Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUH 16. JÚLÍ 1988. 51 Kvikmyndir rammann út fyrir sviðið þannig að leikstjóri myndarinnar birtist og skammar Roger kanínu fyrir leik hans í atriðinu. Lífið er erfitt þessa dagana fyrir Roger. Haim virðist hafa misst leikarahæfileikana eftir að hann sleit samvistum við hina kynþokkafullu konu sína, Jessicu. Þetta er grunnminn sem handrita- höfundarnir Jeffrey Price og Peter S. Seaman byggja framhaldið á þeg- ar Roger er sakaður um morð sem hann framdi ekki. Framhaldið er síðan sett fram í ekta Raymond Chandler-stíl þegar Roger leitar hjálpar hjá drykkfelldum einka- spæjara sem léikinn er af Bob Hoskins. Síðan bætist við hæfileg- ur hópur illmenna og glæpamanna sem þeir félagar verða að beijast gegn til að sanna sakleysi Rogers. Tæknilegt undur Gífurleg vinna hggur að baki gerð svona myndar. Teiknimyndafígúr- umar voru allar teiknaðar inn eftir að búið var að kvikmynda atriðin Kvikmyndir Baldur Hjaltason með leikurunum. Reyndist mörg- um erfitt að leika á móti persónu sem hann sá ekki og einnig aö stilla og samhæfa atriðin þannig áð leik- arinn liti í augu teiknimyndafígú- mnnar í réttri hæð. Þetta var mik- ið þolinmæðisverk og sérstaklega reyndi mikið á Hoskins. í sumum tilvikum vom notaðir staðgenglar í stað teiknimyndafígúranna til þess að leikamir hefðu einhvem til að horfast í augu við. Þetta varð þó að gerast þannig að staðgengl- arnir sæjust aldrei á hvíta tjaldinu. Þetta gekk svo langt að Hoskins var farinn að sjá teiknimyndafígururn- ar heima hjá sér og raunar hvar sem hann fór. Framtíðin Við stjórnvöhnn er leikstjórinn Robert Zemeckis og er þetta fyrsta myndin sem hann gerir eftir hina geysilega vinsælu mynd sina, Back to the Future, en sú mynd aflaði mestra tekna árið 1985. Honum ferst leiksfjórnin vel úr hendi og sama má segja um hlut teiknar- anna og þeirra sem stýrðu tækni- lega hlutanum. Nú eru hafnar sýn- ingar í Bandaríkjunum á Who Framed Roger Rabbit, að því er virðist við góða aðsókn. Það hefur verið lagt gífurlega mikiö í að kynna myndina enda mikhr fjár- munir í húfi. Framleiðendur myndarinnar eru búnir að tengja Roger kanínu við Macy’s, Coca Cola og MacDonalds, svo eitthvað sé nefnt. Ef myndin slær í gegn má búast við að leikfangaverslanir verði yfirfullar af brúðum, leik- fóngum og ýmsu öðru sem tengist myndinni. Geta framleiðendur fengið að nota nafn Rogers kanínu á vörur sínar gegn ákveðnu gjaldi. Gott dæmi um svona verslun er Star Wars myndirnar og svo E.T. Talið er að tekjur af þessari leigu geti verið jafnmiklar og af sýningu myndarinnar þegar upp er staðið. Eru framleiðendur að gæla við þá hugmynd aö Roger kanina muni skjóta öhum öörum myndum ref fyrir rass hvað þetta snertir. Hver veit nema Roger kanína eigi eftir að verða einn af styrkjendum ólympíuleikanna? B.H. Heimildir: Variety/Starlog/Time Upphafið Rekja má upphafið að Who Framed Roger Rabbit til ársins 1981 þegar Walt Disney fyrirtækið til- kynnti aö það hefði ákveðið að gera teiknimynd sem væri byggð á sögu Garys Wolf, Who Censored Roger Rabbit. Hins vegar lenti Disney fyr- irtækið í margvíslegum fjárhags- og stjómunarlegum erfiðleikum næstu árin þannig að lítið fór fyrir undirbúningnum þangað th 1986 þegar fyrirtækið Amblin Enterta- inment, sem er í eigu Stevens Spiel- Teiknimyndir hafa löngum verið vinsælar meöal bama. Að vísu hafa fullorönir lúmskt gaman af mörg- um þessara mynda, eins og