Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 38
áO
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988.
Dræm aðsókn ferðamanna á Suðurlandi:
Gisting hækkað um 40% á einu ári
Sumarhúsin á Hellu eru vistlegur kostur fyrir ferðamenn á Suðurlandi. DV-mynd Brynjar Gauti
„Þetta hefur farið hægt af stað
og lítið hefur verið um lausarennirí
enn sem komið er. En við eigum
enn eftir að fá skipulagðar hóp-
ferðir,“ sagði Einar Kristinsson,
eigandi Gistihússins Mosfells á
Hellu.
Ferðamennskan á Suðurlandi
'hefur byrjað heldur dræmt að sögn
hótel- og gististjóra sem DV hafði
samhand við. Þeir töldu að bæði
hefði veðrið spilað hér inn í og
einnig aö gisting og veitingar á
íslandi væru í dýrari kantin-
um.
„Síðastliðin 2-3 ár hafa verið
mjög góð hvaða varðar fjölda ferða-
manna en hækkun á innlendum
kostnaðarliðum hefur haft það í íor
með sér að allt hefur hækkað mik-
ið,“ sagði Einar. Hann tók sem
dæmi að á einu ári hefði gisting
hækkað um 40%. „Þetta er einfald-
lega of dýrt. Ferðamenn voru um
20% færri í maí en á sama tíma í
fyrra en voru þó færri þá en árið
þar á undan,“ sagði Einar. „ís-
lenska krónan er verðmæt að okk-
ar mati en ekki annarra og fólk
vill ekki kaupa svo dýra gistingu
sem við bjóðum upp á.“
Bjóða hótelherbergi
og sumarhús
Gistihúsið Mosfell býður ferða-
mönnum upp á hótelherbergi eða
lítil sumarhús. Sumarhúsin, sem
eru alls 13 talsins, eru misstór.
Minnsta húsið hefur svefnpláss
fyrir 4 og kostar 1.950 krónur á
dag. í húsinu er eldunarhella en
snyrtiaðstaða og böð eru í sérhúsi.
Næsta stærð af sumarhúsum hýsir
einnig fjóra og býður upp á bæði
snyrtiaöstöðu og eldunaraöstöðú í
húsinu. Daggjald er 3,100 krónur.
Stærstu húsin hafa gistiaðstöðu
fyrir 6 í tveimur herbergjum. í
húsunum er sturta og eldunarað-
staða og kostar dagurinn 4.600
krónur. Minnstu húsin hafa raf-
magnshita og ljós en þau stærri
rafmagn og hitaveitu.
Tjaldstæði er rétt hjá húsunum
og er bæði eldunaraðstaða og
snyrtiaðstaða fyrir tjaldgesti í
stóru og rúmgóðu húsi á svæðinu.
-StB
ÍS
SUMARHUS
LEIÐ TIL AÐ LÁTA
SUMARFRÍIÐ ENDAST ALLT ÁRIÐ!
Kostir þess að eiga sumarhús eru
fjölmargir. Þú getur hvílt þig og notið
lífsins fjarri látum þéttbýlisins. Þú getur
farið út úr bærrum fyrirvaralaust, þegar
þér hentar og að auki ertu laus við allan
farangurinn sem útilegum fylgir.
Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar *
hefur unt árabil framleitt glæsileg
sumarhús, sett saman úr einingum.
Húsin eru heilsárshús sem þýðir að mjög er
vandað til einangrunar, samsetningar og
alls frágangs. Sumarhúsin frá Trésmiðju
Guðmundar Friðrikssonar eru á
hagstæðara verði en þig grunar.
Hafðu samband við okkur hjá TGF og
við sendum þér bæklinga með nánari
upplýsingum um verð og kjör.
Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar,
Sólvöllum 8,-350 Grundarfjörður.
Sími: 93-86995.
- segja andfætlingar í fískvinnu
Hvað rekur ungar stúlkur yfir
hálfan hnöttinn í fiskvinnu vestur á
fjörðum? Peningar og ævintýraþrá
er svarið, ef marka má orð Kim Pik-
SMÁAUGLÝSINGAR
Mánudaga — föstudaga,
9.00 - 22.00
Laugardaga, 9.00 - 14.00
Sunnudaga, 18.00 - 22.00
Þverholti 11
s: 27022
her frá Nýja-Sjálandi og Yvett Hug-
hes frá Ástrahu. Þær réðu sig í fisk-
vinnu á Bíldudal í vor og hyggjast
vinna í fiski fram að áramótum.
„Við vorum á ferðalagi og komnar
til Bretlands þegar við ákváðum að
taka tilboði um vinnu á íslandi. Hér
fáum við betri laun en í Bretlandi
og meiningin er að safna peningum
fyrir áframhaldandi ferðalagi. Ætl-
unin er að fara til Rússlands, suður
Asíu og svo heim. Það stendur reynd-
ar til að koma hingað aftur að loknu
ferðalagi, líklega komum við aftur
um áramótin 1990-1991,“ sögðu Yvett
og Kim.
- Og hvernig líkar á Bíldudal?
„Það er alveg frábært að vera
hérna. Fólkið er mjög vinsamlegt og
hefur afslappaö viðhorf til lífsins. Og
ég hef hvergi komist í betri mjólkur-
vörur,“ segir Yvett, „osturinn hrein-
iega bráðnar uppi í manni.“
Stöllumar kvörtuðu þó undan
einu, húsnæðinu, sem hýsir farand-
verkafólkið, það væri ómögulegt
vegna þrengsla og aðstöðuleysis. Þær _
hafa borið upp vandkvæði sín viö
Fiskvinnsluna og vonast til að að-
búnaðurinn verði bættur.
Kim og Yvett eru ánægðar með allt nema húsnæðið sem sést i baksýn.
DV-mynd PV
Gottfólkoggóður
ostur á Bíldudal