Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988. Utlönd Dularfull yfirlýsing Stjóravöld í Guatemala eiga nú í miklum erfiðleikum vegna dular- fullrar yfiriýsingar sem birtist í dagblöðum þar í gær, en í yfirlýs- ingu þessari var George Shuitz, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, harðlega gagnrýndur fyrir ætlaðar tilraunir til að draga landið inn í átok i Miö-Araeriku. í yfirlýsingunni segir aö flokkur kristilegra demókrata í Guatemaia, sem er stjómarflokkur landsins, „hafni virðingarlausum afskipta- viðhorfum" Shultz. í henni segir ennfremur að þrýstingur Banda- ríkjanna „gæti komið af stað átök- um með ófyrirsjáanlegum afleið- ingtun“. Stjóravöld í Guatemala vifja ekkert við yfirlýsingu þessa kannast og hefur utanríkisráðherra landsins, Alfonso Cabrera, sem jafnframt er aðal- ritari kristilegra demókrata, lýst undrun sinni vegna hennar. Shultz átti í gær fundi með utanríkisráðherrum fjögurra Mið-Ameríku- ríkja í Guatemala i gær og var von hans sú að fá þá til aðgeröa gegn Nicaragua. Cabrera utanríkisráðherra hefur fyrirskipað rannsókn á uppruna yfir- lýsingarinnar og sagði við þaö tækifæri að undanfarnar vikur hefðu kom- ið í dagsljósið fólsuð skjöl sem ættu að vera komin frá flokki hans en væru það alls ekki. Lertar betri skilnings Sovéskir herforingjar báru tram spurningar við bandaríska varnarmála- ráóherrann, aó ræðu hans i herskólanum i Moskvu lokinni. Simamynd Reuter Frank Carlucci, varnarraálaráð- herra Bandaríkjanna, kom í gær í opinbera heimsókn til Sovétriki- arma Ráðherrann flutti í gær ræðu í liðsforingjaakaderaíunni í Moskvu, að viðstöddum fjölda so- véskra herforingja. Þar fúilvissaði hann Sovétmenn um að Bandarík- in hygöust ekki ráðast á Sovétríkin eða nein önnur riki og sagöi að Bandarikjaraenn Ieituöu nú eftir meiri gagnkvæmum skilningi milli stórveldanna tveggja í hermálum, í því skyni aö slaka á spennu í heiminum. Vamarmálaráðherrann sagöi í ræðu sinni að mörgum Vestur- landabúum þættu hins vegar Sov- étmenn líklegir til árásar þótt opin- ber stefha sovéskra stjómvalda hefði breyst til vamarstefiiu. Frank Carlucci, varnarmálaráö- herra Bandaríkjanna, við komuna til Sovétrikjanna i gær. Slmamynd Reuter Carlucci er fyrsti bandaríski vamarmálaráöherrann sem fer í opinbera heimsókn til Sovétrílganna og er heimsókn hans hluti af gagnkvæmum heimsóknum embættismanna vamarmála stórveldanna, sem nýlega var samið um. Viö komuna til Moskvu í gær átti Carlucci tveggja klukkustunda fúnd með Dmitry Yazov, vamarmálaráðherra Sovétríkjanna Viðræður ráð- herranna vom hreinskilnar enda höfðu þeir komið sér saman um að ræðast við án þess að viöhafa hefðbundnar diplómatískar vepjur. Sovétmenn ætla að sýna Carlucci tvær af leynilegustu herstöðvum sín- um á næstu þrem dögum og jafhframt hefur Yazov lofað honum að hann fái að sjá „Blackjack“ sprengjuþotuna sem er svar Sovétmanna við banda- rísku B-l sprengjuþotunni. Ottast um sextíu manns Leitaó í húsarústum skammt frá Caracas i gær. Simamynd Reuter Ottast er aö allt að sextíu manns hafi farist 1 flóðum skammt frá Carac- as, höfhðborg Venesuela, um helgina. Sveitir björgunarmanna og hermanna leituöu i gær. í rústum liðlega þtjátíu íbúðarhúsa, sem eyðilögðust i flóðum í bænum Chichirivichi, skammt frá Caracas, á laugardag. Mörg húsanna höfðu veriö byggð ólög- lega á svæði sem stjóravöld höföu bannað byggingar á eftir flóð sem urðu fyrir liðlega þrjátíu árum. Krafa Iraka setur / strik í reikninginn Perez de Cuellar, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, vonast til að vopnahlé komist á í stríði írana og íraka í þessari viku. Hann sagði þó að krafa íraka um beinar viðræður deiluaðfia hefði sett strik í