Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. 30 Ríkisstjómin eins árs: Ég hef ekki áhuga á að vera í svona ríkisstjóm - sættir verða að nást eigi rí kisstjómin að starfa áfram, ségir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra „Ég sé engan tilgang í því aö halda saman rikisstjórn aö forminu tilefþar næst ekki efnis- leg pólitísk samstaða. Ég hef ekki nokkurn áhuga á því og ætla ekki aö gera það," sagöi Þorsteinn þegar hann var inntur eftir því hvort vænta mætti stjórnarslita á næstunni. Eins og þjóðinni er kunnugt hefur hrikt mik- iö í stjórnarsamstarfmu allt starfsár hennar og hafa innbyröis deilur ráöherra einkennt þetta tímabil. Nú upp á síðkastið hefur Þor- steinn þótt sýna á sér nýja hlið. Hann hefur komið fram í fjölmiðium öllu hvassyrtari í garð samráðherra sinna ett áður og þykir mörgum sem ekki verði neinu bjargað úr því sem komið er. „Stjórnarslit" eru á vörum fólks og þykir sem það sé bara spurning um hvenær sjóði endanlega upp úr. En ríkisstjórnin átti ársafmæli í síðustu viku og héldu ráðherramir upp á það með því að bjóða hver öðrum í kaffi í Ráðherrabústaðnum. Eins og vera ber í öllum afmælisveislum var boðið upp á afmælistertu og í þetta sinn var kertið eitt. Þorsteinn blés á kertiö og var hann spurður hvort hann hefði óskað sér einhvers sérstaks viö það tækifæri: „Nei, í raun er það ekki stórmerkilegur við- burður þótt ríkisstjórnir verði eins árs. Þaö gefur ekki tilefni til að vera með mikil veislu- höld. Sumt hefur tekist ágætlega og í byrjun var gripið til aðgerða til þess að taka á of- þenslu í hagkerfmu - aðgerða í skattamálum, lántökuskatta, niðurskurðar á erlendum lán- um og fleira af því tagi. Allt hefur þetta skilað árangri í þá veru. Síðan hafa komið upp önnur efnahagsleg vandamál, fyrst í kjölfar þess aö dollarinn feilur, síöan vegna verðfalls á afurð- um. Við höfum verið að glíma viö það að að- laga þjóðarbúskapinn þessum breyttu ytri að- stæðum." - Og finnst þér það hafa tekist? „Það hefur ekki tekist nægjanlega vel; meðal annars vegna þess aö það hefur verulega skort á að innan þessarar stjórnar hafl verið sú póli- tíska samstaða sem er nauðsynleg við aðstæð- ur sem þessar. Þaö þurfti að visu ekki að koma á óvart að þriggja flokka stjórn yrði erfiöari aö þessu leyti. Þaö er gömul saga. Við bentum á það fyrir síðustu kosningar að ef úrslit yrðu þannig að ekki yrði annarra kosta völ en aö mynda þriggja flokka ríkisstjórn þá myndi það auka hættuna á pólitísku sundurlyndi. Að því leyti kemur þetta ekki á óvart. Samt hafa það veriö vonbrigði að þessir hlutir hafa verið tíð- ari en ástæða hefur verið til.“ - Hefur þá vandi þessarar ríkisstjórnar fyrst og fremst verið pólitiskur en ekki efnahagsleg- ur? „Þessi ríkisstjóm hefur verið að takast á við efnahagsleg vandamál og í ýmsum efnum hefur þaö tekist en ekki nægjanlega að mínu mati og meðal annars vegna þess að skort hefur á innri samstöðu í stjóminni. Það er það sem ég hef orðið fyrir mestum vonbrigðum meö.