Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 42
54 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. Ferðamál_____________________________dv Þeir fara mikils á mis sem fara í ferðalagið án korta „Fólk, sem leggur af staö í ferðalag- iö án þess aö hafa með sér gott kort, fer mikils á mis. Það kemst sjálfsagt klakklaust á milli staöa en það veit ekkert um landslagiö í kringum sig og öll örnefni fara fyrir ofan garð og neðan,“ sagði Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands. Danimir unnu mikla grunnvinnu Landmælingar íslands urðu sjálf- stæð stofnun árið 1956 en höfðu áður verið deild innan Vegageröar ríkis- ins. Eitt aðalverkefni stofnunarinnar hefur ætíð veriö kortagerð, en Land- wmælingar byggja þar á grunni sem Geodætisk Institut í Danmörku vann. Landmælingadeild danska í kortaverslun Landmælinga íslands er mikið úrval landakorta. Hér er starfsmaður verslunarinnar, Viðar Lúðviksson, aö skoða eitt kortið. DV-mynd JAK herforingjaráðsins hóf kortagerð hér á landi um síðustu aldamót og Geo- dætisk Institut lauk verkinu árið 1944. „Við höfum nýtt okkur grunn- vinnu Dananna en kortin eru í sí- felldri endurvinnslu, endumýjun og lagfæringu," sagði Ágúst. „Viö gefum út tvö ferðakort, annað mælikvarðanum 1:500 000 og hitt í mælikvarðanum einn á móti milljón. Þá erum viö með tvær útgáfur af aðalkortum. Þau em í mælikvarðan- um 1:250 000 og em gefm út í 9 blöð- um. Þá em atlasblöðin, alls 87, í mælikvarðanum 1:100 000, sem þýðir að einn sentímetri á kortinu sam- svarar einum kílómetra lands. Þá gefum við einnig út ýmis sérkort, sýslu- og hreppakort og jarðfræði- kort, svo eitthvaö sé nefnt. Nýr kortastaðall Nýr kortastaðall er nú aö taka gildi með nýjum merkingum. í hin- - segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands mælikvarðanum 1:50 000 og um 400 kort verða af byggðinni í mælikvarð- anum 1:25 000, sem merkir að hver sentímetri á kortinu samsvarar 250 metrum lands. Þaö hggur mikil vinna í þessum nýju kortum og þaö er ómögulegt að segja hvenær því starfi lýkur. Hins vegar notum við nýja staðalinn í þeim kortum sem við erum að end- urnýja og endurskoða í dag þannig að í framtíðinni verða öll kort með nýja staðlinum." Otal upplýsingar er að finna á kort- um, hvort sem um er að ræða litlu feröakortin eða kort með stærri mælikvörðum. Á ferðakortunum, þar sem einn sentímetri jafngildir fimm kílómetrum lands, eru allir helstu vegir landsins og þeir flokkað- ir. Þá eru þar helstu örnefni og fleiri upplýsingar sem varða ferðamenn sérstaklega. Margvíslegar upplýsingar Þar er til dæmis hægt að sjá hvar má fmna félagsheimili, hótel, veit- ingastaöi, golfvelli, sundlaugar, söfn, heilsugæslustöövar, tjaldstæði, við- gerðarþjónustu og bensínafgreiðsl- ur. Þá má einnig finna þar helstu upplýsingar um jarðfræði, eldstöðv- ar og veðurfar. Þegar kort í stærri mælikvarða eru notuð verða allar merkingar ná- kvæmari, svo sem flokkun vega. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands, bendir hér á leiöbeiningar sem fylgja kortunum og auðvelda notendum kortalesturinn. DV-mynd JAK Bergþóra Óskarsdóttir, starfsmaður í kortaverslun Landmælinga, sýnir við- skiptavini hvaða leið er best að fara. DV-mynd JAK um nýja staðli eru um fjögur hundr- uð merkingar og á kortunum á fólk að geta fengið flestar þær upplýsing- ar sem það fýsir að fá. í nýja staðlin- um verða 197 blöð af öllu landinu í Bæjamöfn og ömefni verða einnig fleiri eftir því sem mælikvarðinn er stærri. Þá er lögð rík áhersla á að merking á kortum sé samsvarandi merkingum á landi þannig að þegar ferðafólkið sér til dæmis vegaskilti geti það fundið nákvæmlega á kort- inu hvar það er statt. Hæðarlínur eru á öllum kortum en þær verða því nákvæmari sem mæli- kvaröinn er stærri. Þá má einnig sjá Ferðir ræktað land og gróöur á nokkrum kortanna. Auðvelt að átta sig á kortunum En er ekki erfitt að lesa kortin og nýta sér allar upplýsingarnar sem þar er að finna? Eru þessi kort fyrir aðra en sérfræðinga? „Nei, það á alls ekki að vera erfitt að átta sig á kortunum í dag. Og þau eru sífellt að verða auðveldari af- lestrar. Um leiö og menn fara að skoða kortin í ró og næði átta þeir sig á möguleikunum. Það er til dæm- is mjög hæg leið að notfæra sér kíló- metramæli bílsins og bera saman við kortið. Þannig á ferðamaðurinn að geta fylgst nákvæmlega með því hvar hann er staddur.“ - En nýtir fólk sér almennt þær upplýsingar sem finna má á kortun- um? „Kortanotendur skiptast eiginlega í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem kynna sér kortin vandlega og skoða þau á meðan ferðast er. Þeir lesa örnefni, bæjaheiti og margt ann- að út úr kortunum og kynnast landi sínu betur. Hinn hópurinn notar kortin bara til að komast nokkurn veginn klakk- laust frá staö A til staðar B. Þeir fara oft mikils á mis. Notendum fjölgar Annars hefur kortanotendahóp- urinn stækkaö mjög á undanfórnum árum og ég held einnig að hópurinn stækki sem notar kortin rétt. Mér finnst þáð nánast nauðsynlegt fyrir ferðafólk að hafa kort með í ferðina ef það ætlar sér að hafa ánægju af henni og kynnast landinu,“ sagði Agúst Guðmundsson. -ATA Bamið A Enda er þar einn elsti og skemmtielgasti dýragarður í heimi. 1!tíl/' WHú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.