Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 16. JÚLl 1988. Gengið um Spöngina á Þingvöllum: „Hérvar alþingi íslendinga íyrst" - segir Guðmann Ólafsson, bóndi í ÞingvaUasveit Guömann Ólafsson, 78 ára bóndi á Skálabrekku í Þingvallasveit, man tímana tvenna í sveitinni. Hann flutt- ist að Skálabrekku árið 1941 en hafði áður búið með foreldrum sínum í Hagavík í Grafningi. Hann sótti skóla hjá séra Guðmundi á Þingvöllum og segist hafa verið meðal þeirra sem sóttu eldivið í skóginn sem var aust- an við Nikulásargjá. „Maður á ekki að segja frá því,“ segir Guðmann. Hann hefur nefnilega miklar áhyggj- ur af landeyðingu og gróðursetur daglega í landi sínu bæði tré og lúpín- ur. „Það er ægilegt að sjá fjöllin hér í kring,“ segir Guðmann. „Hvemig haidið þiö að landið verði eftir þús- gjána. Hún reyndist erfið til köfunar þar sem vatnið er mjög kalt „Þarna er Lögberg," sagði Guð- mann og benti yfir á staðinn þar sem alþingi stóð og íslenski fáninn blakti við hún. Flestir íslendingar vita um þann stað en færri sjálfsagt um lög- berg á Spönginni. „Og þama sjáið þið neðri Velli og efri Vellir koma þar upp með,-“ sagði Guðmann og benti í norðurátt frá Spönginni. „Þar var gamla yalhöll sem rifin var fyrir árið 1930. Á Völlum var hús Dana- konungs, Friöriks 8., hér áður fyrr. Hvar er Flosahlaup? Það er ekkert skrýtið þótt hér um það,“ hélt hann áfram og skimaði í kringum sig. Lögberg á Spönginni í bók Matthiasar segir: Það er fyrst í búðaskipun Sigurðar lög- manns Bjömssonar frá 1700 að sú skoöun stingur upp höfðinu að lög- berg hafi verið á Spönginni. Segir þar að búö Guðmundar ríka hafi áður verið austan ár „austur undan Þor- leifshólma, skammt frá því gamla Lögbergi sem millum gjánna var og einstigi að“. Þá segir ennfremur í bókinni: Nú hefur Sigurður lögmaður og fleiri sem hafa verið kunnugir Njálssögu verið til foma. „Fólk verður alltaf jafnhissa og fær glampa í augun er ég segi frá þessu," sagði hann. Guðmann bóndi Olafsson er í eng- um vafa um að þarna hafi alþingi verið og sýnir okkur jafnframt þann stað sem hann telur að Flosi hafi stokkið yfir Nikulásargjá. „Hann hefði hvergi annars staöar getað stokkið yfir,“ sagði hann. Guðmann þekkir ömefni allra staða í þjóðgarð- inum og bendir okkur á höggstaðinn þar sem menn voru teknir af lífi fyrr á öldum. „Þá er Drekkingarhylur þama,“ sagði hann „þar sem mörg- um konum var drekkt. Þeir höfðu „Hér stökk Flosi yfir,“ segir Guðmann Ólafsson sem fylgdi DV-mönnum um þingstaðinn til forna á Spönginni á Þingvöllum. und ár? Þeir ráða ekkert við land- græðsluna vegna sand- og moldfoks." Guðmann er vel kunnugur sínum heimaslóðum og hann tók vel í að ganga með okkur DV-mönnum um Spöngina. Þar segir Guðmann að al- þingi íslendinga hafi verið og sýndi okkur staðinn. Visku sína segir hann sig hafa úr riti er nefnist Þingvöllur og skrifaö var af Matthíasi Þórðar- syni þjóðminjaverði. Ritið gaf al- þingissögunefnd út árið 1945. Það er höfuðrit um þennan merkilega stað. „Þið ættuð að lesa ritið,“ sagöi Guð- mann. „Þar er að finna margan fróö- leik en staðurinn hét áður Þingvöll- ur.