Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. 17 Spurriingaleikur Veistu fyrr en í fimmtu tilraun? Hér býður DV lesendum að reyna sig við sjö spumingar úr ýmsum áttum. Skráið hjá ykkur stigin og sjáið hve glögg þið eruð. 5 stig 4 stig 3 stig 2 stig lstig «o J-l o cco CD „Geröu alltaf þaö sem rétt er, þaö verður ýmsum til ánægju en undrar aðra,“ sagði hann. Sá sem þetta sagði fæddist árið 1835 en lést áriö 1910. Hann var á meðal frægari rithöfunda og skrifaði meðal annars miklar ferðasögur. Á sínum tíma var hann sagður mesti húmoristi Bandaríkjanna. Hann hét í raun Samuel Langhome en var þekktur undir skáldanafhi. Staöur í veröldinni Borgin er höfuðborg eins Norðurlandanna. t Þar býr um ein milljón íbúa. Borgin er á mörgum eyjum. Hún hefur verið kölluð „Feneyjar norðursins“. Fyrir tveimur árum var heimsfrægur maður skot- inn til bana þar á götu. Fólk í fréttum Hún hefur löngum verið áberandi í þjóðfélaginu. Eiginmaður hennar er einn- ig þekktur maður. Eitt sinn bauð hún sig fi-am í borgarstjómarkosningum. í dag starfar hún meðal ann- ars við sjónvarp. Hún átti stórafmæli á dög- unum. Frægt í sögunni Um er að ræða hörð átok milli sjómaima og útgerðar- manna. Atburðurinn átti sér stað árið 1923 í Reykjavík. Lið útgerðarmanna var nefiit „hvítliðar". Launamál vom undirrót átakanna. Slagurinn endaði með und- irritun samnings. Sjaldgæft orö Orðið getur þýtt að japla. Einnig að tyggja fullum munni. Stundum er það notað í merkingunni að þykja eitt- hvað óskýrt. Orðið er einnig notað um að syngja án orða á sér- stakan hátt. Talað er um að vera... í e-u í merkingunni að vera löð- randi í e-u. C 2 'O S •43» 03 £ Maðurinn var utanríkis- og atvinnumalaráðherra á ár- unum 1942-44. Hann var fæddur árið 1899 í Eyjafirðinum. • Hann var bankastjóri í Landsbankanum og síöar í Seðlabankanum. Maður þessi andaðist árið 1972. Þótt hann væri ráðherra var hann aldrei þingmaður. 0 Rithöfundur Hann var fæddur árið 1888 í V-Húnavatnssýslu *Um skeið var hanfi kennari og rithöfúndur í D^nmörku. Hann ritstýrði Degi á Akur- eyri um tíma. Maðurinn var einn af'for- ystumönnum bindindis- hreyfingarinnar. Nýverið var aldaraftnælis hans minnst með útkomu, bókar um hann. Svör á bls. 44 ...þegar sólin rís eins og þruma upp úr Kína... Klukkan er 6.18 Eff. há. Ég veit þaö trúir þessu enginn. Mér er alveg sama. Ég læðist fram í stofuna og set Pétur Gaut á fóninn. Þá hleyp ég við fót að austurglugganum og er tilbúin þegar: Morgunn eftir Grieg fikrar sig út í stofuna, morgunn eftir Guð fitlar við skýjahnoðrana, sólstafirnir herma eftir Doret. Náttúran stæhr listina og Ustin náttúruna. Þetta er hamingjan og mér hefur tekist að króa hana af, þarna, núna. Ég teygi upp armana. Þá er ég morgungyðjan (eitt andartak harma ég að foreldrar mínir skírðu mig ekki Áróru). Líðandi hreyfing- um strekki ég handleggina upp í rósgylltan himininn (þetta er ekki tilræði við íslenska ballettflokkinn, heldur er ég aö losa um vélritunar- vöðvana). Loftið sifrar af platínu- slegnum geislum sólarupprásar- innar og tónar Griegs leika undir dans rykkornanna. Mitt í þessari höfugu fegurð stend ég, í eigin upprisu. Allt andar friðsæld. Nema ég, sem anda eins og við- skiptavinur Reynolds Tobacco Company. Þá er hundrað ára friðsemd mín rofin. „Fréttir," segir sonur minn. Hann vafrar, slabb, slabb, á svefn- drukknum inniskóm, hálfhring í stofunni. Slekkur á Grieg og kveik- ir á sjónvarpinu. Handleggir mínir síga. (Kipling í Amerískur trompet æðir inn í stofuna. Þetta eru bandarískar kvöldfréttir í beinni útsendingu í gegnum gervihnött klukkan 6.30 að morgni, á fastandi maga. Dan Rather breiðir út faðminn á skerminum: Komið til mín, ahir sem vilja vita að... í Nicaragua eru þessi venjulegu læti. En er það nokkuð slæmt? Það ku vera geysileg fátækt þarna suð- urfrá. Missir þetta fólk af nokkru þótt það fahi fyrir byssukúlu? Þeir. gera