Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Side 29
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. 29 Hinhliðin húsfadir í augnablikinu'' - segir Ómar Torfason, knattspymumaður í Fram Ómar Torfason og aðrir knattspyrnu- menn úr Fram hafa verið í sviðsljósinu síðustu daga og þá kannski sérstaklega í kringum dráttinn í Evrópukeppnina í knattspymu. Fram- arar drógust sem kunnugt er gegn spænska stórliðinu Barcelona 1 fyrstu umferð og var Ómar mjög ánægður með að fá þetta fræga lið sem mótherja í fyrstu um- ferðinni. Ómar er svo að segja nýkominn til íslands eftir tæplega þriggja ára veru í Sviss. Ómar er nú aftur kominn til Fram en síðast er hann lék með liðinu varð hann marka- kóngur í 1. deild. Svör Ómars,. sem fæddur er á ísafirði, fara hér á eftir: Fullt nafn: Ómar Torfason. Fæöingardagur og ár: 1. febrúar .1959. Eiginkona: Sigurlaug Hilmars- dóttir. Börn: Sandra, sex ára, og Sif, níu rriánaða. Bifreiö: Opel Omega, árgerð 1987. Starf: Húsfaðir. Laun: Laun erfiðisins. Áhugamál: íþróttir. Hvað hefur þú fengið margar töi- ur réttar í lottóinu? Ég hef ekki spilað grimmt en fengið mest þrjár tölur réttar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera i góðu fríi. Hvað fuinst þér leiðinlegast að gera? Ég er einna minnst fyrir garðvinnu ýmiss konar. Uppáhaldsmatur: Vel matreiddur fiskur. Uppáhaidsdrykkur: Bjór. Hvaða íslenskur íþróttamaður stendur fremstur í dag? Einar Vilhjálmsson og Arnór Guðjohn- sen. Uppáhaldsblað: DV. Uppáhaldstímarit: Mannlíf. Fallegasti kvenmaður sem þú hefur séð fyrir utan konuna þína: Bo Derek. Hlynntur eða andvígur rikis- stjórninni: Ég er nú svo að segja nýkominn til landsins en er frek- ar hlynntur henni og vonandi tekst henni að leysa .úr þeim vanda sem við er aö glíma. í hvaða sæti hafnar íslenska Jandsliöið í handknattleiks- keppm ólympíuleikanna? Ég er bjartsýnn og spái þvi að ísland leitó um 3.-4. sætið. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Hnefaleikakappann Mike Tyson. Uppáhaldsleikari: Jack Nichol- son. Uppáhaldssöngvari: Helgi Björnsson, gamli kunninginn frá ísafirði. Uppáhaldsstjómmálamaður: Jón Baldvin Hannibalsson, en þaö er spuroing hvaö það varir lengi. Hlynntur eða andvígur bjómum: Hlynntur honum. Hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi: Hlynnt- ur en ég neita því ekki aö þeir mættu borga meira en Þeir gera. Hver útvarpsrásanna fmnst þér best? Sfjarnan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Bjarni Dagur Jónsson á Stjömunni. Hvort horfir þú meira á Sjón- varpiö eða Stöð 2? Ég horfi sama og ekkert á sjónvarp yfir sumar- mánuðina og get því ekki gert upp á milli. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Nafni minn Ragnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég hef bara einu sinni fariö á skemmti- stað frá því ég kom aftur til lands- ins. Þá fór ég á Hótel ísland og það var mjög gott. Uppáhaldsfélagí íþróttum: Fram. Að hverju stefhir þú á þéssu ári? Að verða ísiands- og bikarmeist- ari meö Fram í knattspymunni. Hvað ætlar þú að gera í sumar- leyfinu? Ég reikna meö því aö taka sumarfrí í haust og fara þá til útlanda og hafa þaö huggulegt -SK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtalinni fasteign: á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. júlí nk. kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ámi Guðjónsson, hrl, Gjald- heimtan í Reykjavík og Landsbanki íslands. Óttarstaðir I, Hafriarfirði þingl. eig. Óli A. Bieltvedt, 061042-7099, fer fram BÆJARFÓGETINN í HAFNARFIRÐI, GARÐAKAUPSTAÐ 0G SELTJARNARNESL SÝSLUMAÐURINN í KJÓSARSÝSLU. — FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við grunnskóla. Vesturlandsumdæmi: Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Akra- nesi, meðal kennslugreina líffræði og stærðfræði í 7.-9. bekk, sérkennsla, tónmennt og kennsla yngri barna, Ólafsvík, meðal kennslugreina enska, mynd- mennt, sérkennsla og kennsla við forskóladeild, Hell- issandi, Eyrarsveit, meðal kennslugreina danska, líf- fræði og samfélagsfræði í eldri bekkjum, Stykkis- hólmi, meðal kennslugreina enska og kennsla yngri barna, Andakílsskóla, Laugargerðisskóla, meðal kennslugreina enska og íþróttir og Laugaskóla, með- al kennslugreina íslenska og erlend mál. Austurlandsumdæmi: Staða skólastjóra og grunnskólakennara við Grunn- skólann, Bakkafirði. Staða skólastjóra og grunnskóla- kennara við Brúarásskóla. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Seyðisfirði, meðal kennslugreina íþróttir, smíðar og náttúrufræði. Eiðum, Fáskrúðs- firði, meðal kennslugreina smíðar og náttúrufræði og Djúpavogi, Fellaskóla, Nesjaskóla, meðal kennslugreina íslenska og enska og Hrollaugsstaða- skóla. Sérkennarar og aðstoðarfólk óskast við Skóla barna- og ungiingageðdeildar Landspítalans. MARSHAL ■ HJOLBARÐAVERKSTÆÐIÐ HAGBARÐI HF. ARMULA 1 - SIMI 687377 Það er ekki nóg að vera á góðum bil, hann þarf einnig að vera á góðum dekkjum. Hjól- barðinn þarf að vera endingargóður og með góðu mynstri. Hann þarf að grípa vel og hafa góða aksturseiginleika. MARSHAL hjólbarðinn er byggður upp með þetta í huga. STÆRÐ VERÐ 155 sr 12 1750 135 sr 13 1750 145 sr 13 2050 155 sr 13 2090 175/70 sr 13 2550 185/70 sr 14 2850

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.