Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. Sérstæð sakamál Morðinginn hafði handjárnin tilbúin Þau voru hins vegar úr sykri og voru skreyting á afmælistertu. Lög- reglan kom aftur meö handjárn úr haldbetra efni eftir að ný vísindaupp- götvun geröi henni kleift aö finna manninn sem hafði myrt tvær ungar stúlkur eftir aö hafa misboðið þeim gróflega. Hvaö áttu þeir sameiginlegt, maö- urinn sem ekið haföi með grátandi barn í aftursætinu á bíl sínum og visindamaöurinn sem sat viö smá- sjána í rannsóknarstofu sinni? Þeir höíöu aldrei séð hvor annan en nöfn þeirra verða oft nefnd í sömu and- ránni sakir uppgötvunar sem er talin ein sú merkasta, ef ekki sú almerk- asta, á sviöi afbrotafræðinnar á þess- ari öld því aö hún gefur öruggari vísbendingar um glæpamenn en fingraför. Sagan af mönnunum tveimur verður nú sögð hér á eftir. Tvö morð Framin voru tvö morð í greiía- dæminu Leicester á þremur árum og ollu þau rannsóknarlögreglunni þar miklum heilabrotum. Það fyrra var framiö kalt nóvenjberkvöld 1983. Þá var fimmtán ára skólastúlka, Lynda Mann, á leiö heiman að frá sér í smábænum Narborough til þess að heimsækja vinkonu sína í ná- grannabænum Enderby. Hún komst aldrei á leið'arenda og alla nóttina stóð yfir leit að henni. Daginn eftir fannst svo lík hennar á fáförnum stíg. Tæpum þremur árum síðar var svo framið annað morð á þessum slóðum og var margt likt með þvi og fyrra morðinu. í það sinn var fómardýrið fimmtán ára gömul stúlka, Dawn Ashworth frá Enderby. Lík hennar fannst 2. ágúst 1986 á stíg milli bæj- anna tveggja. Kynferðisglæpir Ljóst var að kynferöislega brengl- aður maður hafði verið að verki í bæði skiptin. Lynda Mann haföi orð- ið fyrir heiftarlegri líkamsárás og hlotið marga áverka en síöan hafði henni verið nauðgað og þar á eftir hafði vasaklút hennar verið brugöið um háls hennar og hún kyrkt. Lynda hafði verið lagleg og kát stúlka og lögreglunni tókst ekki að finna neitt sem bent gat til þess hver morðing- inn var. Það eina sem hugsanlega gat komið henni á sporið var dáhtill sæðisdropi sem fannst á jöröinni viö hliö líksins. Var hann vandlega geymdur. Er leit varð gerð á staðnum þar sem lík Dawn Ashworth fannst var sæðis- dropi sömuleiðis eina hugsanlega vísbendingin. Var hann sömuleiðis tekinn til geymslu. Colin Pitchfork. Myndin er tekin á brúðkaupsdaginn. Handtaka Nokkru eftir að síðara morðið var framið var því veitt athygli að ungur maður, Richard nokkur Buckland frá Leicester, tók að venja komur sínar á staðinn þar sem lík Dawn Ashworth haföi fundist. Lögreglan tók hann til yfirheyfslu enda grnnaði hún hann um bæði morðin. í fram- haldi af handtökunni voru bæði sæð- issýnin og blóösýni send til vísinda- manns við Leicesterháskólann, Dr. Ians Jeffreys, en hann haföi þá fyrir skömmu gert mjög merka uppgötv- un. Honum haföi tekist aö sýna fram á að íkonin í deoxyríbósakjamsýru, DNA, hvers einasta einstaklings hafa að geyma sérstakt táknróf sem er mismunandi hjá hverjum og einum og getur því veriö nákvæmari vís- bending en fingraför. Eru líkumar á því að vísbendingin sé röng aðeins ein á móti tuttugu og fimm milljón- um. Það er því ekki að furða þótt margir telji þetta merkustu upp- götvun á sviði afbrotafræðinnar á þessari öld. Meira um uppgötvunina Til þess að hagnýta megi þessa nýju uppgötvun til að finna glæpa- mann eða staðfesta hver einhver er dugar að fyrir hendi sé sýni af blóði, hári eða sæði. Meira að segja eitt ein- asta hár af höföi manns dugar því að DNA-sameindimar hafa sérstaka byggingu hjá hverjum og einum. Stafar það af því að DNA, efni íkon- anna eða genanna, ræður röð núkle- tíða innan kjarnsýrusameinda sem myndast í viök'omandi frumu. Mögu- legt er að ljósmynda DNA-mynstrin og nota myndirnar til samanburðar, rétt eins og gert er þegar tölvur era látnar vinna úr strikum á vörum sem seldar em í matvöruverslunum og víðar. Ekki sá seki Þegar Dr. Jeffreys hafði rannsakaö sýnin þijú sem honum vom send lýsti hann því yfir að Richard Buck- land, ungi maðurinn sem handtek- inn hafði verið, gæti ekki verið sá seki. Ljóst væri hins vegar að sami maður heföi myrt bæði Lindu Mann og Dawn Ashworth. Buckland var látinn laus og beðinn um að blanda sér ekki frekar í málefni lögreglunn- ar en í yfirheyrslum haföi hann þá játað á sig bæði morðin. Lögreglan var því engu nær en hún haföi verið fyrir handtöku hans. 5.500 blóðsýni Allir karlmenn á aldrinum þrettán ára til fimmtugs í héraðinu vom nú hvattir til þess að láta taka úr sér blóðsýni. Alls gáfu 5.500 sig