Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag:-FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Allir vildu spána kveða Ekki er unnt að sjá, hvern forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar var að reyna að blekkja, þegar hann sagði í yfirlýs- ingu hér í blaðinu í gær, að nýjasta þjóðhagsspá hefði ekki velkzt um í kerfinu, heldur orðið til á þriðjudaginn var, þegar hún var kynnt ríkisstjórn og fjölmiðlum. Öllum þeim, sem fylgjast með, var þó kunnugt um, að fyrir þá helgi höfðu bæði forsætisráðherra og fjár- málaráðherra komið fram í fjölmiðlum til að ræða inni- hald þeirrar þjóðhagsspár, sem forstjórinn segir nú, eins og hann sé nýkominn frá Marz, að hafi ekki verið til. Munurinn á þessu volki þjóðhagsspár og hinum fyrri er, að í þetta sinn tókst pólitískum hagsmunum í ríkis- stjórninni ekki að fá spánni breytt, áður en hún var birt almenningi. Stafar það af, að Þjóðhagsstofnun er að reyna að reka af sér orðspor þjónustulundar. í þetta sinn verður því að taka meira mark á þjóð- hagsspá en löngum áður hefur verið hægt. Hún er ékki lengur eins eindregin stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinn- ar og hún hefur allt of oft verið áður. Hins vegar er engin ástæða til að taka hana allt of bókstaflega. Ef þjóðhagsspáin er skökk, er það ekki í áttina, sem fjármálaráðherra heldur fram. Spáin ofmetur ekki fjár- hagserfiðleika ríkissjöðs eða forustu ríkisins í-fram- leiðslu heimatilbúinnar verðbólgu. Hún er ekki of svart- sýn, heldur of bjartsýn, ef einhverju skeikar. í umræðunni um þjóðhagsspá kemur á óvart, hversu dólgslega fjármálaráðherra hefur haldið fram atriðum, sem ekki er sjáanlegt, að séu annað en algerar firrur og þverstæður. Breytingar á tekjukerfi ríkissjóðs hafa ekki dregið úr tekjum hans, heldur stóraukið þær. Þótt ríkissjóður sé á hausnum, hafa tekjur hans aukizt um 4,3 milljarða umfram áætlun fjárlaga. Skatt- heimtan hefur verið langt umfram fyrri venju. Það er einkum vegna eftirminnilegra skattabreytinga, svo sem matarskattsins og staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars. Líta má á spá fjármálaráðherra um enn auknar tekj- ur síðari hluta ársins sem yfirlýsingu um, að fyrri orð hans séu ómerk, og sem eins konar almenna hótun um, að skattbyrði ársins verði ekki eins þung og hörðustu gagnrýnendur héldu fram í vetur, heldur enn þyngri. Tekjurnar, sem þegar hafa innheimzt, benda til, að ríkissjóður æth að taka til sín stærri hlut landsfram- leiðslunnar en áður hefur tíðkazt, 24,7% í stað 22,4%. Nú er fjármálaráðherra að hóta því, að íslandsmet hans verði enn stærra, þótt hann hafi áður neitað metinu. Þessa gífurlegu tekjuaukningu hefur Qármálaráð- herra ekki notað til að koma ríkissjóði á réttan kjöl, heldur til að sóa henni í allar áttir og einkum þó í land- búnað, sem er svo þurftarfrekur, að ekki virðast til þeir peníngar í heiminum, er hann gæti ekki torgað. í stað tekjuafgangsins, sem ráðgerður var, er kominn hálfs milljarðs fjárlagahalli. Þar á ofan er lánsfjáráætlun ríkisins komin þrjá milljarða fram úr áætlun. í hvorugu tilvikinu eru öll kurl komin til grafar, svo að ástandið á enn eftir að versna, þegar hður á síðari hluta ársins. Nú síðast er h ármálaráðherra farinn að heimta meira fé úr bönkunum og hótar þeim ella aukinni frystingu spariQár. Augljóst er, að frystingin fer th verðbólgu- hvetjandi verkefna og magnar enn hina gífurlegu sam- keppni um rándýrt fjármagn, sem einkennir