Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988. Lífestm Gallafatnaður Gallafatnaöur er vinsæll fatnað- ur fyrir böm og hefur svo veriö síöan í byrjun sjöunda áratugarins er hann kom fyrst á raarkað hér á landi. Á árunum milli 1960 og 1970 var gallafatnaðurinn ekki álitinn tískuvara, heldur var hann fyrst og fremst hverdagsfatnaöur. Á vor- in, þegar krakkarnir voru send í sveit, voru keyptar gallabuxur og þegar krakkamir komu í bæinn á haustín vom þær gatslitnar. Með gallabuxnaáratugnum, en svo hefur áratugurinn frá 1970- 1980 oft verið kallaöur, varð galla- fatnaöur tískuvara fyrir alla ald- urshópa. Á þessum áratug var fariö aö sauma alls konar gallafatnað, pils, jakka, stuttbuxur, kjóla og jafnvel skór voru framleiddir úr gallaefni. Gallafatnaður eru fyrstu flikum- ar sem bæði strákar og stelpur klæöast jafnt. Enda eru buxna- og Lítill kúreki á ferð í villta vestrinu, með kúrekahatt og hanska og reipi um öxl. Gallapilsin eru mikið f tfsku fyrlr stelpur nú í sumar og við þau er gjarnan notaðir gallajakkar. jakkasniðin þau sörau hvort sem flíkurnar eru ætlaðar fyrir stelpur eða stráka. Yfirleitt er gallafatnaður hag- kvæmur bamafatnaður, slitsterk- ur og gott er að halda honum hrein- um. í dag er gallafatnaður mikið í tísku fyrir krakka á öllum aldri, enda fæst fjölbreytt urval slíks fatnaðar í nánast öllum verslunum sem selja barnafót. Gallabuxur, gallapils og galla- jakkar eru vinsæll fatnaöur á stelp- urnar. Gallasmekkbuxur em mik- ið í tísku fyrir bæöi kynin og hné- buxur em vinsælar á strákana. Gallasmekkbuxur eru notadrjúgar enda þægilegur fatnaður fyrir J.Mar krakka á öllum aldri. Gallajakkar eru alltaf vinsælir á krakka. Hér er stelpan búin að setja á sig tóbakskiút og kúrekahatt sem fer vel með jakkanum. Hvemig á að þvo og hreinsa? Þegar fest eru kaup á nýrri flík er nauðsynlegt aö hyggja vel að leið- beiningum um hvernig eigi að þvo eða hreinsa hana. Þessar leiðbein- ingar á að vera hægt að finna á litl- um miða einhvers staðar á flík- inni, yfirleitt aftan á hálsmálinu eöa í hliðarsaumunum. Ef að engar leiðbeiningar finnast um meðferð er best að hafa samband viö af- greiðslufólk viðkomandi verslunar og inna það eftir upplýsingum hvernig eigi að þvo eða hreinsa flíkina. Þvottabali Þvottabali merkir að þvo megi flíkina í vatni. Tala í balanum fyrir neðan bylgjustrik gefur til kynna hitastig þvottavatnsins. Ef tala er fyrir ofan bylgjustigið gefur hún til kynna hvaða þvottaaðferð skuli notuð, skolun og þeytivindingu. Yfirleitt er hér um að ræða tölurn- ar 1, 2 og 5 en þær merkja að þvo megi flíkina á venjulegu þvotta- kerfi. Ef að hins vegar er strik und- ir balanum og töiurnar 9, 3, 4, 6, 7 og 8 eru yfir balanum merkir það þvo skuh flíkina á vægþvottakerfi. I sUkum tilvikum á einugis að fylla þvottavélina til hálfs og vinda flík- ina í þeytivindu stutta stund. Ef að þvottatáknið sýnir hendi sem dýft er ofan í bala þýðir þaö að flíkina megi einugis handþvo. Hitastig vatnsins megi ekki fara yfir 40 gráöur og ekki megi vinda flíkina. Ferningar Ferningar á leiðbeiningamiðan- um segja til um hvernig þurrka eigi þvottinn. Þessar