Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 34
34 Lífsstfll Gamalt og nýtt: FIMMTUD'AGUR'l"JUNÍ'l988. Öðravísi en aðrir Þaö er hægt aö kaupa sér fatnað sem kemur ekki allt of mikið viö pyngjuna og líta samt sem áður vel út. Þaö komust þær að raun um, Sig- rún Hermannsdóttir og Þórey Jóns- dóttir, þegar þær komu við í verslun- um Fríðu frænku og Spútnik á Vest- urgötu 3. Þessar verslanir selja báðar fatnað sem keyptur er inn í Hollandi og fluttur hingað til lands. Fríða frænka selur eingöngu notaðan fatn- að en Spútnik nýjan. Rifnu gallabuxurnar kosta 2.500 krónur, toppurinn kostar 2.550 krón- ur, jakkinn, sem er úr köflóttu ullar- efni og fóóraóur til hálfs, kostar 2.400 krónur. Alls kostar því fatnaðurinn 7.450 krónur. Ein flík af sömu gerð í Fríðu frænku fæst mikið úrval af alls konar notuðum fatnaði, kjól- um, buxum, skyrtum, kápum, jökk- um, skóm, pilsum og svo mætti lengi telja. Yfirleitt er ekki til nema ein flík af hverri gerð og eitt númer. Það getur því verið dálítið tilviljanakennt hvað finnst á hvern og einn. En núm- er eitt tvö og þrjú er að gefa sér góð- an tíma til að gramsa, máta og skoða því að flíkunum ægir hreint og beint saman og fólk verður að gefa sér tíma til að athuga hvaö er á boðstólum. í Spúttnik fæst sama flíkin hins vegar í mörgum númerum og stærð- um og þar er ágætisúrval af ýmiss konar fatnaði. Þar fæst til aö mynda mikið af alls kyns jökkum og buxum. Vöruvöndun í sumum tilfellum er erfitt að henda reiður á því hvaða efni eru í flíkunum auk þess sem í mörgum tilfeUum skortir allar leiðbeiningar um hvernig á að hreinsa eöa þvo þennan fatnað. Því skíptir miklu að reyna að gera sér grein fyrir því hvaða efni eru í flíkunum. Síöan má athuga hvernig best muni að hreinsa þær svo að þær eyðileggist ekki í fyrsta þvotti. Sá fatnaður, sem seldur er í Fríðu frænku, er eins og áður sagði notað- ur og yfirleitt eldri en 25 ára. Fólk ætti að athuga hvort hann er mikiö slitinn eða hvort hann lítur út fyrir að vera nýr. Sé flíkin lítið slitin og vel saumuð og hafi verið vel með hana farið er ekkert sem mælir á móti því að hún endist eins og um nýja flík sé að ræöa. Skapa eigin stíl Það getur oft á tíðum verið góð Hvit smókingskyrta á 970 krónur, vesti, sem hægt er að snúa við, á 890 krónur, bindi sem kostar 350 krón- ur, axlabönd á 500 krónur, smókingstuttbuxur á 1980 krónur og sokkabuxur á 680 krónur. Alls krónur 5.370. DV-myndir KAE Jakkinn, sem Þórey klæðist, er úr ull með ekta silki- fóðri, hann kostar 3.500 krónur. Kjóllinn, sem er úr flau- eli, kostar 2.800 krónur en skórnir kosta 800 krónur. Toppurinn, sem Sigrún klæðist, er alþakinn pallíettum og skreyttur með glitrandi steinum. Hann kostar 3.500 krónur. Buxurnar kosta 900 krónur en jakkinn, sem hún hefur á öxlinni, er amerískur frá því um 1950. Hann er úr glansefni og hægt að snúa honum við. Hann kostar einnig 3.500 krónur. Skórnir kosta 1400 krónur. Alls kostar þvi fatnaður Þóreyjar 7.100 krónur en það sem Sigrún klæðist kostar 9.300 krónur. Rómantíkin allsráðandi. Sigrún er í fóðruðum