Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 9
9 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. Spegilmyndin, spennandi og dulmagnaðir þættir: í leit að fortíð sinni á Stöð 2 sem hafa fengið mikið lof Aurora Clement er fræg leikkona í Frakklandi. Hún fer með hlutverk Doris i myndaflokknum Spegilmyndin. Hér er hún i hlutverki Doris Stern með samleikara sínum, Bruno Cremer. - franskir þættir Spegilmyndin eða Le Regard Dans le Miroir heitir framhaldsmynda- flokkur sem hóf göngu sína á Stöð 2 sl. mánudagskvöld. Myndin er í íjór- um hlutum og verður annar þáttur á dagskrá á mánudagskvöldið kl. 21.45. Þættir þessir, sem eru fransk- ir, hafa hlotið frábæra dóma og þeir sem fylgdust með fyrsta þættinum sáu að hér var spennandi mynda- flokkur á ferðinni. Það er rétt að vekja athygli þeirra sem misstu af fyrsta þætti á þessum myndaflokki. Við reynum því að segja frá sögu- þræði í upphafsþættinum. Aðalper- sónan er Doris Stern en með hlut- verk hennar fer leikkonan fræga, Aurora Clement. Doris er bandarísk en starfar sem ljósmyndari í París. Hún er lagleg og hæfileikarík og lífið virðist blasa við henni. Eitt veldur henni þó hugarangri og það eru sí- endurteknar martraðir á nóttunni. í þeim sér hún konu myrta. Dag einn, þegar Doris er að gramsa í antikverslun þar sem hún kemur oft, finnur hún mynd sem henni verður starsýnt á. Myndin er af konu sem henni finnst vera hún sjálf, með ógnvekjandi svip, sama svip og birt- ist henni í martröðum, og með mjög stutt hár. Doris getur ekki munað að þessi mynd hafi nokkum tíma verið tekin af henni. Antiksalinn gefur henni myndina og Doris er ákveðin í að finna út hvenær myndin var tek- in. Móðir Doris kemur í heimsókn til Parísar og reynir að stöðva hana í að leita skýringa á myndinni því hún sé bara að eyða tíma sínum í vit- leysu. Kunningi Doris, Mathias, dregur ennfremur úr henni kjarkinn að finna út hvenær myndin var tek- in. Doris hittir einnig innfluttan Ung- verja, Pavil að nafni, sem segir henni aö myndin sé ekki af henni heldur ungverskri stúlku að nafni Elizabeth Kovac. Pavel hafði hitt stúlkuna í Antibes, nálægt Nice árið 1958. Þegar Doris ætlar að finna Ungverjann aft- ur næsta dag og fá að vita meira um atburðinn hafði hann verið myrtur um nóttina. Hún heldur þá til Antibes og til hússins þar sem Elizabeth Kovac hafði búið. Maður, sem hafði elt Dor- is allt frá því hún fann myndina, hefur umbreytt öllu í húsinu. Þegar Doris gengur um götur í Antibes sér hún slys sem ung stúlka verður fyr- ir. Það rifjar upp að hún hafi lent í einhveiju svipuöu í New York árið 1958. Doris á við minnisleysi að stríða og hún heldur aftur til Parísar og á fund vinar sins, Clint, sem er frétta- maður hjá Herald Tribune, og biður hann að leita upplýsinga um slysið í NewYorkárið 1958. Doris hittir aftur Mathias og er hún situr hjá honum fær hún símhring- ingu frá fréttamanninum er segir að stúlkan hafi flúið til New York frá Nice. „Erþettatilviljun?“ Faðir hennar hafði dáið og móðir hennar var á leið til Sviss svo það er enginn sem Doris getur spurt um framhaldið...en af hverju hafa for- eldrar hennar logið að henni og talið henni í trú um að slysið hafi átt sér stað í New York en ekki í Frakk- landi? Þannig endaði fyrsti þáttur- inn. í þættinum á mánudagskvöldið heldur Doris áfram að leita skýringa. Hún fer aftur til Antibes og finnur út aö slysið átti sér stað 11. júlí 1958 og það var móöir hennar sem lét hana flýja til New York. í bæjarblað- inu fmnur hún frétt um að Elizabeth Kovac hafi verið myrt nóttina eftir slysið. Morðinginn var elskhugi hennar, Calvino... Ekki megum við skýra nánar frá efnisatriðum þáttanna og taka þar með spennuna en víst er að þættir þessir eru bæði dulmagnaðir og spennandi. Það er líka alltaf ánægju- legt að horfa á framhaldsþætti sem gerast annars staöar en í Ameríku. Ekki sakar góður leikur og góðir dómar sem þættirnir fengu í Frakk- landi. ELA Spegilmyndin: Frakkar yfirsig hrifnir Frakkar urðu yfir sig hrifnir af framhaldsmyndaflokknum Spegilmyndinni sem sýndur er um þessar mundir á Stöð 2. Flokkurinn fékk verðlaun Fond- ation de France sem hinn þekkti leikstjóri Costa-Gavras veitir for- stööu. Það er sérstaklega frammistaða leikkonunnar Aurore Clément sem vekur hrifningu. Allt frá þvi þættimir voru frumsýndir hafa frönsku blöðin lofaö leik hennar í hástert og ýmsar ljóörænar lýs- ingar eru látnar fiakka í fyrir- sögnum. Aurore Clément hóf feril sinn sem fyrirsæta. Hún náði langt á því sviöi og er leikstjórinn Loiús Mallé sá hana á forsíöum Vogue og Marie Claire hreifst hann svo mjög að hann bauð henni hlut- verk í mynd sinni Lacombe Luci- en sem hann gerði 1974. Þrátt fyr- ir algert reynsluleysi í leiklist sló Aurore til. Þetta varð upphafiö á löngum ferli sem enn sér ekki fyrir endann á. Næstu ár starfaði hún með ýmsum frægum leikstjórum, s.s. Claude Chabrol og Francis Ford Coppola. Ferill hennar náði há- punkti er henni bauðst stórt hlut- verk í myndinni París Texas sem Wim Wenders leikstýröi. Myndin hláút gullpálmann í Cannes 1984. Aurore var orðin fræg leikkona og eftirsótt Nú hefur henni skotíö enn frek- ar upp á stjömuhimininn með leik sínum í Spegilmyndinni. Til að setja sig enn frekar i spor Dóra klippti hún hár sitt Eftir að SpegUmyndin var sýnd við feykigóðar viðtökur ákvað Aurore að draga sig í hlé og helga sig skriftum um tíma. Aðdáendur hennar verða bara að vona hiö besta. -PLP Kjörbók Landsbankans L & ,. . I anrlshai Kjörbókin er óbundin en verðlaunar þá sem eiga lengi inni. Laridsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.