Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 11
01 LAUGARDAGUR 16. JÚLl 1988. 11 Uppáhaldsmatur sælkera á sunnudegi: Útigrillað lamba- læri að hætti sjávarútvegs- ráðherra „Ég elda nú ekki nema á grill- inu,“ sagöi Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra er helg- arblaöiö baö hann að gefa les- endum uppskrift aö uppáhalds- matnum á sunnudegi. Halldór er búinn aö fá sér gasgrill en hann telur þaö ekki gefa alveg hárrétta kolabragöiö. Kannski eru ekki allir sammála honum í því en engu aö síður segir Halldór að grilla megi þennan. rétt á gasi eða kolum, hvort sem menn vilja. Þaö er enginn vafi á að lamba- steikin fær í sig annað bragð þegar hún er grilluð á útigrilli. Halldór hefur prófaö sig áfram í þessari matreiöslu og hefur fundiö út hárrétta bragðiö. Og það er miklu minna mál en margur heldur að steikja lærið á grillinu. Maður hefði kannski trúað Halldóri Asgrímssyni til aö gefa uppskrift aö fiski, stöðu sinnar vegna. Hver veit nema hann geri þaö síðar. í þetta skiptiö fáum við uppskrift sjávarút- vegsráðherra aö útigrilluðu lambalæri. ELA Lambalæri Hvítlaukur Season all krydd Sósa 250 g nýir sveppir Smjör Salt Kjötkraftur 2-3 dl vatn 2 dl rjómi Nýmalaður pipar Sósujafnari Frosið læri er látið liggja um það bil þrjá sólarhringa í ís- skáp. Kryddið þar næst læriö með season all kryddi og hvít- lauk, pressuðum eða hvítlauks- rifjum. Látið kryddað lærið liggja í stofuhita í sólarhring. Því næst er kjötið grillað á úti- grilh í um eina og hálfa klukku- stund. Lærið á að vera rautt inn við beinið. Með lærinu höfum viö sveppasósu sem löguö er úr nýjum sveppum sem skornir eru í'fernt og steiktir í söltuðu smjöri. Örlítið af kjötkrafti er sett í og sveppirnir látnir brún- ast vel. Vatninu er bætt út í ásamt 2 dl af rjóma. Piparinn malaöur yfir og sósan jöfnuö með sósujafnara. Látið sjóða i 5-10 mínútur. Með þessu ijúffenga lamba- læri eru bornar fram bakaöar kartöflur (sem einnig má baka á grilhnu með kjötinu), soðið nýtt blómkál og soðnar gulræt- ur. Kjörbók Landsbankans ** Landsbanki Somu hau vextirnir, óháð því hver innstæðan er. íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.