Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 40
40
. FIMMTUDÁGUR 2. JÚNÍ 1988.
Jarðarfarir
Ástrós Guðmundsdóttir, Vatnskoti
1, Þykkvabæ, verður jarðsungin frá
Hábæjarkirkju laugardaginn 4. júní
kl. 14.
Sigríður Guðmundsdóttir, Sólvangi,
áður Bröttukinn 6, lést 28. maí. Jarð-
arfórin fer fram frá Hafnarfjarðar-
kirkju föstudaginn 3. maí kl. 10.30.
Útför Guðmundu Katarínusdóttur,
Neðri-Engidal, er andaðist föstudag-
inn 26. mai, fer fram frá ísafjarðar-
kapellu föstudaginn 3. júní kl. 14.
Soffia Magnúsdóttir, Lokastíg 21,
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju fóstudaginn 3. júní kl. 10.30.
Guðrún Elín Guðmundsdóttir ljós-
móðir frá Pétursey verður jarðsung-
in frá Fossvogskapellu fostudaginn
3. júní kl. 10.30.
Ásólfur Bjarnason verður jarðsung-
inn frá Fossvogskapellu föstudaginn
3. júní kl. 15.
GuðmundurGuðmundsson frá Nýju-
búð í Eyrarsveit verður jarðsunginn
frá Setbergskirkju laugardaginn 4.
júní kl. 14.
Kristján Magnússon bóndi, Selja-
landi, Hörðudal, sem lést mánudag-
inn 30. maí í Sjúkrahúsinu á Akra-
nesi, verður jarðsunginn frá Snóks-
dalskirkju laugardaginn 4. júní kl. 14.
Útfór Valdimars Unnars Valdimars-
sonar, Skeljagranda 2, fer fram frá
Neskirkju fóstudaginn 3. júní kl.
13.30.
Helgi Einarsson frá Geitagili, síðast
Glaumbæ, Staðarsveit, verður jarð-
sunginn frá Staðarstað föstudaginn
? 3. júni kl. 14. Jarðsett verður í Sauð-
lauksdal 4. júní.
Ingibergur Sveinsson, Efstasundi 66,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju föstudaginn 3. júni
kl. 13.30.
Karl Jónsson frá Helgadal, Klepps-
vegi 6, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju í dag, 2. júní, kl. 15., ekki
kl. 13.30 eins og misritaöist í gær.
Sigurður Sigurðsson, Skammadal í
Mýrdal, verður jarðsunginn frá Vík-
urkirkju laugardaginn 4. júní kl. 14.
Herdís Hákonardóttir lést 23. maí.
’ Hún var fædd 17. júlí 1924, dóttir
hjónanna Petrínu Narfadóttur og
Hákonar Halldórssonar. Eftirlifandi
eiginmaður hennar er Guðmundur
Jónsson. Þau eignuðust saman fjög-
ur börn en fyrir hjónaband átti Her-
dís eina dóttur. Útför Herdísar verð-
ur gerð frá Kópavogskirkju í dag kl.
13.30.
Andlát
Guðmundur Jónsson, fyrrv. garð-
yrkjuráðunautur, Esjubraut 30,
Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness
þriðjudaginn 31. maí.
Jón Valdimarsson, Hlíöarvegi 25,
ísafirði, lést á heimili sínu 31. maí.
Hrefna Lea Magnúsdóttir er látin.
Ketilfríður Dagbjartsdóttir, Selja-
hlíð, andaðist í Borgarspítalanum
þriðjudaginn 31. maí.
Ingibjörg Stefánsdóttir, Austurbrún
6, andaðist í Landspítalanum 31. maí.
Gunnbjörn Jónsson lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt
31. maí.
Elísabet Eyjólfsdóttir lést í Borgar-
spítalanum 31. maí.
Lovísa Dagmar Haraldsdóttir, Birki-
teigi 6, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi
Keflavíkur 1. júní.
Magnús G. Jónsson frá Innri-Veðr-
ará, Önundarfirði, lést að morgni 31.
maí í Reykjavík.
Tilkyniiingar
Félag eldri borgara
Opiö hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag
fimmtudag. Kl. 14 frjáls spilamennska t.d.
bridge eða lomber, kl. 19.30 félagsvist,
hálft kort, kl. 21 dans.
Átthagasamtök Héraðsmanna
verða með hinn árlega útimarkað á Lækj-
artorgi fóstudaginn 3. júní frá kl. 9 um
morguninn. Tekið verður á móti munum
og kökum í Austurbæjarskóla í dag kl. 18.
Póst- og símamálastofnunin
gefur út hefti
með frímerkjum
Póst- og símamálastofnunin hefur öðru
sinni gefið út hefti með tólf frímerkjum.
Verðgildi frímerkjanna er 16 krónur
hvers, en það er almennt burðargjald
innanlands og til Norðurlanda. Heftin
eru til sölu í öllum pósthúsum. Heftin
hafa mælst vel fyrir, enda eru þau afar
hentug og fara vel í vasa eða veski. Mynd-
efni heftanna eru hin sömu og áður, land-
vættir í skjaldarmerki íslands: Dreki.
