Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 2. J.ÚNÍ.1988.
Utlönd
Karibahaf
Bogota
Oeirðasamt Hefur verið i Kólumbíu
undanfarið.
Æöstu yfirmenn hersins í Suöur-
Ameríkurílúnu Kólumbíu lýstu því
yfir í gær að herinn hefði ekki nein-
ar áætlanir um að taka völdin í
landinu í sínar hendur þrátt fyrir
ofbeldisöldu þá sem þar hefur
gengið yfir undanlarið. Sögðu yfir-
mennirnir hlutverk hersins vera
að veija landið en ekki að stjórna
því.
Viö sama tækifæri fóru hers-
höfðingjarnir fram á aukinn stuön-
ing stjórnmálamanna og almenn-
ings við sig og starf sitt. Bæði varn-
armálaráðherra landsins, Rafael
Samudio, og Jaime Guerrero Paz,
yfirmaður hersins, sögðu að ekki
væri hægt aö berjast með árangri
gegn bæði ofbeldisverkum skæru-
liöa vinstri manna og mafiu eitur-
lyfjaframleiöenda ef herinn ætti að
vinna einn og óstuddur.
Reyna að fé N-Kóreu með
Yfirmaður alþjóðaólympíunefnd-
arinnar skýrði sfjói-nvöldum í Suð-
ur-Kóreu frá þvi í gær aö hann
hygðist halda til Norður-Kóreu og
gera þar úrslitatilraun til aö fá N-
Kóreumenn til þátttöku í ólympíu-
leikunum í Seoul i haust.
Kim Young-sam, einn af helstu
leiðtogum stjómarandstöðunnar í
Suður-Kóreu, sagði í morgun að
Juan Antonio Samaranch, forseti
alþjóðaólympíunefndarinnar,
myndi tilkynna þessa fyrirhuguöu
ferð sina opinberlega síðar í dag
áður en yfirstandandi heimsókn
hans í Seoul lýkur.
Forseti S-Kóreu, formaður ófymp-
iunefndar landsins og forseti ai-
þjóðaólympíunefndarinnar opna
þorp íþróttamanna og fréttamanna
sem byggt hefur verið fyrir leikana
í Seoul í haust.
Simamynd Reuler
Efnavopn íraka rædd
Ali Akbar Velayati, utanríkisráðherra Irans, ávarpar sérstakan (und alls-
herjarþings Sameinuðu þjóðanna í gær. Símamynd Reuter
Ali Akbar Velayati, utanríkisráðherra írans, sakaði i gær íraka um aö
hafa notað efnafræðileg vopn að minnsta kosti tvö hundruö fimmtíu og
þremur sinnum í átökura þeim sem staðið hafa milli írana og íraka frá því
í janúar 1981.
í ræðu sem Velayati fluttí. í gær á serstökum fundi allshetjarþings Sam-
einuöu þjóðanna um afvopnunarmál, sagði ráðherrann að mál þetta hlyti
að kalla á sérstaka umfjöllun á vettvangi þjóðanna vegna þess hve alvar-
legaF afleiðingar efnavopnabeiting íraka gegn írönum, og jafnvel íbúum
ákveðinna svæöa í írak, gæti haft.
Velayati vísaði sérstajdega til atburða sem urðu 1 marsmánuði síðast-
liðnum þegar talið er að allt að fimm þúsund manns hafi látið lífið af
völdum éfnavopnaárásar íraka á Kúrdaþorpiö Halabja.
Enginn fridur að sinni
Daniel Ortega, forseti Nicaragua, lýsti því yfir í gær að hann sæi ekki
fram á að samningar næðust að sinni um að binda enda á átökin milli
stjórnar Nicaragua og skæruliða kontrahreyfingarinnar sem nú hefur
barist gegn stjórninni í sjö ár.
Sagði Ortega að hann byggist ekki við aö samningar næðust á meðan
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sítur enn í Hvíta húsinu í Washington.
Sagði hann að Reagan hefði lagt allt sitt undir í baráttu sinni gegn Nic-
aragua og myndi ekki heimila neina friöarsamninga.
Fulltrúar ríkisstjórnar sandinista í Nicaragua og talsmenn kontra-
skæruliða eiga aö hittast dagana 7.-9. jóní næstkomandi til íjórðu um-
ferðar fiiöarviðræðnanna sín á milli. Ortega heidur því fram að stjórn-
völd í Washington reyni nú allt sem þau geti til að skerða möguleikana
á friöarsamkomulagi í átökunum sem kostað hafa um fimmtíu þúsund
mannslíf til þessa.
Vonir um að finna á lífi einhvern hinna fimmtíu og sjö námuverkamanna, sem lokuðust inni við sprengingu í námu
í Borken í V-Þýskalandi, eru svo til engar. Simamynd Reuter
57 v-þýskir námu-
menn taldir af
Gizur Helgason, DV, Reuter:
Fimmtíu og sjö námuverkamenn
lokuðust inni í brúnkolanámu um
hálf eitt leytið í gærdag þegar gífur-
leg sprenging átti sér stað í nám-
unni. Átta námumenn, sem voru við
vinnu á yfirborði jarðar, slösuðust
alvarlega þegar þungir járnbitar
þeyttust upp úr námunni við spreng-
inguna. Talið er ólíklegt að nokkur
þeirra sem lokaðist inni hafi komist
af en þeir munu hafa verið í námu-
göngum sem eru 50 til 100 metrum
undir yfirboröi jarðar.