Ijósfjólu- bláum kjól með áþrykktum fiðrildamyndum, hann kost- aði 1800 krónur en slæðan, sem hún hefur i hárinu, kostar 300 krónur. Pilsið, sem Þórey klæðist, er úr hvítu bómullarefni með handbróteruðum bekk að neð- an. Það kostaði 2.400 krónur. Innan undir pilsinu er hún í Ijósfjólubláu taftpilsi sem kostar 500 krónur. Topp- urinn, sem hún klæðist við pilsið, er einnig úr hvítri bómull með blúndubekk i hálsinn og kostar 1200 krón- ur. Hvítu blúnduhanskarnir kostuðu 150 kr. og hatturinn 1200. Taskan kostaði svo 2.800 krónur. Alls kostar því fatnaður Sigrúnar 2.100 krónur en það sem Þórey klæð- ist kostar 5.350 krónur fyrir utan töskuna. hugmynd að kaupa sér eitthvaö af notuðum ódýrum flíkum og blanda þeim saman við þann tískufatnað sem á boðstólum er. Meö því móti er oft hægt aö lækka fataútgjöldin töluvert. Hægt er að fá allt öðruvísi fatnað í þessum tveimur verslunum en fæst víðast hvar annars staðar. Það ætti því að vera tiltölulega auðvelt að skapa sér sinn eigin stíl með því að láta hugmyndaflugið ráöa. Sami grauturinn Því heyrist oft fleygt að allir klæði sig eins. En þeir eru hins vegar til Einkennisjakki, stór og mikill, á 3.000 krónur. sem vilja skera sig úr í klæðaburði og þeir leita til verslana sem selja annars konar fatnað. En hvað er „annars konar fatnaður“? Að öllum líkindum er hann ekki til þvi að þaö sem þykir hallærislegt í dag þykir smart á morgun. í fyrra heföi enginn látið sjá sig í rifnum gallabuxum en í dag þykir þaö „flott“. Svo er það spurningin með morgundaginn, kannski verða allir komnir í gamlar Álafossúlpur þá. Hvítir náttkjótar Þær Sigrún og Þórey byrjuðu á því að fara í Fríðu frænku og máta fót. Þar fékkst mikið af hvítum náttkjól- um af ýmsum gerðum. Margir voru með blúndum og útsaumi og sumir voru skreyttir með handbróteruðum bekkjum að neðan. Vinsælt hefur verið í vor og sumar að kaupa slíka náttkjóla til að nota sem venjulega kjóla. En því miður voru þeir ýmist of stórir eða of litlir á þær stöllur. Þar fékkst líka jakki úr ullarefni með silkifóðri og vakti hann mikla hrifn- ingu þeirra Sigrúnar og Þóreyjar. Mikið úrval var af alls konar kjól- um og samkvæmisfatnaði. Við rák- umst á ákaflega fallegan flöskugræn- an kjól með flauelsáferð sem gæti hafa verið í brúki fyrir svo sem þrjá- tíu árum eða svo. Einnig rákumst viö á topp, alsettan pallíettum, semilíusteinum og ýms- um glitrandi steinum sem greinilega var kominn til ára sinna. Þarna var líka stór karfa með víð- um buxum með glansáferð. Mjög ein- faldar að allri gerð og mjóum teygju- streng. Sigrún var ekki lengi að næla sér í einar slikar til að nota við topp- inn. í Fríðu frænku fæst mikið úrval alls kyns skartgripa. Við rákumst á plasteyrnalokka og nælur með glitr- andi gervisteinum. En svo eru einnig á boðstólum skartgripir úr ekta málmum. Rifnar gallabuxur Þá var haldið niður í Spúttnik og litið á úrvalið þar. Það fyrsta sem við komum auga á þar voru smóking- buxur sem náðu niður á hné. Þær voru mjög víðar, enda er þeim ýmist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.