Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Page 42
54 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. Ferðamál_____________________________dv Þeir fara mikils á mis sem fara í ferðalagið án korta „Fólk, sem leggur af staö í ferðalag- iö án þess aö hafa með sér gott kort, fer mikils á mis. Það kemst sjálfsagt klakklaust á milli staöa en það veit ekkert um landslagiö í kringum sig og öll örnefni fara fyrir ofan garð og neðan,“ sagði Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands. Danimir unnu mikla grunnvinnu Landmælingar íslands urðu sjálf- stæð stofnun árið 1956 en höfðu áður verið deild innan Vegageröar ríkis- ins. Eitt aðalverkefni stofnunarinnar hefur ætíð veriö kortagerð, en Land- wmælingar byggja þar á grunni sem Geodætisk Institut í Danmörku vann. Landmælingadeild danska í kortaverslun Landmælinga íslands er mikið úrval landakorta. Hér er starfsmaður verslunarinnar, Viðar Lúðviksson, aö skoða eitt kortið. DV-mynd JAK herforingjaráðsins hóf kortagerð hér á landi um síðustu aldamót og Geo- dætisk Institut lauk verkinu árið 1944. „Við höfum nýtt okkur grunn- vinnu Dananna en kortin eru í sí- felldri endurvinnslu, endumýjun og lagfæringu," sagði Ágúst. „Viö gefum út tvö ferðakort, annað mælikvarðanum 1:500 000 og hitt í mælikvarðanum einn á móti milljón. Þá erum viö með tvær útgáfur af aðalkortum. Þau em í mælikvarðan- um 1:250 000 og em gefm út í 9 blöð- um. Þá em atlasblöðin, alls 87, í mælikvarðanum 1:100 000, sem þýðir að einn sentímetri á kortinu sam- svarar einum kílómetra lands. Þá gefum við einnig út ýmis sérkort, sýslu- og hreppakort og jarðfræði- kort, svo eitthvaö sé nefnt. Nýr kortastaðall Nýr kortastaðall er nú aö taka gildi með nýjum merkingum. í hin- - segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands mælikvarðanum 1:50 000 og um 400 kort verða af byggðinni í mælikvarð- anum 1:25 000, sem merkir að hver sentímetri á kortinu samsvarar 250 metrum lands. Þaö hggur mikil vinna í þessum nýju kortum og þaö er ómögulegt að segja hvenær því starfi lýkur. Hins vegar notum við nýja staðalinn í þeim kortum sem við erum að end- urnýja og endurskoða í dag þannig að í framtíðinni verða öll kort með nýja staðlinum." Otal upplýsingar er að finna á kort- um, hvort sem um er að ræða litlu feröakortin eða kort með stærri mælikvörðum. Á ferðakortunum, þar sem einn sentímetri jafngildir fimm kílómetrum lands, eru allir helstu vegir landsins og þeir flokkað- ir. Þá eru þar helstu örnefni og fleiri upplýsingar sem varða ferðamenn sérstaklega. Margvíslegar upplýsingar Þar er til dæmis hægt að sjá hvar má fmna félagsheimili, hótel, veit- ingastaöi, golfvelli, sundlaugar, söfn, heilsugæslustöövar, tjaldstæði, við- gerðarþjónustu og bensínafgreiðsl- ur. Þá má einnig finna þar helstu upplýsingar um jarðfræði, eldstöðv- ar og veðurfar. Þegar kort í stærri mælikvarða eru notuð verða allar merkingar ná- kvæmari, svo sem flokkun vega. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands, bendir hér á leiöbeiningar sem fylgja kortunum og auðvelda notendum kortalesturinn. DV-mynd JAK Bergþóra Óskarsdóttir, starfsmaður í kortaverslun Landmælinga, sýnir við- skiptavini hvaða leið er best að fara. DV-mynd JAK um nýja staðli eru um fjögur hundr- uð merkingar og á kortunum á fólk að geta fengið flestar þær upplýsing- ar sem það fýsir að fá. í nýja staðlin- um verða 197 blöð af öllu landinu í Bæjamöfn og ömefni verða einnig fleiri eftir því sem mælikvarðinn er stærri. Þá er lögð rík áhersla á að merking á kortum sé samsvarandi merkingum á landi þannig að þegar ferðafólkið sér til dæmis vegaskilti geti það fundið nákvæmlega á kort- inu hvar það er statt. Hæðarlínur eru á öllum kortum en þær verða því nákvæmari sem mæli- kvaröinn er stærri. Þá má einnig sjá Ferðir ræktað land og gróöur á nokkrum kortanna. Auðvelt að átta sig á kortunum En er ekki erfitt að lesa kortin og nýta sér allar upplýsingarnar sem þar er að finna? Eru þessi kort fyrir aðra en sérfræðinga? „Nei, það á alls ekki að vera erfitt að átta sig á kortunum í dag. Og þau eru sífellt að verða auðveldari af- lestrar. Um leiö og menn fara að skoða kortin í ró og næði átta þeir sig á möguleikunum. Það er til dæm- is mjög hæg leið að notfæra sér kíló- metramæli bílsins og bera saman við kortið. Þannig á ferðamaðurinn að geta fylgst nákvæmlega með því hvar hann er staddur.“ - En nýtir fólk sér almennt þær upplýsingar sem finna má á kortun- um? „Kortanotendur skiptast eiginlega í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem kynna sér kortin vandlega og skoða þau á meðan ferðast er. Þeir lesa örnefni, bæjaheiti og margt ann- að út úr kortunum og kynnast landi sínu betur. Hinn hópurinn notar kortin bara til að komast nokkurn veginn klakk- laust frá staö A til staðar B. Þeir fara oft mikils á mis. Notendum fjölgar Annars hefur kortanotendahóp- urinn stækkaö mjög á undanfórnum árum og ég held einnig að hópurinn stækki sem notar kortin rétt. Mér finnst þáð nánast nauðsynlegt fyrir ferðafólk að hafa kort með í ferðina ef það ætlar sér að hafa ánægju af henni og kynnast landinu,“ sagði Agúst Guðmundsson. -ATA Bamið A Enda er þar einn elsti og skemmtielgasti dýragarður í heimi. 1!tíl/' WHú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.