Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Page 53
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. 65 Afmæli Bragi Krístjónsson Bragi Kristjónsson, Sólvallagötu 30, Reykjavík, verður finuntugur á morgun. Bragi er fæddur í Rvík og varð stúdent frá Verslunarskóla íslands 1958. Hann var kennari og blaðamaður í Rvík og á Eyrar- bakka 1959-1967 og fulltrúi og síðar deildarstjóri greiðsluskila hjá ÍSAL í Straumsvík 1968-1973. Bragi var í námi í milliríkjaviðskiptum við viðskiptaháskólann í Kaupmanna- höfn 1973-1978 og var gjaldkeri hjá Superfos í Kaupmannahöfn með námi 1973-1975. Hann hefur verið starfsmaöur hjá norska sendiráð- inu í Rvík frá 1976 og jafnframt rekið fombókaverslun í Rvík frá 1977. Rit: Landstólpar I-IV, 1959- 1962. Bragi kvæntist 1. september 1966 Nínu Björk Ámadóttur, f. 7. júní 1941, skáldi. Foreldrar hennar em Árni Sigurjónsson, b. á Hörgshóli í Þverárhreppi í Vestur-Húna- vatnssýslu, og kona hans, Lára Hólmfreðsdóttir. Synir Braga og Nínu em: Ari Gísli, f. 3. mars 1967; Valgarður, f. 21. febrúar 1971, og Ragnar ísleifur, f. 21. mars 1977. Systkini Braga em: Jóhanna, f. 14. febrúar 1940, blaðamaður í Rvík, og Valgerður, f. 12. nóvember 1945, bókaútgefandi í Rvík, gift Bimi Theódórssyni, framkvæmdastjóra hjá Flugleiðum. Foreldrar Braga eru Kristjón Kristjónsson, framkvæmdastjóri í Rvík, og kona hans, Elísabet ísleifs- dóttir. Föðurbróðir Braga er Berg- steinn, faðir Harðar, bamalæknis í Rvík. Annar föðurbróðir Braga var Baldur, faðir Halldórs læknis á Akureyri. Kristjón var sonur Krist- jóns, b. í Útey í Laugardal,, Ás- mundssonar, b. á Apavatni efra í Laugardal, Eiríkssonar, b. á Gjá- bakka í Þingvallasveit, bróður Jóns, langafa Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Eiríkur var sonur Gríms, b. á Nesjavöllum í Grafningi, Þor- leifssonar, b. á Nesjavöllum, ætt- föður Nesjavallaættarinnar, Guð- mundssonar, b. í Norðurköti í Grímsnesi, Brandssonar, b. á Krossi í Ölfusi, Eysteinssonar, bróður Jóns, fóður Guðna í Reykja- koti, ættföður Reykjakotsættarinn- ar, langafa Halldórs, afa Halldórs Laxness. Guðni var einnig langafi Guðna, langafa Vigdísar Finnboga- dóttur. Móöir Ásmundar var Guðrún Ásmundsdóttir, b. á Vallá á Kjalar- nesi, Þórhallssonar, og konu hans, Helgu Alexíusdóttur. Móðir Helgu var Helga Jónsdóttir, b. á Fremra- Hálsi í Kjós, Ámasonar, ættfóður Fremra-Hálsættarinnar. Móðir Kristjóns Kristjónssonar var Sigríður ljósmóðir, systir Vig- dísar, ömmu Þorkels Bjarnasonar hrossaræktarráðunautar. Sigríður var dóttir Bergsteins, b. á Torfa- stöðum í Fljótshlíð, Vigfússonar, b. á Gmnd í Skorradal, Gunnars- sonar. Móðir Vigfúsar var Kristín Jónsdóttir, b. á Vindási á Landi, Bjamasonar, b. á Víkingslæk, Hall- dórssonar, ættfóður Víkingslækj- arættarinnar. Móöir Bergsteins var Vigdís Auðunsdóttir, prests á Stóruvöllum, Jónssonar, langafa Jóns, fóður Auðar Auðuns og bróö- ur Amórs, langafa Hannibals Valdimarssonar, foður Jóns Bald- vins. Móðir