fram en tveir menn neituðu að láta taka úr sér blóð. Bar annar þeirra við trúar- legum ástæðum en hann haföi fjar- vistarsannanir þau kvöld sem morð- in höfðu verið framin. Hinn maður- inn var Colin Pitchfork, tuttugu og sjö ára bakari sem vann í smábænum Littlethorpe skammt frá Narborough og Enderby. Hann var kvæntur og átti tvo drengi en sá yngri þeirra hafði fæðst aðeins tveimur mánuð- um áður en Lynda Mann var myrt árið 1983. Lögreglan haföi reyndar látið sér til hugar koma að hann kynni að vera sá seki þvi að hann hafði tvívegis verið handtekinn fyrir annarlegt framferöi við stúlkur sem hann mætti á fáförnum stöðum. Pitchfork margneitaði að láta taka úr sér blóðsýni. Dag einn kom hann hins vegar til vinnufélaga sinna og konu, Carol, og sagði aö hann hefði farið til læknis til þess að láta taka úr sér blóðsýni. Var hann með htinn plástur á handleggnum og undir hon- um var nálarstunga. Dr. Jeffreys rannsakaði sýnið en komst að þeirri niðurstöðu að Pitch- fork væri ekki sá sem lögreglan væri að leita að. Vakti það mikla undrun rannsóknarlögreglumannanna sem vom er hér var komið famir að gruna Pitchfork sterklega um að vera sá seki. Blóðsýnið haföi hins vegar hreins- að Pitchfork gersamlega af öllum grun. * Vinargreiði Einn af starfsfélögum Colins Pitch- forks í bakaríinu var Ian Kelly, tutt- ugu og þriggja ára. Voru þeir góðir vinir. Eitt kvöld í september í fyrra, er Pitchfork var einn við eftirvinnu, fór Kelly með nokkrum vinum sínum á krá. Þegar hann hafði fengið sér dálítið neðan í því losnaði um mál- beinið á honum og hann fór að tala um hve góð vinátta hans og Pitch- forks væri. Kelly sagði nú svo frá að Pitchfork heföi veriö hræddur við að láta taka úr sér blóðsýni af því að hann heföi tvívegis komist í kast við lögregluna og því óttast að hann yrði sakaður um moröin á stúlkunum tveimur. Þess vegna heföi hann beðið sig um að fara fyrir sig til læknis til þess að láta taka úr sér blóðsýni í hans stað. Kvaðst Kelly hafa gert það. IanKelly var ekki einn af þeim sem áður höfðu látið taka úr sér blóð í sambandi við rannsókn málsins því að hann bjó utan þess svæöis sem lögreglan hafói afmarkað. Áöur en hann fór til læknisins haföi Pitchfork sagt honum eitt og annað um íjöl- skyldu sína og loks sett mynd af sér í persónuskilríki hans. Með þau hélt Kelly svo til læknisins og blóðsýnis- tökunnar. Félögum Kellys fannst mikið til um söguna og hún greinilegt merki um sterka vináttu. En rétt hjá ungu mönnunum sat stúlka sem heyrði á tal þeirra og hún hélt beint til lög- reglunnar. Síðasta kakan Kelly var nú handtekinn og stað- festi hann þá fyrri frásögn sína. Þá kom röðin að Pitchfork. Er komið var heim til hans sagði kona hans að hann væri við vinnu í bakaríinu. Þar reyndist hann vera að leggja síð- ustu hönd á afmælistertu sonar lög- regluþjóns en hún var skreytt með handjámum og lögregluhjálmi úr sykri. Það voru aftur á móti önnur og sterkari handjám sem lögð voru á Colin Pitchfork. Og þegar honum var sagt frá hverju Kelly heföi skýrt varð honum ljóst aö honum væri ekki lengur stætt á því að segja ósatt og játaði hann á sig bæði morðin. Er kona hans kom svo á fund hans varð lögreglan að veija hann fyrir henni því reiði hennar var svo mikil. Með barn í aftursætinu Kvöldið sem Cohn Pitchfork myrti Lyndu Mann haföi hann verið nýbú- inn að aka konu sinni í kvöldskóla og var hann með tveggja mánaða son þeirra í aftursggtinu er hann lokkaði Lyndu inn í bílinn, réðst á hana, nauðgaði og kyrkti síðan rétt hjá bílnum. Einn hafði hann þó verið er hann myrti Dawn Ashworth. Við yfirheyrslur kom fram að Colin Pitchfork var eitt sinn búinn að lokka þriðju stúlkuna, átján ára gamla, inn í bíl sinn og ætlaði að fara eins með hana og hinar tvær er hon- um varð litið á úrið og sá að hann yrði of seinn í kvöldmat en kona hans var mjög ströng við hann ef hann kom of seint heim í kvöldmat. Varð það til þess að þessi unga stúlka slapp lifandi frá honum því að hann lét hana fara frá sér til þess að geta haldið beint heim. Ævilangt fangelsi var dómurinn sem Cohn Pitchfork fékk. Otton dóm- ari sagði er hann kvað upp dóminn: „Hefði dr. Jeffreys ekki gert þessa dásamlegu uppgötvun sína gengir þú laus.“ Mál þetta hefur fengið mikla um- fjöllun í fjölmiðlum. Þessari nýju tækni er nú beitt í Bretlandi til þess að reyna að upplýsa um fimmtíu mál sem ekki hafði tekist að leysa og á næstunni verður hún tekin í þjón- ustu rannsóknarlögreglunnar í mörgum öðmm löndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.