Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. 65 Afmæli Bragi Krístjónsson Bragi Kristjónsson, Sólvallagötu 30, Reykjavík, verður finuntugur á morgun. Bragi er fæddur í Rvík og varð stúdent frá Verslunarskóla íslands 1958. Hann var kennari og blaðamaður í Rvík og á Eyrar- bakka 1959-1967 og fulltrúi og síðar deildarstjóri greiðsluskila hjá ÍSAL í Straumsvík 1968-1973. Bragi var í námi í milliríkjaviðskiptum við viðskiptaháskólann í Kaupmanna- höfn 1973-1978 og var gjaldkeri hjá Superfos í Kaupmannahöfn með námi 1973-1975. Hann hefur verið starfsmaöur hjá norska sendiráð- inu í Rvík frá 1976 og jafnframt rekið fombókaverslun í Rvík frá 1977. Rit: Landstólpar I-IV, 1959- 1962. Bragi kvæntist 1. september 1966 Nínu Björk Ámadóttur, f. 7. júní 1941, skáldi. Foreldrar hennar em Árni Sigurjónsson, b. á Hörgshóli í Þverárhreppi í Vestur-Húna- vatnssýslu, og kona hans, Lára Hólmfreðsdóttir. Synir Braga og Nínu em: Ari Gísli, f. 3. mars 1967; Valgarður, f. 21. febrúar 1971, og Ragnar ísleifur, f. 21. mars 1977. Systkini Braga em: Jóhanna, f. 14. febrúar 1940, blaðamaður í Rvík, og Valgerður, f. 12. nóvember 1945, bókaútgefandi í Rvík, gift Bimi Theódórssyni, framkvæmdastjóra hjá Flugleiðum. Foreldrar Braga eru Kristjón Kristjónsson, framkvæmdastjóri í Rvík, og kona hans, Elísabet ísleifs- dóttir. Föðurbróðir Braga er Berg- steinn, faðir Harðar, bamalæknis í Rvík. Annar föðurbróðir Braga var Baldur, faðir Halldórs læknis á Akureyri. Kristjón var sonur Krist- jóns, b. í Útey í Laugardal,, Ás- mundssonar, b. á Apavatni efra í Laugardal, Eiríkssonar, b. á Gjá- bakka í Þingvallasveit, bróður Jóns, langafa Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Eiríkur var sonur Gríms, b. á Nesjavöllum í Grafningi, Þor- leifssonar, b. á Nesjavöllum, ætt- föður Nesjavallaættarinnar, Guð- mundssonar, b. í Norðurköti í Grímsnesi, Brandssonar, b. á Krossi í Ölfusi, Eysteinssonar, bróður Jóns, fóður Guðna í Reykja- koti, ættföður Reykjakotsættarinn- ar, langafa Halldórs, afa Halldórs Laxness. Guðni var einnig langafi Guðna, langafa Vigdísar Finnboga- dóttur. Móöir Ásmundar var Guðrún Ásmundsdóttir, b. á Vallá á Kjalar- nesi, Þórhallssonar, og konu hans, Helgu Alexíusdóttur. Móðir Helgu var Helga Jónsdóttir, b. á Fremra- Hálsi í Kjós, Ámasonar, ættfóður Fremra-Hálsættarinnar. Móðir Kristjóns Kristjónssonar var Sigríður ljósmóðir, systir Vig- dísar, ömmu Þorkels Bjarnasonar hrossaræktarráðunautar. Sigríður var dóttir Bergsteins, b. á Torfa- stöðum í Fljótshlíð, Vigfússonar, b. á Gmnd í Skorradal, Gunnars- sonar. Móðir Vigfúsar var Kristín Jónsdóttir, b. á Vindási á Landi, Bjamasonar, b. á Víkingslæk, Hall- dórssonar, ættfóður Víkingslækj- arættarinnar. Móöir Bergsteins var Vigdís Auðunsdóttir, prests á Stóruvöllum, Jónssonar, langafa Jóns, fóður Auðar Auðuns og bróö- ur Amórs, langafa Hannibals Valdimarssonar, foður Jóns Bald- vins. Móðir Sigríðar var Kristín Þor- steinsdóttir, b. á