Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. Erlend bóksjá Síðasti keisari Kína THE LAST EMPEROR. Höfundur: Edward Behr. Futura Publications, 1988. Kvikmynd Bertolucci um Pu Yi, síðasta keisarann í Kína, vakti athygli umheimsins á manni sem allir höíðu gleymt. Blaðamaður- inn Edward Behr, sem hefur um árabil skrifað í Newsweek, ritar í þessari bók ævisögu Pu Yi. Hann byggir þar meðal annars á viðtölum við fjölda fólks sem kynntist þessum óheppna keisara persónulega. Pu Yi minnti um margt á helstu kvikmyndahetju sína, hrakfaila- bálkinn Harold Lloyd. Honum varð allt að óhamingju. Hann var aðeins þriggja ára þegar hann var krýndur til keisara í Peking, en fjórum árum síðar var keisara- veldinu steypt af stóh. Hann ólst engu að síður upp við keisaraleg- an íburð í Peking um árabil. Þeg- ar hann hraktist loks þaðan leit- aði hann allra ráða til að ná aftur keisaratign. Hann gerðist í þvi skyni leppur Japana er þeir geröu innrás í Kína og galt fyrir það eftir stríðið með fangavist í Sovét- ríkjunum sem stríðsglæpamað- ur. Þegar kommúnistar komust til valda í Kína árið 1949 var Pu Yi settur í „endurhæfmgu" og lauk ævi sinni sem fátækur garð- yrkjumaður. Frásögn Behr af þessu óvenju- lega lífshlaupi er fróðleg og for- vitnileg, enda tekst honum afar vel aö lýsa manninum sjálfum. Margar myndir skreyta bókina. J.EDonleavyi IRELAND % inAllHcriilns » Anö fn Somcof Hcr Craccx Listamannalíf áeyjtmnigrænu J. P. DONLEAVY’S IRELAND. Höfundur: J. P. Donleavy. Penguin Books, 1988. J. P. Donleavy er bandarískur rithöfundur af írskum ættum. Þau ættartengsl drógu hann til gamla landsins þar sem hann var við nám í Trinity-skólanum í Dyflinni á fyrstu árunum eftir síðari heimsstyijöldina. Hann stundaði síðan ritstörf og hstmál- un á eyjunni grænu um hríð og lifði þá í nánum kunningsskap við ýmsa aðra unga listamenn, svo sem Brendan Behan og Ednu O’Brien. Námsdvölin á írlandi varð efni- viður fyrstu skáldsögu Donleav- y’s, The Ginger Man, en leikgerð þess verks var bönnuð þar í landi eftir aðeins þijár sýningar. Ástæöan var sögð guðlast. í þessari endurminningabók riflar Donleavy upp þessi fyrstu ár sín á írlandi. Hann lýsir lista- mannslífinu á kránum í Dyfl- hnni, sálufélögum, vinum og list- sköpun sinni á þessum árum af gamansamri hreinskhni. Bókina prýðir fjöldi mynda af höfundin- um og félögum hans. Fjórar í sumarleyfið He's cool, calculatlng iand ítxtrtímtíly dangerous ... Ho’s on tho hunt through thís ©xplosíve thrlllcr GERALI) A. BROWNE anna um víðan völl. Sagan dregur nafn sitt af aðalpersónunni, sem star- far á vegum njósnastofnunar í Bandaríkjunum. Bróðir hans, starfs- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins, er myrtur og Hazard kemst á snoðir um aö á bak við morð- ið á honum standa hryðjuverkamenn sem eru að undirbúa lævíslega árás á ísrael. Söguhetjan grípur tíl sinna ráða og bjargar málum aö sjálfsögðu, en óneitanlega með fremur óvenju- WATCHERS. Höfundur: Dean R. Koontz. Headline, 1988. THE TIMOTHY FILES. Höfundur: Lawrence Sanders. Berkley Books, 1988. HAZARD. Höfundur: Gerald A. Browne. Penguin Books, 1988. THE AWAKENING. Höfundur: Jude Deveraux. Pocket Books, 1988. Flestir grípa til einhvers lesefnis í sumarleyfinu, ekki síst ef rigningin tekur völdin. Viö slík tækifæri er gott að glugga í hressilega afþreying- arbók: hörkuspennandi