Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988. Lífsstfll DV ' Tískutungutak unga fólksins Það er „in" að sletta en „out" að gera það ekki Dj... er þetta töff, ég fila þetta í tætlur ræmur (lika mjög vel), hann er algert skumbek eöa skumbó (glæpalegur), ferlega er þetta gott átfit (klæðnaður), æðislega er þessi ljúfur, þetta er súper (mjög gott), ég er í sjokki (að bregða), þetta er alveg júsless (ónothæft), þetta er mergjaðs- lega fiott, sjáðu pervertinn (ógeðsleg- ur maður), þetta er absúrd (íjarri raunveruleika), enu uppfull af en- ergii?- (orku), þessi er með paranoju (geðveikur), þetta er inn (í tísku) og hitt er át (ekki í tísku), ferlega eru þetta kúl (frakkur) gæjar og píur, æöislega er þetta næs (huggulegt)... Þetta tungumál, sem er skrifað eins og það heyrist, er algengara en menn grunar. í rauninni er það til hvar sem er meðal ungs fólks í dag. Hér er átt við fólk frá um 15 ára aldri upp í jafn- vel 30 ára, ef ekki eldra. Þessi hópur hefur einnig tileinkað sér öfugmæli, t.d. er sagt: „Þetta er ekki hallæris- legt,“ með áherslu á ekki og það þýð- ir í raun að þessi ákveðni hlutur sé hallærislegur. Eða sagt er beint: „Þú ert ferlega feit,“ sem þýðir að við- komandi sé tággrönn. búa sér til sitt eigið tungumál sem byggir mikið á slettum, aðallega úr ensku, til sumum atvinnugreinum, sbr. í heil- brigðisstéttunum og meðal flugfólks svo að eitthvað sé nefnt. Einnig má nefna hið svokallaða tölvumál sem mótast hefur á tölvuöld. Hér er ein- ungis átt við það mál sem fólk notar í vinnunni og ekki þar meö sagt að það sé daglegt mál hjá þessu fólki. En sem betur fer vinna menn „hörðum höndum" við að reyna að íslenska atvinnumálið. Hefur mikil vakning orðið hjá almenningi við að yfirfæra þessi orð yfir á íslensku. Hins vegar reynist mun erfiðara að fást við það mál sem ótilgreindir hópar hafa tileinkað sér. Þá er sér- staklega um að ræða grunnskóla- og jafnvel framhaldsskólagengið fólk sem finnst „töff ‘ að sletta og ofnota og brengla lýsingarorð, að ekki sé talað um aö gefa gömlum orðum nýja merkingu, en það nefnist slang- ur. Hver kynslóð hefur sitt tungumál Þetta á tíöum við fólk sem heldur sig í klíkum, eins og sagt er, og mynd- ar oft og tíðum sérstakan orðaforða innan sinna hópa. Þegar þessir hópar tvístrast, vegna giftinga, barneigna, atvinnu, skóla o.s.frv., er þetta mál ' lagt niður og gamla-íslenskan tekin upp. Þá tekur næsta kynslóð við og býr sér til sitt eigiö tungumál. Það er ekki þar með sagt að þessir „klíkukrakkar“ kunni að tala hreina íslensku en finnist einhverra hluta vegna akkur í því að „betrumbæta" tungumáliö með ýmsum orðum. Margir hafa haft á orði að nýju út- varpsstöðvarnar hafi heldur en ekki ýtt undir þetta orðfæri, svo að ein- hveijir sökudólgar séu nefndir. Sainkvæmt hefð hafa slettur þann kost að deyja út í tungumálinu en slanguryrði lifa oftast mun lengur. Slettumar eru teknar beint úr er- lendum málum, enskunni t.d., eins og, sést glöggt fremst í greininni, og menn hafa tilhneigingu til þess aö Þessir rómantíkerar hafa það fer- lega næs og eru að horfa á mergj- aðslega flott tungl. dæmis er það inn að fará á Hallær- DV-myndir GVA að beygja þær samkvæmt íslenskri málhefð. En ofnotkun lýsingarorða er hins vegar allt annar handleggur. „Misnotuð“ lýsingarorð Það má vera að ein skýringin sé sú að enskan sé öllu frjórri af lýsingar- orðum, því finnist unga fólkið það vanta fleiri sterk lýsingarorð og noti tvö eða fleiri til að ná fram magnaðra andrúmslofti, að eigin dómi. Einnig má nefna tökuorð sem hafa fest í tungumálinu, samanber orðatiltæki sem margir ofnota; ég drep þig ef þú öskrar (I’ll kill you if you screem). Drepa í þessu tilfelli er ekki bókstaf- leg merking, aðeins áhersluorð og þýðir að viðkomandi verði kannski í mesta lagi reiður eða sár o.s.frv. Þetta er einnig spuming um að skera sig úr og vera áberandi hópur sem kann að tala með slettum. Oft og tíöum á það við yngra fólk sem er fremur áberandi í félags- og skemmtanalífi í skólum og út á við. Rokktónlistarmenn eru oftar en ekki taldir til stærri hópa sem sletta gjarna í textum sínum og er það oft vegna tiskuáhrifa erlendis frá. Einn- ig vill þetta oft verða með fólk sem vill halda Sér ungu í anda. Það má geta þess að þetta á alls ekki við alla og þeir eru fleiri sem vanda sig við að tala mjög gott íslenskt mál. Erlendir námsmenn furða sig á breytingum I samtali við íslenskt námsfólk, Yngra fólk, og margur sem eldri er, myndi segja aó þessi hnífamaður væri i víruðu átfitti með algjöra paranoju. Rokkbylgjuslettur Álíka slettur hafa verið til hin síð- ari árin í borgarsamfélaginu en virð- ast breytast í takt við tímann eða m.ö.o. fylgja tískusveiflum. Má til dæmis minnast þess er „fínni“ Akur- eyringar töluðu dönsku þegar áhrif Dana áttu hvað mest upp á pallborð- ið hjá íslendingum eða enskuáhrifin frá Bretum og Bandaríkjamönnum á hernámsárunum, upp úr 1940. Að ekki sé talað um þegar rokkið náði eyrum almennings. Þá fóru slettur að verða mun almennari, einkum með tilkomu fjölmiðlabylgjunnar. Svo virðist sem íslenskufræðing- um og öllum áhugamönnum um ís- lenskt mál hafi reynst erfitt að beij- ast við áhrif enskunnar, sem og ann- arra tungumála, á íslenskuna. Opiö land, meiri samgöngur, ferða- lög og hvaðeina gerir það að verkum að baráttan við áhrifin verður æ víð- Unga fólkið hefur tilhneigingu til að isplanið en át að hanga heima. tækari. Flestum er orðið kunnugt um hin sérstöku atvinnumál sem skap- ast hafa með nýjum atvinnugreinum. Ótilgreindir hópar Einnig má finna mjög sterk áhrif í Tíðarandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.