Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 19
ísland - Búlgaría: Friðrik og Sigurður leika með Ljóst er að tveir leikmenn koma örugglega erlendis frá í landsleik íslands og Búlgaríu í knattspymu sem fram fer á Laugardalsvellin- um næsta sunnudagskvöld. Það eru Sigurður Grétarsson frá Luz- em í Sviss, en lið hans á frí um næstu helgi, og Friðrik Friðriks- son, markvörður B 1909 í Dan- mörku, en hann á leik með liði sínu kvöldið eftir og mætir beint í hann. Enn er möguleiki á að Sigurður Jónsson geti einriig leikið með en aðrir atvinnumenn komast ekki að þessu sinni. Samt sem áður getur ísland teflt fram mjög öflugu liði gegn Búlgömm, ekki síst þar sem ekki þarf lengur að sækja menn á borð við Atla Eð- valdsson, Sævar Jónsson og Óm- ar Torfason til annarra landa. Þeir Bjami Sigurðsson og Gunnar Gíslason, sem ekki eiga heimangengt um næstu helgi, verða báðir með gegn Svíum hér heima þann 18. ágúst og allt bend- ir til þess að Ásgeir Sigurvinsson verði með í fyrsta leik heims- meistarakeppninnar, gegn Sovét- mönnurn á Laugardalsvellinum þann 31. ágúst. -VS Botnliðið vann Moss íslendingaliðin í norsku 1. deildinni í knattspyrnu töpuðu bæði um helgina. Moss beið óvænt lægri hlut fyrir botnliðinu Djerv, sem Tony Knapp stýrir nú, öðru sinni í sumar, 1-0 á útivelli, og Brann lá heima fyrir Kongs- vinger, 0-2. „Þetta var lélegt hjá okkur, þeir skomðu á fyrstu mínútu og héldu sínum hlut eftir það með gífur- legri baráttu," sagði Gunnar Gíslason hjá Moss í spjalli við DV í gær. Moss datt niöur í 4. sæti, er með 22 stig eftir 13 umferðir. Rosen- borg komst á toppinn, er með 26 stig, Lilleström hefur 25 og Váler- engen 23. Brann er þriðja neðst með 10 stig, Djerv er með 9 og Strömmen 8. -VS Sigur í Danmörku Stúlknalandslið íslands í knatt- spymu vann lið frá Taiwan, 2-0, í úrslitaleik í sínum aldursflokki á Dana Cup, unglingamótinu, sem haldið er árlega í Danmörku, um helgina. Kristrún Heimis- dóttir og Guðrún Jóna Kristjáns- dóttir skomðu mörkin. -VS Júlíus hafnaði boðum frá þremur félögum Jón öm Gu£tojart38on, DV,' Irun: .JForráöamenn v-þýska félagsins Duisburg ræddu við mig í Þýska- landi fyrir nokkm og áður hafði einn ráðamanna spánska liðsins Tres de Mayo haft samband við mig. Ég neitaöi hins vegar báðum þessum aöilum. Þá fékk ég hreint tilboð frá spánska liðinu Granolies en neitaði því einnig en eftir mikla umhugsun," sagði Júlíus Jónas- son, landsliösmaöur úr Val, í sara- tali viö DV í gær. Hann er staddur i Irun á Spáni ásamt félögum sínum i íslenska landsliöinu í handknatt- leik, en það tekur þátt í geysisterku móti sem hefst þar á morgun, „Sjálfur hef ég lítið vit á mörgum þeim þáttum er varða handknatt- leikinn erlendis en mér var tjáð af þeim mönnum er reynslu hafa á þeim vettvangi að tilboð Granolies væri mjög gott.“ Júlíus var ekki orðmargur um eðli eðainmhald tilboðsins en hann kvaö þaö þó hafa falist i beinura peningagreiöslum og félagslegri aöstoð. Skynsamlegra aö öðlast meiri reynslu Július kveður áform sín um að leika með landsliöinu á ólympíu- leikunum ráða raiklu um þá ákvörðun sína um að leika áfram með Val næsta vetur. „Ég tel skynsamlegra að vera eitt ár til viöþótar heiraa og beina jafii- framt óskiptri athygli að því að komast til Seoul. Ég vil frekar spila með landsliðinu á næsta ári og öðl- ast þannig reynslu, bæöi á þeira vettvangi og einnig í Evrópuleikj- um með Valsliðinu, en aö ana út í einhverja óvissu. Ég tel of erfltt fyrir mig að takast á við nýja hluti í beinu framhaldi af ólympíuleik- um, ef svo fer vitanlega aö ég fari til Seoul. Ef ég kæmist