Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1988, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNl 1988. Útlönd Maðurinn á bakvið kansl- araembættið lítilhæfur Gizur Helgason, DV, V-Þýskalandi: Helmut Kohl hefur nú verið kansl- ari í Vestur-Þýskalandi í bráðum sex ár og það er líka ýmislegt sem bend- ir til þess að seta hans í embætti sé orðin löng. Tíminn getur oft verið útslítandi, það er eríitt aö endumýja sig og verða betri en maður er. En það er nauðsynlegt ef maður gegnir forystuhlutverki. Sem kanslari hefur Kohl aldrei verið alveg á toppinum. Hann hefur aldrei haft hið æskilega, mikla að- dráttarafl. Hann er vissulega mikill að líkamsburðum og situr þungur og þurrlegur í valdasætinu. Hann ann- ast sitt embætti úr valdastóli sínum en hann ríkir ekki. Hann stjómar að vísu ríkisstjóminni en lætur sjálfur stjómast af þróun mála. Afskaplega venjulegur Kanslarinn er ávallt virtur maður en Þjóðverjar vilja gjarnan geta borið lotningu fyrir honum. Þeir gátu beygt sig fyrir fóðurlegri ímynd Ad- enauers og hvernig hann á yfirveg- aðan og myndarlegan hátt endur- reisti V-Þýskaland. Þeir héldu mikið upp á hlýlega framkomu og viðmót Willy Brandt og ákveðni hans í aust- antjaldsstjómmálunum. Þeir kunnu og að meta sjálfsöryggi Helmut Schmidt og viturlega og ömgga stjóm hans á erfiðleikatímabil- um. Þaö virðist aftur á móti sárafátt sem Kohl hefur sér til ágætis. Nema þá embættíð. Stjómmálastefna Vest- ur-Þýskalands í dag er ekki frá hon- um komin og enginn stórviðburður hefur átt upptök sín hjá honum. Kohl virðist því aðeins vera óvenjulega venjuieg mannvera. Með venjulega siði, venjuiegan smekk, venjulega smágalla og þurra, venju- lega kímnigáfu. Hann virðist sem- sagt ekkert hafa sem gerir hann sér- staklega hæfan til síns embættis. Þegar skoðanakannanir fara fram situr hann öraggur í neðsta sætí, kemur langt fyrir neðan flokkinn. Nú upp á síðkastið hefur þó Stolt- enberg fjármálaráðherra skotíð hon- um ref fyrir rass og náð frá honum neðsta sætinu. En Stoltenberg verð- ur líka að burðast með embætti flokksformanns kristilegra demó- krata í Schleswig-Holstein eftir Barschel-hneykshð. Reyndar er Bangemann viðskiptamáilaráðherra farinn að nálgast botninn líka, orð- inn eins konar dragbítur stjómar- innar í Bonn. Litlu verður Vöggur feginn Hið undarlega í öhu þessu máh er þó að gjörsamlega ómögulegt er að finna hjá Kohl að á móti blási. Frem- ur hið gagnstæða. Því meir sem heimurinn og kjósendumir snúast gegn honum því öruggari verður hann í allri framkomu. Um daginn hélt hann sinn venjulega blaða- mannafund, sem hann gerir á sex mánaða frestí. Þar geislaði hann af sjálfsöryggi og sjálfsánægju. Hann var óvenjulega vel upplagður, sópaði öhu og öllum tíl hhðar, eins og bros- andi en duhtíð hæðnislegur sigur- vegari sem kærði sig kohóttan um smáatriði eins og kosningatap. AUt var í lagi. Allt kom heim og saman og hann bað alla viðstadda að taka vel eftir því að allar tímaáætlanir, sem hann hefði sett varðandi stjóm- málalegar ákvarðanir, hefðu staðist í einu og öllu. Þar með taldist hon- um til að öhum gjörðum væri fuh- nægt. Um gæði framkvæmdanna var hins vegar ekki rætt. Kohl talaði í eina klukkustund og tíu minútur en sagði í reynd svo fátt og smátt að hann varð rnn tíma að hækka róminn til að yfirgnæfa masið í fréttamönnunum. Landsþing í gær, mánudag, hitti Kohl skoð- anabræður sína, kristilega demó- krata, á landsþingi í Wiesbaden. Ekki efaði nokkur maður að þar myndi kanslarinn Uka þurfa á hátölurum að halda ef hann ætlaði mönnum að hlusta á sig til enda. Hann flutti ræðu í gær, á að flytja aðra á miövikudag, og þess á miUi mun hann ugglaust þurfa að taka til máls utan dagskrár. Auðvitað er Kohl mætt með vin- samlegri virðingu á flokksþinginu sem kanslara. Auk þess býr hann við tryggð flokksmanna vegna forystu- hlutverks síns í fimmtán ár. Móttök- umar segja þó ef til viU ekki aUt um áht manna á Kohl. Mörgum flokks- þingsfuUtrúum verður líklega erfitt aö halda aftur af skoðunum sínum um lélega stjómim og Utlar fram- kvæmdir í Bonn. Helmut Kohl kanslari nýtur hvorki mikilla vinsælda né virðingar þótt kansl- Erfiðleikar araembættið krefjist ákveðinnar lotningar í sjálfu sér. Kristilegir demókratar em ekki hreyfing. Kristílegir demókratar em samsafn ýmissa borgaralegra flokka í noður- og