Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 16
16 ; FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988. Spumingin Lesendur Að fiysta fisk í Bretlandi: Ödýrari kostur Helgi Gunnarsson skrifar: Það er nú að koma upp sérkenni- leg staða í umræðunni um málefni frystihúsanna hér á íslandi. Það hefur nefnilega komið í ljós að ódýrara er að frysta íslenskan fisk í Bretlandi en hér heima. Það er kannski ekki nema von. Það er tals- vert lægri launakostnaður þar en hér og mun minni skyldur og kvað- ir.sem frystihúsaeigendur þar þurfa að gangast undir, en hérna. Einhverjir munu nú segja sem svo að þeir á Bretlandi njóti þess nú að verkafólk þar sætti sig við Launin í Bretlandi segja ekki alla söguna heldur kaupmátturinn, og þar er hann meiri, segir fiskiðnaðarverksmiðju SH í Grimsby. bréfinu. - I lægri tekjur en fólk gerir hér. En hver láir fyrirtækjum hér að leita þangað sem tilkostnaður er lægst- ur? Ekki er annað sýnilegra en fisk- vinnslumenn, sem eiga í erfiðleik- um hér, loki sínum frystihúsum og flytji reksturinn til Bretlands eða jafnvel annarra landa og notfæri sér hin hagkvæmu skilyrði sem víðast virðast vera til staðar og alls staðar hagkvæmari en hér á landi. Og þetta er ekkert tiltökumál. Það er t.d. ekki hægt að segja að við íslendingar séum að „notfæra" okkur lægri laun sem gilda í öðrum löndum í fiskvinnslu. Það er rétt að laun þar eru lægri, en það er ekki öll sagan. Þar eru skattar þessa fólks mun lægri og þaö sem meira er; þar eru lífsnauðsynjar margfalt ódýrari en hér á landi, þar með talin matvæli og aðrar vörur til heimilisreksturs. - Það er þann- ig ekki útséð um það hvar lægst eru launin því það er kaupmáttur- inn sem gildir, ekki krónurnar í umslaginu eins og margoft hefur verið bent á. - Það er ljóst, að fiskvinnsluhúsin hér verða að grípa til einhverra ráða varðandi rekstrarstöðuna og síhækkandi tilkostnað. Nú þarf brátt að fara að huga að því hvern- ig bregðast eigi við kröfum sjó- manna um 15% hækkun á fis- kverði. Þetta með lokun húsanna hér heima til að flytja frystinguna út út landinu er því ekki alveg út í bláinn. - Eitthvað verður að gera þar til frysting um borð í veiöiskip- unum er orðin að veruleika. Ertu hlynntur dauðarefsingu? Birgir Guðbergsson: Já, fyrir ákveðna afhrotamenn, t.d. kynferðis- afbrotamenn gagnvart börnum og aðra sem eru þjóðfélaginu dýrir. Jón Pétursson: Já, fyrir kynferðisaf- brot, eiturlyfiasölu og fyrstu gráðu morð. Hallgrímskirkjan og spjaldið: Er þetta „Stjömu“-frétt?! Einn úr annarri sókn skrifar: í hádegisfréttum Stjörnunnar, fóstudaginn 27. maí, var uppistaða fréttanna spjald nokkurt, sem sett hefur verið upp á turni Hallgríms- kirkju og er tengt viðgerðum á skemmdum í steypu. Spjald þetta er danskt að uppruna og er frá fyrir- tæki því sem selur efnið sem notað er til viðgerðarinnar. Nú er ég ekki einn þeirra sem þetta spjald varðar á einn eöa annan hátt ■ /V ^ i ^ ll „Sika“-skiltið, Stjörnufréttar. sem varð tilefni og bý í allt annarri sókn en þeirri sem kennd er við séra Hallgrím Péturs- son. Ég er hins vegar ekki sáttur við, hvernig reynt er að gera þetta spjald, sem fáir viröast hafa tekið eftir, að frétt, jafnvel „Stjörnufrétt". En svona verður oft ein fjööur að hænu. Fréttamaður Stjörnunnar var lengi að lýsa þessu fyrir hlustendum er hann, að því er manni heyrðist, stóö fyrir framan Hallgrímskirkju að lýsa spjaldinu. Síðan sagðist