líka eitthvað af því að slást á landamærum Hondúras og skjóta óvart fólk sem á heima þar og á ekkert óuppgert við neinn í Nicaragua. Fólkiö í Hondúras segir í sjónvarpinu að það vhji ekki láta óviðkomandi skjóta sig. Það er enginn ánægður þarna niðurfrá. Þetta landamærafólk hokrar í hálfgerðri eyöimörk, mað- ur sér það bára á myndunum, þetta er ekkert líf og fólkið er hreint ekk- ert verr sett dáið. Þá sendir Reagan friðarnefndir. Þær eru fjölmennar, í grænskell- óttum fótum með byssur. Hann sendir líka aðra minni nefnd í jakkafótum th að standa úti á götu og segja í sjónvarpið hvað ástandið sé slæmt. í Panama fær enginn útborgað af því að bankarnir eru lokaðir. Þeir fengju ekki útborgað þótt bankarnir væru opnir, þvi aö þeir hafa enga vinnu. Þá hafa þeir held- ur ekkert að borða. Svo búa þeir í pappaskúrum. Samt vhja líka þeir lifa áfram. ljúfbeisku ljóði, Mandalay) Ég dái þessa konu. Hún hefur elju í talfæri Auður Haralds Þaö er alveg greinhegt að fólkið þarna suðurfrá veit ekki hvað því er fyrir bestu. Sjónvarpsmennimir taka hús- móður tah. Hún býr í pappaskúra- hverfinu en ein álman á skúrnum er með bárujárnsvegg. Hún á níu börn og er með fjóra krullupinna efst á höfðinu. Eitt bama hennar hefur þegar fahið í yfirlið af hungri. til að setja í sig kruhupinna á með- an börnin hníga í kringum hana. Hún stendur sig betur en ég, sem hef ekki haft af að lita slöngulokk- ana út af Banco di Roma. Banco di Roma er voða svipaður bönkun- um í Panama. Hann er í þriðja sæti á hsta mínum yfir góðar ástæður th að fremja sjálfsmorð. í suðurhluta Texas ætla þeir að opna kjamorkuver sem er átta ámm á eftir áætlun. Konan, sem er formaður nefndarinnar gegn verinu, er búin að skrifa niður 600 gaha á útbúnaði þess. Hún og aðrir tryggja okkur að áöur en verið hef- ur starfað í sex mánuði verði risa- kjarnorkuslys. Það gerir ekkert th. Það er at- vinnuleysi þarna í næsta nágrenni við verið og þeir sem ekki deyja geta fengið vinnu við að hjúkra hver öðmm. Verður ekki annaö sagt en að það sé góð lausn á vanda sem staðið hefur óleystur í meira en áratug. Berist eitthvað úrfelh th Evrópu þá erum við thtölulega ónæm. Það gerir Chernobyl, sem var eins konar bólusetning. ísraelsmenn hafa fundið lausn á unghngavandamálinu. í hvert sinn, sem táningur af arabaættum hendir steini, er hann skotinn af ögn eldri gyðverskum unghngi í búningi frá hinu opinbera. En em foreldrarnir þakklátir? Nei, nei. Þá banna ísraelsmenn Palestínuaröb- um að fara út í þrjá sólarhringa. Þeir mega heldur ekki eiga afmæh eða hringja á sjúkrabílinn. Þetta er hraustlega af sér vikið af þjóð sem hefur framfleytt sér í yfir fjörutíu ár á ofsóknum á hendur sér. í Bandaríkjunum segir japanskt stórfyrirtæki upp hvítum starfs- mönnum. En engum gulum. Stóru hvítu mennimir em alveg bijálaðir yfir þessu og em famir í mál við hhu gulu mennina. Svona kynþáttaof- sóknir, segja þeir, því þetta er ekkert annað, verða ekki látnar viðgangast í henni Ameríkunni. Þeir stilla sig. um að vitna í Martin Luther King. Það er aldrei vont bragð af meðali sem maður á ekki að taka sjálfur. Gnask, gnask, segir ristaöa brauð- ið. Krakk, krakk, segja stökksteiktu eggin. Slúrp, slúrp, segir haframjcl- ið í mjólkimú. Smjatt, smjatt, segja pönnukökumar frá í gærkvöldi. Glúgg, glúgg, segir ávaxtahristing- urinn. Sst, sst, segir-drengurinn þegar hann sýgur úr tönnunum. „Nú verða fréttimar endurteknar. Viltu horfa á það?“ spyr hann. Hann efast um að ég nái þessu í einni yfir- ferð. „Nei, takk, það má slökkva," svara ég. „Þá er ég farinn í skólann," segir hann. Skvifjong, skvífjong, segja banda- rísku körfuknattleiksskómir. Hann flaðrar út um dymar, út í þessa nýju, fógm veröld. Ég verð eftir við austurgluggann. Og bíð. En það gerist ekkert. Þá geng ég yfir að fóninum og set arminn á Dauöa Ásu. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.