þjóðfélagið. Eitt atriði er öruggt í þjóðhagsspánni. Það er, að ijár- málaráðherra hefur rækilega misst tökin á starfi sínu. Þess vegna vildi hann fá að ráða niðurstöðum spárinnar. Jónas Kristjáns.son Tvö sovét- lýðveldi deila Á björtum degi blasir fjalliö Ara- rat í allri sinni tign viö borgarbúum í Jerevan, höfuöborg Armenska sovétlýðveldisins, handan dalsins sem viö tindinn er kenndur en einnig handan landamæranna aö Tyrklandi. Þjóðarhelgidómur Armena er á valdi erkiféndanna sem frömdu á þeim þjóðarmorð snemma á öldinni. Sjálf náttúran minnir því Arm- ena á glæsta en blóði drifna sögu sína. Menningarsaga þeirra spann- ar tvö árþúsund, frá því nokkrum öldum áður en kristni varð ríkistrú í Armeníu, fyrr en á nokkru öðru byggðu bóh. Kristnitökunni fylgdi blómaskeið mennta, sér í lagi bók- mennta, á þeim öldum sem Róma- veldi var að hrynja um vestanverða Evrópu. Síðan hafa óháð, kristin kirkja og öflug menntahefð haldið arm- ensku þjóðerni við, jafnt í heima- landinu undir yfirráðum Persa, araba, seldsjúka og ósmanna, og í landflótta um allar jarðir, svo helst verður líkt viö lifseiglu gyðing- .dóms í útlegðinni. Þegar veldum Rússakeisara og Tyrkjasoldáns laust saman í lönd- unum sunnan Kákasusfjallgarðs á síðustu öld, höhuðu Armenar sér að Rússum, sem voru þó kristin þjóð. Varð það Tyrkjum átylla til aö taka að strádrepa hvert arm- enskt mannsbam sem þeir náðu til í landamærahéruðunum á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri. Armenar á flótta undan Tyrkjum streymdu til yfirráöasvæðis Rússa. Þegar keisaraveldiö komst svo í upplausn eftir byltinguna, stofn- uöu Armenar sitt eigiö þjóðríki. Bolsévíkastjómin knúði það undir yfirráð sín með liðsinni Asera, múshmskrar þjóðar sem á land austan að Armeníu. Að launum fékk Aserbasjan í sinn hlut fjalla- héraðið Nagomo-Karabakh, þegar mörk voru dregin mihi sovétlýö- veldanna 1923. Þessi ráðstöfun er nú orðin tilefni grimmUegrar þjóöernadeUu, sem á einu misseri hefur magnast svo að æðsta stjómarstofnun Sovétríkj- anria, Forsætisnefnd Æðsta ráðs- ins, hefur veriQ kvödd saman tU aukafundar á mánudag til að reyna að setja iUindin niður. Nú í vikunni sagöi ráð Nagomo-Karabakh sig úr lögum við Aserbasjan og ákvaö að sameinast Armeníu. Æðsta ráð Aserbasjan lýsti þá ákvörðun jafn- harðan stjórnarskrárbrot og því aUs ómerka. Armenar eru fjórir flmmtu af 165.000 íbúum Nagomo-Karabakh. Þegar þeir tóku að krefjast samein- ingar við Armeníu í febrúar í vet- ur, urðu alríkisstjómvöld í Moskvu brátt að viðurkenna að þeir heföu gUdar ástæður tU að kvarta yfir ERLEND TÍÐINDI Magnús Torfi Ólafsson hlut sínum undir stjórn Aserbasjan í Bakú. Reyndist héraöið afskipt í hvívetna miðað við lönd byggð As- erum. Þar á ofan var armenska homreka í skólum, útgáfustarf- semi á tungunni torvelduð og kom- ið hafði verið í veg fyrir að reist væri endurvarpsstöð, sem gerði íbúum Nagomo-Karabakh fært að ná sjónvarpssendingum frá Arm- eníu. Stjómvöld í Moskvu hétu úrbót- um á öllum þessum sviðum, eftir að Armenar höfðu tekiö rækilega undir málstað þjóðarbrotsins sem byggir Nagomo-Karabakh. Var það gert með fjöldafundum í Jerevan, hinum fjölmennustu í manna minnum. Fór þar allt friðsamlega fram, en Ijóst mátti vera að mikil alyara fylgdi máli manna. Þá greip einhver hluti Asera til sinna ráða, af þvi tagi aö hlutu að vekja hjá hveijum Armena minn- ingar um aðfarir Tyrkja. Óaldar- lýður í borginni Sumgait, skammt frá Bakú, hóf fjöldamorð á