Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988. íþróttir „Náði að halda embeitangunni undir lokin" - sagöi Steinurm Sæmundsdóttir meistari kvenna „Þetta var mjðg ánægjulegur sigur eftir harða og spennandi keppni. Fyrirfram átti ég alveg eins von á sigri en þetta gat auð- vitað endaö á alia vegu,“ sagði Steinunn Sæmundsdóttir, eftir að hafa tryggt sér íslandsmeistara- titilinn í meistaraflokki kvenna á Meistaramótinu. „Viö erum annars mjög jafnar í meistaraflokknum og því kom mér á óvart að ég skyldi hafa heil 5 högg í forystu í lokin. Þetta var mjög jafnt framan af og á 5 holu á síðasta deginum vorum við hnííjafnar. Þetta var mjög spenn- andi á síðustu holunum en ég náði að halda einbeitingunni undir lokin,“ sagði Steinunn í samtali viö DV. Anægð í heíldina „Þrátt fyrir sigurinn þá tókst mér ekki alveg nógu vel upp í púttunum en þaö hefur sennilega verið einhver taugaspenna. í heildina er ég samt mjög ánsegð með spilamennskuna og hun tryggði mér alla vega sigurinn sem er auðvitaö númer eitt. Það þýðir ekkert aö slappa af á næst- unni því framundan eru næg verkefni. Ég vonast til að komast í landshðið fyrir Norðurlanda- mótið sem fram fer hér í þessum mánuði og svo er heimsmeistara- keppnin í Svíþjóð í september nk.,“ sagði Steinunn, sem auk þess að vera íslandsmeistari í golfi hefur unnið til margra verð- launa á skíðum. -RR Skrifstofutæknir er lýtur að skrifstofustörfum. Sérstök öhersla er lögð ó notkun PC-tölva. Nömið tekur þrjá mánuði, Námskeið þessi hafa reynst mjög gagnleg fyrir skrifstofufólk og þá er hyggja á skrifstofuvinnu. í náminu eru kenndar m.a, eftirfarandi greinar: ti, ritvinnsla, toll- víxlar og verðbréf,íslenska og viðskiptaenska. nami Innritun og nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790 um námið. Tölvufræðslan Meistaramótið í golfi: Stórglæsileg sigur hjá Sigi - spilaði frábærlega og varð sex höggum á undan Sigurður Sigurðsson og Steinunn Sæmundsdóttir tryggðu sér íslands- meistaratitlana í meistaraflokki í gohi um helgina þegar Meistaramót íslands fór fram í Grafarholti. Sigurður vann glæsilegan sigur í karlaflokki þar sem hann lék 72 holurnar á 296 höggum, eða 12 höggum undir pari. Sigurður varð 6 höggum á undan Sveini Sigurbergssyni sem varð í öðru sæti en Úlfar Jónsson, íslandsmeistari síðustu'tvö árin, varð að láta sér lynda 3. sætið að þessu sinni. Steinunn Sæmundsdóttir vann örugg- ar. sigur í méistaraílokki kvenna en hún lék holurnar 72 á 329 höggum. í ööru sæti varð Ásgeröur Sverrisdóttir með 334 högg. í 1. flokki karla sigraði Frans Páll Sig- urðsson en hann lék á 313 höggum og varð tveimur höggum á undan Herði Arnarssyni, sem varð annar. í 1. flokki kvenna varð Aðalheiður Jörgensen íslandsmeistari með 370 högg og þremur höggum á undan stöllu sinni Erlu Adólfsdóttur, sem hafnaði í öðru sæti. Meistaramótiö, sem hófst á fimmtudag, er það stærsta sem haldið hefur verið en keppendur voru hátt á fjórða hundr- að. Leiknar voru 72 holur á fjórum dög- um og var keppni spennandi og skemmtileg á öllum stöðum. Lokatölur efstu manna urðu annars sem hér segir: Meistaraflokkur karla 1. Sigurður Sigurösson, GS.....296 2. Sveinn Sigurbergsson, GK....302 3. Úlfar Jónsson, GK...........304 4-5. Hannes Eyvindsson, GR.......309 4-5. Tryggvi Traustason, GK......309 6. Ingi Jóhannesson, GR........310 7. Ragnar Ólafsson, GR.........214 8-9. Óskar Sæmundsson, GR........315 8-9. Eiríkur Guðmundsson, GR.....315 10. Ómar Örn Ragnarsson, GL....319 ' Meistaraflokkur kvenna 1. Steinunn Sæmundsdóttir, GK.... 329 2. Ásgerður Sverrisdóttir, GR.....334 3. Karen Sævarsdóttir, GS.........335 4. