Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1988, Page 41
53 MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 1988. Fréttir Sameiginleg gjaldheimta á Norðuriandi eystra: „Tel líklegt að af þessu verði“ - segir Vaitýr Sigurhjamarson, bæjarstjóri Ólafsfjarðar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Ég tel líklegt að sameiginlegri gjaldheimtu verði komið á fyrir Norðurland eystra,“ segir Valtýr Sig- urbjarnarson, bæjarstjóri í Ólafsfirði og formaður Fj órðungssambands Norðlendinga. „Það kunna hins vegar að vera skiptar skoðanir um fyrirkomulag slíkrar stofnunar og þá ekki síst hvar hún á að vera staðsett. Ég vona þó að samkomulag náist rnn þau ágrein- ingsatriði sem upp kunna að koma og af þessu verði.“ Valtýr sagöi að af hálfu ríkisins væri það sett sem skilyröi að viökom- andi sveitarfélög næðu samkomulagi um öll mál til þess að heimilt væri að setja á fót slíka sameiginlega gjaldheimtu. „Mér finnst þetta ekki nógu gott og ríkið á ekki að gera neitt sem gæti orðið til þess að stöðva slík góð málsagði Valtýr. Hann sagði að það yrðu aðallega vinnuveitendur sem myndu notfæra sér þjónustu slíkrar gjaldheimtu. Þeir innheimta gjöld fyrir ríkið og þurfa að koma þeim frá sér. „Stað- setning sameiginlegrar gjaldheimtu ætti þó aö mínu mati ekki að vera vandamál því þaö er hægt að nota þjónustu banka, sparisjóöa og Pósts og síma í þessu sambandi," sagði Valtýr. Leikklúbburinn Saga á Akureyri: Björn keyrði af miklu öryggi og fór brautina villuiaust á öðrum besta tíma til þessa. Villulaus í braut og með goðan tíma Safna farareyrí með miðasölu í Zebra Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Samstarf hefur tekist á milli veit- ingastaðarins Zebra á Akureyri og Leikklúbbsins Sögu og er markmiðiö með því að afla farareyris fyrir leik- klúbbinn sem heldur í utanlandsferð í sumar. Þetta samstarf fer þannig fram að Saga fær ákveðinn fjölda aðgöngu- miða á veitingastaðinn Zebra á laug- ardagskvöldum. Félagar í Sögu selja þessa miða og fá allt andvirði þeirra í ferðasjóð sinn. Venjulegt „rúllu- gjald" í Zebra á laugardögum er 600 krónur en lágmarksmiðaverð hjá Sögu verður 200 krónur en menn mega greiða meira ef þeir vilja. Leikklúbburinn Saga fer í haust á leiklistarhátíð sem haldin verður í V-Þýskaiandi. Ferðakostnaður fyrir hópinn, sem þangað fer, nemur um hálfri milljón króna. Á hátíðinni mun Saga sýna leikritið Grænjaxla eftir Pétur Gunnarsson en leikklúbb- urinn sýndi það á Akureyri sl. vetur. Miðvikudaginn 15. júní sl. var hcddin ökuleikni og hjólreiða- keppni á planinu við kaupfélag Héraðsbúa. Eins og mörg undan- farin ár hafa bestu tímar til þessa verið slegnir út hér á Egilsstöðum. Að þessu sinni tókst þó ekki að hnekkja besta heildarárangri én besti tími í braut var sleginn út og það meira að segja tvisvar sinnum. Þegar fjórði keppandi fór brautina kom besti tími í plani á landinu til þessa, eða 94 sek„ var það Björn Björnsson sem átti þennan tíma, hann var villulaus í brautinni og fékk 124 refsistig alls. Þessi árang- ur nægði honum til sigurs. í öðru sæti varð Ríkharður Már Rík- harðsson með aðeins 2 villur í braut og samtals 165 refsistig. í þriðja sæti varð Jónas Jónasson með 180 refsistig. Jónas náði lang- besta tíma í brautinni og bætti tíma Bjöms um 9 sek. Það varö því Jón- as sem hlaut Timex úrið frá Nesco í Kringlunni. í kvennariöli voru aðeins tveir keppendur. Bestum árangri náði Margrét Sigurbjömsdóttir og var hún með 212 refsistig alls. í öðru sæti varð systir hennar, Jóhanna Birna, með 348 refsistig alls. í hjólreiðakeppninni var þátttaka fremur dræm. Bjami Þór Broddason varð í fyrsta sæti í eldri riðh. Annar varð Gunnar Jónsson og í þriðja sæti varð Þómnn Jóhannsdóttir. Ævar Smári Jóhannsson varð fyrstur í yngri riðli. Annar varð Jóhann Þór Ámason og þriðji Þorkell Hróar Bjömsson. Bjami Þór hlaut einnig Timex úrið fyrir besta tíma í braut í hjólreiða- keppninni. UTSALA - UTSALA Við seljum úrval notaðra uppítökubíla I eigu Bílvangs með stórkostlegum afslætti frá neðangreindum verðum og góðum greiðslukjörum. Tegund Árg. Km/þús. Verð Tegund Árg. Km/þús. Verð Chev. Caprice Classic d. ’85 70 850.000 Mazda 323 ’81 95 170.000 Toyota Tercel 4x4 ’84 73 430.000 Opel Kadett Caravan ’85 37 430.000 Chev. Monza SL/E, beinsk. '87 23 495.000 Lada Samara ’86 8 200.000 Chev. Monza SL/E, sjsk. ’87 69 545.000 , Isuzu Gemini ’81 61 120.000 Chev. Monza, 3 dyra ’86 25 450.000 Opel Corsa, 5 dyra ’86 24 365.000 Ford Fiesta ’86 36 300.000 Chev. Caprice Classic '82 61 m 550.000 Saab 900 '80 134 220.000 Toyota Carina II ’87 107 480.000 Honda Accord EX ’81 46m 240.000 Opel Corsa ’87 36 330.000 Suzuki Alto ’81 85 100.000 Opel Kadett ’87 18 470.000 Skelltu þér á ódýran bíl frá okkur fyrir sumarfríið. OPEL U ISUZU BÍLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687SOO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.