t.d. Bleika pardusnum, án þess að hafa hátt um það. í teiknimyndum má fara frjálslega með efnisþráðinn og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn enda byggjast margar teiknimyndir á ævintýrum. Það er einnig auðvelt að teikna ýmsa at- burði og thvik sem ekki væri tæknhega hægt að útfæra ef um hefðbundna kvikmynd væri aö ræða. Þannig hefur teiknimyndin ákveðna sérstöðu gagnvart leikn- um myndum. Frumkvöðuhinn í að gera teiknimyndir vinsælar á heimsmæhkvarða var Walt Di- sney. Hann var bandarískur teikn- ari sem fann að þörf var fyrir teiknimyndir og skapaði margar ógleymanlegar teiknimyndaper- sónur, svo sem Mikka mús og Andrés önd. Hann sendi frá sér fyrstu teiknimynd sína árið 1928 og síðan fylgdi í kjölfariö fjöldinn ahur af síghdum myndum eins og Fantasia, Lady and the Tramp og The Jungle Book. Þótt Disney hafi látist um aldur fram var hann, þeg- ar hann féh frá, búinn að koma upp miklu fyrirtæki sem hélt áfram nafni hans á lofti. Blanda En þaö var gefið mál að einhveij- ir vhdu reyna að tengja saman leiknar myndir og teiknimyndir. Auðveldasta leiðin væri hklega sú að gera mynd þar sem leikarar kæmu fram auk teiknimyndaper- sónanna. Þar var Walt Disney lika í fararbroddi með myndina Mary Poppins en einnig má nefna mynd- ir eins og Song of the South og Bedknobs and Broomsticks. Und- anfarin 10 ár hafa ævintýramyndir verið geysivinsælar um allan heim. Má þar nefna Star Wars myndimar og síðast en ekki síst myndir leik- stjórans Stevens Spielberg eins og E.T. og svo allar Indiana Jones myndimar. Því kom það ekki svo mikið á óvart að Walt Disney fyrir- tækið og Steven Spielberg skyldu ákveða aö hafa samvinnu um að gera mynd þar sem leikarar leika á móti teiknuðum fígúrum. Tíminn virðist hafa verið réttur því enn eru ævintýramyndir vinsælar og svo hefur allri tækni fleygt fram á und- anfórnum árum svo auðveldara er að láta þessi tvö form kvikmynd- anna renna saman án þess að það virðist of óraunverulegt fyrir áhorfendur. - Walt Disney fyrirtækið og Steven Spielberg leiða saman hesta sína í nýrri kvikmynd þar sem leikarar og teiknimyndafígúrur fara með aðalhlutverkin berg, ákvað að taka þátt í fram- leiðslu myndarinnar. Myndin var að mestu unnin í London og verður að teljast tæknhegt undur. Sem dæmi um þann fjölda sem kom viö sögu við gerð myndarinnar þá tek- ur það 7 mínútur í lok myndarinn- ar að birta á hvíta tjaldinu nöfn yfir 300 manns sem unnu aö gerö Who Framed Roger Rabbit. Einnig tók handritið dálitlum breytingum og útkoman varð sú að dótturfyrir- tæki Disneys ákvað að dreifa myndinni undir sínu nafni því sum atriði myndarinnar eru ekki tahn við hæfi bama. Er þetta ein af fáum teiknimyndum (eða tefknuðum a.m.k. að hluta) þar sem krafist er af kvikmyndaeftirhtinu að böm verði að vera i fylgd með fullorðn- um til að mega sjá myndina. Söguþráður En hver er þessi Roger kanína? Myndin hefst á hreinræktaðri teiknimynd þar sem Roger kanína er aö beijast við að hindra „Baby“ Hermann í að komast í krukku fulla af smákökum. Mikið gengur á og m.a. fær Roger raflost, dettur um sápustykki á gólfinu og fær kæhskáp ofan á sig. Sem sagt, ekta teiknimynd. Síðan sést hvernig kvikmyndatökuvélin færir mynd- Hér hittast þeir Roger og einkaspæjarinn. Hér sést einkaspæjarinn heillast af eiginkonu Rogers. Hér verður einkaspæjarinn að grípa til byssunnar. Hver skellti skuld- inni á kanínuna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.