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR.. 336 5. Kristín Pálsdóttir, GK.........347 6-7. Alda Sigurðardóttir, GK........355 6-7. Jóhanna Ingólfsdóttir, GR......355 8-9. Þórdís Geirsdóttir, GK.........364 8-9. ÁrnýÁrnadóttir, GA.............364 10. Jónína Pálsdóttir, NK..........371 1. flokkur Karla 1. Frans Páll Sigurðsson, GR......313 2. Hörður Arnarsson, GK...........315 3-5. Viðar Þorsteinsson, GA.........317 3-5. Magnús Karlsson, GA............317 3-5. Arnar Baldursson, GÍ...........317 1. flokkur kvenna 1. Aðalheiður Jörgensen, GR.......370 2. Erla Adólfsdóttir, GG..........373 3. Ágústa Guömundsdóttir, GR......377 4. Björk Ingvarsdóttir, GK........379 5. Guðrún Eiríksdóttir, GR........382 Sigurður Sigurðsson, nýkrýndur Islandsmeistari í golfi, sést hér taka upphafshögg af einum teignum. DV-mynd KAE „Ég er að sjálfsögðu í skýjunum eftir sigurinn“ - sagði Islandsmeistari karla, Sigurður Sigurðsson „Ég er að sjálfsögðu í skýjunum eftir þennan sigur. Þetta hefur verið mjög erfið vika og mér finnst það hreint stór- kostlegt að ná að sigra í svona sterku móti,“ sagði nýkrýndur íslandsmeistar- inn í golfi, Sigurður Sigurðsson, í sam- tali við DV eftir verðlaunaafhending- una á laugardagskvöld. „Fyrirfram átti ég eiginlega ekki von á að sigra en gerði mér þó að sjálfsögðu vonir. Það var mikil pressa á Úlfari því allir töluðu um að hann myndi sigra svo ég hafði eiginlega allt að vinna en engu að tapa og var því ekki undir mik- illi pressu. Þegar ég var kominn með forystuna, eftir að mótiö var hálfnað, áttaði ég mig fyrst almennilega á því aö ég gæti vel unnið og mér tókst að halda einbeitingunni á lokakaflanum," sagði Sigurður. „Ég var búinn að búa mig ágætlega undir mótið og hef reyndar æft nokkuð stíft síðustu vikurnar enda þýðir ekkert annað. Ég hef fengið góðan tíma frá vinnu og svo er auövitað öll fjölskyldan í golfmu þannig að það er lítið mál að eyða nokkrum tímum á dag úti á golf- velli. Ég mun leggja enn harðar að mér á næ'stunni og stefni að því að komast í enn betra form og bæta mig enn frek- ar,“ sagði Sigurður, sem mun að öllum líkindum leika með landsliðinu á Norð- urlandamótinu í þessum mánuði. „Keppendumir á mótinu voru annars frábærir og andinn á milli okkar var engu hkur. Þá vil ég einnig þakka öllum þeim Suðurnesjamönnum og öðrum sem mættu á mótið og studdu mig gífur- lega í keppninni," sagði Sigurður að lokum. Sigurður lék frábærlega ,, Sigurður átti sigurinn skilinn í þessu . móti, hann lék frábærlega vel allan tím- ann og sýndi mikla baráttu," sagði fyrr- verandi íslandsmeistari, Úlfar Jónsson, sem hafnaði í 3. sæti að þessu sinni. Mér gekk ekki nógu vel með sveifluna og átti í dálitlum vandræðum með upp- hafshöggin. Ég mun reyna að bæta mig á næstunni og stefni svo bara á að end- urheimta titilinn á næsta ári en ég óska Sigurði innilega til hamingju með sig- urinn, ‘ ‘ sagði Ulfar. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.