Norður-Hvoli í Mýrdal, Magnússonar. Móðir Þor- steins var Sigríður Þorsteinsdóttir, systir Bjama amtmanns, fóður Steingríms Thorsteinssonar skálds. Móöir Sigríðar var Kristín Hjartardóttir, b. á Norður-Hvoli, Loftssonar, bróður Ólafs, langafa Ingigerðar, langömmu Páls, fóöur Þorsteins forsætisráðherra. Elísabet er dóttir ísleifs, kaup- manns og gamanvísnaskálds á Sauðárkróki, bróður Dórótheu, ömmu Elsu Kristjánsdóttur, odd- vita í Sandgerði. ísleifur var sonur Gísla, b. á Ráðagerði í Leiru, Hall- dórssonar, b. í Skeiðháholti á Skeiðum, Magnússonar. Móðir Halldórs var Guðrún Ámadóttir, prests í Steinsholti, Högnasonar „prestaföður" Sigurðssonar. Móðir Isleifs var Elsa Jónsdóttir, b. í Hvammi undir Eyjafjöllum, Sveinssonar, og konu hans, Ólafar Þórðardóttur, systur Hlaðgeröar, ömmu Jóns Laxdals tónskálds, afa Ragnars Amalds. Móðir Elísabetar var Valgerður Jónasdóttir, b. í Keldudal í Hegra- nesi, Halldórssonar og konu hans, Helgu Steinsdóttur, systur Kristín- ar, ömmu Jóns skjalavarðar og Margrétar, deildarstjóra í félags- málaráðuneytinu, Margeirsdóttur. Bjöm Hermannsson Bjöm Hermannsson brunavörð- ur, Holtagerði 30, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Bjöm fæddist að Miklahóli í Skagafirði og ólst þar upp. Hann lærði rennismíði en hefur síðustu tuttugu og tvö árin starfað hjá Slökkviliöi Reykjavíkur sem bmnavörður. Björn kvæntist 11.4. 1964 Guð- rúnu Jónsdóttur og eignuðust þau tvær dætur. Þær eru Rannveig Steinunn og Bima Jóna. Systur Bjöms em: Anna, hús- móðir, gift Hjalta Haraldssyni að Garðshomi í Svarfaðardal; Sigríð- ur, húsmóðir, gift Jóni Júlíussyni í Reykjavík; Sigurlaug, húsmóðir, gift Hjalta Krisfjánssyni á Hjalta- stöðum í Þingeyjarsýslu; Heiðrún Dísa, bréfberi í Reykjavík; Sigrún bréfberi í Reykjavik; og Hallfríður. Foreldrar Björns em Jónína Jónsdóttir og Hermann Sveinsson, b. á Miklahóli í Skagafirði. Bjöm og kona hans eru á Mall- orca á afmælisdaginn. Sigfús G. Þorgnmsson Sigfús G. Þorgrímsson lögreglu- varðstjóri, Sléttahrauni 22, Hafnar- firði, varð sextugur í gær. Hann fæddist á Geirmundar- hólum í Sléttuhlíð í Fellshreppi í Skagafirði en ólst upp á Bræðraá í Skagafirði. Hann stundaði m.a. nám við Samvinnuskólann og lauk þaðan prófi 1950. Sigfús var hótelstjóri á Hótel Hvanneyri á Siglufirði 1951-52, rak verslun á Siglufirði 1952-54, var skrifstofumaður hjá bandaríska byggingafélaginu WHSB á Kefla- víkurflugvelli 1954-55, síðan skrif- stofumaður og lögreglumaður hjá lögreglustjóra Keflavíkurflugvall- ar, en Sigfús hefur verið lögreglu- varðsfjóri sl. tuttugu ár. Kona hans er Jónía Inga Harðar- dóttir. Sigfús og Jónína Inga eignuðust fjóra syni. Þeir em: Sigurður, f. 23.7. 1951; Hörður, f. 10.7. 1953; Margeir Þórir, f. 19.7.1959, og Sig- fús, f. 29.8. 