Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. 45 DV íþróttapistill Einari rétt hjálparhönd Líf landsliðsmanna okkar í handknattleik er ekki dans á rós- um þessa dagana. Sem kunnugt er tekur liðið nú þátt í alþjóðlegu móti í Austur-Þýskalandi en jafn- framt mótinu eru stundaðar erf- iðar æfingar. Þegar þetta er skrif- að hafa Islendingar leikið einn leik á mótinu. Tap gegn Austur- Þjóðverjum með einu marki á þeirra heimavelli eru í raun mjög svo viðunandi úrsht fyrir okkar menn þó auðvitað sé adltaf stefnt að sigri. Staðreyndin er hins vegar sú að enn eiga landsliðsmenn okkar langan veg fyrir höndum áður en að ólympíuleikunum í Seoul kemur í september. Úrslitin í leikjunum í Austur-Þýskalandi skipta í raun engu máli og því er ekki ástæða til svartsýni þó sigr- ar hafi látið á sér standa í yfir- standandi keppnisferð landsliðs- ins. Viðtal í DV ýtti við forráða- mönnum KRON Fyrir um ári birtist á íþrótta- síðu DV viðtal við spjótkastarann Einar Vilhjálmsson. Eins og gjarnan í viðtölum var rætt um heima og geima: í viðtalinu í DV á sínum tima kom fram aö Einar starfaði í lögreglunni samfara því að æfa íþrótt sína. Að sögn ísólfs Gylfa Pálmasonar hjá KRON (Kaupfélagi Reykjavíkur og ná- grennis) vakti þetta viðtal DV við Einar athygli manna þar á bæ og skömmu síðar ákvað KRON að styrkja Einar með Ijárframlög- um. Samningurinn endurnýjað- ur í vikunni var síðan gengið frá endurnýjun á samkomulagi á milli Einars og KRON sem felur í sér áframhaldandi fjárstuðning KRON viö spjótkastarann. Mikið mega þetta vera gleðileg tíðindi fyrir Einar og okkur öll sem fylgj- umst með frammistöðu hans, full af spennu, stolti og kröfum. Hing- að til hefur Einar séð um að við- halda þessum þremur þáttum í hugum.allra landsmanna og víst er að styrkurinn rausnarlegi frá KRON mun ekki verða til annars en að Einar leggi enn harðar að sér og um fram allt: að hann eigi auöveldara með að stunda íþrótt sína. Risavaxiö framtak KRON er glæsilegt og vonandi verður það til þess að aðrir aflögufærir aðilar beini buddum sínum að íslenskum íþróttamönnum í fremstu röð á næstunni. Lofsvert framtak í Hvammsvík Eins og fram hefur komið á íþróttasíðu DV er hafið lengsta golfmót íslandssögunnar í Hvammsvík í Kjós. Þar munu all- ir bestu kylfmgar landsins reyna með sér í sérkennilegu móti. Móti sem er sérkennilegt fyrir þær sakir annars vegar að standa yfir frá 12. júlí til 18. september og hins vegar fyrir afar glæsileg verðlaun og reyndar glæsilegri en áður hefur verið hér á landi. Keppt er í þriggja manna riðlum og þrír efstu riðlarnir leika síðan til úrslita á stórfenglegum golf- velh í Skotlandi í haust. Þá gefst kylfingum kostur á að vinna sér inn glæsivagna frá Sveini Egils- syni, Ford Bronco eða Mercury Topaz og hnattreisu með Flug- leiðum með því að fara holu í höggi á tveimur brautum vallar- ins í Hvammsvík í Kjós. Og það sem er kannski merkilegast við þetta merkilega mót er að þátt- takendum gefst kostur á að keppa aftur og aftur til 18. september. Skemmtileg nýbreytni hjá Óla Skúla í Laxalóni. Fá mörk skoruð á rás 2 Ekki er það í frásögur færandi að ég var á dögunum að horfa á Sjónvarpið. Birtist þá allt í einu auglýsing frá