Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1988, Blaðsíða 43
«FíMMTllIDAGim/2CTjtMíl988. I Menning Þorir að vera Studia theologica Islandica 1 Ritröð guðfræóistofnunar Háskóli íslands 1988 Ritstjóri Jónas Gislason „Þetta fyrsta hefti Ritraðar (guð- fræðistofnunar) má skoöa sem lítiö sýnishorn þeirra rannsókna, sem kennarar guöfrædideildar leggja stund á,“ skrifar dr. Björn Björns- son prófessor í inngangsorðum að 1. hefti Studia theologica Islandica eða Ritraðar guðfræðistofnunar sem kom út í vetur. Ef marka má þetta fyrsta hefti þá virðist heilmikil gróska í rann- sóknum starfsmanna guðfræði- stofnunar sem stofnuð var 1975 en ekki var veitt fé á íjárlögum til hennar fyrr en 1986. I þakkarorö- um dr. Þóris Kr. Þórðarsonar próf- essors kemur fram að útgáfa ritsins er ekki síst að þakka Gísla Sigur- björnssyni, forstjóra Elli- og hjúkr- unarheimilisins Grundar, sem hef- ur stutt útgáfuna bæði með „holl- ráðum" og beinlínis fjárhagslega. Þetta fyrsta hefti lofar góðu. Sjö kennarar guðfræðideildar skrifa í ritið, efnið er íjölbreytt og ritið að ytra búnaði mjög glæsilegt. Dr. Bjarni Sigurðsson dósent skrifar grein um jólasálma Lúters. Dr. Björn Björnsson prófessor skrifar eins og svo oft áður um hjónaband- ið og fjölskylduna. Meðal þess sem þar kemur fram er að íslendingar hafa meðal Norðurlandaþjóða nokkra sérstöðu hvað varðar viö- horfin til hjónaskilnaða. Virðist sem íslendingar geri meiri kröfur til náinna tilfinningalegra tengsla á milli hjóna en aðrar þjóðir. Þá er og athyglisvert að íslendingar álíta mun síður en aðrir að áfengis- vandamál sé skilnaðarástæða. Væntanlega segir þetta þá sögu að íslendingar líti fremur á óhóflega áfengisneyslu sem sjúkdóm. Dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor skrifar um kristna trúfræði en hann er nú að vinna að ítarlegu trúfræðiágripi á íslensku þar sem tvö fyrstu heftin af þremur hafa þegar komiö út. Jón Sveinbjörns- son prófessor skrifar grein er hann nefnir „Lestur og ritskýring“ og er drög að aöferðafræði. Jón heldur Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson því fram að eina leiðin til aö blása lífi í biblíulestur sé að efla hæfi- leika hvers einstaklings til aö „lesa á gagnrýninn hátt". Kristján Búa- son dósent skrifar grein er hann nefnir „Nýjatestamentisfræði. Afangar og viðfangsefni''. Þar rek- ur hann þróun rannsókna í þessari fræðigrein sl. 200 ár. Séra Jónas Gíslason spyr: „Er þörf á endur- mati íslenskrar kirkjusögu?“ Ekki óvænt kemst hann að því að svo sé. Jónas segir að íslensk saga hafi löngum verið notuð í pólitiskum tilgangi en nú sé timi til kominn að taka ofan anddönsku gleraugun. Óhætt er að taka undir með höf- undinum þegar hann hvetur til þess að þúsund ára afmælis kristnitökunnar verði minnst með útgáfu nýrrar íslenskrar kirkju- sögu. Þúsund ára afmæli kristni- tökunnar er dr. Þóri Kr. Þórðar- syni prófessor einnig ofarlega í huga. í grein sinni „Spurningar um hefð og frelsi“ hvetur hann meðal annars til þess að afmælisins „verði minnst með því að hefja nýtt, fræðilegt „ritningaverk", þýð- ingar helgra ritninga og skýringar við alþýðu hæfl“. Vonlaust er í stuttri grein aö lýsa innihaldi þessa fyrsta heftis í ritröð guðfræðistofnunar en verði fram- haldið eitthvaö í líkingu við það sem hér er að fmna er full ástæða til að fagna þessu riti og vonast eftir að það eigi langa lífdaga fyrir höndum. g:a.j. til og finna til Þórir