reyfara eða hrífandi ástarsögu eins og það heitir. í Erlendu bóksjánni verður því að þessu sinni fjallað um fjórar bækur sem eru kjörnar til aíþreyingarlest- urs í sumarleyfinu. Þær eru óhkar um flest, en ahar læshegar og spenn- andi. Hrollvekjan Af bandarískum hrohvekjuhöf- undum er Stephen King þekktastur hér á landi. Dean R. Koontz er þó enginn eftirbátur hans í að búa til sögur um ógnvænlega atburði og hrollvekjandi sögupersónur. í þessari nýjustu skáldsögu hans, Watchers, eru tvö dýr í aöalhlut- verki. Þau hafa orðið th í leynilegri thraunastofu, þar sem vísindamenn hafa gamnað sér við að blanda saman htningum riianna og dýra. Markmið- ið með þessum tilraunum er að sjálf- sögðu að búa til dýr sem nýtist í hernaði. Tvö þessara dýra sleppa út úr th- raunastofunni og upphefst þá mikhl eltingarleikur. Margir láta hér lífið áður en kemur aö sögulokum því annað dýranna er eins konar dráps- maskína. Glæpalýður í New York Lawrence Sanders, sem er fasta- gestur á metsölulistum vestanhafs þegar hann sendir frá sér nýjar spennusögur, íjallar um annars kon- ar vilhmenn í The Timothy Files. Þeir hafa það einkum fyrir stafni að svindla á auðtrúa fólki í New York eða þá að braska með heróín, og eru gjarnan tengdir mafíunni með einum eða öðrum hætti. Aðalpersónan í þeim þremur sög- um, sem safnaö hefur verið í þessa bók, er einkaspæjarinn Timothy Cone. Hann staifar hjá fyrirtæki á Wall Street sem sérhæfir sig í rann- sóknum á fjármálafyrirtækjum og stjórnendum þeirra. Þar um slóöir eru margir að reyna að græða pen- inga á auðveldan og ólöglegan hátt, en þá er líka jafngott fyrir þá að lenda ekki í klónum á Timothy þessum sem er hið mesta hörkutól. Hryðjuverkamenn í Hazard berast átök söguhetj- Metsölubækur Bretland Söluhæstu kiljurnar: 1. D.Adams: DIRK GENTLY’S HOLISTIC DETECTIVE AGENCY. 2. James Herbert SEPULCHRE. 3. Susan Howatch: GLITTERING IMAGES. 4. Vlrglnta Andrews: THE GARDEN OF SHADOWS. 5. Edward Rutheriurd: SARUM. 6. Wilbur Smíth: RAGE. 7. Ellis Peters: THE HERMIT OF EYTON FOREST. 8. Sally Beauman: DESTINY. 9. Bruce Chatwin: SONGLINES. 10. Marge Piercy: GONE TO SOLDIERS. Rit almenns eðlis: 1. Rosemary Conley: THE HIP AND THIGH DIET. 2. Francea Edmonds: CRICKET XXXX CRICKET. 3. Geoflrcy Boycolt: BOYCOTT: THE AUTOBIO- GRAPHY. 4. PROMS '88 5. Nancy Kohner: HAVING A BABY. 6. Bob Ogley: IN THE WAKE OF THE HURRI- CANE. 7. FARMHOUSE KITCHEN COOKING FOR ONE AND TWO. 8. Grant & Joice: FOOD COMBINING FOR HEALTH. 9. Wlttred Theslger: THE LIFE OF MY CHOICE 10. Davld Hessayon: THE GARDEN EXPERT. (Ðyasl á The Sunday Tlmes) Bandarikin Metsöluklljur: 1. Lawrence Sanders: THE TIMOTHY FILES. 2. Scott Turow: PRESUMED INNOCENT. 3. Stephen Klng: MISERY. 4. Janet Dailey: HEIRESS. 5. Doris Mortman: FIRST BORN. $. Louis L’Amour: THE HAUNTED MESA. 7. Jude Deveraux: THE AWAKENING. 8. Johanna Llndsey: TENDER REBEL. 9. Danielle Steol: FINE THINGS. 10. Robert A. Heinlein: TO SAIL BEYOND THE SUNSET. 11. Douglas Adams: DIRK GENTLY’S HOLISTIC DETECTIVE AGENCY. 12. John Saul: THE UNLOVED. 13. David Dvorkin: TIMETRAP. 14. Marge Piercy; GONE TO SOLDIERS. 15. Alexandra Rlpley: NEW ORLEANS LEGACY. Rit almenns eðlis: 1. Bernic S. Siegel: LOVE, MEDICINE & MIRACLES. 2. Bitl Cosby: FATHERHOOD. 3. Ravl Batra: THE GREAT DEPRESSION OF 1990. 