arm- enskum borgarbúum, svo hroðaleg að sovésk málgögn nota um at- burðinn oröið pogrom, rússneskt heiti á verstu níðingsverkum við varnarlaus fórnarlömb. Látið er heita svo af opinberri hálfu að rúmir þrír tugir Armena hafi verið myrtir í Sumgait, en tals- menn Armena í Moskvu sögðu er- lendum fréttamönnum þar að rétt tala væri margfalt hærri. (Frá því ókyrrðin hófst í sovétlýðveldunum handan við Kákasus hefur engum erlendum fréttamanni verið hleypt þangað, og um tíma hefur Armenía verið lokuð öllum öðrum en þeim sem sannaö geta aö þar eigi þeir heima.) Samsekt yfirvaida Aserbasjan má af því ráða, að alríkislögregla var send til að rannsaka trúflokka- moröin í Sumgait og réttarhöld yfir 300 sakborningum eru rekin utan lýðveldisins. En sovétþjóðir utan Ármeníu eru leyndar því sem gerö- ist. Skellt er skolleyrum við því í Kreml,- að Armenar í Nagorno- Karabakh óttast nú beinlínis um líf sitt, eigi þeir að vera lengur undir stjórn Asera gefnir. Armenar bundu vonir við aö málstaður þeirra yrði kynntur og mætti skilningi á 19. ráðstefnu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna um síðustu mánaðamót. Þegar sú von brást brast á allsherjarverkfall í framleiösluiðnaði Armeníu. Fjöldafundum hefur ekki hnnt í Jerevan. Herlið hefur verið sent á vettvang og aö minnsta kosti einn maður beið bana fyrir gúmmíkúlu hermanns, þegar verið var að ryðja flugstöðina í Jerevan. Armenum gremst að vonum, að málstaður þeirra, sem farið hafa með friði frá upphafi deilunnar, er af sovétstjómarinnar hálfu lagður að jöfnu framkomu Asera, sem bæði eru berir aö þjóðakúgun og fjöldamorði. Kremlverjum óar hins vegar við, ef tekið er á annað borð að hrófla við sögulegum órétti sem þjóðir eða þjóðabrot í sovétveldinu búa við. Fram á slíkt má svo viða sýna, að enginn getur séð fyrir af- leiðingar fordæmis sem gefið væri í Nagorno-Karabakh. Þar aö auki eru Armenar ásamt nágrönrium sínum í Grúsíu og þjóðum Eystrasaltslandanna kunnir fyrir að búa við snöggtum betri kjör en aðrar sovétþjóðir. Stafar það af því að þar er mennt- un, einkum þó verkmenntun, á hærra stigi til jafnaðar en annars staðar í sovétveldinu. En hjá fjöld- anum ríkir líka öfund í garð þess- ara þjóða, sem betur eru settar, og mætti hæglega beisla hana í þágu óánægju með og andstöðu við al- ríkisstjóm sem virtist hygla ein- hverri þeirra. Þar á ofan er við múslíma að fást þar sem Aserar eru, og býr hálf þjóðin handan landamæra írans. Sovétstjómend- ur eru tregir til hvers sem verða mætti vatn á myllu íslamskrar vakningar meðal þegna sinna. Engu aö síöur er ótrúlegt aö við svo búið verði látið sitja. íbúar Nagorno-Karabakh una bersýni- lega ekki lengur innan Aserbasjan. Kremlveijar vilja þó með engu móti uppfylla kröfu þeirra um sam- einingu við Armeníu, af ótta við það fordæmi sem önnur þjóðabrot í vanda sæju í shkri niðurstöðu. Líklegust niðurstaöa Forsætis- nefndar Æðsta ráðsins eftir helgina er að Nagorno-Karabkh veröi boðin aukin sjálfstjóm og beinn aðgang- ur að alríkisyfirvöldum í Moskvu. Sú lausn væri engum deiluaðila að skapi. Af hálfu Gorbatsjovs og manna hans er um það að tefla í þessu máh, hvort unnt er að hna harö- stjómarviðjar á fjölþjóðaríki, gefa . hópum færi á að fjá vilja sinn og kvarta yfir órétti, án þess að allt fari í uppnám. Magnús Torfi Ólafsson Armenar í Moskvu efna til fundar í armenska kirkjugarðinum þar til stuðnings málstað landa sinna heima fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.