Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988. Fréttir í dag mælir Dagfari Galtalækj arskógur: Flestir koma ár eftir ár Ríkisstjórnin á viö margvíslegan vanda aö stríða. Aðalvandi hennar aö undanfórnu hefur veriö fólginn í ráöherrunum sjálfum sem hafa verið aö munnhöggvast hver við annan af miklum móö. Nú munu þeir hins vegar hafa ákveöiö aö þagga niður í sjálfum sér næstu vikumar enda margt annað að kljást við, svo sem frystihúsavandi, refabúavandi, fjárlagavandi og vaxtavandi. Þetta er einn allsheij- arvandamálavandi og sér ekki út úr. Alls kyns menn og konur ganga laus í þjóðfélaginu, rífa kjaft og heimta aðgeröir og telja ríkis- stjómina bijóta á hagsmunum sín- um og rétti. Að vísu má undan- skilja konurnar þessa vikuna, en þær hafa safnast saman í Osló og við höfum friö fyrir þeim á meðan. En loksins þegar ráðherramir voru búnir að ákveða að þagga nið- ur í sjálfum sér og konumar vom famar utan skýst upp á yfirborðið nýr vandi, sem era í engu minni en allir hinir vandamir. Landa- kotsspítali hefur farið langt um- fram fjárlagaheimildir í rekstri sín- um og fjárfestingum og fjármála- ráöherra hefur lýst yfir því að spít- alinn sé síbrotastofnun'sem þurfi að setja undir sérstakt eftirlit. Sam- að loka spítalann af, setja hann í nokkurs konar hegningarsóttkví til að þessi síbrotafaraldur á spítalan- um breiðist ekki út. Það sjá auðvitað allir að læknarn- ir á Landakoti geta ekki gengið lausir eftir að síbrot hafa sannast á þá og þeir vita ekki lengur hvort þeir hafa haft þrettán hundruð þúsund eða átján milljónir í laun. Best væri sennilega að leggja lækn- ana inn í staðinn fyrir sjúklingana og setja þá í meðferð hjá gæslu- sveitum ráðherranna til að uppr- æta þessa afbrotahneigð, sem hrjáð hefur lækn aliðið og starfsliöið eftir því sem ríkisendurskoðandi og ráð- herra segja. Afbrotahneigð er al- varlegur sjúkdómur og spítalavist hefur læknaö margan glæpamann- inn. Það var gott aö ráöherrarnir skyldu uppgötva síbrotin áður en spítalinn sökk lengra ofan í sukkið og svínaríið. Dagfari leggur til að spítalinn verði einfaldlega tæmdur af öllum sjúklingum og læknamir verði hafðir þar í sóttkví þangað til gæslusveitirnar hafa rétt rekstur- inn við. Það verður að lækna lækn- ana á Landakoti. Dagfari - um 5000 manns á svæðinu Síbrotastofnun eiginlega komust fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra að þeirri niðurstöðu að senda þyrfti gæslu- sveit inn á spítalann til að halda aftur af sibrotamönnunum sem þar fara sínu fram án þess að nokkur fái rönd við reist. Síbrotamennirnir á spítalanum em ekki sjúklingarnir eins og margur gæti haldið því það er mis- jafn sauður og misjafnt fé sem safn- ast fyrir á spítölum. Nei, síbrota- mennirnir eru læknamir sjálfir og stjórnendur spítalans. Þeir kaupa fasteignir í næsta nágrenni við spít- alann án þess að spyija kóng eða prest. Þeir bmðla með lyfin, selja þvottaaðstööu undir rekstrar- kostnaði, reka rannsóknarstofu með aökeyptri sérfræðiaöstoð og borga sjálfum sér laun af slíkri rausn að þeir hafa sjálfir enga tölu á launaupphæðunum. Ríkisendur- skoðandi segir að yfirlæknir spítal- ans hafi haft átján milljónir í árs- laun en læknirinn sjálfur segist hafa þrettán hundmð þúsund krónur. Mismuninn hefur hann sennilega fengiö óvart og læknir- inn kannski