“ - En nú fer það ekki fram hjá neinum að mark- mið ríkisstjórnarinnar að draga úr þenslu hefur ekki tekist. Nú síðast skilar Þjóðhagsstofnun spó þar sem allt bendir til að þróun efnahags- mála verði áfram i þessum farvegi. Hvernig list þér á spá Þjóðhagsstofnunar? „Það em bæði jákvæðir og neikvæðir þættir í henni. Það er að vísu ekki rétt að ekki hafi tekist að slá á þensluna. Það sem gert hefur verið, þó að það hafi ekki verið nóg, hefur skil- að verulegum árangri í því að draga úr þenslu. Þessi þjóðhagsspá sýnir að þjóðarframleiðslan dregst ekki jafnmikið saman og menn höföu reiknað meö, meðal annars vegna þess að afl- inn verður, þráft fyrir allt, heldur meiri en reiknað haföi verið með. Þá hefur veriö mjög hátt verö á áli. Hagvöxturinn hefur verið meiri en reiknað var meö. Auðvitað gefur þetta okk- ur í heild betri vígstöðu en við stöndum ennþá frammi fyrir alvarlegri rekstrarstöðu í útflutn- ingsgreinunum. Við höfum mætt því í vetur með lækkun á gengi krónunnar. Slíkar aðgerð- ir valda alltaf tímabundinni verðbólgu. Þaö er ekki hægt að lækka gengi krónunnar ööravísi en það hafi áhrif á verðlag. Við stöndum áfram frammi fyrir vanda í sjávarútveginum og það má alveg vera ljóst að við rekum ekki þetta þjóðfélag með halla og því þarf að gera ýmsar breytingar í sjávarútveginum. Almennur við- varandi halli er auðvitað ekki viðunandi í þeim efnum. Viö höfum tekið ákvarðanir eftir því sem áfóllin hafa dunið yfir sjávarútveginn. Eitt af því sem hefur gert það aö verkum að meira los hefur verið í kringum þessar aðgerð- ir allar er hve lengi dróst að gera kjarasamn- inga í vetur." - En hvað segirðu um þó spá ýmissa hagfræð- inga að vart verði komist hjá gengisfellingu aftur í haust og verðbólgugusu? „Ég er búinn að svara slíkum spurningum svo oft. Jafnvel þótt ég ætlaði að fella gengið hérna á eftir þá myndi é'g ekki segja það hér og nú að ég ætlaði aö gera það. Eg held að menn verði aö gæta sín í öllu tali um gengis- breytingar. Það er talað mjög gáleysislega um gengisbreytingar. Þær geta verið óhjákvæmi- legar til þess að mæta þeim áfóllum sem út- flutningsframleiðslan verður fyrir. En þetta gáleysislega tal, sem hefur fariö fram, er mjög varasamt og ýtir í sjálfu sér bara undir spá- kaupmennsku og óvissu.“ - Þetta er þá að þínu mati bara gáleysislegt tal hagfræðinga? „Þeir sem tala um gengisfellingar með þeim hætti sem gjarnan er gert eru að fjalla af miklu gáleysi um þau mál. Hagfræðingar eru hvorki betri né verri en aðrir í þessum efnum. Ég er ekki meö þessu að útiloka gengisbreytingar sem hagstjórnartæki enda höfum viö gripið til þeirra í tvígang á þessu ári. En ég hugsa að það þekkist hvergi í siðmenntuðu ríki að hag- fræðingar og forystumenn í atvinnulífi tali af jafnmiklu gáleysi og hér á landi um jafnálvar- legan hlut og gengisskráning er. Og ég gagn- rýni þaö.“ - Hverjir eru þá raunhæfir möguleikar til að koma verðbólgunni niður og efnahagsmálun- um á betri kjöl? „Það þarf mjög strangar aðgerðir í efnahags- málum. Útgjöld þjóðarinnar eru meiri en verð- mætasköpunin. Draga verður úr einkaneyslu og fjárfestingu. Þetta verður að takast. Þetta gerum við meðal annars með lánsfjárlögum, fiárlögum, með þeirri peningastefnu sem fylgt er og með almennum efnahagslegum aðgerö- um.