Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 16. JTJLl 1988. Þótt halda mætti að þessi væri latur vegna óburstaöra skónna þá mætti frekar segja aö hann væri hirðulaus. Latur maður mundi aldrei nenna að klæða sig i svona bomsur. - Svolítið kærulaus en er sennilega ekkert að spá í hvað öðrum finnst og lætur notagildið ráða. Kaupir skó sem hann notar allan ársins hring i mörg ár. - Gefur til kynna ákveöna, innibirgða reiði. Líklega laumukommi. Þessi maður getur verið til alls vis. Margir myndu van- treysta honum. Sá sem vonar að sér falli velgengni i skaut. Klæðist eins og tískan býður og vonar að fólk veiti sér eftirtekt. - Maður sem vill vera töffari, gljáfægður og er yfirborðs- kenndur. - Sterkur persónuleiki. Jafnvel skapofsamaður. Uppstökkur. Sparkar frá sér og slær menn ef hann mætir andstreymi. Sá þreytti. Að öllum líkindum þunglyndur. - Þessúm er sama. Er líklega listmálari og hefur enn rauðvínið frá kvöldinu áður i „kerlinu". Þjáist af minnimáttarkennd. - Fremur yfirborðskenndur en mjúkur inn við beinið. Eyö- ir ekki peningum i föt en er líklegur að eyða þeim í aðra vitleysu. - Afslappaður og hefur ekki áhyggjur af útlitinu. Þessi stúlka er framhleypin og ágjöm. Hugguleg úr fjarska en gæti verið með örlitla minnimáttarkennd. - Leitar í fataskáp afa og ömmu til að reyna að vera öðru- visi. Finnst tiskan i dag „hallærisleg". - Myndarleg kona í sumarskapi. Skómir mættu vera hreinni. Ekki nægilega hirðusöm, svolitið stressuð. Snobbuð. Ósjálfstæð i hugsun. Duttlungafull. - Þessi vill vera fin á háhæluðum skóm en vill þó hafa þá sæmilega þægilega. Henni er annt um heilsu sína því hún er í þykkum sokkum í háhæluðum skóm, þrátt fyrir aö það sé hræðilega púkó. - Ung kona, húsmóðir, slétt og felld. Skómir koma upp um þig - fótabúnaðurinn lýsir persónu fólks Skomir sem við göngum í segja heilmikið, ef ekki allt, um hvaða manneskju við höfum að geyma. Svo er að minnsta kosti áht margra og víst er að mikið er til í því. Skór setja endapunktinn á klæðnað fólks og framkomu. Með skófatnað- inum gefum við upp ákveðna mynd af okkur sjálfum. „Hann var ósköp myndarlegur og almennilegur í fyrstu viðkynningu. En þegar hann stóð upp og skórnir hans komu í ljós þá hrundi allt sam- an. Ijósbleikir skór við grænar bux- ur. Þessi maður var ekki fyrir mig.“ Með skónum undirstrikum við per- sónu okkar og segjum öðrum hvað við viljum vera. Skórnir koma alltaf upp um fólk. Þeir eru leiðarvísir að innri manni fólks. Skór geta látið okkur líða betur, eða verr eftir atvikum. Sálfræðingar segja að skór geti gefið til kynna hvers konar mynd við viljum að hitt kynið fái af okkur. Þaö er að segja hvaöa augum við lítum okkur sjálf sem kynferðislegar verur. Til dæmis þykja opnir leöurskór meira „sexý“ en kínaskór, og mokkasínur frekar en „bomsur". Litur skónna skiptir líka töluverðu máh. Svartir og brún- ir skór hafa óhk áhrif og rauðir eða hvítir. Helgarblaöið efndi tii smá „rann- sóknar“ á þessu alvarlega máh og dreif sig með ljósmyndara niður í Austurstræti einn bhðviðrisdaginn í vikunni. Þar voru myndaðir skór þeirra sem trítla um götur borgar- innar, skór af hinum ýmsu gerðum. Enda er það fjölbreytilegur hópur fólks sem arkar um strætin. Skipuð var sjö manna dómnefnd sem fékk myndirnar af skónum til athugunar og reyndi að persónugera manneskjuna sem var að baki viö- komandi skóm. Með þessum hætti kom í Ijós hve skór segja í raun mik- ið um eigandann og notandann en geta þó virkað mismunandi á annað fólk, eins og vera ber. -RóG. Ósmekkleg en þægileg. Lífsgæðakapphlaupið snertir hana ekki. Hagsýn og lífsglöð. Ákveðin og formföst. Þykku sokkarnir benda til ákveðinnar hagsýnnar hugsunar. - Hún veit aö hér er allra veðra von. Léttu sandalarn- ir benda þó til ákveðins léttlyndis. - Náttúruunnandi. Sveitastúlka að eðli en hefur villst á mölina. Vill láta sér líða vel í fatnaðinum en er dálitið á kant við útlitið sem hún er að reyna að skapa sér. Leiðindagaurinn. Skómir eru svo vel burstaðir og glansandi aö viðkom- andi hlýtur að vera i meira lagi smámunasamur og eftir því þröngsýnn. Sennilega sjálfstæöismaður. - Hagsýnn maður sem hefur fjárfest í notaleg- um og sæmilega sterkum skóm á útsölu. - Snyrtilegur hippi. - Passar að enginn geti fundið höggstað á sér. Líklega með minnimáttarkennd. - Bein- skeyttur viðskiptamaður sem horfir á útlínur kvenþjóðarinnar í matartiman- um. - Giftur. Þessar I kfnaskónum vilja vera öömvfsi en aðrir og vekja athygll á sér. Frekar, en gætu verið skemmtilega frekar. - Kínaskór bera ekkl vott um þroskaðan listrænan smekk. Þelr sem klæöast slikum skóm eru þeir sem hugsa meira um notagildi hlutanna en fagurfræðllegt gildi þeirra. - Frjálslegur hugsanagangur fylgir þeim sem klæðast kínaskóm. - Óstressaö skólafólk sem notar liklega skóna lika sem inniskó. DV-myndir JAK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.