Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988. Sandkom Fréttir Norskir karlmenn Þaðvarfnður hópurkvenna semhóf'sigtil llugsft-áLeifs- stöðáföstudag- intxenþáhurfu af landinu flost- arþeirraSOO kvennasem stormuðuá norrænt kvennaþingí Osló. Eins og gefur að skilja þá var mikil stemmning í hópnum þegar í Qugstöðina var koraið enda höfðu konurnar sjálfar predikað aö ein helsta spennan væri fólgin í að geta farið af landi brott ánkarlanna. Sum- ar konurnar lyttu glasi þegar í Flug- stöðinni og mátti heyra hressileg gamanyrðl Einhver í hópnum mun hafa sagt: „Það er gott að vera laus viö karlana“. Önnur kona tók undir og sagöi: „ Já, það verður tínt að vera karhnannslaus.,* Þá fékk hún svarið: , ,Þaö var nú ekki það sem ég átti við, því einhverjir karlar flnnast nú von- andi í Noregi." Þeir mega því vara sig núna karlamir í Noregi þvi isíen- skar valkyrjur hafa gert strandhögg! Laugarvatn: Nokkuð var um að höfgi sígi á menn og lögðust þeir þá bara til svefns þar sem þeir voru staddir. Þessir fjórir ungu menn voru með „verslunarmannahelgarfílinginn" á hreinu. DV-myndir KAE Mikil ölvun Ál í hvert mál Þaöhefursjálf- sagtekkifarið tramhjánein- umaðmikiðál- æðihefurriðið yfirlandsmenn aöundanföm- umogviljaallir faálverísinn landshluta. Áhugiútiend- ingavirðist mikill og liður varla sádiaguraðekki sé nefhdröð af einhverjura erlendum fyrirtækjum sem þrá ekkert heitara en að íá að bræða ál hér. Nú er það svo að við íslendingar höfum stund- um ofmetið áhuga útlendinga og hef- ur oft ekki þurft annað til en að ein- hver með erlendum hreim gefi sig á tal við landann til að sögusagnir séu komnar á kreik. Hafa sumir það á orði að eitthvað sllkt hafi komið fyrir varðandi nývaknaðan áláhuga. Moggamistök á Bytgjunni Þeirerustund- umseinheppn- irfréttamenn- imiráBylgj- unniþegarþeir lesauppmistök úrblöðunum semsíneigra.: Þettahefur stundum kom- ið fyrir varð- andiíþróttaf- réttir í hádeginu. Þær virðast að stór- um hluta vera upprunnar úr Mogg- anum sem kemur væntanlega inn á Bylgjuheimilið. Þarmátti td. heyra um daginn sagt frá bikarleik milli Leifturs og Völsungs. Mogginn hafði brennt sig dálitiö leiðinlega á þeim leik og getið sem markaskorara Markús nokkurs Geirssonar sem, að því er fróðir menn á Ólafsfirði segja, hefur aldrei leikið í Leiftursliöinu. En viti menn, Markús þessi birtist í hádegisfréttum Bylgjunnar og haföi þá skorað þetta sama mark þar. Mogginn leiðrétö sig síöan daginn eftir, enda var hér á ferðinni Þor- steinn Geirsson sem allir þekkja. Afturgenginn Helgarpóstur Þaðvarekki laustviðað færiumsuma landsmenn þegarjwir.litu forsíðuhelgar- blaðsÞjóðvilj- anssiðasta föstudag. Einn góðvinurSand- kornsins8agði aöþettaværi íxelgarpóstsms, ! svo likt var hönnun og útlit. Já, meira aðsegja sama auglýsingin á forsíðit Menn önduðu þó léttar þegarinn í blaðiðkom. Þetta var þá ekkert ann- aö en garali góöi Þjóövftinn sem ekki gerirneinuramein! UmsJOn: Slgurdur M4r Jónuon „Ætli fjöldinn hér hafi ekki verið um 3000 þegar mest var og obbinn af fólkinu verið á aldrinum 14 til 18 ára. Það var þó svolítið innan um af eldra fólki,“ sagði Magnús Kolbeins- son, aðstoðarvarðstjóri á Laugar- ' vatni, í samtali við DV. „Nokkuð var úm slagsmál eins og oft fylgja útisamkomum, ýmsir pústrar og smávandræði, alvarleg- asta slysið mun hafa verið ökkla- brot. Eitthvað var um að stolið væri úr tjöldum og þá öllu mögulegu. Ég heyröi jafnvel minnst á að kveikt hefði verið í tjaldi. Segja má að stans- laust íjör hafi verið hér ailar nætur, og ekki snyrtilegur blær á því. Það var óttalega subbulegt á eftir en við erum að vinna við að þrífa. Einir 29 munu hafa verið teknir, grunaðir um ölvun við akstur, sem er náttúrlega aUt of mikið. Á sunnudaginn fór tals- vert af gestum heim, ætli láti ekki nærri að þaö hafi verið um helming- ur,“ sagði Magnús aðstoðarvarð- stjóri að lokum. Ekki bar mönnum saman um íjöld- ann á svæðinu, á Edduhótelinu fékkst gefin upp talan 7000 en íjöld- inn mun líklega hafa verið nær 3000. Ekkert mun hafa verið af fólki á Laugarvatni í fyrra enda veður mjög leiðinlegt þá. Veður var yflrleitt mjög gott á Laugarvatni um þessa helgi, , þurrt mestallan tímann en smáskúr á laugardaginn. Nokkuð rigndi að- fararnótt mánudags en menn létu það ekki á sig fá. ÍS - mest 14~18 ára unglingar Gestir á svæðinu gerðu mikið að því að fá sér sundsprett í Laugarvatni enda indælis veður til þeirra iðkana. Þingvellir: Talsverður fjöldi fólks lagði leið sína til Þingvalla og munu, þegar best lét, hafa verið um 3000 manns á Þingvöllum. Ölvun var lítil, eða lítiö áberandi, enda var aö mestu leyti fjölskyldufólk á ferð. Flestir voru gengnir til náöa upp úr 3 á næturnar að sögn gæslumanna á svæðinu. Á fóstudagskvöldiö hafa verið um 1500-2000 manns á Þingvöllum, kom- ist nálægt 3000 manns á laugardags- kvöld, en um tveir þriðju hlutar þess fólks voru famir á sunnudagskvöld. Fólkið kom hvaðanæva að af landinu og dreifði sér í kringum þjónustumiðstöðina, inn af Bolabás og við Vatnskot. Það gekk mjög þrifa- lega um, og eftir á var alls ekki hægt aö sjá að fram heföi farið þjóðhátíð á þessu svæði. Gæslumenn vilja þó geta þess að í allt sumar hafi verið um 1500 manns á Þingvöllum um hverja helgi, svo verslunarmanna- helgin var ekki svo mikil breyting þar frá. Veðrið var mjög milt alla helgina, þurrt framan af, en lítils háttar úrkoma á sunnudag. ÍS Allt fór fram með friði og spekt á Þingvöllum, þar var aðallega fjölskyldufólk á ferð og voru, þegar best lét, um 3000 manns þar. Nóg var aó gera í bátaleigunni við Þingvallavatn, enda tilvalið að skreppa i bátsferð í blíöunni á laugardáginn. DV-myndir KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.