Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. 29 Hinhliðin húsfadir í augnablikinu'' - segir Ómar Torfason, knattspymumaður í Fram Ómar Torfason og aðrir knattspyrnu- menn úr Fram hafa verið í sviðsljósinu síðustu daga og þá kannski sérstaklega í kringum dráttinn í Evrópukeppnina í knattspymu. Fram- arar drógust sem kunnugt er gegn spænska stórliðinu Barcelona 1 fyrstu umferð og var Ómar mjög ánægður með að fá þetta fræga lið sem mótherja í fyrstu um- ferðinni. Ómar er svo að segja nýkominn til íslands eftir tæplega þriggja ára veru í Sviss. Ómar er nú aftur kominn til Fram en síðast er hann lék með liðinu varð hann marka- kóngur í 1. deild. Svör Ómars,. sem fæddur er á ísafirði, fara hér á eftir: Fullt nafn: Ómar Torfason. Fæöingardagur og ár: 1. febrúar .1959. Eiginkona: Sigurlaug Hilmars- dóttir. Börn: Sandra, sex ára, og Sif, níu rriánaða. Bifreiö: Opel Omega, árgerð 1987. Starf: Húsfaðir. Laun: Laun erfiðisins. Áhugamál: íþróttir. Hvað hefur þú fengið margar töi- ur réttar í lottóinu? Ég hef ekki spilað grimmt en fengið mest þrjár tölur réttar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera i góðu fríi. Hvað fuinst þér leiðinlegast að gera? Ég er einna minnst fyrir garðvinnu ýmiss konar. Uppáhaldsmatur: Vel matreiddur fiskur. Uppáhaidsdrykkur: Bjór. Hvaða íslenskur íþróttamaður stendur fremstur í dag? Einar Vilhjálmsson og Arnór Guðjohn- sen. Uppáhaldsblað: DV. Uppáhaldstímarit: Mannlíf. Fallegasti kvenmaður sem þú hefur séð fyrir utan konuna þína: Bo Derek. Hlynntur eða andvígur rikis- stjórninni: Ég er nú svo að segja nýkominn til landsins en er frek- ar hlynntur henni og vonandi tekst henni að leysa .úr þeim vanda sem við er aö glíma. í hvaða sæti hafnar íslenska Jandsliöið í handknattleiks- keppm ólympíuleikanna? Ég er bjartsýnn og spái þvi að ísland leitó um 3.-4. sætið. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Hnefaleikakappann Mike Tyson. Uppáhaldsleikari: Jack Nichol- son. Uppáhaldssöngvari: Helgi Björnsson, gamli kunninginn frá ísafirði. Uppáhaldsstjómmálamaður: Jón Baldvin Hannibalsson, en þaö er spuroing hvaö það varir lengi. Hlynntur eða andvígur bjómum: Hlynntur honum. Hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi: Hlynnt- ur en ég neita því ekki aö þeir mættu borga meira en Þeir gera. Hver útvarpsrásanna fmnst þér best? Sfjarnan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Bjarni Dagur Jónsson á Stjömunni. Hvort horfir þú meira á Sjón- varpiö eða Stöð 2? Ég horfi sama og ekkert á sjónvarp yfir sumar- mánuðina og get því ekki gert upp á milli. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Nafni minn Ragnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég hef bara einu sinni fariö á skemmti- stað frá því ég kom aftur til lands- ins. Þá fór ég á Hótel ísland og það var mjög gott. Uppáhaldsfélagí íþróttum: Fram. Að hverju stefhir þú á þéssu ári? Að verða ísiands- og bikarmeist- ari meö Fram í knattspymunni. Hvað ætlar þú að gera í sumar- leyfinu? Ég reikna meö því aö taka sumarfrí í haust og fara þá til útlanda og hafa þaö huggulegt -SK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtalinni fasteign: á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. júlí nk. kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ámi Guðjónsson, hrl, Gjald- heimtan í Reykjavík og Landsbanki íslands. Óttarstaðir I, Hafriarfirði þingl. eig. Óli A. Bieltvedt, 061042-7099, fer fram BÆJARFÓGETINN í HAFNARFIRÐI, GARÐAKAUPSTAÐ 0G SELTJARNARNESL SÝSLUMAÐURINN í KJÓSARSÝSLU. — FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við grunnskóla. Vesturlandsumdæmi: Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Akra- nesi, meðal kennslugreina líffræði og stærðfræði í 7.-9. bekk, sérkennsla, tónmennt og kennsla yngri barna, Ólafsvík, meðal kennslugreina enska, mynd- mennt, sérkennsla og kennsla við forskóladeild, Hell- issandi, Eyrarsveit, meðal kennslugreina danska, líf- fræði og samfélagsfræði í eldri bekkjum, Stykkis- hólmi, meðal kennslugreina enska og kennsla yngri barna, Andakílsskóla, Laugargerðisskóla, meðal kennslugreina enska og íþróttir og Laugaskóla, með- al kennslugreina íslenska og erlend mál. Austurlandsumdæmi: Staða skólastjóra og grunnskólakennara við Grunn- skólann, Bakkafirði. Staða skólastjóra og grunnskóla- kennara við Brúarásskóla. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Seyðisfirði, meðal kennslugreina íþróttir, smíðar og náttúrufræði. Eiðum, Fáskrúðs- firði, meðal kennslugreina smíðar og náttúrufræði og Djúpavogi, Fellaskóla, Nesjaskóla, meðal kennslugreina íslenska og enska og Hrollaugsstaða- skóla. Sérkennarar og aðstoðarfólk óskast við Skóla barna- og ungiingageðdeildar Landspítalans. MARSHAL ■ HJOLBARÐAVERKSTÆÐIÐ HAGBARÐI HF. ARMULA 1 - SIMI 687377 Það er ekki nóg að vera á góðum bil, hann þarf einnig að vera á góðum dekkjum. Hjól- barðinn þarf að vera endingargóður og með góðu mynstri. Hann þarf að grípa vel og hafa góða aksturseiginleika. MARSHAL hjólbarðinn er byggður upp með þetta í huga. STÆRÐ VERÐ 155 sr 12 1750 135 sr 13 1750 145 sr 13 2050 155 sr 13 2090 175/70 sr 13 2550 185/70 sr 14 2850
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.