“ - Voru það mistök að gefa vextina frjálsa á sínum tíma? „Nei. Það var reyndar forsenda fyrir því að sparnaður ykist. Stærsti vandi þjóðarinnar var sá að spamaður hennar var hruninn. Einn stærsti vandi atvinnulífsins er alltof lítið eigið fé i atvinnurekstri. Því þarf að auka eigið fé í atvinnulífinu og sparnað þjóðarinnar." - Eru vaxtamálin ekki komin í vítahring? „Okkar vandi er verðbólgan. Mér finnst allt- of mikið gert að því að líta á afleiðingar hlut- anna frekar en aö horfa á rætur vandans sem felast í eyðslu umfram verðmætasköpun. Þar eigum við að stöðva hlutina.“ - Nú eru margir á því að ríkisstjórninni hafi gjörsamlega mistekist í aðgerðum sínum og hafa ýmsir látið hafa það eftir sér að það sé bara spurning um hvenær stjórnin segi af sér. Menn, sem annars fylgja ríkisstjórnarflokkun- um, hafa lýst þessu yfir opinberlega. Hvað finnst þér um ummæli af þessu tagi? „Ég er þeirrar skoöunar að þessir flokkar hafi ekki náö þeirri samstöðu ,sem nauösynleg er og það leitt til þess að stjómin hefur ekki komið fram á þann trúverðuga hátt sem nauð- synlegt er við þessar aðstæður. Það er ekkert launungarmál aö það urðu mér mikil von- brigði hvemig hlutimir æxluðust í kringum gengisfellinguna í maí. Ég sé engan tilgang í þvi að halda saman ríkisstjóm að forminu til ef þar næst ekki efnisleg pólitísk samstaða og hef ekki nokkum áhuga á því og ætla mér ekki aö gera þaö. Ég lít þó á þaö sem skyldu okkar að gera úrslitatilraun tfi þess að ná þess- ari samstöðu. Við þessar aðstæður væri það ábyrgðarlaust af þessum þremur stærstu flokkum í þinginu að gera ekki þessa úrslitatil- raun. Ég hef ákveöið aö leggja mig fram um að ná þeirri samstöðu en ef það tekst ekki ætla ég ekki að halda þessu áfram." - Ertu bjartsýnn á að það takist miðað við það sem á undan er gengið? „Ég ætla ekki að vera með neina spádóma í þeim efnum. Ég segi það eitt að samstaðan hefur ekki verið næg og að skylda okkar er að reyna til þrautar að ná þessari samstöðu þvi það eru gífurlegir hagsmunir í húfi fyrir þjóðina. Svo verður að koma í ljós hvort það tekst eða ekki.“ - Undir hveiju eða hverjum er það þá helst komið að þetta takist? „Öllum. Við höfum allir jafna skyldu ogjafna ábyrgð í þeim efnum.“ - Tekurðu þessar róstur í kringum ríkisstjórn- ina pgrsónulega til þín; að þér hafi ekki tekist að stjórna sem skyldi? „Það verður hver flokkur að taka ábyrgð á sínum ráðherrum. Af ásettu ráði gerði ég það sem í mínu valdi stóð til að leiða deilur sem mest hjá mér og það má eflaust gagnrýna mig fyrir það að hafa leitt þessar deilur um of hjá mér. Þaö var gert í þeim tilgangi að halda þeim niðri og að reyna að skapa farveg fyrir sam- stöðu en það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að sýna mikla þolinmæöi. Að þessu leyti er hún á þrotum. Þess vegna hefur núna upp á síðkastið komiö til snarpari átaka út á við á milli flokkanna en áður var.“ - Það er einmitt talað um að þú hafir verið hvassyrtari en áður; ert þú einfaldlega búinn að fá nóg af framsóknarmönnum? „Nei, nei, þetta hefur bara gengið með þess- um hætti of lengi og tilráunir til að skapa sam- stöðu með því að láta yfirlýsingagleði yfir sig ganga skilaði ekki árangri. Þvf gat það ekki endað með öðra en að það hrikti í.