Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. Erlend bóksjá Síðasti keisari Kína THE LAST EMPEROR. Höfundur: Edward Behr. Futura Publications, 1988. Kvikmynd Bertolucci um Pu Yi, síðasta keisarann í Kína, vakti athygli umheimsins á manni sem allir höíðu gleymt. Blaðamaður- inn Edward Behr, sem hefur um árabil skrifað í Newsweek, ritar í þessari bók ævisögu Pu Yi. Hann byggir þar meðal annars á viðtölum við fjölda fólks sem kynntist þessum óheppna keisara persónulega. Pu Yi minnti um margt á helstu kvikmyndahetju sína, hrakfaila- bálkinn Harold Lloyd. Honum varð allt að óhamingju. Hann var aðeins þriggja ára þegar hann var krýndur til keisara í Peking, en fjórum árum síðar var keisara- veldinu steypt af stóh. Hann ólst engu að síður upp við keisaraleg- an íburð í Peking um árabil. Þeg- ar hann hraktist loks þaðan leit- aði hann allra ráða til að ná aftur keisaratign. Hann gerðist í þvi skyni leppur Japana er þeir geröu innrás í Kína og galt fyrir það eftir stríðið með fangavist í Sovét- ríkjunum sem stríðsglæpamað- ur. Þegar kommúnistar komust til valda í Kína árið 1949 var Pu Yi settur í „endurhæfmgu" og lauk ævi sinni sem fátækur garð- yrkjumaður. Frásögn Behr af þessu óvenju- lega lífshlaupi er fróðleg og for- vitnileg, enda tekst honum afar vel aö lýsa manninum sjálfum. Margar myndir skreyta bókina. J.EDonleavyi IRELAND % inAllHcriilns » Anö fn Somcof Hcr Craccx Listamannalíf áeyjtmnigrænu J. P. DONLEAVY’S IRELAND. Höfundur: J. P. Donleavy. Penguin Books, 1988. J. P. Donleavy er bandarískur rithöfundur af írskum ættum. Þau ættartengsl drógu hann til gamla landsins þar sem hann var við nám í Trinity-skólanum í Dyflinni á fyrstu árunum eftir síðari heimsstyijöldina. Hann stundaði síðan ritstörf og hstmál- un á eyjunni grænu um hríð og lifði þá í nánum kunningsskap við ýmsa aðra unga listamenn, svo sem Brendan Behan og Ednu O’Brien. Námsdvölin á írlandi varð efni- viður fyrstu skáldsögu Donleav- y’s, The Ginger Man, en leikgerð þess verks var bönnuð þar í landi eftir aðeins þijár sýningar. Ástæöan var sögð guðlast. í þessari endurminningabók riflar Donleavy upp þessi fyrstu ár sín á írlandi. Hann lýsir lista- mannslífinu á kránum í Dyfl- hnni, sálufélögum, vinum og list- sköpun sinni á þessum árum af gamansamri hreinskhni. Bókina prýðir fjöldi mynda af höfundin- um og félögum hans. Fjórar í sumarleyfið He's cool, calculatlng iand ítxtrtímtíly dangerous ... Ho’s on tho hunt through thís ©xplosíve thrlllcr GERALI) A. BROWNE anna um víðan völl. Sagan dregur nafn sitt af aðalpersónunni, sem star- far á vegum njósnastofnunar í Bandaríkjunum. Bróðir hans, starfs- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins, er myrtur og Hazard kemst á snoðir um aö á bak við morð- ið á honum standa hryðjuverkamenn sem eru að undirbúa lævíslega árás á ísrael. Söguhetjan grípur tíl sinna ráða og bjargar málum aö sjálfsögðu, en óneitanlega með fremur óvenju- WATCHERS. Höfundur: Dean R. Koontz. Headline, 1988. THE TIMOTHY FILES. Höfundur: Lawrence Sanders. Berkley Books, 1988. HAZARD. Höfundur: Gerald A. Browne. Penguin Books, 1988. THE AWAKENING. Höfundur: Jude Deveraux. Pocket Books, 1988. Flestir grípa til einhvers lesefnis í sumarleyfinu, ekki síst ef rigningin tekur völdin. Viö slík tækifæri er gott að glugga í hressilega afþreying- arbók: hörkuspennandi