reikning- inn. íranar hafa sagt að ekkert standi í veginum fyrir vopnahléi nema krafa íraka sem þeir segja óaðgengi- lega. íranskir ráðamenn segja að beinar viðræður geti því aðeins farið fram að vopnahlé hafi komist á. Á meðan halda bardagar stríðsað- ila áfram. Sendinefnd SÞ í löndunum fyrir botni Persaflóa staðfesti um helgina notkun efnavopna í stríðinu. íranar hafa sakað íraka um að nota efnavopn í bardögum en neita ásök- unum íraka um að þeir hafi einnig beitt efnavopnum. Sendimennirnir kváðust hafa séð afleiðingar notkun- ar efnavopna á fórnarlömbum beggja ríkja, Varautanríkisráðherra írans sagði um helgina að íran myndi ekki ráð- ast á skip á Persaflóa meðan á friðar- viðræðum írana og íraka stæði en alls hafa 540 skip orðið fyrir árásum á Persaflóa í átta ára styijöld ríkj- anna. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á sunnudag að viðræður bandarískra og íranskra embættismanna með milligöngu þriðja aðila um bætt samskipti ríkj- anna væru hafnar. íran hefur lagt fram kröfu um að Bandaríkin létti hömlum af írönsku fjármagni og her- gögnum í Bandaríkjunum áður en Snurða hefur hlaupið á þráðinn í viðræðum deiluaðila i Persaflóastriðinu sökum kröfu íraka um beinar viðræður við Írana. Viðræður de Cuellars, til vinstri, og Velyati, utanríkisráðherra írans, halda áfram i dag. Símamynd Reuter beinar viöræður geti farið fram en um örlög vestrænna gísla sem talið bandarísk stjórnvöld hafa neitað er að séu í haldi öfgahópa hliðhollra þéirri kröfu. Ekki hefur verið rætt íran. Reuter Fyrstu sovésku flaug- amar eyðilagðar Sovétmenn hófú í gær eyðingu meðaldrægra kjamorkuflauga sinna í samræmi við samkomulag stórveldanna tveggja, Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna, þar að lút- andi. Fyrstu sovésku eldflaugarnar vom í gær eyðilagöar í mikilli sprengingu á sléttum sovétlýðviid- isins Kazakhstan. Bandarískir eftirlitsmenn voru viðstaddir eyðileggingu flauganna en um var aö ræöa fjórar SS-12 eld- flaugar sem kjamaoddarnir höfðu verið teknir úr. Eldflaugar þessar vom áður í Austur-Þýskalandi. Samkvæmt samningi stórveld- anna eiga Sovétmenn að eyöileggja 1.752 eldflaugar og Bandarikja- raenn um átta hundmð. Sovéskir embættismenn sögðu í gær að allt að tvö tonn af dínamíti þyrfti til að eyðileggja hverja eld- flaug fyrir sig. Kjamaoddamir af eldflaugunum verða nýttir í friösamlegum til- gangi aö sögn sovéskra embættis- manna. Sovétmenn hafa áður not- aö litlar kj amorkusprengj ur viö námagröft og við vegagerö í fialla- héruöum. Reuter Gagniýndur fyrir að hundsa ráðstefnu George Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, er nú harðlega gagnrýndur fyrir að hafa afþakkað boð um að ávarpa ráðstefnu mannréttinda- hreyfinga blökkumanna í Bandaríkj- unum, sem haldin er í Detroit um þessar mundir. Michael Dukakis, forsetaframbjóð- anda demókrata í Bandaríkjunum, var fagnað mjög á ráðstefnu þessari þegar hann gagnrýndi Bush fyrir aö mæta ekki til hennar. Dukakis sagöi í ræðu sinni í Detroit að hann vissi aö ráðstefna þessi tæki ekki opin- beriega afstöðu til forsetaefna, en hann vonaöist jafnframt til að ráð- stefnufulltrúar tækju eftir því hveijir mættu til leiks og hveijir ekki. Bush afþakkaöi boð um að ávarpa ráðstefnuna, á þeim forsendum aö skipulag kosningabaráttu hans leyfði ekki frávik af því tagi. Ráð- stefnan hófst á sunnudag og varafor- setinn á að flytja ræðu um utanríkis- mál í Chicago í dag. Forystumenn blökkumanna í varaforsetanumhafimeðþessuorðið Bandaríkjunum telja hins vegar aö á alvarleg stjórnmálaleg mistök. Skopmyndateiknarinn Lurie hefur sínar eigin hugmyndir um baráttuna um forsetaembættið í Bandaríkjunúm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.