Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988. Fréttir________________________________ Átta þúsund gestir á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ómax Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; Að sögn lögreglu og mótshaídara þjóöhátiöarinnar í Vestmannaeyjum hafa um 8000 gestir sótt þjóðhátiðina i Vestmannaeyjum sem haldin var um helgina. Hátiðarhöldin fóru að mestu vel fram og engin meiriháttar slys eða óhöpp urðu á fólki þrátt fyr- ir talsverða ölvun. Þjóðhátiðin. sem var haldin i 114. skipti. var að þessu sinni í umsjón íþrónafélagsins Þórs. Dagskráin var að mestu hefðbundin, en segja má að 'nún hefjist með dansleikjum í bænum á fimmtudagskvöld. Eftir hádegi á fostudeginum, þegar Vest- mannaeyingar hafa komið upp sín- um heföbundnu hústjöldum, sem mynda götur í Herjólfsdal, byrjar hin eiginlega dagskrá með guösþjónustu og hátíðarræðu sem Stefán Runólfs- son flutti í þetta sinn. Þá tekur við skemmtidagskrá sem á fóstudegin- um er einkum sniðin fyrir yngsta fólkið. Um kvöldið er almenn skemmtidagskrá, en hápunkturinn er þegar kveikt er í bálkesti á Fjósa- kletti sem lýsir upp dalinn og tjald- búðirnar. Þá taka við dansleikir á tveim pöllum og er dansað fram á morgun. Um miðnætti á laugardags- kvöldið er stórkostleg flúgeldasýning sem slær stórkostlegum bjarma á Herjólfsdal og hamrabeltin sem um- lykja dalinn. Lokaspretturinn er svo á sunnudagskvöld þegar allir þjóð- hátiðargestir taka undir í brekku- söngnum, en þá er slegið upp varð- eldi. Veður var yfirleitt gott mótsdag- ana, en talsvert rigndi þó snemma á laugardagsmorgun, en þá var logn sem er frekar óalgengt í Eyjum. Þór Vilhjálmsson, formaður íþróttafélagsins Þórs, sagði í viötali við DV að gestir væru varla undir 8000, væri þetta þvi næstfjölmenn- asta þjóðhátíðin frá upphafi, en milli 10 og 11000 gestir voru á þjóðhátíð- inni 1986. Sagðist Þór vera mjög ánægður með hátíðina og þar hefði gott veður hjálpað til, allt hefði geng- ið stórslysaiaust og yfirleitt væru Bergþór Pálsson óperusöngvari tók eitt hressilegt rokklag við undirleik Greifanna og þótti takast vel. þessir krakkar til fyrirmyndar, þó til væru undantekningar á því eins og gengur. Fólk á öllum aldri fer á þjóðhátfð, sama hvort maður er í barnavagni eða kominn á tfræðlsaldurinn. DV-myndir Ómar Garðarsson Hústjöld Vestmannaeyinganna setja skemmtilegan svip á þjóðhátíð. Agnar Angantýsson, yfirlögreglu- þjónn í Vestmannaeyjum, sagði þetta hafa gengið þokkalega. Giskaði á að fast að 8000 manns hefðu verið á svæðinu. „Það urðu engin meirihátt- ar óhöpp, en mikið var að gera hjá okkur aðfaranótt laugardagsins, all- ar fangageymslur fullar, enda veður hálfleiðinlegt,“ sagði hann. í gær voru að koma inn á borð til lögregl- unnar tilkynningar um þjófnaði úr tjöldum, voru það myndavélar, út- vörp og svefnpokar sem fólk saknaði helst. Agnar sagði að talsvert af góssi hefði fundist, en það mál væri í rann- sókn. í gær voru þjóðhátíðargestir að að tygja sig til heimferðar og voru mikl- ar annir á flugvellinum, var flugstöð- in full af fólki sem beið þess að kom- ast til síns heima. Flugleiðir áætluðu að fljúga 12 ferðir, en auk þess var fiöldi leiguvéla í stöðugum flutning- um á milli lands og Eyja. Reiknuðu starfsmenn á vellinum með því að hátt í 2000 farþegar færu um völhnn í gær og mun Herjólfur flyija annað eins. Nú er líf óðum að færast í eðlilegt horf í Vestmannaeyjum, menn snúa sér að fyrri störfum og bíöa næstu þjóðhátíðar. Hluti þeirra átta þúsund gesta sem komu á þjóðhátið i Vestmannaeyjum. Þessir ungu menn eru á leið í Herjólfsdal og eru klæddir i samræmi við það. T Þjóðl íu teknir m íátíö: leð fíkniefrii fikniefhalögreglunni hefðu verið á mótssvæöinu, ásamt emum úr Vestmannaeyjalögreglunni, til eft- irlits. Þeir handtóku tiu manns sem höíðu þetta magn undir höndum. Ekki var vitaö hvort þetta var ætl- aö til sölu eða eigin nota, en sumir þeirra sem teknir voru eru þekktir söluaöilar. Ómar GarðaraBcm, DV, Vestmaimaéyjum. Fíkniefnalögreglan fann milli 50 og 60 grömm af hassi og lítils háttar af amfetamíni á þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum, sem fram fór um helgina. Agnar Angantýsson yfirlögreglu- þjónn sagði við DV aö 2 menn frá FJórir grunaðir um ólvunarakstur nv vo™ teknfr, grunaðir um ölvun viö Ómar Garðaisaon, DV, Vestmannaeyjum; sem ^ mikiö þar Að sögn lögreglunnar í Vest- sem um 8000 manns eru saman- mannaeyjum gekk umferðin vel komnir, en talsvert eftirlit var með . um helgina þrátt fyrir hve mikii ökumönnura af hálfu lögreglu. hún var. Engin óhöpp urðu en 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.