Sigríðar var Kristín Þor- steinsdóttir, b. á Norður-Hvoli í Mýrdal, Magnússonar. Móðir Þor- steins var Sigríður Þorsteinsdóttir, systir Bjama amtmanns, fóður Steingríms Thorsteinssonar skálds. Móöir Sigríðar var Kristín Hjartardóttir, b. á Norður-Hvoli, Loftssonar, bróður Ólafs, langafa Ingigerðar, langömmu Páls, fóöur Þorsteins forsætisráðherra. Elísabet er dóttir ísleifs, kaup- manns og gamanvísnaskálds á Sauðárkróki, bróður Dórótheu, ömmu Elsu Kristjánsdóttur, odd- vita í Sandgerði. ísleifur var sonur Gísla, b. á Ráðagerði í Leiru, Hall- dórssonar, b. í Skeiðháholti á Skeiðum, Magnússonar. Móðir Halldórs var Guðrún Ámadóttir, prests í Steinsholti, Högnasonar „prestaföður" Sigurðssonar. Móðir Isleifs var Elsa Jónsdóttir, b. í Hvammi undir Eyjafjöllum, Sveinssonar, og konu hans, Ólafar Þórðardóttur, systur Hlaðgeröar, ömmu Jóns Laxdals tónskálds, afa Ragnars Amalds. Móðir Elísabetar var Valgerður Jónasdóttir, b. í Keldudal í Hegra- nesi, Halldórssonar og konu hans, Helgu Steinsdóttur, systur Kristín- ar, ömmu Jóns skjalavarðar og Margrétar, deildarstjóra í félags- málaráðuneytinu, Margeirsdóttur. Bjöm Hermannsson Bjöm Hermannsson brunavörð- ur, Holtagerði 30, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Bjöm fæddist að Miklahóli í Skagafirði og ólst þar upp. Hann lærði rennismíði en hefur síðustu tuttugu og tvö árin starfað hjá Slökkviliöi Reykjavíkur sem bmnavörður. Björn kvæntist 11.4. 1964 Guð- rúnu Jónsdóttur og eignuðust þau tvær dætur. Þær eru Rannveig Steinunn og Bima Jóna. Systur Bjöms em: Anna, hús- móðir, gift Hjalta Haraldssyni að Garðshomi í Svarfaðardal; Sigríð- ur, húsmóðir, gift Jóni Júlíussyni í Reykjavík; Sigurlaug, húsmóðir, gift Hjalta Krisfjánssyni á Hjalta- stöðum í Þingeyjarsýslu; Heiðrún Dísa, bréfberi í Reykjavík; Sigrún bréfberi í Reykjavik; og Hallfríður. Foreldrar Björns em Jónína Jónsdóttir og Hermann Sveinsson, b. á Miklahóli í Skagafirði. Bjöm og kona hans eru á Mall- orca á afmælisdaginn. Sigfús G. Þorgnmsson Sigfús G. Þorgrímsson lögreglu- varðstjóri, Sléttahrauni 22, Hafnar- firði, varð sextugur í gær. Hann fæddist á Geirmundar- hólum í Sléttuhlíð í Fellshreppi í Skagafirði en ólst upp á Bræðraá í Skagafirði. Hann stundaði m.a. nám við Samvinnuskólann og lauk þaðan prófi 1950. Sigfús var hótelstjóri á Hótel Hvanneyri á Siglufirði 1951-52, rak verslun á Siglufirði 1952-54, var skrifstofumaður hjá bandaríska byggingafélaginu WHSB á Kefla- víkurflugvelli 1954-55, síðan skrif- stofumaður og lögreglumaður hjá lögreglustjóra Keflavíkurflugvall- ar, en Sigfús hefur verið lögreglu- varðsfjóri sl. tuttugu ár. Kona hans er Jónía Inga Harðar- dóttir. Sigfús og Jónína Inga eignuðust fjóra syni. Þeir em: Sigurður, f. 23.7. 1951; Hörður, f. 10.7. 1953; Margeir Þórir, f. 19.7.1959, og Sig- fús, f. 29.8. 