reyfara eða hrífandi ástarsögu eins og það heitir. í Erlendu bóksjánni verður því að þessu sinni fjallað um fjórar bækur sem eru kjörnar til aíþreyingarlest- urs í sumarleyfinu. Þær eru óhkar um flest, en ahar læshegar og spenn- andi. Hrollvekjan Af bandarískum hrohvekjuhöf- undum er Stephen King þekktastur hér á landi. Dean R. Koontz er þó enginn eftirbátur hans í að búa til sögur um ógnvænlega atburði og hrollvekjandi sögupersónur. í þessari nýjustu skáldsögu hans, Watchers, eru tvö dýr í aöalhlut- verki. Þau hafa orðið th í leynilegri thraunastofu, þar sem vísindamenn hafa gamnað sér við að blanda saman htningum riianna og dýra. Markmið- ið með þessum tilraunum er að sjálf- sögðu að búa til dýr sem nýtist í hernaði. Tvö þessara dýra sleppa út úr th- raunastofunni og upphefst þá mikhl eltingarleikur. Margir láta hér lífið áður en kemur aö sögulokum því annað dýranna er eins konar dráps- maskína. Glæpalýður í New York Lawrence Sanders, sem er fasta- gestur á metsölulistum vestanhafs þegar hann sendir frá sér nýjar spennusögur, íjallar um annars kon- ar vilhmenn í The Timothy Files. Þeir hafa það einkum fyrir stafni að svindla á auðtrúa fólki í New York eða þá að braska með heróín, og eru gjarnan tengdir mafíunni með einum eða öðrum hætti. Aðalpersónan í þeim þremur sög- um, sem safnaö hefur verið í þessa bók, er einkaspæjarinn Timothy Cone. Hann staifar hjá fyrirtæki á Wall Street sem sérhæfir sig í rann- sóknum á fjármálafyrirtækjum og stjórnendum þeirra. Þar um slóöir eru margir að reyna að græða pen- inga á auðveldan og ólöglegan hátt, en þá er líka jafngott fyrir þá að lenda ekki í klónum á Timothy þessum sem er hið mesta hörkutól. Hryðjuverkamenn í Hazard berast átök söguhetj- Metsölubækur Bretland Söluhæstu kiljurnar: 1. D.Adams: DIRK GENTLY’S HOLISTIC DETECTIVE AGENCY. 2. James Herbert SEPULCHRE. 3. Susan Howatch: GLITTERING IMAGES. 4. Vlrglnta Andrews: THE GARDEN OF SHADOWS. 5. Edward Rutheriurd: SARUM. 6. Wilbur Smíth: RAGE. 7. Ellis Peters: THE HERMIT OF EYTON FOREST. 8. Sally Beauman: DESTINY. 9. Bruce Chatwin: SONGLINES. 10. Marge Piercy: GONE TO SOLDIERS. Rit almenns eðlis: 1. Rosemary Conley: THE HIP AND THIGH DIET. 2. Francea Edmonds: CRICKET XXXX CRICKET. 3. Geoflrcy Boycolt: BOYCOTT: THE AUTOBIO- GRAPHY. 4. PROMS '88 5. Nancy Kohner: HAVING A BABY. 6. Bob Ogley: IN THE WAKE OF THE HURRI- CANE. 7. FARMHOUSE KITCHEN COOKING FOR ONE AND TWO. 8. Grant & Joice: FOOD COMBINING FOR HEALTH. 9. Wlttred Theslger: THE LIFE OF MY CHOICE 10. Davld Hessayon: THE GARDEN EXPERT. (Ðyasl á The Sunday Tlmes) Bandarikin Metsöluklljur: 1. Lawrence Sanders: THE TIMOTHY FILES. 2. Scott Turow: PRESUMED INNOCENT. 3. Stephen Klng: MISERY. 4. Janet Dailey: HEIRESS. 5. Doris Mortman: FIRST BORN. $. Louis L’Amour: THE HAUNTED MESA. 7. Jude Deveraux: THE AWAKENING. 8. Johanna Llndsey: TENDER REBEL. 9. Danielle Steol: FINE THINGS. 10. Robert A. Heinlein: TO SAIL BEYOND THE SUNSET. 11. Douglas Adams: DIRK GENTLY’S HOLISTIC DETECTIVE AGENCY. 12. John Saul: THE UNLOVED. 13. David Dvorkin: TIMETRAP. 14. Marge Piercy; GONE TO SOLDIERS. 15. Alexandra Rlpley: NEW ORLEANS LEGACY. Rit almenns eðlis: 1. Bernic S. Siegel: LOVE, MEDICINE & MIRACLES. 2. Bitl Cosby: FATHERHOOD. 3. Ravl Batra: THE GREAT DEPRESSION OF 1990. 