1960. Foreldrar Sigfúsar: Sigríður Sig- fúsdóttir og Þorgrímur Guðbrands- son bóndi. Sigfús er að heiman um þessar mundir. Jenný Sólborg Jenný Sólborg Franklínsdóttir, Refsstöðum, Hálsahreppi í Borgar- firði, er fimmtug í dag. Jenný fæddist í Reykjavík en ólst upp í Borgarfirðinum þar sem hún var til sautján ára aldurs. Hún starfaði um skeið við hótelið að Fomahvammi hjá Páli Sigurðs- syni, ráðsmanni þar, og vann við verslunarstörf á Akranesi. Fyrri maður Jennýjar var Gunn- ar Guðvarðarson loftskeytamaður, f. 17.10.1940, og eignuðust þau tvö böm. Þau eru Ágústa Ólöf, hús- móðir Qg fiskvinnslukona á Akra- nesi, f. 18.2.1959, gift Vilhjálmi Diö- rikssyni, bifvélavirkja og starfs- manni slippstöðvarinnar á Akra- nesi, og eiga þau einn son, og Guð- laugur Kristinn, sjómaöur á Akra- nesi, sambýliskona hans er Sig- gerður Sigurðardóttir þroska- Franklínsdóttir þjálfanemi. Jenný og Gunnar slitu samvistum. Seinni maður Jennýjar er Dag- bjartur Kort Dagbjartsson, f. 16.9. 1942, og sonur þeirra Jennýjar er Sigurður Árni, f. 8.11.1978. Foreldrar Jennýjar: Franklín Steindórsson, lengi starfsmaður hjá Shell í Reykjavík, f. 16.2. 1914, d. 1967, og kona hans, Ágústa Rósa Andrésdóttir, f. 15.11.1915. Foreldrar Franklíns vom Stein- dór Nikulásson, vélstjóri í Reykja- vík, og Jenný Helgadóttir, hafn- sögumanns í Reykjavík, Teitsson- ar. Foreldrar Ágústu vom Andrés Jóhannsson, b. á Bakka í Bjarnar- firði, og kona hans, Júlíana Guð- mundsdóttir. Jenný tekur á móti gestum í fé- lagsheimilinu Brúarási á afmælis- daginn, eftir klukkan 17.00. Valdimar Helgason Sigurbjörn Valdimar Helgason leikari, Skaftahlið 12, Reykjavík, varð áttatíu og fimm ár í gær. Valdimar fæddist í Gunnólfsvík í Skeggjastaðahreppi en var alinn upp að Ásseli á Langanesi. Valdimar var skrifstofumaður hjá Skipaútgerð ríkisins 1930-32, sölumaður og fulltrúi hjá ÁTVR 1932-61 og fulltrúi þar frá 1961-73. Valdimar var leikari hjá Leik- félagi Reykjavíkur frá 1931-50 og hjá Þjóðleikhúsinu 1950-82. Hann hefur tekið þátt í leiksýningum einkaleikflokka í Reykjavík og far- ið leikferðir um landið, auk þess sem hann hefur leikið fjölda hlut- verka í Ríkisútvarpið. Valdimar sat í stjóm Finnlands- vinafélagsins í fjölda ára. Hann sat í stjóm Félags Þingeyinga í Reykja- vík 1942-61. Kona Valdimars er Jóhanna, f. 7.4. 1903, dóttir Bjöms, 'b. á Grjót- nesi á Melrakkasléttu, Sigurðsson- ar og konu hans, Vilborgar Sigríðar Guðmundsdóttur. Sonur Valdimars og Jóhönnu er Amaldur, varadeildarstjóri sölu- skattsdeildar á Skattstofunni í Reykjavík, f. 12.8. 1936, og á hann fjögur böm. Valdimar átti fjóra bræður og er einn þeirra nú á lífi: Bræður hans: Hólmsteinn, útgerðarmaður á Raufarhöfn, f. 1893, lést sl. vor; Jón- as, b. á Hlíð á Langanesi, f. 1896, d. 1978; Páll, lengst af verkamaður á Raufarhöfn, f. 1907, og Jón, sem lengi var búsettur í Reykjavík, f. 1912, d. 1982. Foreldrar Valdimars vom Helgi Sigurður Pálsson, síðast b. í Ásseli í Sauðaneshreppi á Langanesi, og kona hans, Arndís Karitas Sig- valdadóttir. Helgi var sonur Páls, b. í Byrgi, bróöur Ingibjargar, langömmu Guðmundar Bjarnasonar heil- brigðisráðherra. Páll