“ Mikil verðmæti Viö gengum upp að Nikulásargjá sem í daglegu tali fólks er gjaman nefnd peningágjáin. „Hér er alltaf verið að kasta peningum. Alltaf bæt- ast við nýir og nýir peningar. Síðan hverfa þeir meö tímanum og fara ofan í þörungagróðurinn. Þama eru gamhr peningar. Þegar ég var krakki var mikið um að fólk kastaði pening- um hér ofan í. Menn kasta peningum vegna þess að þeir sökkva svo skemmtílega niður á botninn. Það eru áreiðanlega mikil verðmæti í gjánni. Ég held að eina ástæðan fyrir að fólk kastar peningum hér ofan í sé hversu skemmtilegt er aö sjá þá fara niður. Ég hef aldrei heyrt ann- að,“ sagði Guðmann. Fyrir nokkrum árum fóm kafarar niður og könnuðu hafi verið þingað," sagði Guðmann er við gengum lengra eftír Spöng- inni. „Hér em gjár til beggja hliða og því erfitt fyrir ódæðismenn að komast að þingmönnum. Svo em menn ekki á eitt sáttir hvar Flosi Þóröarson stökk yfir gjána. Það er sagt að hann hafi ekki getað stokkið vestur yfir því þar er gjáin svo breið. Hann hlýtur því aö hafa stokkið aust- ur yfir þar sem gjáin er þrengst. Þama sjáum við Þinghól, “ sagði Guömann og bentí á hól á miðri Spöng. „Hér vom þingmennimir af- markaðir. Engir gátu komið hér að- vífandi. í þá daga var barist á al- þingi." Er við gengum eftir Spönginni komum við aö steini þar sem stendur Byrgisbúð á 11. og 12. öld. Guðmann hafði gaman af gönguferðinni enda sagði hann vera langt síðan hann hefði komið á þessar slóðir. „Byrgis- búð er ein frægasta búðin,“ sagði hann. Byrgisbúð er nefnd í Njálssögu og segir í bók Matthíasar Þórðarson- ar að Byrgisbúð hafi verið gerð sem margar aðrar búðir úr torfi og gijóti og að bæði hún sem alþingisbúð á dögum Flosa og dómsstaður þeirra Hafliða hjá henni rúmri öld síöar hljótí að hafa verið í þinghelgi. „Þessi staður er ekkert ósvipaður og héma hinum megin,“ sagði Guð- mann er hann settist á Þinghóhnn. „Það hefur nú ekki verið auövelt að komast að þeim hér. Alþingi var hér fyrst þó ekki hafi allir veriö sammála skilið það rétt að lögrétta var þá þeg- ar sagan gerðist austan Öxarár og ályktað þá af því að lögberg hljótí þá jafnframt að hafa verið austan ár. Milh árinnar og Flosagjár var enginn staöur sem gaf neina ákveðna bend- ing um að lögrétta eða lögberg hefði verið þar en austur að Spönginni var hin foma hringmyndaða girðing eöa rúst og hún stóð á bergi á einkenni- legum staö sem var einnig þannig af náttúrunnar hendi að einstigi var að og auðvelt gat því verið að veija hann fyrir ólöglegum átroðningi. Hér hef- ur Sigurði lögmanni þótt sýnt að gamla lögberg hafi verið riiillum gjánna. I bók Björns Th. Björnssonar um Þingvelh segir hann í upphafi kafla sem nefnist Lögberg: „Það er næsta ótrúlegt um íslendinga sem haldið hafa hveiju smæsta örnefni sínu til haga að þeir skyldu týna sjálfu Lög- bergi á Þingvöllum.“ Þama á Björn við Lögberg á Spönginni. Spöngin hefur þrjú nöfii Séra Heimir Steinsson þjóðgarðs- vörður segir að Spöngin hafi í raun haft þijú nöfn í síðari alda heimild- um, gamla Lögberg, heiöna Lögberg og Spöng. „Þama var dómstaður þar sem Þorghs Oddsson var dæmdur. Við höfum nokkuð ömggar heimildir fyrir því,“ sagði séra Heimir. Hann sagði að oft hafi hann nefnt við ís- lenska ferðamenn er hann sýnir þeim Spöngina að þar hafi alþingi Guðmann Olafsson, bóndi í Þing- vallasveit, byrjaði að skera út fyrir fermingu en lærði þaö síðar og hef- ur stundað tréskurð allar götur síð- an. Askar hans og hillur eru enn vinsæl. DV-myndir JAK ekki mikiö áht á konum, blessaöir,“ sagði Guðmann. Þó að allflestir íslendingar hafi komið oftsinnis