merkingar geta verið margs konar. En hringur í ferningnum táknar að þurrka megi þvottinn í þurrkara. Strik í hringnum segja svo til um hvaða hitastig eigi aö vera á þurrkaran- um. Þrjú strik tákna hæsta leyfileg- an hita eða allt að 80 gráður, tvö strik tákna meðalhita eða allt aö 60 gráöum og eitt strik segir aö hit- inn megi ekki fara yfir 40 gráður. Sé strikað yfir hringinn má ekki þurrka flíkina í þurrfJara. Ef að mynd er af peysu í ferningnum táknar það að flíkina eigi að leggja til þerris. Straujárn Straujárn er tákn fyrir sléttun. Það hitastig sem fatnaðurinn þohr er gefið til kynna með 1, 2 eöa 3 deplum sem komið er fyrir innan í straujárninu. Séu þrír deplar í straujarninu merkir það strauja megi flíkina við allt að 200 gráöur. Þá á að stilla hitann á járninu á baömull eða lín. Séu tveir deplar í járninu má straujárnið ekki vera heitara en 150 gráður. Hitastillirinn er þá stilltur á ull eða rayon. Ef að depillinn er einungis einn má straujárnið ekki vera heitara en 110 gráður. Og þá er stillt á nyl- on eða acetat. Ef að krossaö er yfir járnið má ekki strauja flíkina. Hringur Hringur er tákn fyrir hreinsun í lífrænum leysiefnum. Hann veitir upplýsingar sem svara til hinna ýmsu hreinsiaðferða. Sé A inni í hringnum táknar það að hreinsa má í öllum lífrænum hreinsivökv- um. P í miðju hringsins táknar að hreinsa megi í perklóretylen, mónóflúortríklórmethan og White spirit. Ef aö á flíkinni er hringur með P og strik undir þýðir það að flíkin sé viðkvæm í hreinsun en hana megi hreinsa með sömu leysiefnum og upptalin eru í P sé fyllstu varúð- ar gætt. Ef að F er i miðju hringsins þýðir það að einungis megi hreinsa í white spirit og tríklórtríflúore- than. Ef að F er í hringnum og strik fyrir neðan táknar það að hreinsa megi flíkina i sömu efnum og upp- talin voru í F en gæta verði var- kárni. Ef að krossað er yfir hringinn má ekki hreinsa. -J.Mar Heimild: „Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott.“ Kvenfélagasamband íslands gaf út. Slikar merkingar eru algengar á fatnaði og gefa til kynna hvernig eigi að meðhöndla fatnað í þvotti. Tölustafirnir fyrir neðan bylgjustrikið tákna það hitastig sem má þvo fatnaðinn við. Ef tala er fyrir ofan bylgjustrikið gefur hún til kynna þvottaaðferð, skolun og þeytivindun. Strikin undir balanum ásamt tölunum fyrir ofan bylgjustrikið tákna vægþvottakerfi. Hendi sem dýft er ofan í þvottabalann merkir handþvott. Sé strikað yfir balann má ekki þvo fiíkina. Ferningur með hring í miðjunni táknar að þurrka megi flíkina í þurrk- ara. Strik inni í hringnum tákna það hitastig sem má þurrka flíkina við. Straujárn á þvottamiðunum tákna að flíkina megi strauja með strau- járni. Deplarnir í straujárninu tákna svo það hitastig sem má vera á járninu. Hringur er tákn fyrir hreinsun með lífrænum hreinsiefnum. Ef að táknin A, P eða F eru í hringnum tákna þau hvers konar lifræna vökva má nota. Sé strik undir hringnum táknar hann að flíkin sé viðkvæm fyrir hreinsivökvum en hana megi samt sem áður hreinsa. Sé strikað yfir hringinn merkir þaö að ekki megi hreinsa flíkina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.