Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 3
3 FIMMTUDAGUR 2. J'ÚNÍ T988. Fréttir Mikil þensla á vinnumarkaði: Námsmenn með háar launakröfur - erftít að ráða fólk í láglaunuðu störfin Mývatnssveit: Vélsleða fálkagæslumanns stolið Vélsleða Hauks Hreggviðssonar fálkagæslumanns var stolið um hvítasunnuhelgina. Haukur geymdi sleðann, eins og hann hefur lengi gert, um 10 kílómetra austan Náma- fjalls. Þegar Haukur kom aftur, tveimur dögum eftir að hann yfirgaf sleðann, var búið að stela honum. Haukur æskir þess að allir þeir sem geti gefið Akureyri: Yfimnnubann í matvöm- verslunum Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: „Þetta er fjórða sumarið sem svona yfirvinnubann er sett á stærri mat- vöruverslanirnar í bænum," sagði Jóna Steinbergsdóttir, formaður Fé- lags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri, í samtali við DV. Fulltrúi KEA hefur lýst óánægju sinni með að þetta yfirvinnubann bitni einungis á KEA og Hagkaupi og látið að því liggja að hér sé félagið að mismuna aðilum í verslun í bæn- um. „Þetta á sér einfaldlega þá skýr- ingu að okkur barst beiðni um það frá félagsmönnum okkar í verslun- um Hagkaups og KEA að setja þetta bann á og við urðum að sjálfsögðu við þeirri beiðni félagsmanna okkar. Okkur hafa ekki borist slíkar beiðnir frá starfsfólki í öðrum verslunum í bænum,“ sagði Jóna Steinbergsdótt- ir, er DV bar þetta undir hana. Allar stærri matvöruverslanirnar á Akureyri, að Matvörumarkaðnum í Kaupangi undanskildum, verða því lokaðar á laugardögum í sumar frá 1. júni til í. september. Verslanir Hagkaups og KEA í Sunnuhlíð verða opnar til kl. 19 á laugardögum, Matvörumarkaður KEA í Hrísalundi til kl. 20 á fimmtu- dögum og fóstudögum og verslun KEA við Byggðaveg til kl. 20 mánu- daga til fostudaga._________ Sjávarútvegsráðuneytíð: Banndagar í júní og um verslunar- mannahelgina Sjávarútvegsráðueytið hefur sent frá sér reglugerð þar sem banndagar við fiskveiðum eru tilgreindir. Tímabilin eru tvö; frá og með 13. júní til og með 19. júní, og frá og með 28. júlí og til og með 6. ágúst í sumar. Á þessum dögum eru allar fiskveið- ar, aðrar en grásleppuveiðar, bann- aðar á bátum minni en 10 brúttólest- ir sem ekki hafa sérstök botnfisk- veiðileyfi skv. 5. grein laga nr. 3. frá 8. janúar sl. um stjórn fiskveiða 1988-1990. -StB upplýsingar um hvað varð af sleðan- um láti til sín heyra. Vélsleði Hauks er af gerðinni Evinrude Skinner SS 440. -sme HATSU CU0RE : . ............................... •. --- 5 dyra 5 gíra 5 dyra sjálfskiptur kr. 377.900,-stgr kr. 419.500,-stgr. VERÐ MIÐASTVIÐ BÍLINN K0MINN ÁGÖTUNA BRIMBORG HF. ÁRMULA 23 - SÍMAR 685870 - 681733 „Það er mjög erfitt aö fá fólk í sum störf,“ sagði Jóhann M. Jónsson, hjá Ráðningarþjónustu starfsmiðlunar, í samtali við DV. „Til dæmis er ómögulegt að fá starfsfólk í fata- hreinsanir. Einnig getur verið erfitt að ráða í ýmsar verslanir, þó sérstak- lega matvöruverslanir." Upp úr áramótum fór að gæta mik- ils skorts á starfsfólki í hin ýmsu störf en eftir verkfallið virðist sem ástandið'hafi eitthvaö lagast. Þá hef- ur streymi skólafólks á vinnumark- aðinn haft sitt að segja. En enn geng- ur erfiðlega aö ráða fólk í lægstlaun- uðu störfin. Að sögn Jóhönnu Harðardóttur, hjá starfsmiðluninni Vettvangi, er þó mesta vandamál fyrirtækjanna hvað fólk helst stutt við í láglaunuðu störfunum. „Fyrirtæki getur kannski auglýst eftir fólki í vinnu og fengið 20-30 umsóknir," segir Jóhanna, „en hann hefur enga tryggingu fyrir því að starfsmaðurinn sem var ráðinn hald- ist í vinnunni lengur en í mánuð.“ Þótt þúsundir námsmanna komi á vinnumarkaðinn nú í sumar, þá láta þeir ekkert bjóða sér láglaunuðu störfm. Þeir gera miklar kröfur um góð laun. „ Jú, námsmenn gera miklar kröfur þegar þeir óska eftir vinnu,“ sagði Maren Finnsdóttir hjá atvinnumiðl- un stúdenta, „bæði um laun og helst verður starfið að tengjast þeirra námi. í ár erum við meö tæplega 600 manns á skrá en við höfum fengið um 400 störf. Nú þegar erum við búin að útvega 200 manns atvinnu. Skrifstofustörf hjá einkafyrirtækjum ganga strax út, enda er fjöldi við- skiptafræðinema á skrá hjá okkur sem óska eftir starfi við bókhald og annað slíkt. Hjá einkafyrirtækjunum er gjarnan um yfirborganir að ræða, enda þýðir lítið að bjóða stúdentum skrifstofustörf hjá því opinbera.“ Að sögn Marenar eru talsvert færri vel borguð störf á boðstólum í ár. Svo virðist sem fyrirtækin dragi í aukn- um mæh saman í starfseminni yfir sumartímann. -RóG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.