Gresika flutt í nýtt
og glæsilegt húsnæði
Hárgreiðslu- og snyrtistofan Gresika er
flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði að Rauð-
arárstíg 27, sími 22430, fyrir ofan nýja
pósthúsið, en stofan var áður til húsa á
Vesturgötu 3. Á nýja staðnum er rekin
þrenns konar starfsemi. Hárgreiðslustof-
an er í eigu Emu Guðmundsdóttur og
Þorgerðar Pálsdóttur. Elísabet Matthías-
dóttir rekur þar snyrtistofu og hefur flutt
þá starfsemi frá Hótel Loftleiðum. Sólveig
Bima Jósefsdóttir ogFjóla Kristjáns-
dóttir reka fyrirtækið Áferð sem sér um
handmaska, naglastyrkingu og Lesley
gervineglur. Á stofunni em til sölu marg-
vislegar hársnyrtivörur og snyrtivörur
frá kunnum fyrirtækjum svo sem Lore-
al, Nexus, Matrix, KMS, Schwarzkopt,
Lumene og Biodroga. Albína Thordarson
arkitekt sá um hönnun innréttinga.
Áferð hannaði Sigurður Einarsson arki-
tekt. Ema Guðmundsdóttir rekur áfram
hárgreiðslustofuna á Hótel Loftleiðum.
Katrín dansar í Köln
Katrínu Hall ballettdansara hefur verið
boðinn árssamningur við Tanz Forum,
dansflokk Kölnaróperunnar, næsta leik-
ár. Hún fór utan 17. maí sl. til að líta á
aðstæður og dansa aðalhlutverk í nýju
dánsverki eftir Jochen Ulrich sem ft-um-
sýnt verður í Kölnaróperunni í júní.
Katrín Hall var nemandi í Listdansskóla
Þjóðleikhússins og kom til liðs við Is-
lenska dansflokkinn 1982. Hún hlaut
styrk úr styrktarsjóði ungra listdansara
þegar fyrst var veitt úr sjóðnum. Hún
hefur dansað í fjölmörgum sýiúngum í
Þjóðleikhúsinu og oft í sólóhlutverkum.
Katrín hefur sótt framhaldsnámskeið í
ballett í Dresden, Köln og New York.
Fréttir
Borhola í Biskupstungum:
Gefur mikið magn af
150 stiga heitu vatni
Sjö hundruð metra djúp hola við
bæinn Efri-Reyki í Biskupstungum
gefur um 30 til 40 sekúndulítra af
150 stiga heitu vatni. Borununl
lauk á þriöjudag og fór árangurinn
fram úr björtustu vonum. Þrír aðil-
ar í Biskupstungum hafa staðið að
þessum borunum, í samvinnu við
Orkustofnun, og myndað með sér
áhættufélag. Það eru hreppurinn,
Gunnar Ingvarsson á Efri-Reykj-
um og Bjöm Sigurðsson í Úthlíð.
„Það er vor í mönnum hér. Þetta
er auðlind sem ekki þverr og verð-
ur væntanlega til um alla framtíð.
Þetta gefur mikla möguleika hér.
Ég nefni til dæmis fiskrækt. Hér
er mikið af fersku vatni úr þverám
Brúarár. Þetta gefur mikla mögu-
leika en hér býr fátækt fólk sem
veröur að leggjast á eitt að greiða
borunina," sagði Björn Sigurðsson
í Úthlíð.
Fyrir tveimur árum greiddu
Björn, Gunnar á Efri-Reykjum og
hreppurinn kostnað vegna holu
sem þá var boruð. Kostnaður þá
var um ein og hálf milljón króna.
Áætlaður kostnaður við borun
nýju holunnar er um 3 milljónir.
Stofnað verður hitaveitufélag í
hreppnum en þar er starfandi
orkunefnd. Eftir er að leggja hita-
veituna að bæjunum og fyrirsjáan-
legt aö það mun kosta töluveröa
íjármuni. Við sveitarstjórnarkosn-
ingarnar 1986 vom þrír listar í
kjöri. Helstu stefnumál hvers og
eins voru hitaveituframkvæmdir.
-sme
Akureyri:
Dyravörður sleginn
Bíl stolið
í nótt var Buick Skylark stoliö fyr-
ir utan Freyjugötu 28. Bíllinn er grár
á litinn, árgerð 1980. Á toppi bílsins
er skíðagrind. Hljóðkútur bílsins er
í ólagi þannig að hátt hljóð heyrist
sé honnum ekið. Talið er að bílnum
hafi verið stolið á milli kl. 1.00 og 7.00
sl. nótt. Þeir sem kynnu aö veröa
varir við bílinn em beðnir að hafa
samband við Lögregluna.
gammur, griðungur og bergrisi. Um
hönnun sá Þröstur Magnússon.
