Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 37
LAUGARD AGUR 16.JÚLÍ ,1988. Bridge Risaveldin á toppnum í BPSON-keppninni Þriðja EPSON-bridgekeppnin var haldin 3. júni sl. en í henni eru spiluð sömu spil alls staðar í heiminum. Áttatíu og flögur þúsund þrjú hundr- uð fimmtíu og sjö pör tóku þátt í keppninni en sigurvegarar urðu tvær bandarískar konur, Horwitz og Norante. Þær skoruðu 76,33% en parið í öðru sæti, sem var frá Rússl- andi, skoraði 75,92%. Eins og í hin tvö skiptin, sem keppnin var haldin, voru íslendingar ekki með, hvernig sem á því stendur. Þrjátíu og sex spil eru spiluð í keppninni og eru þau gefin út í vön- duðu blaði aö keppni lokinni. Hinn kunni kvikmyndaleikari og bridge- meistari, Omar Shariff, hefur rann- sakað öll spilin og skrifað síðan skemmtileg og fræðandi greinarkorn með þeim. Við skulum skoða eitt þeirra og gefum Shariff orðið: A/N-S ♦ D85 ¥ K84 ♦ D64 + ÁD83 ♦ ÁG96 ¥ D53 ♦ K985 + 92 ♦ 32 ¥ Á62 ♦ ÁG1073 + K54 Austur Suður Vestiu: Norður pass ÍT pass 3G pass pass pass „Norður á nóg af háspilum tíl þess að reyna geim og hefur enga ástæðu til þess að halda að það sé betra að spila ht. Besta sögnin er því þijú grönd. Tvö lauf væru hálfgerð blekkisögn með þetta jafna skiptingu og allar aðrar sagnir þyrftu töluvert hugmyndaflug. Og ef marka má sögn norðurs er hann á sömu skoðun. Hann er ef til vill hka að spara tíma því spilið á ■P IVIU/4 V G1097 ♦ 2 ▲ mrv7c undan var bútur sem ávaht tekur lengri tíma í úrspih heldur en hærri sagnir. Urspihð: Hraði norðurs er samt ekki smitandi því austur leggst undir feld. Er rétt að spha sóknarsph eöa hlutlaust? Ekki auðveld ákvörðun. Eina hlutlausa útspihð er laufanía en sennhega velja ekki margir það útsph og það gætí orðiö toppur eða botn. A.m.k. er þaö ekki minn stíll. Bridge Stefán Guðjohnsen Hvað ætli sé vinsælasta útspihð? Áreiðanlega spaði. Því miöur hef ég ofnæmi fyrir útsphum frá ÁG. Mér er því skapi næst að spila út hjarta. Áustur er ennþá undir feldinum og hinir eru orðnir órólegir. Tíminn er að verða búinn. Þá birtist spað- asexan á borðinu. Austur getur vart dulið ánægju sína þegar vestur lætur kónginn. Vörnin tekur síðan fjóra slagi í hvelli' meðan bhndur kastar laufi og tígli en sagnhafi hjarta. Austur spilar nú laufi sem er drep- ið í blindum. Síðan fer sagnhafi heim á hjartakóng og spilar tíguldrottn- ingu. Austur lætur kónginn og blind- ur ásinn. Vestur er hins vegar ekki með í næsta tígul. Það var leitt aö einspihð var ekki áttan eða nían. Sagnhafi tekur síðan tígihtíu og von- ar nú að laufið brotni 3-3. Þegar þaö misheppnast spilar hann hjarta á ásinn. Þótt ýmislegt sé við hæfheika norð- urs að athuga er hann góður að telja. Hann sér því að hjartasexan er orðin slagur. „Þijú grönd unnin,“ hrópar hann þótt hann átti sig ekki alveg á því hvernig kraftaverkið var fram- kvæmt. Þaö gera andstæðingamir ekki heldur og skamma hvor annan fyrir afköstin. Það virðist því rétt aö reyna að stilla til friðar. En bíðið viö. Þið vomð varnarlausir. Þegar tíglarnir voru teknir varð vestur að kasta tveimur hjörtum til þess að geta varið laufið. Síðan, þegar laufm vom tekin, gat austur ekki passað bæði tígulinn og hjartað. Þið eruð fórnarlömb tvöfaldrar kast- þröngar. Austur og vestur horfa á mig eins og eitthvert furðuverk úr geimnum og flýta sér að næsta boröi. Þeir trúðu ekki einu einasta orði en voru of kurteisir tíl þess að segja það.“ Ólympíumót Landsliðsnefnd Bridgesambands íslands hefur valið eftirtahn pör á ólympíumótíð sem haldið er í Fen- eyjum í október. Opinn flokkur Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Amþórsson Jón Baldursson - Valur Sigurðsson Karl Sigurhjartarson - Sævar Þorbjömsson Fyrirhði er Hjalti Ehasson. Omar Shariff. Sanitas-bikarkeppni Bridge- sambandsins Dregiö hefur veriö í 3. umferð (16 sveita úrsht) í Sanitas-bikarkeppni Bridgesambandsins. Eftirtaldar sveitir mætast (heimasveit talin á undan): K.K./Eðvarð Hallgrímsson gegn Sig- urði Siguijónssyni/unghngalands- hðinu. Flugleiðir/Samvinnuferðir gegn Esk- firðingi/Stefáni Pálssyni. Grímur Thorarensen/Jón Hauksson gegn Kristjáni Guðjónssyni/Gylfa Pálssyni. Romex/Ingi St. Gunnlaugsson gegn Ragnari Haraldssyni. Sigmundur Stefánsson gegn Modern Iceland. Magnús Sverrisson gegn . Pólar- is/Birni Friðrikssyni. Hellusteypan gegn Ásgrími Sigur- bjömssyni/Burkna Dómaldssyni. Björgvin