Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1988. 9 Utlönd Hussein fellur frá kröfii um yfirráð á Vesturbakkanum ísraelskir hermenn fylgja brottviknum Palestínumönnum að landamærum Líbanons og ísraels en í gær viku ísraels yfirvöld átta Palestinumönnum af landi brott. Símamynd Reuter Hussein Jórdaníukonungur hef- ur ákveðið að slíta nær öll efna- hagsleg tengsl við Vesturbakkann og falla frá kröfum um yfirráð á herteknu svæðunum. Hussein sagði að hann hefði tekið þessa ákvörðun í samræmi við óskir Frelsissamtaka Palestínu, PLO, um stofnun sjáifstæðs ríkis Palestínu- nianna. Ákvöröun Husseins kemur í kjöl- far sjö mánaða rósta á herteknu svæðunum sem hafa grafið mjög undan stuðningi við Jórdani á Vesturbakkanum og Gaza-svæö- inu. Talið er að afit að 246 Palest- ínumenn ogfjórir ísraelar hafi látið lífið í róstunum sem hófust í des- ember sl. ísraelar hemámu Vesturbakk- ann í sex daga stríðinu árið 1967 en báðir bakkar Jórdanár höfðu áður tiiheyrt Jórdaníu. En þrátt fyrir yfirráð ísraela hafa Jórdanar séð um framkvæmd heilsugæslu, kennslu, dómsvald og trúariðkana á bakkanum. Fréttaskýrendur telja að ákvörð- un þessi styrki stöðu PLO en í kjöl- far hennar var boðað til skyndi- fundar æðstu manna samtakanna. Bassam Abu Sharif, ráðgjafi Yass- ers Arafat, leiðtoga PLO, fagnaði ákvörðuninni í gær og sagði að hún myndi myndi ekki skaöa tengsl PLO og Jórdana. Bassam sagði að ljóst væri að við- ræður um frið í þessum heimshluta væru ekki mögulegar án þátttöku PLO og að stórveldin yrðu nú að ræða við PLO og ísraela sem full- trúa deiluaðila. Yasser Arafat mun halda til Jórdaníu í þessari viku til viðræðna við Hussein konung. Forsætiráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, fagnaði einnig ákvörðun Husseins og sagði að hún þýddi aö Hussein hefði gefið upp á bátinn þá Von að ísraelar myndu draga sig í hlé á svæðinu. Fréttaskýrendur telja að ákvörð- un Husseins geti kippt grunninum undan friðarumleitunum Banda- ríkjamanna í Mið-Austurlöndum. Tillögur George Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, um frið í þessum heimshluta hafa byggst á því að Hussein sé fulltrúi Palest- ínumanna á Vesturbakkanum en bæði Bandaríkin og ísrael hafa neitað að viðurkenna PLO sem full- trúa þeirra. Bandaríkjamenn höfðu vonast til að sameiginleg nefnd Jórdana og Palestínumanna myndi taka þátt í alþjóðlegri friðarráðstefnu sem ætlað væri að koma á viðræðum ísraela og nágrannaríkjanna. Ekki fagna allir ákvörðun Hus- seins. Palestínumenn á Vestur- bakkanum, en um 850 þúsund þeirra eru með jórdanskt vegabréf, velta nú fyrir sér hver muni taka við rekstri hins daglega lífs þegar Jórdanar hafa gefiö slíkt frá sér. Margir efast um að PLO geti fyllt í skarðiö fyrir Jórdaníu á Vestur- bakkanum og sumir halda að róst- ur muni aukast. Á Vesturbakkanum var Faisal Husseini, einn helsti leiðtogi upp- reisnarmanna, handttkinn á sunnudag og sakaður am að hafa espað til uppþota. Husseini hlaut sex mánaða fangelsisdóm en engin réttarhöld voru haldin. Yfirvöld í ísrael segjast hafa handtekið fimm- tíu Palestínumenn grunaða um mótmæli gegn yfirráðum ísraela. Átta Palestínumönnum var vikið úr landi í gær. Alls hefur um þrjá- tíu Palestínumönnum verið vikið úr landi. í gær hófst tveggja daga verkfall Palestínumanna á her- teknu svæðunum og í austurhluta Jerúsalem til að mótmæla brott- vikningu mannanna. Reuter Ottast hiyðju- verkaöldu Bresk yfirvöld óttast nú að á næstu dögum muni ganga yfir ný hryðju- verkaalda af völdum írska lýðveldis- hersins, IRA, í kjölfar sprengjutil- ræðis þess sem framið var í herbúð- um 1 London í gær, mánudag. Einn hermaöur fórst í sprengingunni og nokkrir særðust, 'þar af tveir alvar- lega. írski lýðveldisherinn hefur lýst ábyrgð á sprengingunni á hendur sér. Talsmenn bresku lögreglunnar sögðu í gær að þeir teldu þörf á sér- stakri árvekni á komandi dögum því töluverðar hkur þættu til þess að fleiri tilræði fylgdu í kjölfarið. Sprengingin á mánudag varð í íbúðarbyggingu ókvæntra her- manna í Inglis herbúðunum í norð- urhluta London. Fjórtán hermenn -voru sofandi í rúmum sínum þegar sprengingin varð en hún var nægi- lega öflug til þess að leggja megin- hluta byggingarinnar í rúst. Sprengingin hefur vakiö ótta um öryggi manna í og við fjölda slíkra herbúða sem eru víða um Bretland. Herbúðir þessar eru inni í íbúðar- hverfum og er fremur litil öryggis- gæsla við þær enda þeim ætlað að vekja eins litla athygh og kostur er. íbúar hverfisins, sem Inghs her- búðimar eru í, hafa sakað yfirvöld hersins um að hafa ekki gætt öryggis við búöirnar nægilega vel. Lögreglan segir að rannsókn máls- ins beinist nú einkum að þeim mögu- leika að kona úr írska lýðveldis- hemum hafi náð að komast inn í herskálann og koma sprengjunni fyrir meðan á dansleik stóð þar um helgina. Reuter Rústir herbúðanna sem sprengdar voru i gær. Simamynd Reuter Omeqa símkerfin - l\lý sending á leiðinni Frá fyrirtækinu Iwatzu Án aukabúnaðar hafa símkerfin eftirfarandi möguleika 1. Innbyggð klukka, dagatal, reiknivél og tímamæling simtals. 2. Kallkerfi. 3. Hópkall í kallkerfi. 4. Fundarsími. (Fleiri en tveir geta talað i einu). 5. Flutningar simtala á milli sima. 6. Númeraminni bæði i simstöð og einstökum sima. 7. Rafhlöður sem halda straumi á kerfinu þótt rafmagn fari af. 8. Nætursti11ing á bæjarlinum. 9. Tónlist á meðan beðið er. 10. Hringir i öðru (völdu) númeri ef ekki er svarað. 11. Hægt er að kalla í hátalara sima þótt hann sé á tali. 12. Endurval á síðasta númeri. 13. Gaumhringing til að minna á t.d. fund. 14. Einkalinur. 15. Ýmsar lokanir fyrir t.d. langlinu og útlöndum. 16. Stillingar á innkomandi hringingum i valda sima. 17. Hægt er að skilja eftir ýms skilaboð I simum. Þetta eru einungis fáar aðgerðir sem kerfið býður upp á og það án nokkurs aukabúnaðar og á iægra verði en önnur ófullkomnari kerfi á markaðnum. Georg Ámundason & Co. Suðurlandsbraut 6, sími 681180 og 687820.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.