1960. Foreldrar Sigfúsar: Sigríður Sig- fúsdóttir og Þorgrímur Guðbrands- son bóndi. Sigfús er að heiman um þessar mundir. Jenný Sólborg Jenný Sólborg Franklínsdóttir, Refsstöðum, Hálsahreppi í Borgar- firði, er fimmtug í dag. Jenný fæddist í Reykjavík en ólst upp í Borgarfirðinum þar sem hún var til sautján ára aldurs. Hún starfaði um skeið við hótelið að Fomahvammi hjá Páli Sigurðs- syni, ráðsmanni þar, og vann við verslunarstörf á Akranesi. Fyrri maður Jennýjar var Gunn- ar Guðvarðarson loftskeytamaður, f. 17.10.1940, og eignuðust þau tvö böm. Þau eru Ágústa Ólöf, hús- móðir Qg fiskvinnslukona á Akra- nesi, f. 18.2.1959, gift Vilhjálmi Diö- rikssyni, bifvélavirkja og starfs- manni slippstöðvarinnar á Akra- nesi, og eiga þau einn son, og Guð- laugur Kristinn, sjómaöur á Akra- nesi, sambýliskona hans er Sig- gerður Sigurðardóttir þroska- Franklínsdóttir þjálfanemi. Jenný og Gunnar slitu samvistum. Seinni maður Jennýjar er Dag- bjartur Kort Dagbjartsson, f. 16.9. 1942, og sonur þeirra Jennýjar er Sigurður Árni, f. 8.11.1978. Foreldrar Jennýjar: Franklín Steindórsson, lengi starfsmaður hjá Shell í Reykjavík, f. 16.2. 1914, d. 1967, og kona hans, Ágústa Rósa Andrésdóttir, f. 15.11.1915. Foreldrar Franklíns vom Stein- dór Nikulásson, vélstjóri í Reykja- vík, og Jenný Helgadóttir, hafn- sögumanns í Reykjavík, Teitsson- ar. Foreldrar Ágústu vom Andrés Jóhannsson, b. á Bakka í Bjarnar- firði, og kona hans, Júlíana Guð- mundsdóttir. Jenný tekur á móti gestum í fé- lagsheimilinu Brúarási á afmælis- daginn, eftir klukkan 17.00. Valdimar Helgason Sigurbjörn Valdimar Helgason leikari, Skaftahlið 12, Reykjavík, varð áttatíu og fimm ár í gær. Valdimar fæddist í Gunnólfsvík í Skeggjastaðahreppi en var alinn upp að Ásseli á Langanesi. Valdimar var skrifstofumaður hjá Skipaútgerð ríkisins 1930-32, sölumaður og fulltrúi hjá ÁTVR 1932-61 og fulltrúi þar frá 1961-73. Valdimar var leikari hjá Leik- félagi Reykjavíkur frá 1931-50 og hjá Þjóðleikhúsinu 1950-82. Hann hefur tekið þátt í leiksýningum einkaleikflokka í Reykjavík og far- ið leikferðir um landið, auk þess sem hann hefur leikið fjölda hlut- verka í Ríkisútvarpið. Valdimar sat í stjóm Finnlands- vinafélagsins í fjölda ára. Hann sat í stjóm Félags Þingeyinga í Reykja- vík 1942-61. Kona Valdimars er Jóhanna, f. 7.4. 1903, dóttir Bjöms, 'b. á Grjót- nesi á Melrakkasléttu, Sigurðsson- ar og konu hans, Vilborgar Sigríðar Guðmundsdóttur. Sonur Valdimars og Jóhönnu er Amaldur, varadeildarstjóri sölu- skattsdeildar á Skattstofunni í Reykjavík, f. 12.8. 1936, og á hann fjögur böm. Valdimar átti fjóra bræður og er einn þeirra nú á lífi: Bræður hans: Hólmsteinn, útgerðarmaður á Raufarhöfn, f. 1893, lést sl. vor; Jón- as, b. á Hlíð á Langanesi, f. 1896, d. 1978; Páll, lengst af verkamaður á Raufarhöfn, f. 1907, og Jón, sem lengi var búsettur í Reykjavík, f. 1912, d. 1982. Foreldrar Valdimars vom Helgi Sigurður Pálsson, síðast b. í Ásseli í Sauðaneshreppi á Langanesi, og kona hans, Arndís Karitas Sig- valdadóttir. Helgi var sonur Páls, b. í Byrgi, bróöur Ingibjargar, langömmu Guðmundar Bjarnasonar