rás 2 og var þar sérstaklega veriö að auglýsa íþróttarásina sem er sérstakur þáttur á rás 2 þar sem fjallað er um íþróttir og íþróttaviðburði. Einn íþróttafréttamanna ríkis- sjónvarpsins kom fram í auglýs- ingunni og lofaði hann „íþrótta- rásina“ mjög. 5. júli fóru fram sjö_ leikir í Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Athug- ið sjö leikir. Ég .var á vakt þetta kvöld og þegar líða tók á kvöldiö fór ég fljótlega aö taka eftir því að símhringingar ágerðust, þar sem fólk úti í bæ lýsti yfir megnri óánægju með þaö að ekki heyrð- ist hósti né stuna frá íþrótta- fréttamönnum ríkissjónvarpsins. Mjólkurbikarinn - Rás 2 29:0 í auglýsingunni, sem áður er vitnað í, var því beint til almenn- ings að réttast væri að hlusta á íþróttarásina á rás 2. Og sagt var: „Hlustið á íþróttarásina á rás 2 þar sem mörkin eru skoruð.“ Nú vildi svo til að kvöldi 5. júlí að hvorki fleiri né færri en 29 mörk voru skoruð í bikarleikjun- um sjö. Ekkert þeirra var skorað á rás 2. Stjörnur mæta í Laugardal- inn Það hefur víst ekki farið fram- hjá neinum að búið er að draga í Evrópukeppnunum í knatt- spyrnu.' Valur og Fram duttu í lukkupottinn að þessu sinni en Skagamenn voru óheppnir og eiga alla mína samúð. Reyndar var kominn tími til að flestra mati að Fram fengi þekkta og snjalla mótherja. Koma spánska liðsins Barcelona er hvalreki á fjörur knattspyrnu- unnenda og sömuleiðis koma franska liðsins Mónakó sem mætir Val. Skagamenn eiga eflaust mesta möguleika á að komast áfram í Evrópukeppninni en þeir leika nú í UEFA-keppn- inni. Þeir drógust gegn ung- verska liðinu Ujpest Doza. Stefán Kristjánsson • Einar Vilhjálmsson spjótkastari og isólfur Gylfi Pálmason, fulltrúi KRON, innsigla stórglæsilegan stuöning KRON við Einar Vilhjálmsson. DV-mynd GVA LAUSAR KENNARASTÖÐUR Tvo kennara vantar aö Reykholtsskóla í Biskups- tungum. Meðal kennslugreina íþróttir. Upplýsingar veita Unnar Þór í síma 98-68831 og Þor- finnur í síma 98-68863. ÞROSKAÞJÁLFAR Svæðisstjórn málefna fatlaðra, Austurlandi, auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar, frá hausti eða eftir nánara samkomulagi. 2 stöður deildarþroskaþjálfa í þjónustumiðstöðinni Vonarlandi, Egilsstöðum, 1 staða deildarþroskaþjálfa á sambýlinu Stekkjartröð 1, Egilsstöðum. Aðstoð við útvegun húsnæðis. Nánari upplýsingar um starfsvið og starfstíma gefa forstöðumaður Vonarlands í síma 97-11577 á skrifstofutíma og forstöðumaður sam- býlis í síma 9711877 frá kl. 8 til 13. Umsóknir ósk- ast sendar á sömu staði. JEPPAEIGENDUR- ATHUGIÐ Nýkomnar svart- ar brettaútvíkk- anir á Pajero og Trooper, útveg- um einnig á aðrar jeppategundir. /4©, Bifreióaverkstæói Tcmgaihðföa 8-12 'Arna Gislasonar hf HEILOÆRSLUN VIDGERDIR BIMBGA Og (91) 685504 OPNUNARTÍMI SMÁAUGLÝSINGA: Virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 9-14. sunnudaga kl. 18-22 ★ Afsöl og sölutilkynningar bifreiða. ★ Húsaleigusamningar (löggiltir). ★ Tekið á móti skriflegum tilboðum. SÍMINN ER 27022. UV ^ ,5 KVARTMILUKEPPNI VERÐUR HALDIN sunnudaginn 1 7. júlí kl. 14.00 á kvartmílubrautinni við Straumsvík. Keppt verður í öllum flokkum. Keppendur mæti fyrir kl. 12.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.