suðurhluta Þýskalands, með íhaldssama afstöðu tíl Ufsins og fijálslynda afstöðu tU íjármála. Hinir v-þýsku sósíaldemókratar em sprottnir upp úr verkalýðshreyf- ingunni á fyrra helmingi þessarar aldar. Kristílegir demókratar urðu hins vegar tíl upp úr síðari heims- styijöldinni, eftir skiptingu þýska ríkisins. Rætur kristílegra demó- krata Uggja í hinum ýmsu þýsku fylkjum og þar Uggur einnig vald þeirra. Það er að segja hjá forsætis- ráðherrum flokksins í landshluta- höfúðborgum V-Þýskalands. Kanslarinn í Bonn fiytur boðskap- inn en hann skal þó vera eins og smáfurstamir hafa fyrirskipað. Það sem þeir munu sennUega segja við hann í Wiesbaden í þessari viku er að eins og málum er nú háttað í Bonn gangi sUkt einfaldlega ekki til lang- frama. Út frá þeirra stjómmálahomi og svæðisáhugamálum er stjóm- málastefna ríkisstjómarinnar í Bonn mikUl baggi, sem veldur því að erfið- ara er fyrir kristUega demókrata að halda völdum í héraðsstjóm- um. Stjómin í Bonn hefur glatað fjölda tækifæra, sem lágu meðal annars í þeirri uppsveiflu sem hefur verið í hagvextinum, auk skattalækkana sem urðu fyrir nokkru. En aUt hefur orðið tU einskis vegna álagðra neysluskatta. Helmut Kohl verður því að stunda hrossakaup af alefli á þessu landsþingi. Hann mun ugg- laust framkvæma það með æðruleysi þvi hann hefur hreiðrað svo vel um sig í Bonn aö enginn getur ýtt honum úr sessi. Jafnvel þótt menn reyndu að stytta honum aldur, svo gert sé ráð fýrir því öfgafyUsta sem hugsan- legt er, þá eiga kristUegir demókratar engan krónprins. Logn á undan stormi Helmut Kohl er nú hálfnaður með annað stjómunartímabU sitt og er kominn yfir það versta. Eftir hið hrikalega en jafnframt óhjákvæmi- lega kosningatap í Schleswig-Hol- stein getur hann blásið mæðinni ör- Utið. I ár verða ekki fleiri kosningar og ekki heldur næsta ár. Hins vegar verða átta kosningar árið 1990 og þær síðustu snúast um fylkisþingið í Bonn. Þær vUl Kohl örugglega reyna að vinna í þriðja sinn. Norðurlöndin sameinast um atvinnusamskipti sín Gizur Hielgaaon, DV, Þýakalandi: Noröurlöndin fimm hafa nú stofhað nýtt félag sem býður upp á auðveldari alþjóðleg fiarskipta- og tölvusambönd mUU aöUa í atvinnu- Ufinu. Atvinnufyrirtæki á Noröurlönd- unum munu í framtíðinni eiga auö- veldara með aö bafa samband við viðskiptavini sína úti um allan heim heldur en nú er raunin. Fjar- skiptastjómimar á NoröurJöndun- um fimm, Danmörku, Sviþjóð, Nor- egi, Finnlandi og íslandi, hafa nú stofiiað nýtt félag sem getur boðið upp á mun auöveldari og hentugri alþjóöleg fjarskipta- og tölvusam- bönd fyrir viöskiptavini sina á Norðurlöndum. Hið nýja félag heit- ir Scandinavian Telecommunica- tion Service AB (STS teleCom). Svfar eru stærstu eignaraðilar þessa nýja félags. Það er hiö sænska félag, Televerket, sem á gegnum TeJeinvest AB fjömtíu og átta prósent af félaginu. Statens Teletjeneste i Danmörku og fjar- skiptastjómimar i Finnlandi og Noregi eiga hver um sig sextán prósent og íslendingar eiga þau fjögur prósent sem eftir era. Þetta nýja fyrirkomulag byggist þannig upp aö viðskiptavinurinn getur greitt allt sitt kerfi í einu landi og þarf þvi ekki að hafa sam- band við fjarskiptastjómir annars staðar líkt og verið hefúr. Hið sam- norræna félag býöur í gegnum eig- ið kerfi, sem tengist mikilvægustu viöskiptamiðstöðvum útí um heim allan, atvinnulífinu upp á fijót og örugg fjarskiptasamskipti. Fyrstu samböndin voru opnuö til austur- strandar Bandarfkjanna í nóverab- ermánuði 1987 og nýir hlutar nets- ins verða tengdir viö þá viöskipta- aðila, sem samið hefur verið við á þessu ári, eftir því sem þeir verða teknir i notkun. Kerfiö opnar verulega möguleika fyrir viöskiptavini, sem ekki eru nógu stórir, til aö hafa sitt eigið kerfi opið til útlanda. Fyrir utan þau sambönd, sem rnynduö hafa verið viö Bandaríkin og til nær allra Evrópuríkja, er auðvelt að tengja kerfiö viö aðra heimshluta. Þar má til nefna Japan, Hong Kong, Singapore, Brasilíu, Indland og Ástralíu, aö sögn framleiðslustjóra danska símafélagsins KTAS, Tor- ben Sörensen. Rannsóknir sýna að um hundrað og fimmtíu fyrirtæki, með fjar- skiptaviöskipti af ákveðinni stærö- argráöu, geta orðið hugsanlegir viðskiptavmir þessa nýja félags. Verðgreining á þjónustunni er ein- staklingsbundin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.