- unni. Athygli barnanna var t.d vakin á skemmtilegum gluggum og þökum. Þau gerðu sér síðan hug- myndir út frá húsunum og um- hverfinu. Börnin persónugerðu húsin. Sum áttu aö hafa eyra, önn- ur voru ekki ferköntuð og ýmsar hugmyndir fæddust. Síðan hélt sköpunin áfram þegar bömin komu í leikhúsið. Ýmsar hugmyndir hjá LR Hjá Leikfélagi Reykjavíkur er ætlunin að gera meira fyrir börn í framtíðinni. Tíminn leiðir í ljós hvort um frekari samræmingu á leikhúsi og skólagöngu verður að ræða. í öllu falh hefur verið gerð tilraun. Skólastjóm Melaskóla og aðstandendur Leiksmiðjunnar eru ánægö með árangurinn. í framtíðinni er ætlunin að gefa öhum börnum kost á að koma og hlýða á sögur. Leikarar munu lesa sögu fyrir börnin á kaffistofunni í Iönó. Fullorðnir geta verið með börnum sínum eöa skhið þau eftir. Það er vonandi að áframhald verði á Leiksmiðjunni. Þar hefur ' verið leitast við að gefa ímyndunar- afhnu og sjálfstæði lausan taumin. Gefa einstaklingum framtíðarinn- ar tækifæri á að njóta sín. Hér eru hugleiðingar Georgs Pét- urs, 6 ára nemanda í Melaskóla: Álfakóngurinn vinnur við að setja gimsteina á steininn sinn. Stundum setur hann líka regn- bogastjörnur. Leiksmiðja fyrir böm: „Álfastelpan keypti sér happaþrennu'' hafa fengið að hta inn á æfingar hjá leikurum og kynnst því hvemig þeir vinna. Einnig hefur tilhögun ljósa og sviðsbúnaðar verið kynnt fyrir þeim. Síðan fengu bömin að standa á sviði í alvöru leikbúning- um. Ævintýraheimur með kerta- Ijósi Síðan var börnunum boðið í æv- intýraheim. Gluggar vora myrkv- aðir, stólum var hlaöið upp og klæddir með töfraklútum. Kveikt var á kertum, ahir voru hljóðir og Starfið byggðist á sjálfstæðri sköpun barnanna. Fyrst var farið i ímynd- uð lönd og börnin látin tjá sig á töluðu máli. Síðan var teiknað og málað á risastórann pappír. Þar naut hugmyndaflug hvers og eins sin á listræn- an hátt. Að lokum sögðu börnin sögu um sameiginlegt verk sitt. kom ekki í ljós fyrr en á síðustu Hann á galdrastjömu sem dögurn," segir Asdís. „Svipaðar hann talar stundum við. vinnuaðferðir og okkar hafa verið Hann er einn og ánægður. þróaðar á Ítalíu í 20-30 ár. Loris -ÓTT. „Leiðinleg sól. Alltaf að striða og gera grín að þeim, ulla á þá, og hreyfa geislana." „Pinkulitlar flugur eiga heima í þessum steini, og álfastelpan er veik inni í stóra steininum.“ Athugasemdir barnanna voru skrifaðar niður. Börn- in gerðu síðan sögu úr teikningum sinum. ■ Leiksmiðjukonur hafa samræmt skólastarf og leikhús í vetur. Hér er um tilraun aö ræða sem tekist hefur mjög vel. öll börn i sex ára bekk Melaskóla tóku þátt í starfinu - ekki af skyldurækni heldur áhuga. Börnin fylgdust m.a. með starfi leikara, fóru í alvöru leikbúninga og stóðu á sviði. Á myndinni ræða Leiksmiðjustöll- urnar Ásdis Skúladóttir, Margrét Árnadóttir og Soffía Vagnsdóttir um myndir vetrarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.