þangað með íslenska liöinu og tæki jafnhliöa því þá ákvöröun að leika erlendis þá kærai ég beint inn í framandi heira án alls aðlögunartíma. Þaö tel ég vera mjög óráðlegt,“ segir Júl- íus. Júlíus berst fyrir sætinu „í dag er það númer eitt hjá mér aö vinna sæö í íslenska liðinu og leika fyrir íslands hönd í Seoul. Bogdan notar fáa menn í liöinu hveiju sinni og það verður að segj- ast eins og er að ég er aö beijast um stöður við gífurlega sterka handknattleiksmenn. En ég held þeirri baráttu ótrauður áfram,“ segir Júlíus. Erlendis þarnæsta vetur í spjallinu-viö DV kvaðst Júlíus jafnframt stefna að þvi að leika erlendis þarnæsta vetur eir hann kvað þó margt kunna að breytast í millitiöinni. „Það er margir snjallir hand-' knattleiksmenn í veröldinni og eft- ir ólymíuleikana verður járntjaldiö sjálfsagt dregið upp. Leikmenn frá Austur-Evrópu fá þannig ef aö lík- ura lætur að spila í Vestur-Evrópu. Það er því í raun ómöguiegt að segja hvert framhaldið hjá mér verður. Ég stefni þó að því að spila erlendis á þamæsta leiktímabili,“ sagði Júlíus. Steinunn Sæmundsdóttir varð um helgina íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna. Steinunn spilaði mjög vel á mótinu og varð 5 höggum á undan næsta keppanda. DV-mynd KAE Skagatvíburamir sáu um Svíana - skoruöu öll mörkin í 4-3 sigri íslands íslenska drengjalandsliöið í knatt- spymu vann sætan sigur'á Norður- landameistumm "Svía, 4-3, á þeirra heimavelh í Vásterás í gær. Þetta var annar leikur íslands á Norðurlanda- mótinu en fyrsti leikurinn, gegn Norðmönnum á sunnudag, tapaðist, 1-2. Tvíburamir efnilegu frá Akranesi, Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir, voru svo sannarlega í sviðsljósinu í gær þvi þeir skomðu öll íjögur mörk- in. Sviar komust yfir á 2. mínútu en ísland átti sláarskot og markvörður Svía varði vítaspymu Gunnars Pét- urssonar áður en Amar jafnaði. Mark var dæmt af íslandi skömmu síðar en Bjarki bætti úr því með tveimur mörkum fyrir hlé, 3-1. Svíar löguöu stöðuna í 3-2 fljótlega en strax á eftir svaraði Amar eftir sendingu Bjarka, 4-2. Heimamenn áttu síðan lokaoröið rétt fyrir leiks- lok. „Eftir mark Svía í byrjun var aðeins eitt lið á velhnum, strákamir léku ipjög vel og höföu yfirburði," sagði Helgi Þorvaldsson fararstjóri í spjalli viö DV í gærkvöldi. Gegn Norðmönnum skoraði Bjarki eftir aðeins sex mínútur, en tvö ódýr mörk sitt hvomm megin við hálfleik færðu Norðmönnum sigurinn. Eftir tvær umferðir eru Danir efst- ir með 4 stig. Englendingar og Norð- menn em meö 3, íslendingar 2, Svíar og Finnar ekkert. íslenska liðið mæt- ir því fmnska annaö kvöld. -VS Sigurður skoraði og Luzem er efst - enn eitt markiö gegn Grasshoppers Sigurður Grétarsson skoraði síð- ara mark Luzem í 2-0 sigri á Grass- hoppers í svissnesku i. deildinni í knattspymu um helgina. Luzern er þar með í efsta sæti deildarinnar með 5 stig eftir 3 umferðir. Sigurður fékk boltann rétt innan vítateigs eftir fyr- irgjöf, einn gegn markverði, og sendi hann í netið af öryggi. „Þetta var mjög sætur sigur þar sem Grasshoppers keypti mikinn íjölda leikmanna í sumar og er af flestum spáð meistaratitlinum. Við höfum hins vegar verið meö nánast sama liðið í tvö ár og ég held aö það sé lykillinn að þessari góðu byijun hjá okkur, liðið nær mjög vel sam- an,“ sagöi Sigurður í samtali við DV í gær. Hann skoraði þama mark í þriöja deildarleiknum í röð gegn Grass- hoppers, en Luzem vann þetta kunn- asta liö Sviss tvívegis í úrslitakeppni deildarinnar í fyrravor og þá skoraði hann í báðum leikjunum. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.