Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 9
' 'FltóMTUDAGtrR 'í'. JÚNÍ' 1’988. 9 Uúönd Árásir á kjörstaði Skæruliðar marxista á Sri Lanka skutu á kjörstaöi og sprengdu sprengjur rétt áður en héraðsstjórn- arkosningar hófust í landinu í morg- un. Að sögn sjónarvotta höfðu skæru- hðar í Dullawa í Matale-héraðinu á brott með sér tvo atkvæðakassa eftir að hafa hótað starfsmönnum kjör- staðarins. Kassana settu skærulið- arnir svo í jeppa opinberra starfs- manna og kveiktu síðan í. Einnig var kveikt í hluta byggingarinnar sem kjörstaðurinn var i. Eftir að hafa af- vopnað lögreglumenn á verði tókst skæruliðunum að flýja. Skæruliðar létu einnig til skarar skríða í Menikhena en var árás þeirra hrundið af lögreglumönnum sem gættu kjörstaðarins þar. Skæruliðar sinhalesa eru mótfalln- ir héraðsstjórnum en þær eru liður í samningi þeim sem yfirvöld á Sri Lanka og Indlandi undirrituðu á síö- asta ári. Honum var ætlað að binda enda á uppreisn aðskilnaðarsinna tamíla. Hermenn og lögreglumenn fóru í eftirlitsferðir og voru á verði viö rúmlega 2.800 kjörstaði í mið- og vest- urhéruðum landsins. Var þeim skip- að að skjóta á staönum hvem þann sem gerði uppsteyt. Skæruliðar höfðu komið upp veggspjöldum með Grætt á grafreítum Hong Kong búar hafa margir hverjir haft í huga að flyija til Bandaríkjanna þegar Hong Kong verður kínverskt yfirráðasvæði árið 1997. Þeir geta nú veriö viss- ir um að komast þangað, ef ekki lifandi þá dauðir. Þeim hefúr nefnilega verið boð- ið að kaupa sér grafreiti í kirkju- garði í San Franciseo. Yfirmaöur kirkjugarðsins kom til Hong Kong i þeim tilgangi einum að bjóða þeim sem áhuga hafa var- anlegt pólitískt umhverfi fyrir líkamsleifar ástvinanna. hótunum til kjósenda um að þeir fyrstu tíu sem kysu yrði skotnir. Yfirvöld báðu kjósendur um að láta hótanirnar ekki hafa áhrjf á sig en fáir kjósendur eru sagðir hafa birst þegar kjörstaöir voru opnaöir í morgun. Slökkviliðsmenn slökkva eld í lest sem skæruliðar á Sri Lanka kveiktu í. Skæruliðar reyndu með ýmsum skemmd- arverkum að hræða almenning frá því að kjósa í héraðsstjórnarkosningum í dag. Símamynd Reuter Jeep Wagoneer cherok TIL AFGREIÐSLU STRAX Opið laugardag kl. 13-16 n Jeep EGILL VILHJÁLMSSON HF. Vorum að fá aukasendingu af hinum geysivinsælu Jeep Wagoneer og Jeep Cherokee bílum, örfáum óráðstafað. Bílar þessir eru allir hlaðnir aukahlutum. UMBOÐIÐ Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202 VERSLUNARMENN SÉRSTAKLEGA VELKOMNIR Dagskrá: Diskótekið, meiri háttar fjör Píanóbarinn, nýjung sem kemur á óvart. Snyrtivörukynning: Snyrtivörur frá Revlon. MORGUNINN EFTIR þlð út FÖSTUDAGURINN 3ij Brautarholti 20. Stmar 23333 og 23335 Opið 10-3. Miðaverð kr. 500.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.