Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 11
01
LAUGARDAGUR 16. JÚLl 1988.
11
Uppáhaldsmatur sælkera á sunnudegi:
Útigrillað lamba-
læri að hætti
sjávarútvegs-
ráðherra
„Ég elda nú ekki nema á grill-
inu,“ sagöi Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráöherra er helg-
arblaöiö baö hann að gefa les-
endum uppskrift aö uppáhalds-
matnum á sunnudegi. Halldór
er búinn aö fá sér gasgrill en
hann telur þaö ekki gefa alveg
hárrétta kolabragöiö. Kannski
eru ekki allir sammála honum
í því en engu aö síður segir
Halldór að grilla megi þennan.
rétt á gasi eða kolum, hvort sem
menn vilja.
Þaö er enginn vafi á að lamba-
steikin fær í sig annað bragð
þegar hún er grilluð á útigrilli.
Halldór hefur prófaö sig áfram
í þessari matreiöslu og hefur
fundiö út hárrétta bragðiö. Og
það er miklu minna mál en
margur heldur að steikja lærið
á grillinu.
Maður hefði kannski trúað
Halldóri Asgrímssyni til aö gefa
uppskrift aö fiski, stöðu sinnar
vegna. Hver veit nema hann
geri þaö síðar. í þetta skiptiö
fáum við uppskrift sjávarút-
vegsráðherra aö útigrilluðu
lambalæri. ELA
Lambalæri
Hvítlaukur
Season all krydd
Sósa
250 g nýir sveppir
Smjör
Salt
Kjötkraftur
2-3 dl vatn
2 dl rjómi
Nýmalaður pipar
Sósujafnari
Frosið læri er látið liggja um
það bil þrjá sólarhringa í ís-
skáp. Kryddið þar næst læriö
með season all kryddi og hvít-
lauk, pressuðum eða hvítlauks-
rifjum. Látið kryddað lærið
liggja í stofuhita í sólarhring.
Því næst er kjötið grillað á úti-
grilh í um eina og hálfa klukku-
stund. Lærið á að vera rautt inn
við beinið.
Með lærinu höfum viö
sveppasósu sem löguö er úr
nýjum sveppum sem skornir
eru í'fernt og steiktir í söltuðu
smjöri. Örlítið af kjötkrafti er
sett í og sveppirnir látnir brún-
ast vel. Vatninu er bætt út í
ásamt 2 dl af rjóma. Piparinn
malaöur yfir og sósan jöfnuö
með sósujafnara. Látið sjóða i
5-10 mínútur.
Með þessu ijúffenga lamba-
læri eru bornar fram bakaöar
kartöflur (sem einnig má baka
á grilhnu með kjötinu), soðið
nýtt blómkál og soðnar gulræt-
ur.
Kjörbók Landsbankans
** Landsbanki
Somu hau vextirnir, óháð því hver innstæðan er. íslands
Banki allra landsmanna