á Þingvelh er ekki víst aö margir þeirra þekki sögu stað- arins. Það væri vel þess virði að ganga um svæðiö með leiðarbók, t.d. bók Bjöms Th. Bjömssonar, því ferðamenn hefðu mun meiri skemmtun af staðnum ef þeir væru búnir að kynna sér sögu hans. í bók Björns eru margar myndir og þær vel skýrðar. Bróðir Kjarvals spilaði á fiðlu Guðmann man eftir þegar Dana- konungur kom í heimsókn að Þing- völlum árið 1921. Hann var auðvitað líka viðstaddur alþingishátíðina 1930. „Það var ákaflega skemmtilegt þá. Hér var aragrúi fólks,“ rifjar hann upp. „Mig minnir endilega að kóngur hafi komið hér 1923 en aðrir em mótfallnir því og segja þaö hafa verið 1921. Það var nú ekki mjög margt fólk þá. Krakkar eins og ég máttu ekki koma nærri kónginum. Lögregluþjónar stjökuðu við okkur og hentu okkur frá. Æth ég hafi ekki verið þrettán ára. Það var ekki eins og í dag þegar börnin fá að koma nálægt og horfa á þjóðhöfðingja. Ég gekk þá bara í burtu frá kónginum og ráfaði um. Ég var eitthvaö að skoða er ég gekk fram á hóp manna sem stóðu í hnapp. Þar var þá maður að spha á fiðlu og herma eftir fuglum og öllu mögulegu. Þetta var þá Ingi- mundur fiðla, bróðir Kjarvals. Hann spilaði svo asskoti vel og það var besta skemmtun mín að horfa á hann spila. Karlinn var alveg elskulegur og hafði ánægju af að spila fyrir okk- ur,“ sagði Guðmann og hló. Allt skógi vaxið „Hér var aht skógi vaxið aht fram til ársins 1927,“ segir Guðmann og bendir okkur í átt til austurs frá Spönginni. „Þegar ég var að læra hér á Þingvöllum fór ég í skógarhöggið og borgaði kennsluna með því. Við vorum tveir við höggið en þriðji maður fór með vagninn. í gamla daga var þetta aht skógi vaxið. Hjá bænd- unum, sem bjuggu hér, var bara úti- gangur, féð gekk hér um. Þetta var fyrir árið 1930 því þá var allt friðað hér. Landeyðingin er alveg hræðileg. Æth allt fari ekki í auðn,“ segir Guð- mann og hristi höfuðið. „Hér enda gjárnar,“ sagði Guð- mann er við höföum arkað upp eftir ahri Spönginni. Frá þessum stað heitir gjáin Nikulásargjá. Það er erf- itt að lýsa því í blaðaviötah er Guð- mann benti okkur á aha hugsanlega staði með nafni, t.d. Gálgaklett þar sem auðnuleysingjar og flækingar voru teknir af lífi. Ekki vildi Guð- mann meina að neinir draugar væru á Þingvöllum á vorum dögum. „Þjóð- félagið er svo breytt frá því sem áður var,“ sagði hann. Fimbulveturinn 1920 Guömann Ólafsson er ekki fædd- ur í Þingvallasveitinni. Hann er fæddur á Syðri-Brúnavöllum á Skeiöum. „Á Skeiðunum var enginn skógur, bara mýrar og móar. Árið 1920 var mjög harður vetur, fimbul- vetur. Foreldrar mínir urðu þá eldi- viðarlausir, mólausir. Þá fengu þeir að fara, bróöir minn og faðir, í Mið- engisskóg. Ég man að þegar þeir komu til baka spurði ég hvort þeir myndu fara aftur því ég var alveg rasandi yfir að þeir skyldu vera að höggva niður skóginn og svo kæmi ekkert í staðinn. Vorið 1920 fluttum viö í Hagavík og þá var allt vaðandi í birkiskógi þar. Veturinn eftir kom maður með stóran sleða að bænum og spurði hvort hann gæti fengið eldivið. Þá var allur skógur búinn í Miðengi. Maðurinn fékk aö höggva og hann kom aftur seinna og fékk að höggva í annað sinn. Það leist mér ekkert á. Það var búið að höggva niður flöt við vatnið því þaö var ekki hægt að komast með sleðann á ísinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.