Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 40
•52
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988.
LífsstíU
Þær voru brosmildar þessar hressu konur á Þingvöllum enda ástæða til.
. V
_*
Kjörinn félagi í ferðalagið
Nýtt hefti
á blaðsölustöðum um allt lana
Úrval
LESEFNI
VIÐ ALLRA HÆFI
7. HEFTI - 47. ÁR - JÚLÍ 1988 - VERÐ KR. 265
I rúminu,
flugvélinni,
bílnum,
kaffitímanum,
útilegunni,
ruggustólnum,
inni í stofu.
Áskriftar-
síminn er
27022
Skop......................
Gervihnettir, gersemargeimaldar.
Hringrás eilífra endurtekninga....
Hve lengi endist Gorbasjov?........
Planta andskotans.....................
Ráðabrugg í Níkaragúa....................
Föstí jökulsprungu.........................
Hugsuníorðum..................................
Oft hef ég fundið almættishönd drottins..........
Meó skrímsli í skrokknum...........................
Viðvörun: Reykingar geta skaðað kynlífið...............
Herkvíin rofin: Loftbrúin til Berlínar...................
Hressar
konur
með
hestadellu
Blaðamaður DV sá hóp fóngulegra
hrossa og enn föngulegri kvenna.
Fyrst voru þær spurðar um veru sína
á Skógarhólum. Fyrst fyrir svörum
varð Grímhildur Hlöðversdóttir.
Tvímælalaust
fjölskylduíþrótt
„Þetta er fyrsti áfanginn í ferða-
lagi sem við erum að fara í. Hérna
ætlum við að byija ferðina. Við kom-
um akandi með hrossin enda erum
við að spara þau fyrir ferðina. Mein-
ingin' er að fara Fjallabaksleið syöri
og ætlum við að vera um tíu daga í
túrnum,“ sagði Grímhildur. Hún var
þarna með tveim dætrum sínum,
þeim Herdísi og Huldu Þórðardætr-
um. Með í ferðinni var einnig Mar-
grét Höskuldsdóttir.
Grímhildur var næst spurð hvort
þetta væri fjölskylduíþrótt.
„Já, svo sannarlega er þetta fjöl-
skylduiþrótt. Öll mín fjölskylda er í
þessu og áhuginn er mikill. Það er
fátt heilnæmara en að vera í hesta-
mennskunni. Útivera, hreyfmg, um-
gengni við dýrin,“ segir hún og önn-
ur dóttirin bætir viö „og félagsskap-
urinn“.
Heldur í útreiðartúr
en á ball
Stúlkurnar eru spuröar að því
hvort þær finni fyrir auknum áhuga
hjá jafnöldrum sínum. „Já, tvímæla-
laust,“ segja þær. „Það eru sífellt
fleiri aö byrja í hestastússi enda fátt
til sem er skemmtilegra. Þær stöllur
sögðust í flestum tilfellum taka góð-
an útreiðartúr fram yfir ballferð.
Þegar þær voru spurðar að því
hvort þetta væri dýrt sport neituðu
þær allar. „Þetta er ekki dýrara en
margt annað og ef miðað er við hvað
fæst út úr þessu er þetta ódýrt. Grím-
hildur var spurð hvað hesturinn
hennar héti. „Hann heitir nú Snati,“
sagði hún og brosti.
-EG
Sigurður er hér á bakinu á Bleik.
Asi og óskírða tryppið eru í taumi.