Náman liggur í smábænum Borken
í námunda við Wiesbaden. Yfirvöld
eru enn aö kanna ástæöur spreng-
ingarinnar og er talið líklegt að dýn-
amitsending, sem kom í námuna í
fyrradag, hafi sprungið í loft upp.
Björgunarmenn hafa unnið sleitu-
laust við björgunarstarfið en vonir
um að fmna einhvern á lífi eru svo
til engar. Þegar hafa fundist lík þrjá-
tíu og eins námuverkamanns. Fjórt-
án námuverkamannanna voru inn-
flytjendur frá Tyrklandi en hinir
voru Vestur-Þjóðverjar. Meöal
þeirra var átján ára gamall skólapilt-
ur sem hafði fengið sumarvinnu við
námuna. Hann var á fyrstu vaktinni
sinni er slysið varð.
Enda þótt miklu súrefnismagni
hafi veriö beint niður í námuna eftir
sprenginguna er hátt hlutfall af eit-
urgufu í göngunum, sennilega fjór-
um sinnum meira en menn þola.
Auövitað er ekki hægt að útiloka aö
loftrými finnist í námugöngunum en
möguleikarnir á því að finna ein-
hvern á lífi, áður en súrefnið er alveg
þrotið, eru mjög litlir. Enn þá er
sprengihætta í námunni og það gerir
björgunarmönnum erfitt fyrir og auk
þess er mikil hætta á hruni.
Bærinn Borken og þeir fimmtán
þúsund íbúar sem þar lifa eru mjög
háöir námunni en henni verður nú
að öllum líkindum lokaö.
Hertóku búðir skæruliða
Hermenn á Filippseyjum náöu í
gær á sitt vald mikilvægum búðum
skæruhða kommúnista eftir nætur-
langa bardaga. Hermennirnir nutu
stuðnings orrustuþyrla.
Skæruliðar eru sagðir hafa yfirgef-
ið búðir sínar í Quezon héraði fyrir
norðan Manila með særða félaga sína
og lík fallinna. Einn hermaður særð-
ist í átökunum.
Aö sögn talsmanna hersins fundu
hermennirnir gamla menn, konur og
börn í búðum skæruliða eftir að þeir
höTðu ílúið.
í Laguna héraði, sem ekki er langt
frá, féllu sex hermenn og tveir særð-
ust þegar hermenn á eftirlitsferð
lentu í átökum við hundrað manna
hóp skæruliða á þriðjudag. Skæru-
liðarnir rændu þar tveimur embætt-
ismönnum og drápu síðan annan
þeirra. Stjórnmálamaður í Ilocos
héraði var einnig myrtur. í skothríð
milli skæruliða og hermanna á
Samareyju féllu þrír skæruliðar.
Skaut ísraelskan ungling
Palestínsk kona skaut til bana
átján ára ísraelskan unghng í al-
menningsgarði í Jerúsalem rétt fyrir
dögun í morgun. ísraelskir embætt-
ismenn gátu í morgun ekki greint frá
því hvort hún væri félagi skæruliða-
samtaka Palestínumanna eða hvort
hún heföi drýgt verknaöinn upp á
eigin spýtur.
Að sögn embættismannanna hóf
konan skothríð að tveimur ungling-
um og skaut annan þeirra en hinum
tókst að komast undan. Konan hélt
enn á byssunni þegar hún sníkti sér
far með bifreið sem ók fram hjá.
Ökumaðurinn, sem var öryggisvörð-
ur á nálægu hóteli, gerðist tortrygg-
inn og fór með konuna að næstu lög-
reglustöð þar sem hún var hand-
tekin.
Eftir að hafa yfirheyrt konuna fann
lögreglan lík unglingsins í almenn-
ingsgaröinum þar sem elskendur eru
vanir aö eiga stefnumót. Konan er
sögð hafa komið í leigubíl til garðs-
ins.
í gær kramdist til bana tólf ára
gamall palestínskur drengur við
þorpið Tulkarm á Vesturbakkanum
þegar unghngar reyndu að flarlægja
hindrun sem herinn hafði komið upp
til að loka þorpinu. Hundruð ungl- anum í gær til að minnast alþjóðlegs
inga söfnuðust saman á Vesturbakk- dags barna.
ísraelskur verkamaður handtekinn fyrir utan fjármálaráðuneytið í Jerúsalem
í gær. Um fjögur hundruð starfsmenn flugvélaverksmiðju efndu til mót-
mæla og fóru fram á aðstoð yfirvalda. í Jerúsalem skaut einnig palestínsk
kona ísraelskan ungling til bana. Símamynd Reuter