4. Patty Duke, Kenneth Turan: CALL ME ANNA. 5. Joseph Campbell, Bill Moyers: THE POWER OF MYTH. 6. Allan Bloom: THE CLOSING OF THE AMERIC- AN MIND. 7. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 8. Allne: THE SPY WORE RED. 9. E.D. Hirsch Jr. CULTURAL LITERACY. 10. Echo Heron: INTENSIVE CARE. (Bygst í New York Times Book Roview) Danmörk: Metsöluklljur: 1. Elspeth Huxley: FLAMMETRÆERNEITHIKA (1). 2. Jean M. Auelt HULEBJ0RNENS KLAN. (4). 3. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERENE. (3). 4. Mllan Kundera: TILVÆRELSENS UI.IDELIGE LETHED. (2). $. Andersen-Nexö: PELLE EROBREREN. (9). 6. Isabel Allende: ÁNDERNES HUS. (6). 7. Jean M. Auel: HESTENES DAL. (5). 8. Helle Stangerup: CHRISTINE. (7). 9. Isabelle Allende: KÆRLIGHED OG MÖRKE. {-). 10. Saint-Exupéry: DEN LILLE PRINS. (-). (T«lur Innan »vla« lékna rö« bókar vlkuna S undan. Byggt a Polltiken Sondag.) Umsjón: Elías Snæland Jónsson legum aðferöum. Reyndar má segja aö hér sé tveimur söguþráöum blandað saman í einn: annars vegar leitinni að hryðjuverkamönnunum, hins vegar tilraunum með hugsana- flutning sem Hazard og félagar stunda með góðum árangri. Ástir og ástríður Og þá er það „hrífandi ástarsag- an“. The Awakening, sem hefur und- anfarið verið á metsölulistum vest- anhafs, byggir á sögulegum grunni - átökum landbúnaðarverkamanna og landeigenda í Kaliforníu árið 1913. Söguhetjumar tvær em Amanda Caulden, dóttir stórbónda þar vestra, og Hank Montgomery, einn helsti forvígismaður hins nýja stéttarfélags landbúnaðarverkafólks á staðnum. Amanda hefur alla tíð búið í alls- nægtum í skjóli fjölskyldunnar og aldrei fyrr komist í kynni við mann eins og Hank né kynnst kjörum þess fólks sem hann er aö berjast fyrir. Samband hennar viö verkalýösfor- ingjann veldur því miklum breyting- um á lífi hennar, og andstöðu sumra hennar nánustu. Ákafar ástríður kvikna hjá þeim skötuhjúum, sem einsetja sér að yfirstíga alla erfið- leika. Sem sagt: fjórar kjörnar í fríiö! Fljúgandi furöuhJutir LIGHT YEARS. Höfundur: Gary Kinder. Penguin Books, 1988. Tilkynningar um fljúgandi furðuhluti eru býsna algengar. í Bandaríkjunum og víðar hafa farið fram ítarlegar rannsóknir á vitnisburðum manna um slík fyr- irbæri. Ýmsir telja sig hafa séö geimskip frá öðrum hnöttum og leggja jafnvel fram ljósmyndir sem þeir hafa tekið því til sönn- unar. Viö rannsókn mála hefur gjarn- an komið í ljós aö hægt er að skýra sýnir slíkra vitna á full- komlega eölilegan hátt. Þá hefur gagnrýnin.athugun gjaman sýnt að ljósmyndir, sem eiga að sýna „fljúgandi diska”, hafa verið fals- aðar. En í sumum tilvikum hafa rannsóknaraðilar átt í erfiðleik- um meö að skýra vitnisburði og myndir á fullnægjandi hátt. Þessi bók íjallar um eitt slíkt mál: Sýn- ir og myndir svissnesks bónda, Eduard Meier að nafni. Meier fullyrðir að hann hafi átt mikil samskipti við geimfara frá „Pleia- des“. Geimskip þeirra hafi hann hitt meira en eitt hundrað sinn- um í skógi nokkuð frá heimili sínu. Máh sínu til stuðnings lagði hann fram fjölda mynda. Þeir, sem leggja trúnað á slíkar frásagnir, telja hér um stórmerka atburði að ræða. Og vissulega hefur Meier lagt fram ýmis gögn og vitnisburði sem vafist hafa fyrir rannsóknaraðilum í Banda- ríkjunum að skýra, m.a. vegna skorts á frumgögnum. Saga Mei- ers er rakin hér í máh og mynd- um og skýrt frá viðbrögðum og áhti rannsóknaraðila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.