hann bara fara heim til prestsins, niður í Auðar- stræti- til séra Ragnars Fjalars, og kryfja hann sagna um spjaldið og þá myndu hlustendur fá allt sem þyrfti til að fullkomna fréttina. þegar heim til prestsins kom varð það lýðum ljóst, að ekkert var í raun merkilegt við spjald þetta og tilkomið einungis vegna þess að sá sem selur efnið hafði beðið um að þess yrði getið hvaðan efnið væri, með því að setja spjald með nafni fyrirtækisins upp þar sem verið væri að vinna. Svona einfalt var þetta. Við eigum þessu að venjast hér við ýmsar bygg- ingar, að sjá skilti þar sem skráð er hverjir séu að byggja viðkomandi byggingu, hver sé hönnuður og hver sjái um hinar mismunandi fram- kvæmdir verksins. Er eitthvað óeðli- legt við þetta? Stjörnufréttin endaði svo á því, að presturinn sagði að hann væri al- saklaus af uppsetningu spjaldsins en sagðist myndi reyna að koma því til leiðar, að það yrði ekki nema á tveim- ur hliðum turnsins í stað þriggja eins og þá var. - Er þetta ekki stjörnu- bjart dæmi um smámunahátt okkar íslendinga, þegar einfalt og ómerki- leght auglýsingaskilti verður „stjörnufrétt“. Guðný Kröyer: Nei, alls ekki. Hannes Hauksson: Nei, það er ég ekki, en beita mætti þungum fangels- isákvæðum. Steinar Sigurgeirsson: Nei, ekkert brot er svo alvarlegt, en loka mætti menn inni til æviloka fyrir ákveðin afbrot. Andrés Magnússon: Nei, ekkert brot verðskuldar dauðarefsingu. Fimm óbrigðul efnahagsráð Erling Ólafsson hringdi: Einn eldri vinur minn, sem er kominn fast að sjötugu, býr yfir óþijótandi fróöleik, fjöri og gáfum. Er oft fróðlegt að hlýða á hann er hann fer á kostum í samræðum og lætur skoðanir sinar í ljósi. Hann segir: Ef ég mætti ráða þá myndi ég leggja tfi eftirfarandi: 1. Klippið niður kreditkortin. Þau voru og eru enn aöeins fyrir þá fáu sem hafa næga peninga. 2. Kaupið aðeins brýnustu lífs* nauðsynjar, og þá meina ég BRÝN- USTU EINGÖNGU. 3. Látiö allar auglýsingar um allt það glæsilega á „gamla genginu“ lönd og leið og leyfið þeim sem þessi „lífsgæði" selja að eiga þau sjálfir. 4. „Vindið ofan af ykkur“ og hægið á gangi lífsvélar ykkar og þið raun- uö finna að hamingjan kemur „inn- an frá“, en hvorki frá peningum né hlutum, nýjum eða notuðum. 5. Takið upp siöi og venjur afa ykk- ar og ömmu, þeirra sem gerðu okk- ur rík. - Sem sé, nægjusemi, heið- arleika og iðni. Þá mun okkur vel farnast, þrátt fyrir allt. Forsetakosningarnar: Vinur er sá sem til vamms segir Sigurður Sigurðsson, Fjólugötu 29 Vestmannaeyjum skrifar: Kæra Sigrún Þorsteinsdóttir á Blá- tindi Ég vægast sagt undraðist þegar þú ákvaðst framboð þitt til forsetakosn- inga gegn Vigdísi Finnbogadóttur. Frómt frá sagt, þá er það álit íslend- inga flestra, að engum þýði að etja við hana kappi, svo vinsæl sem hún er orðin meðal landsmanna og nán- ast eina sameiningartáknið á þessum sundurleitistímum. Tungumála- kunnátta hennar er íslendingum kunn og bókmenntaþekking einstök. Með þessum orðum er ég ekki að draga í efa þekkingu þína á hinum ýmsu sviðum. Samt er það álit mitt að þú ættir að spara okkur Mörlönd- um þessar 30 milljónir sem þetta vonlausa sjónarspil þitt myndi kosta okkur öll. Sérlega myndir þú hlífa okkur Eyjaskeggjum hættir þú við þessa óskemmtilegu uppákomu í tíma. Þannig segir í fornum fræðum: „Vinur er sá sem til vamms segir“. Hringið GTH1ÍJ 23^«LJL L LCL milli kl. 13 og 15,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.