“ - Hefurðu sem sagt komist að því að stjórn- málamenn verði að svara hver öðrum opin- berlega með þessum hætti? „Mér finnst að þess ætti ekki að þurfa. Þess vegna byijaði ég samstarf af þessu tagi með því að láta yfirlýsingar sem vind um eyru þjóta, En þegar þvílíkt gengur of lengi verður ekki hjá því komist að taka í. Þaö getur kostað opinber átök eins og þau sem átt hafa sér stað.“ - í síðasta helgarblaði Alþýðublaðsins viður- kennir Jón Baldvin að ríkisstjórnin hafi verið slegin út af laginu og það sé veikleiki hennar og mistök; „Jón hefur nú gaman af því að gefa svona skáldlegar yfirlýsingar og er kannski ekki mik- ið tilefni til að túlka þær.“ - Er ekki alvarlegt að fjármálaráðherra segi þetta? „Sjálfsgagnrýhi er ekki alltaf óholl." - Jón Baldvin segir einnig að eftir síðustu geng- isfellinguna hafi ríkisstjórnina borið af leið. Ertu sammála því? Var gengisfellingin mistök? „Nei, það er alrangt. Það varð ekki hjá því komist að leiðrétta rekstrarskilyrði sjávarút- vegsins og þaö varð ekki gert með öörum hætti en þessum. Annars hafa þeir sem standa að þessari ríkisstjórn verið of veikir í því að verja það sem nauösynlegt hefur verið aö gera.“ - Hann segir þó líka að Alþýðuflokkurinn hafi verið. frumkvæðisaðili i þessari ríkisstjórn. Er hann að gera lítið úr þinni forystu? „Hann er vafalaust að reyna að upphefja sjálfan sig eitthvað. Sem betur fer hafa allir flokkarnir, að því leyti sem menn hafa náö saman um nauösynlegar aðgerðir, átt frum- kvæði í þeim efnum.“ - Fjármálaráðherra segir þó líka að helsta vandamál stjórnarinnar sé óstjórn liðinnar tið- ar: „Því er ekki aö neita að nokkuð er til í því. Okkur hefur alltaf mistekist að nýta okkur uppsveiflumar til aö styrkja atvinnulífið og' ná jafnvægi í efnahagsmálum. Það má vafa- laust færa rök að því að efnahagsstjóm síðustu ríkisstjómar hafi ekki lagt nægjanlega áherslu á nota uppsveifluna til að styrkja úndirstööuat- vinnuvegina og greiöa niður erlendar skuldir. Þessari uppsveiflu var veitt út í einkaneysluna í of ríkum mæli. Það getur enginn borið á móti því.“ - Er Jón Baldvin að gagnrýna þig og þín störf í Fjármálaráðherrastóli? „Hann var í stjórnarandstöðu á síðasta kjör- tímabili og hann er auðvitað að gagnrýna efna- hagsforystu síðustu ríkisstjórnar. Þótt ýmis- legt hafi vel tekist í stjórnun efnahagsmála hjá síðustu ríkisstjórn er hún ekki hafin yfir gagn- rýni.“ - En hvaða hlutir eru það sem hafa tekist vel hjá þessari rikisstjórn? „Það hafa verið gerðar ráðstafanir í skatta- málum, lánsfiármálum, til þess aö draga úr þenslu og það hefur tekist á ýmsa lund. Einnig höfum við gert ráð9tafanir til að treysta undir- stöðu sjávarútvegsins eftir því sem áfóllin hafa dunið yfir. Þau hafa verið að ágerast á þessu ári og stöndum við frammi fyrir miklum vanda. Á ýmsum öðram sviðum höfum við veriö að koma fram mjög mikilvægum og merkum málum. Tökum sem dæmi nýju fram- haldsskólalöggjöfina sem er geysilegt fram- faraspor. Unniö hefur