Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988. 21 Lífsstm DV prófar kínverskar vorrúllur: Sami framleiðandi að bestu og verstu rúllunum Við bragðprófun á kínarúllum, sem DV hefur gert, kom framleiðsla ís- lenska framleiðandans best og verst út. íslenski framleiðandinn er Kína- eldhúsið; Auk íslensku rúllanna voru prófaðar rúllur frá tveim er- lendum framleiðendum. Þrjár teg- undir voru frá Daloon en ein frá Kreatina. Allar þessar rúllur eru ætlaðar til steikingar á pönnu eða hitunar í ofni. Allar tegundirnar voru hitaðar í ofni samkvæmt leiðbeiningum framleið- enda. 2. Vorrúllurfrá Daloon Þessi tegund varð númer tvö í könnuninni. Innihaldslýsingar og leiðbeiningar eru allar á dönsku. Mjög góðar upplýsingar eru um vör- una á umbúðunum en gagnast lítið islenskum neytendum. Meðaltalseinkunn var 3,16. Um- sögnin var of bragðdauft, flatt, feitt kjöt og of mikill laukur. Fjöldi rúlla í pakkanum eru 5 og samanlögð vigt 450 g. Verðið fyrir 450 g er 225 kr. eða 500 kr. fvrir kílóið. Vorrúllurnar tilbúnar fyrir dómnefndina. Dómnefndina skipuðu sex manns og gáfu þau einkunnir á bilinu 1-5. Besta einkunn er 1 og sú lakasta er 5. Einkunnirnar eru teknar saman og deilt í með 6 til að fá meðalein- kunn. í upptalningu hér á eftir verð- ur byrjaö á þeim rúllum sem fengu bestu einkunn eöa lægstu tölu. End- að er á tegundinni sem fékk verstu einkunn eða hæstu tölu. 1. Nauta-vorrúllurfrá Kína- eldhúsinu Þessar vorrúllur fengu bestu ein- kunn fyrir bragðgæði. Upplýsingar framleiðanda um innihald eru: Úr- valskjöt, grænmeti, hveiti, krydd og olía. Engum lit eða rotvarnarefnum bætt í vöruna. Þessi tegund fékk í meðaltalsein- kunn 3. Umsögnin var skást, besta hráefnið. Umbúðir eru til fyrirmynd- ar að undanskildu því að ekki er get- ið um þyngd vörunnar. Við vigtun reyndist hún vera 400 g og eru fimm rúllur í pakkanum. Verðið fyrir 400 g er 244 eða kr. 610 fyrir hvert kíló. Umbúðir íslenska framleiðandans eru þær einu sem eru með innihalds- lýsingu og meðferð á íslensku, sem er stór kostur. 3. Vorrúllurfrá Daloon í þessum pakka eru 4 rúllur merkt- ar „Det lette kökken". Þessi tegund varð númer þrjú með meðaleinkunn- ina 3,33. Umsögnin var of mikið deig- bragð, of lítið kjöt. Umbúðirnar eru fallegar, innihaldslýsingar og dag- merkingar í góðu lagi. En sem fyrr eru upplýsingarnar allar á dönsku og það fyrir íslendinga. Rúllurnar eru íjórar og vega sam- tals 400 g. Pakkinn með 400 g kostar kr. 204 eða kr. 510 fyrir kílóið. 4. Kínarúllurfrá Daloon Þessi tegund varð númer 4 í röð- inni með meðaleinkunn 3,91. Um- sögnin var bragðdauft, of mikill laukur og vont. Sama er um umbúð- ir að segja og aörar erlendar umbúð- ir. Verðið fyrir 5 rúllur, sem vega samtals 450 g, er kr. 225 eða 500 kr. fyrir hvert kíló. 5. Vorrúllur frá Kreatina Þessar rúllur fengu einkunnina 4 samanlagt. Umsögnin var mikið, en ekki gott krydd. Kryddið yfirgnæfir allt og deigið of þykkt. Hér er sama að segja um umbúðirnar. Vel dag- Dómnefndin að störfum. Kinversku vorrúllurnar fyrir eldun. Tvær tegundir frá innlendum framleið- anda og fjórar frá erlendum. DV-myndir: Brynjar Gauti merktar, greinargóðar innihaldslýs- ingar o.s.frv. En því miður allt á dönsku. Heildarþyngd fyrir 5 rúllur er 450 g. Pakkinn kostar 236 kr. eða hvert kíló kostar kr. 524. Lamba-rúllurfrá Kína-eld- húsinu Þessar rúllur komu verst út úr bragöprófinu. Umsögnin var olíu- bragö, remmu- og fitubragð. Þessar rúllur fengu meðaleinkunnina 4,41. Það er sama að segja um umbúðirnar eins og hinar frá þessum framleið- anda. Innihaldslýsingar og dagmerk- ing í góðu lagi og þaö á okkar tungu- máli. Hins vegar vantar alveg að geta um þyngd vörunnar, sem er galli þegar verið er að gera samanburð. Verðið fyrir 5 rúllur, 400 g, er kr. 244. Hvert kíló kostar því 610 krónur. Enginn af þessum tegundum var áberandi vond eða góö. Allar umbúð- ir eru í góðu lagi hvað útlit varöar. Innihaldslýsingar og dagmerkingar í góðu lagi. Leiðbeiningar á erlendum tungumálum Megingalli við erlendu framleiðsl- una er hins vegar útlendu leiðbein- ingarnar. í sjálfu sér er ekki flókið mál fyrir meginþorra fólks að skilja einfaldar leiðbeiningar á dönsku. Hins vegar er þaö æöi hvimleitt til lengdar að íslendingar skuli alltaf þurfa að sætta sig við innflutning erlendis frá og ekki gerð tilraun til að þýða meginmálið. Islendingar eru ábyggilega sú þjóð sem veröur að aðlaga sig alls lags tungumálum við matargerð. Það má kannski segja að ekki sé fokið í flest skjól, þegar leið- beiningar eru enn með latneska staf- rófinu. Fyrir hefur komið að innflutt- ar umbúðir eru á arabísku eða grísku. -JJ Teppi á stigaganginn sem þola mikið og endast lengi! í Teppalandi færðu teppið á stigaganginn. Úrvalið er fjölbreytt og verðflokkar margir. Hæstu gæðaflokkar. Hjá okkur færðu ráðgjöf fagmanna. VIÐ GERUM TILBOÐ ÁN SKULDBINDINGA. fgP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.