Kr. Þóróarson prófessor Sýnishorn rannsókna Winnie Mandela: Brot af sálu minni Anne Benjamin bjó til útgáfu Svart á hvitu, Reykjavík 1987 J frægum fyrirlestri um „starf stjórnmálamannsins", sem birst hefur á íslensku, gerir Max Weber greinarmun á hugarfars- og ábyrgðarsiðgæði. Hugarfarssið- gæðið krefst þess af okkur, að við berjumst fyrir sannleikanum og líf- inu, hvað sem afleiöingunum líður. Það skírskotar þannig til réttlætis- kenndar okkar. En ábyrgðarsið- gæðið leggur okkur þá skyldu á herðar aö íhuga afleiöingar gerða okkar, og það miðar fremur við kalda og rökræna skynsemi. Enginn vafi er á þvi, aö suður- afríski stjórnmálamaðurinn frú Winnie Mandela aðhyllist hugar- farssiðgæði í skilningi Webers. í bók þeirri, sem kom út eftir hana á íslensku fyrir síðustu jól, vísar hún til tilfinninga okkar fremur en skynsemi. Hún bregður upp skýrri mynd af því óréttlæti, sem svartir menn hafi lengi búið við í Suður- Afríku, og hljóta allir upplýstir ís- lendingar að vera henni sammála um, að það sé óþolandi. En henni verður svarafátt um, hvað þar eigi að taka við. Verður Suður-Afríka í framtíðinni að venjulegu Afríku- lýðveldi með þeim ósköpum, sem því fylgja? Eða mun hinum ólíku kynþáttum landsins takast að semja sig hver að öðrum, svo að landið geti orðiö sannkallað fyrir- myndarríki í álfunni? Miklar breytingar í Suður- Afríku Ég kynntist því í Suður-Afríku, þegar ég var þar haustið 1987, að miklar breytingar hafa orðið í landinu. Þótt stjórn hvítra manna haii vissulega hert tökin á fjölmiöl- um og beiti lögregluvaldi sínu ótæpilega, er hún smám saman að gefast upp á aðskilnaðarstefnunni. Hin illræmdu lög landsins um vegabréf hafa til dæmis verið af- numin, og bannið við því, að fólk af ólíkum kynþáttum mætti sænga saman eða ganga í hjónaband, hef- ur verið fellt úr gildi. Menn með ólíkan hörundslit sækja nú sömu veitingahús og gistihús og sitja í sömu lestarvögnum. Ennfremur er svörtum mönnum nú leyft aö eiga fasteignir og reka fyrirtæki, en áð- ur gátu þeir þaö ekki nema í sér- stökum heimalöndum. Ástæðan til þessara breytinga er ekki sú að mínum dómi, að hinir hvítu Afríkanar (sem svo kalla sig, en við íslendingar erum því vanast- ir að kalla þá Búa) hafi skyndilega látið sannfærast af rökum mann- vina eða jafnréttissinna heima eða erlendis. Hún er ekki heldur, að þeir óttist hið svonefnda Afríska þjóðarráð frú Mandela og samherja hennar. Sannleikurinn er sá, að þaö skiptir litlu máli. (Það tak- markast að mestu við fólk af Xhosa-ættflokki, en höfðingi Zulu- manna, Buthulezi, er miklu hóf- samari.) Það, sem veldur þessum breyt- ingum, er umfram állt, að aðskiln- aðarstefnan hefur reynst ófram- kvæmanleg. Hinir ólíku kynþættir landsins hagnast svo mikið á við- skiptum hver við annan á frjálsum markaði, að þeim varð ekki lengur stíaö í sundur með lagaboði. Svart- ir menn þurfa þekkingu og fjár- magn hvítra manna, og hvítir menn þurfa hið ódýra vinnuafl svartra manna. Aöskilnaðarstefn- an var á hinn bóginn tilraun til að koma í veg fyrir frjáls viöskipti og önnur samskipti fólks með ólíkan hörundslit. Þess vegna má tví- mælalaust telja hana eina greinina af meiði sósíalismans. Tryggja verður réttindi minnihlutahópa Ábyrgðarsiðgæði í skilningi We- bers á, hygg ég, nú miklu betur við í Suður-Afríku en hugarfarssið- gæði. Ef hinum ólíku hópum lands- ins tekst ekki að semja sig hver að Bókmenntir Hannes H. Gissurarson öðrum, þá kann að