Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 23
J FÍMMTUDAGUR '2. JÚKT 1988. 23 Lífsstíll Brauöíö .er tilbúið til neyslu með salati, osti eða bara köldu smjöri. Tilraunaeldhús DV: Gamaldags bitabrauð Þessi stóri brauöhleifur stendur stutt við á borðum, svo gott er brauð- ið. Svona brauðhleif er upplagt að baka þegar von er á mörgum gestum. Bera má brauðið fram meö smjöri og ostum, grænmetis- eða pastasalati eða góðri heitri súpu. Hráefni 50 g pressuger (5 tsk. þurrger) 5 dl mjólk (súr) 'A dl matarolía 1 'A tsk. salt 8 dl rúgmjöl ca. 5 dl hveiti Rúgmjöl, mjóik, olía og ger hrært vel saman. Hluti hveitisins hnoðað saman við. Brauðið hnoðað og látið hefast í skálinni. Mjólk og olía er hitað upp í 37° og hellt yfir gerið. Gerið er látið leysast vel upp. Salt og allt rúgmjölið hrært saman við. Hluti af hveitinu hnoðað saman við þar til deigið er hætt aö loða við borð og hendur. Deigið er látið hefast í skálinni undir rökum, heitum dúk í 30-40 mínútur. Ef með þarf má hnoða meira af hveiti saman við. Búið til Hráefnið sem notað er í brauðið: hveiti, rúgmjöl, mjólk, olía, ger og salt. DV myndir: Brynjar Gauti stóran hlemm (30 sm þvermál) og skerið í tvo hringi og 4 línur þvert yfir brauðið (sjá mynd). Brauðið er sett á smurða plötu eða bökunar- pappír og látið hefast aftur undir dúk í 30 mínútur. Bakið brauðið við 200° í miðjum ofni í 30 mínútur. Berið fram volgt eða kalt með smjöri. -jj Þegar brauðið hefur hefast er það hnoðað upp aftur og mótað i hring. Skornir eru tveir hringir og línur þvert yfir. Áður en brauðið er sett í ofninn er gott að pensla það með þunnu lagi af köldu vatni. Þá myndast góð skorpa. PBL *TT' > í3imi' ■ - i BMW 318 I árgerð 1987. 4ra dyra sem nýr, ekinn aðeins 14.000 km, sjálfskiptur, vökvastýri, áifelgur, sumar-/vetrardekk, útvarp/segul- band, litur steingrár, skipti gætu komið til greina á ódýrari nýlegum smábíl, einnig greiðsla með skuldabréfi. Verð 1 millj. Ennfremur árg. 1985. Subaru Justy J-12 4x4 árgerð 1988. Ekinn 11.000 km, 5 gíra, sóllúga, útvarp/segulband, litur dökkblár, skipti koma til greina á ódýrari bif- reið ca. 200.000. Verð 500.000. Enn- fremur árgerðir 1985,1986 og 1987. GMC JIMMY árgerð 1987. Einn með öllu, ekinn 20.000 km, álfelgur, cru- isecontrol, rafmagn í rúðum og læsingum, leðuráklæði, 6 cyl. sjálf- skiptur, o.fl., o.fl.. Skipti gætu komið til greina á nýlegum fólksbil. Verð 1.340.000. Ennfremur árgerð 1984- 1985. MMC Pajeró diesel Turbo styttri gerð, árgerð 1986. Ekinn aðeins 39.000 km, 5 gira, vökvastýri, út- varp/segulband, litur hvítur, skipti gætu komið til greina á ódýrari bif- reið. Verð 910.000. Volvo 740 GL árgerð 1988. Nýr bíll. Ekinn 4.000 km, 5 gíra, vökvastýri, litur hvítur. Skiptir gætu komið til greina á ódýrari bifreið. Verð 1.200.000. Toyota Corolla Twin Cam árgerð 1987. Ekinn 58.000 km, 5 gira, bein innspýting, álfelgur, útvarp/segul- band, litur hvítur. Skipti gætu komið til greina á ódýrari bifreið. Verð 590.000. Fyrstí tauþvottaíðgúHnn á Islandi, bio-íva slær öllu við. Tauþvottalögur hefur á síðusiö^rum rutt sér til rúms bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og nú kynnum við hann hér á landi. Bio-íva er • fíjótandi þvottaefni fyrir þvottavélar 'A • á svipuðu verði og þvottaduft • notað á sama hátt og þvottaduft • selt í 1 I og 2 I brúsum • með ensýmum • með 15% kynnincjarafslætti • aigjör nýjung á íslandi Bio-íva nær fullri virkni um leið og það blandast við þvottavatnið. Virkni þess er einstök á lægri hitastigum (40°-60°C). Bio-íva inniheldur m.a. ensým sem leysa auðveldlega upp erfiða bletti (svita, súkkulaði, egg'ahvítu, blóð, grasgrænu, olíuóhreinindi o.fl.). Með bio-íva er forþvottur því óþarfur. Þú sparar tíma með því að nota bio-íva (forþvottur er óþarfur) og þú færð ilmandi og tandurhreinan þvott með bio-íva. SAPUQERDIN Lyngási 1 Garðabæ, stmi 651822 ÍRRTgU 0PIÐ LAUGARDAG KL. 10-17.30. Væntanlegir kaupendur ath. Aldrei fyrr hefur verið eins mikið úrval nýrra bíla og nú. Greiðslukjör við allra hæfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.