tekið við restinni með- vitundarlaus og er hvorugt nógu gott. Ef yfirlæknar fá borgaðar rúmar sextán milljónir án þess að vita af því, eða þeir eru meövitund- arlausir í vinnunni, hvað mega sjúklingarnir halda um lækning- amar? Síbrot þýðir væntanlega að lækn- amir eru að bijóta stööugt af sér frá morgni til kvölds. Afbrot þeirra em orðin svo yfirþyrmandi að sér- stakar gæslusveitir verða sendar þeim til höfuðs. Þaö þarf sem sagt að vakta spítalann og stjómendur 5 úr 250 manna starfsliði bindindismótsins í Galtalæk. Frá vinstri: Torfi Ágústsson, Ragnar Austmar, Jón Kr. Jóhannsson, Gunnar Þorláksson mótsstjóri og séra Björn Jónsson. Börnin undu sér vel í Leiktækjalandi í Galtalækjarskógi, Andrea Olga Færseth (t.v.), dundaði sér klukkutímum saman við að „berjast um plankann", og hafði betur i flestum viðureignum, jafnt við stráka sem stelpur. DV-myndir KAE hans og læknalið til að koma í veg fyrir frekari afbrot. Þetta hefði ein- hvern tíma þótt saga til næsta bæj- ar og má Landakot muna sinn fífil fegri þegar nunnurnar sáu um reksturinn og enginn nema guð heilagur vaktaði göfugt líknarstarf spítalans. Nú eru komnar eftirlits- sveitir frá ríkisendurskoðanda í staðinn fyrir guð almáttugan og spurningin er sú hvort ekki þurfi „Það er ívið fleira fólk hér nú held- ur en í fyrra, fjöldinn hérna er um 5000 manns, mest fjölskyldufólk. Mikið af þessu fólki kemur hingað ár eftir ár og sumir hafa jafnvel ver- ið hér frá árinu 1967 þegar við byij- uðum hér í Galtalækjarskógi," sagði Gunnar Þórðarson mótsstjóri í sam- tali við blaðamann DV. „Einstaka mótsgestur hefur mis- skilið tilgang bindindismótsins en allt hefur farið vel fram eigi að síð- ur. Engin slys hafa orðið hér á fólki, en við erum viðbúnir ef eitthvað slíkt kemur upp á. Pálmi Frímannsson læknir er hér á svæðinu, við erum í beinu sambandi við heilsugæslu- lækni og auk þess eru menn frá hjálparsveit skáta í Hveragerði hér með sjúkratjald sem stöðugt er opið. Við höfum það að aðalmarkmiði mótsins að aÚir finni eitthvað við sitt hæfi og hefur hið 250 manna starfslið lagt mikið á sig til að það takist. Fyrir bömin er hér leiktækja- land, tívolí og tölvuland, og una Pálmi Gunnarsson og félagar voru meðal þeirra sem tróðu upp á hljómleik- unum í Galtalækjarskógi á laugardaginn og þeir gátu ekki kvartað undan aðsókninni. krakkarnir sér allan daginn við leiki. Við brydduðum upp á nýmæli í dag- skrá þetta ár og vorum með svæðis- útvarp á staðnum allan sólarhring- inn, á FM 105,2. Sennilega höfum við ekki kynnt það nógu vel því við höf- um orðið varir við að frekar fáir hafa hlustað á það eða ekki verið með ferðaútvarp með sér. Fjölmennt starfslið sér um að hreinsa svæðið á hverri nóttu svo þegar mótsgestir vakna í morgunsárið er alls ekki hægt að sjá neitt bréfarusl frá því daginn áður,“ sagði Gunnar móts- stjóri að lokum, og það voru orð að sönnu hjá honum því hvar sem litið var var snyrtimennskan allsráöandi á svæðinu. Bindindismót um verslunar- mannahelgina hafa verið haldin frá árinu 1960, fyrstu sjö árin í Húsafelli (1960—66), en frá árinu 1967 hefur það verið haldið í Galtalækjarskógi. -ÍS Hjónin Hallgrimur Færseth og Kolbrún Eggertsdóttir voru í sinni 18. heim- sókn í röð á bindindismótið í Galtalækjarskógi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.