skella þar á borgarastríð, sem raunar er óvíst, að svartir menn vinni. Þessir hópar eru nú allir í sjálfheldu óttans, þar sem hver þeirra um sig óttast, að einhver annar hreppi ríkisvaldið. Þess vegna verður að dreifa þessu valdi, mynda þannig jafnvægi í landinu og tryggja síðan réttindi einstaklinga og minnihlutahópa sem best. Því miður virðist frú Mandela ekki skilja þetta. Á bls. 200-201 ger- ir hún lítið úr hugmyndinni um réttindi hvítra manna. Og hún seg- ir á bls. 206, að í Suður-Afríku fram- tíðarinnar sé engin önnur leið fær út úr fátækt en sósíalisminn. Þetta eru auðvitað hin herfilegustu öfug- mæli. Víðtæk ríkisafskipti leiöa undantekningarlaust til fátæktar, eins og dæmi austantjaldsland- anna, Kína og Tansaníu sýna. Frú Mandela er af þessum sökum ekki sá leiðtogi, sem Suður-Afríka þarfnast. Þess er ekki getið í bók- inni, að hún lét svo um mælt í ræöu fyrir skömmu, aö svartir menn yrðu nú að berjast með eld- um yrði sleppt þaðan, að beita ekki ofbeldi. Mandela-hjónin eru að vísu ekki froðufellandi ofstækismenn eða blindir kommúnistar. En þau eru greinilega sannfærö um, að allt vald sé best komið í höndum þeirra og að tilgangurinn helgi tækið, og slíkt fólk er alltaf hættulegt. Suður- Afríkumenn þurfa leiðtoga í lík- ingu við þá vitru menn, sem stofn- uðu Bandaríki Norður-Ameríku, þá George Washington, Tómas Jef- ferson og James Madison-. Þeir skildu, að setja þyrfti ríkisvaldinu strangar skorður, þar sem ekki væri unnt að treysta því, aö valds- mennirnir væru englar. Greinilega enginn engill Frú Mandela er tilkomumikil kona á sinn hátt og jafnvel hetja. Hún þorir að vera til og finna til. En hún er greinilega enginn engill. Hún segir til dæmis á bls. 77, að hún trúi á blóð og járn eins og Bis- marck hafl gert. Og hún nefnir tvö tilvik á bls. 33 og bls. 183, þar sem hún heföi getaö drepið fólk, eins og hún orðar það sjálf, þegar hún lenti í útistöðum við það. Þótt mér detti ekki í hug að mæla stjórnar- fari í Suður-Afríku bót, er líka ljóst af frásögn hennar, að það er ekki nærri því eins harðneskjulegt og í alræðisríkjum sameignarsinna. Is- lenskir sjónvarpsáhorfendur og blaðalesendur vita af eigin raun, að frú Mandela fær að tala við út- lenda fréttamenn, og á bls. 55,163 og 167 nefnir hún dæmi um, að hún hafi unnið mál gegn valdsmönnum fyrir dómstólum, en það hefði verið með öllu óhugsandi á Kúbu, í Kína og í Ráðstjórnarríkjunum. Það kemur einnig fram á bls. 50, að Mandeia-hjónin eiga eða hafa til ráðstöfunar Audi, sem er ekki bein- línis gerður fyrir fátæklinga. (Og Winnie Mandela og P.W. Botha. „Ég sé ekki, að mikið sé unnið við það eitt að skipta um nafn á dyrunum að forsetahöllinni i Pretoriu, þannig að þar standi Mandela, en ekki Botha. spýtum og hjólbörðum. Með þessu var hún vitaskuld að leggja blessun sína yfir hina kvalafullu aftökuað- ferð svartra hryðjuverkamanna, sem bregða hjólbörðum yfir fórn- arlömb sín, fylla þá af bensíni og bera eld að. Og eiginmaður hennar, Nelson Mandela, sem lengi hefur setið í fangelsi, hefur neitað að ganga að því skilyrði fyrir, að hon- raunar hef ég séð einbýlishús frú Mandela í Soweto, og er það ákaf- lega glæsilegt.) Ég sé ekki, að mikið sé unnið við það eitt aö skipta um nafn á dyrun- um aö forsetahöllinni í Pretoríu, þannig að þar standi Mandela, en ekki Botha. Lausnin liggur ekki í góðum leiðtogum, heldur réttum lögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.