verið að undirbúningi að stóriðjuframkvæmdum og í fyrsta skipti í mörg ár virðist komið á rekspöl að viö getum hafið sókn á því sviði. Lagður hefur verið traustari grunnur aö örari uppbyggingu í fisk- eldi sem á eftir að auka þjóðarframleiðslu og skapa hér ný verðmæti." - Nú hafa allir tekið eftir, og þú látið hafa eft- ir þér, að Framsóknarflokkurinn virðist hafa verið hálfvolgur í þessu samstarfi. Væntirðu einhverra upphlaupa frá miðstjórnarfundi hans sem haldinn verður á næstunni? „Við eigum okkar samstarf viö Framsóknar- flokkinn og það eru ráðherrar hans sem koma fram fyrir hönd flokksins í því. Okkar sam- starf er við ráðherrana en ekki flokkssamkom- ur Framsóknarflokksins. Þeir verða sjálfir og án okkar afskipta að taka á sínum innan- búðarvandamálum ef þau era til staðar. Það er þeirra aö hafa áhyggjur af því, ekki okkar. Ef uppi er óánægja innan flokksins um ríkis- stjórnarsamstarfið eða annað þá verða fram- sóknarmenn að-lýsa henni gagnvart sínum eig- in ráðherrum." - En hefur ekki verið erfitt fyrir þig sem forsæt- isráðherra að þurfa að stjórna og taka á alvar- legum málum þegar einn ráðherrann hefur sí- fellt rokið upp i stjórnarandstöðu? „Það situr engin ríkisstjórn ef einhveijir aðil- ar að henni ætla að leika það hlutverk að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Svoleiðis ríkisstjórn situr ekki lengi. Slíkt dregur úr afli og tiltrú ríkisstjórnarinnar.“ - Væri mögulegt að mynda nýja stjórn án þess að efna til kosninga ef kæmi til stjórnarslita á næstunni? „Það er of snemmt að spyrja spurninga af þessu tagi. En ég geri ráð fyrir að á það yrði látið reyna.“ - Hvaða flokka sæirðu fyrjr þér í nýrri stjórn? „Ég get nú ekki séð það fyrir og veit ekki hvort nýjar kosningar myndu breyta valda- hlutfóllum flokkanna svo að staðan breyttist í grundvallaratriöum. Fyrir einu ári var ekki möguleiki að mynda annars konar stjórn en þessa. Mér finnst ástæöulaust að vera með ein- hveijar bollaleggingar í þessa átt fyrr en að því kemur. Einhvern veginn er það nú þannig, svo við tökum samlíkinguna við hjónabönd, að þótt heilmikið gangi á í þeim þá eiga menn nú ekki að halda fram hjá meöan hjónabandið varir. Á meðan stjórnarsamstarf stendur þá syndga menn ekki pólitískt." - Ólafur Ragnar Grímsson segir að með þess- um breytta framgangsmáta hafir þú hreinlega verið að reka framsóknarmenn úr ríkisstjórn- inni og að í alvörulandi, þar sem væri alvörurík- isstjórn, færi það ekkert á milli mála. Hvað segirðu um þessi ummæli? „Ólafur er nú þekktastur allra stjómmála- manna fyrir aö búa til dellukenningar og ég held að þetta sé ein af þeim.“ - En orð flokksbróður þíns, Davíðs Oddssonar, þar sem hann segir að Sjálfstæðisflokknum sé varla vært í rikisstjórn þar sem óstöðugleiki í efnahagsmálum sé svo mikill, eru þau ekki vantraust á þig og ríkisstjórnina? „Þú veröur aö spyija hann hvort hann van- treysti mér og ríkisstjórninni. Hins vegar er ég alveg sömu skoðunar og hann að því leyti að á það hefur skort aö við höfum getað komið okkur saman um nauðsynlegar aðgerðir í efna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.