Nýir listamenn í
gallerí Gangskör
Myndlistarmennimir Anna Gunnlaugs-
dóttir, Áslaug Höskuldsdóttir, Margrét
Jónsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og
Sigrún Ólsen hafa bæst í hóp Gangskör-
unga sem nú eru tólf og standa lista-
mennirnir alfarið að rekstri gallerísins.
Ýmissa breytinga er að vænta á starfsemi
gallerísins við þennan góða hðsauka.
Ákveðið hefur verið að standa að sam-
sýningu á listahátíð nú í júní. Opnunar-
tími gallerísins er frá þriðjudegi til fóstu-
dags kl. 12-18. Lokaö frá laugardegi til
mánudags nema þegar sérsýningar eru í
galleríinu.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn:
Mikil ölvun var á Akureyri í gær-
kvöldi og er það óvenjulegt í miðri
viku. Varðstjóri, sem DV ræddi við
í morgun, taldi líklegast að menn
hefðu verið að keppast við drykkjuna
áður en vínið hækkaði.
í Kjallaranum sló ölvaður maður
dyravörð í andlitið og kastaði síðan
glasi að lögreglumönnum sem komu
til að sækja hann. Þá fóra tveir menn
í sundlaugina og lögreglan þurfti aö
Hilmar Baldursson lögfræðingur
hefur verið ráðinn bæjarstjóri í
Hveragerði. Hilmar starfar hjá
Kaupþingi í Reykjavík. Hann mun
taka við hinu nýja starfi innan
hafa afskipti af fleirum vegna ölvunar.
í hádeginu í gær urðu þrír árekstr-
ar en þeir voru ekki stórvægilegir.
Síðdegis varð svo harður árekstur á
mótum Hraungerðis og Dalsgerðis
og þaðan var einn fluttur á sjúkra-
hús. Að auki voru nokkrir ökumenn
teknir fyrir að aka of hratt, og einnig
hafði lögreglan afskipti af nokkrum
bílum á vegum utan Akureyrar
vegna þungatakmarkana. Það var
því í nógu að snúast hjá Akureyrar-
lögreglunni í gær.
skamms. Alls sóttu sextán aðilar um
stöðu bæjarstjóra í Hveragerði.
Kristján Jóhannesson, fyrrverandi
bæjarstjóri, lét af störfum fóstudag-
inn 27. maí. -sme
Hveragerði: -
Búið að ráða bæjarstjóra
Tapað fimdið
Pennaviiúr
Tvítug, frönsk stúlka
óskar eflír að eignast íslenska pennavini.
Hún hefur lært íslensku í tvo mánuði auk
þess sem hún kann þýsku, ensku og að
sjálfsögðu frönsku. Heimilisfangið henn-
ar er: Sophie Reghem
55, rue du Gal de Gaulle
57140 Woippy
France
Sýningar
Sýningu Hjördísar í
Gallerí Listframlengt
Sýningu Hjördísar Frímann í Galleri List,
Skipholti, hefur veriö framlengt til
sunnudagsins 5. júní.
Brot, ný verslun
og heildverslun
Brot hf. var stofnað á þessu ári og mun
reka verslun og heildverslun á sama staö
í Ármúla 32. Helstu vörur eru garðhús-
gögn frá Frakklandi og Þýskalandi og
snjósleðavörur, svo sem gallar frá Nor-
egi, stígvél frá Sviss, hanskar frá Banda-
ríkjunum og hjálmar frá Kanada. Aðal-
áhersla í vöruvah verður lögð á mikil
gæði á góðu verði.'Auk þess flytiu- Brot
hf. inn vatnaþotur frá Bandaríkjunum,
en það eru nokkurs konar snjósleðar á
vatni. Vatnaþoturnar ná allt að 70 km
hraða og geta dregið mann á sjóskíðum.
Gleraugu töpuðust
Miðvikudaginn 18. maí sl. töpuöust svört
gleraugu, kisulaga, á leið úr miðbænum
að Kaplaskjólsvegi. Finnandi vinsamleg-
ast hafi samband í síma 26517 eða 22925.
Hjól fannst á Iðnskólaplaninu
Blátt 10 gíra Supería reiðhjól fannst á
Iðnskólaplaninu. Upplýsingar í síma
15842 eöa 12056 eftir kl. 17.
Brimnes í nýju húsnæði
í Eyjum
Byggingavöruverslunin Brimnes í
Vestmannaeyjum er flutt í nýtt,
glæsilegt húsnæði að Strandvegi 52
og er þar með komin í eigið húsnæði
eftir 15 ára verslun í Eyjum. Eigend-
ur verslunarinnar eru hjónin Svavar
Sigmundsson og Elín B. Jónsdóttir
og buðu þau gestum að skoða versl-
unina nýlega en hún er á jaröhæð,
samtals 300 fermetrar. Þar er fjöl-
breytt úrval byggingarefnis, verk-
færi, málning og flestallt sem til
bygginga þarf. Á myndinni eru hjón-
in ásamt tveimur af bömum sínum,
þegar verslunin var opnuð í nýja
húsnæðinu.