4. Patty Duke, Kenneth Turan: CALL ME ANNA. 5. Joseph Campbell, Bill Moyers: THE POWER OF MYTH. 6. Allan Bloom: THE CLOSING OF THE AMERIC- AN MIND. 7. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 8. Allne: THE SPY WORE RED. 9. E.D. Hirsch Jr. CULTURAL LITERACY. 10. Echo Heron: INTENSIVE CARE. (Bygst í New York Times Book Roview) Danmörk: Metsöluklljur: 1. Elspeth Huxley: FLAMMETRÆERNEITHIKA (1). 2. Jean M. Auelt HULEBJ0RNENS KLAN. (4). 3. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERENE. (3). 4. Mllan Kundera: TILVÆRELSENS UI.IDELIGE LETHED. (2). $. Andersen-Nexö: PELLE EROBREREN. (9). 6. Isabel Allende: ÁNDERNES HUS. (6). 7. Jean M. Auel: HESTENES DAL. (5). 8. Helle Stangerup: CHRISTINE. (7). 9. Isabelle Allende: KÆRLIGHED OG MÖRKE. {-). 10. Saint-Exupéry: DEN LILLE PRINS. (-). (T«lur Innan »vla« lékna rö« bókar vlkuna S undan. Byggt a Polltiken Sondag.) Umsjón: Elías Snæland Jónsson legum aðferöum. Reyndar má segja aö hér sé tveimur söguþráöum blandað saman í einn: annars vegar leitinni að hryðjuverkamönnunum, hins vegar tilraunum með hugsana- flutning sem Hazard og félagar stunda með góðum árangri. Ástir og ástríður Og þá er það „hrífandi ástarsag- an“. The Awakening, sem hefur und- anfarið verið á metsölulistum vest- anhafs, byggir á sögulegum grunni - átökum landbúnaðarverkamanna og landeigenda í Kaliforníu árið 1913. Söguhetjumar tvær em Amanda Caulden, dóttir stórbónda þar vestra, og Hank Montgomery, einn helsti forvígismaður hins nýja stéttarfélags landbúnaðarverkafólks á staðnum. Amanda hefur alla tíð búið í alls- nægtum í skjóli fjölskyldunnar og aldrei fyrr komist í kynni við mann eins og Hank né kynnst kjörum þess fólks sem hann er aö berjast fyrir. Samband hennar viö verkalýösfor- ingjann veldur því miklum breyting- um á lífi hennar, og andstöðu sumra hennar nánustu. Ákafar ástríður kvikna hjá þeim skötuhjúum, sem einsetja sér að yfirstíga alla erfið- leika. Sem sagt: fjórar kjörnar í fríiö! Fljúgandi furöuhJutir LIGHT YEARS. Höfundur: Gary Kinder. Penguin Books, 1988. Tilkynningar um fljúgandi furðuhluti eru býsna algengar. í Bandaríkjunum og víðar hafa farið fram ítarlegar rannsóknir á vitnisburðum manna um slík fyr- irbæri. Ýmsir telja sig hafa séö geimskip frá öðrum hnöttum og leggja jafnvel fram ljósmyndir sem þeir hafa tekið því til sönn- unar. Viö rannsókn mála hefur gjarn- an komið í ljós aö hægt er að skýra sýnir slíkra vitna á full- komlega eölilegan hátt. Þá hefur gagnrýnin.athugun gjaman sýnt að ljósmyndir, sem eiga að sýna „fljúgandi diska”, hafa verið fals- aðar. En í sumum tilvikum hafa rannsóknaraðilar átt í erfiðleik- um meö að skýra vitnisburði og myndir á fullnægjandi hátt. Þessi bók íjallar um eitt slíkt mál: Sýn- ir og myndir svissnesks bónda, Eduard Meier að nafni. Meier fullyrðir að hann hafi átt mikil samskipti við geimfara frá „Pleia- des“. Geimskip þeirra hafi hann hitt meira en eitt hundrað sinn- um í skógi nokkuð frá heimili sínu. Máh sínu til stuðnings lagði hann fram fjölda mynda. Þeir, sem leggja trúnað á slíkar frásagnir, telja hér um stórmerka atburði að ræða. Og vissulega hefur Meier lagt fram ýmis gögn og vitnisburði sem vafist hafa fyrir rannsóknaraðilum í Banda- ríkjunum að skýra, m.a. vegna skorts á frumgögnum. Saga Mei- ers er rakin hér í máh og mynd- um og skýrt frá viðbrögðum og áhti rannsóknaraðila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.