var sonur Guðmundar, b. á Litluströnd í Mývatnssveit, bróður Björns, lang- afa Bjöms á Hróaldsstöðum, lang- afa Halldórs sjávarútvegsráherra. Guðmundur var sonur Páls, b. í Brúnagerði, Guðmundssonar, bróður Þorgerðar, langömmu Guð- mundar, afa Sigurðar Guðmunds- sonar vígslubiskups. Önnur systir Páls var Halldóra, langamma Guö- laugs, langafa Kristins Sigtryggs- sonar, forstjóra Arnarflugs. Móðir Helga var Guðrún Jónasdóttir, b. á Hólum í Laxárdal, Sigfússonar. Arndís Karitas var dóttir Sig- valda, b. á Þorsteinsstöðum á Langanesi, Eiríkssonar. Móðir Arndísar var Sigurbjörg Sigurðar- dóttir, b. á Hróaldsstöðum í Vopna- firði, Jónssonar. Móðir Sigurðar var Guðrún Jónsdóttir, systir Jóns, langafa Halldórs, foður Ragnars, stjórnarformanns ísals. Birgir Guðmundsson Birgir Guðmundson, fyrrv. bryti hjá Landhelgisgæslunni, en nú húsvörður í Morgunblaðshúsinu, til heimilis að Hátúni 6, Reykjavík, er sjötugur í dag. Kona Birgis er Ingileif Friðleifs- dóttir, matráðskona hjá Kennara- háskóla íslands. Bræður Birgis eru Ólafur Guð- mundsson, fyrrv. útibússtjóri Bún- aðarbanka íslands í Stykkishólmi, f. 17.8.1916, og Haukur Guömunds- son, skrifstofustjóri hjá Reykjavík- urborg, f. 29.12.1921. Móðursystkini Birgis eru Jón Grímsson, lögfræðingur á ísafirði; Sigurður Grímsson, rithöfundur og borgarfógeti; Grímur Grímsson prestur; Hildur Grímsdóttir í Kaupmannahöfn og Kristín Gríms- dóttir, ekkja í Reykjavík. Foreldrar Birgis voru Guðmund- ur Ólafsson, hrl. og framkvæmda- stjóri Brunabótafélags íslands, f. 5.6.1881, d. 22.5.1935, og kona hans, Sigríður Grímsdóttir húsmóðir, f. 17.4. 1892, d. 2.9. 1973. Foreldar Sigríðar voru Grímur Jónsson; guðfræðingur og skóla- stjóri á Isafirði, og kona hans, Ing- veldur, systir Önnu, langömmu Ólafs ísleifssonar, efnahagsráðu- nautar ríkisstjórnarinnar. Ingveld- ur var dóttir Guðmundar, prests í Amarbæli, Johnsen, bróður Ingi- bjargar, konu Jóns forseta. Bróðir Guðmundar var Ólafur, faðir Þor- láks Johnsen, kaupmanns í Reykjavík, afa Arnar Johnsen, fyrrv. forstjóra Flugleiða. Guð- mundur var sonur Einars Jónsson- ar, kaupmanns í Reykjavík, bróður Sigurðar, fóður Jóns forseta. Grímur var sonur Jóns, prests á Gilsbakka, Hjartarsonar og konu hans, Kristínar Þorvaldsdóttur, prófasts og skálds í Holti undir Eyjaíjöllum, Böðvarssonar, fóður Þuríðar, langömmu Vigdísar for- seta. Faðir Guðmundar Ólafssonar var Ólafur fríkirkjuprestur, bróðir Ól- afíu, móður Grétars Fells. Önnur systir Ólafs var Valgerður, amma læknanna Stefáns og Þorsteins Ól- afssona. Ólafur prestur var sonur Ólafs Ólafssonar, bæjarfulltrúa og dbrm. í Reykjavík, og konu hans, Ragnheiðar Þorkelsdóttur. Birgir verður að heiman á af- mælisdaginn. Arin sem stúdentar og verkamenn sameinuðust i harðvítugri baráttu gegn ofriki ríkisstjórna hins vestræna heims. Allt um það og lygilegustu uppákomur þessarar aldar . . . Upplögð atmælisgjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.