Þorsteinsson/Bragi Hauks- son gegn Delta. Leikjum í 3. umferð skal vera lokið sunnudaginn 14. ágúst. Fyrirliðar eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu BSÍ á miðvikudögum og fóstudögum kl. 14-16 til að tilkynna sphatíma og úrsht leiks. Vakin er athygli á því að sveitum er óheimilt aö fresta leikjum upp á sitt eindæmi (fara yfir tímamörk). Leikjum í 2. umferð á að' vera lokið sunnudaginn 24. júh. Mótaskrá Bridgesambands íslands Mótaskrá Bridgesambands íslands fyrir næsta keppnistímabil liggur fyrir. Henni verður dreift til ahra félaga innan BSÍ í lok sumars eða í byrjun hausts er félögin almennt fara að huga að upphafi spila- mennsku. Einnig er minnt á að loka- dagur skila á meistarastigum, sem verða skráð í næstu meistarastíga- skrá, er 1. desember 1988. Skráin sjálf mun koma út í janúar 1989 og verða dreift tíl allra félaga innan Bridge- sambandsins. Vísnaþáttur Sigurður Breiðfjörð og Þuríður formaóur Mætast stálin stinn Þessi vísnaþáttur verður að því leytí frábrugðinn þeim sem áður hafa komið að efni hans er a.m.k. fjörutíu ára gamalt. Það er ritað upp úr safni manns sem legið hefur í gröf sinni tæplega í hálfa öld og þær vísur hér, sem hann hafði ekki getað fundið öruggan höfund að eða tilefni þess hvers vegna ort var. Ég númera vísurnar og bið þá sem einhverjar upplýsingar geta veitt að láta tíl sín heyra. Tólf vísur leita höfundar síns 1. Ég biö að heilsa að Hléskógum, Hallgrími og bóndanum, Steinvöru og stúlkunum. - Styddu nú að orðunum. 2. Fara á skíðum styttir stund, stúlku fríða spenna mund, sigla um víði húnahund, hesti ríða um slétta grund. 3. Glettu anda hulinn hátt hljóðum móðum endi, sléttubanda þulinn þátt þjóðum góðum sendi. 4. Get ég ei veriö góð við þig, Guöbjörg, segir hún Halla. í búrinu þú bagar mig, , björg svo missi ég alla. 5. Fullnæmur má segjast sá sendir hafnar bríma, sem að lærir lomber á liðugum klukkutíma. 6. Gróa á Leiti fréttafróð flytur kvæöavinum, eitt sem kallast asnaljóð eftír höfundinum. 7. Fuglar syngja fógrum klið, flögra kringum hreiöur, unna slyngum alheimssmið ekki ringan heiður. 8. Fram til heiða er feikna snjór og frosnar klakatijónur. Þar fæst aldrei brenndur bjór, þó boðnar séu krónur. 9. Festarmey í faðmlögum, fákinn teygja á kostunum, beita fleyi í byrsældum, - best ég segi af heimslystum. 10. Drengja stundum yndi er essi bráðu renna, strengjahundi víkja á ver, víf í náðum spenna. 11. Fer að hnigna fjör hjá mér, fljótt því tignarævin þver. Á mig rignir ellin þver, af því dignar þankinn hver. 12. Foröist grand og forlög ill frægur randaspillir. Ef þér fjandinn annað vill ég æ skal standa á milli. Nafnið eitt er ekki nóg Nú hef ég höfundarnafn og stund- um bæjarheiti en ekkert meir. Get- ur nokkur bætt viö? Úr sama safni og áður er getíð. 13. Meiðir skútan báran blá, breið við útnes syngur. Reiðiþrútinn rymur á reiður útsynningur. Kristján Guðmundsson 14. Mikið er ég minni en guð, máski það geri syndin. Á átta dögum alsköpuð er nú kirkjugrindin. Sigfús Jónsson 15. Meðlætið um miðnætti og meira sem þá skeði, þakka ég bæði Þuríöi og þeim sem hana léði. Benedikt Þórðarson 16. Með þér þreyjan fór mér frá, fmn að eigi gengur, að ég megi af þér sjá einum degi lengur. Siggeir Pálsson 17. Matarskammtinn menn um bý meina ég fæstir lofi. Þó hringir glói eyrum í Oddnýjar á Hofi. Jón Björnsson 18. Margur nauða byrði ber þó bresti ei auð á foldu, yndissnauður óskar sér ofan í rauða moldu. Jóhannes Jónsson snikkari 19. Guðmund Guðmundsson skóla- skáld þekkja allir, 1874-1919. Vísur eftir hann verða hér ekki að þessu sinni. En alnafna átti hann í Reykjavík á fyrstu árum þessarar aldar sem var hagmæltur-og bók- bindari að iðn. Getur nokkur sagt mér eitthvað um hann? Hann ortí: Það dugar ekki að deila viö dómarann á hæðum, enda hefur hann útvegið okkar pund af gæðum. 20. Það á aö hýða Þorgrím tröll þungt og gríðarlega, húðin níðist af honum öll auös fyrir hlíðar meydóms- spjöll. Erlendur Sturluson 21. Sagan segir að fundum þeirra Þur- íðar formanns og Sigurðar Breið- fjörð hafi borið saman. Hún hafi ætlað að verða fyrri til að yrkja um hann vísu og byrjað: Siggi, böggull syndanna, svona ég orðum haga. En ekki lengra komist, þvi hann hafi þegar botnað: Farðu í víti vindanna og vertu þar alla daga. Jón úr Vör Fannborg 7, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.