heil- brigðisráðherra. Páll var sonur Guðmundar, b. á Litluströnd í Mývatnssveit, bróður Björns, lang- afa Bjöms á Hróaldsstöðum, lang- afa Halldórs sjávarútvegsráherra. Guðmundur var sonur Páls, b. í Brúnagerði, Guðmundssonar, bróður Þorgerðar, langömmu Guð- mundar, afa Sigurðar Guðmunds- sonar vígslubiskups. Önnur systir Páls var Halldóra, langamma Guö- laugs, langafa Kristins Sigtryggs- sonar, forstjóra Arnarflugs. Móðir Helga var Guðrún Jónasdóttir, b. á Hólum í Laxárdal, Sigfússonar. Arndís Karitas var dóttir Sig- valda, b. á Þorsteinsstöðum á Langanesi, Eiríkssonar. Móðir Arndísar var Sigurbjörg Sigurðar- dóttir, b. á Hróaldsstöðum í Vopna- firði, Jónssonar. Móðir Sigurðar var Guðrún Jónsdóttir, systir Jóns, langafa Halldórs, foður Ragnars, stjórnarformanns ísals. Birgir Guðmundsson Birgir Guðmundson, fyrrv. bryti hjá Landhelgisgæslunni, en nú húsvörður í Morgunblaðshúsinu, til heimilis að Hátúni 6, Reykjavík, er sjötugur í dag. Kona Birgis er Ingileif Friðleifs- dóttir, matráðskona hjá Kennara- háskóla íslands. Bræður Birgis eru Ólafur Guð- mundsson, fyrrv. útibússtjóri Bún- aðarbanka íslands í Stykkishólmi, f. 17.8.1916, og Haukur Guömunds- son, skrifstofustjóri hjá Reykjavík- urborg, f. 29.12.1921. Móðursystkini Birgis eru Jón Grímsson, lögfræðingur á ísafirði; Sigurður Grímsson, rithöfundur og borgarfógeti; Grímur Grímsson prestur; Hildur Grímsdóttir í Kaupmannahöfn og Kristín Gríms- dóttir, ekkja í Reykjavík. Foreldrar Birgis voru Guðmund- ur Ólafsson, hrl. og framkvæmda- stjóri Brunabótafélags íslands, f. 5.6.1881, d. 22.5.1935, og kona hans, Sigríður Grímsdóttir húsmóðir, f. 17.4. 1892, d. 2.9. 1973. Foreldar Sigríðar voru Grímur Jónsson; guðfræðingur og skóla- stjóri á Isafirði, og kona hans, Ing- veldur, systir Önnu, langömmu Ólafs ísleifssonar, efnahagsráðu- nautar ríkisstjórnarinnar. Ingveld- ur var dóttir Guðmundar, prests í Amarbæli, Johnsen, bróður Ingi- bjargar, konu Jóns forseta. Bróðir Guðmundar var Ólafur, faðir Þor- láks Johnsen, kaupmanns í Reykjavík, afa Arnar Johnsen, fyrrv. forstjóra Flugleiða. Guð- mundur var sonur Einars Jónsson- ar, kaupmanns í Reykjavík, bróður Sigurðar, fóður Jóns forseta. Grímur var sonur Jóns, prests á Gilsbakka, Hjartarsonar og konu hans, Kristínar Þorvaldsdóttur, prófasts og skálds í Holti undir Eyjaíjöllum, Böðvarssonar, fóður Þuríðar, langömmu Vigdísar for- seta. Faðir Guðmundar Ólafssonar var Ólafur fríkirkjuprestur, bróðir Ól- afíu, móður Grétars Fells. Önnur systir Ólafs var Valgerður, amma læknanna Stefáns og Þorsteins Ól- afssona. Ólafur prestur var sonur Ólafs Ólafssonar, bæjarfulltrúa og dbrm. í Reykjavík, og konu hans, Ragnheiðar Þorkelsdóttur. Birgir verður að heiman á af- mælisdaginn. Arin sem stúdentar og verkamenn sameinuðust i harðvítugri baráttu gegn ofriki ríkisstjórna hins vestræna heims. Allt um það og lygilegustu uppákomur þessarar aldar . . . Upplögð atmælisgjöf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.